Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 / f t /i t.eJc þig <xf \Zttammunuryi unn -bímcL." ! ;'VvV mmm Með morgnnkaffinu Ást er... að halda í beislið TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndlcate Þú þarft ekki að vera hræddur, því nú færðu smásprautu og munt ekki finna til á eftir. HOGNI HREKKVISI BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Orðsending um dáleiðslumeðfer ð Frá Friðriki Páli Ágústssyni: Frá og með 8. október hef ég ákveðið að hætta alfarið að starfa við dáleiðslumeðferð hér á landi. Ástæður fyrir þessari ákvörðun eru margvíslegar og tel ég þær hér með upp. í fyrsta lagi finnst mér hvorki mér né sérfagi mínu hafa verið sýnd sú virðing sem réttmæt er hér á landi. í öðru lagi hefur um- fjöllun fjölmiðla verið neikvæð gagnvart dáleiðslumeðferð og mér persónulega. Lýsir það meira en annað fordómum og vanþekkingu þeirra á þessu sviði. í þriðja lagi hefur það reynst erfitt að fá heil- brigðisyfirvöld til að samþykkja tilvist mína, þrátt fyrir að ég hafi allar tilskildar gráður er þarf er- lendis til að fá slíka viðurkenn- ingu. Aftur lýsir það vanþekkingu á dáleiðslu og litlum skilningi á hve mikilvægur þáttur dáleiðsla getur verið innan heilbrigðiskerfis- ins. Rök landlæknis eru, svo dæmi sé tekið, þau, að eingöngu „aðilar innan heilbrigðisstéttarinnar" séu þess færir að vinna með dáleiðslu. Þessi rök eru léleg, því ég lít á mig sem aðila innan heilbrigðis- stéttarinnar og ég er með mun meiri menntun í þessu fagi en nokkur annar íslendingur að mér vitandi. Sem dæmi má nefna að sálfræði er þáttur í námi margra starfsstétta, svo sem fóstra, hjúkr- unarfræðinga, kennara og fleiri, en ef þú þarft upplýsingar um sál- fræði þá leitar þú eflaust ekki til fóstru eða annarra ofangreindra aðila, heldur til sérfræðings. Þetta viðhorf hefur samt ekki rikt gagnvart mér, því þegar heil- brigðisyfirvöld eða fjölmiðlar hafa leitað eftir upplýsingum um dá- leiðslu þá er ekki leitað til sérfræð- ings á því sviði heldur leikmanna (jafnvel fúskara) á þessu sviði. Ég hef tekið þessa ákvörðun um að hætta meðferð alfarið því ég get ekki lengur unað við þessa fordóma og vanþekkingu, þó mik- ill grundvöllur og þörf sé fyrir dáleiðslumeðferð á þessu landi. Ég mun kenna í Dáleiðsluskóla íslands út þessa önn en öllum meðferðar- tímum mun ljúka 8. október næst- Frá Jónu S. Gísladóttur: Ég get ekki annað en sest niður og svarað fyrir bændur, þegar ég heyrði í fjölmiðlunum það sem þeir kölluðu kennslustundir í landbún- aði fijálslyndra jafnaðarmanna í ágúst síðastliðnum. Ég er búfræðingur og hef búið í sveit og hirt sauðfé um margra ára skeið með góðum árangri. Bændur hljóta að stefna.að því að fá sem mestar afurðir eftir hveija á og hveija kú. Þegar ærnar eru orðnar svo margar að bóndinn hættir að hafa yfirsýn yfir einstaklingana fara lömbin að hrynja niður á vorin og bóndinn hefur ekkert nema kostn- að af þeim. Bóndi sem á hundrað og níutíu ær og fær þijúhundruð og fimmtíu lömb af fjalli fær meira út úr sínu búi en sá sem á fjögur hundruð ær og fær fimm hundruð lömb af fjalli. Sá er á færra fé, getur sinnt því betur. Búið hjá honum hefur miklu meiri mögu- leika til að gefa honum þann arð sem hann þarf til að lifa af, en komandi. Ég hætti ekki vegna neins þrýst- ings, hvorki frá neinum sérstökum aðila né fjárhagslegum. Markaður og grundvöllur hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég sé þetta sem einu leið mína til að mótmæla því ranglæti sem mér finnst ég hafa verið beittur hér á landi. All- ir þeir aðilar sem skoða bakgrunn minn í dáleiðslumeðferð sjá að ég hef fengið mikla viðurkenningu og virðingu erlendis fyrir störf mín og hef eingöngu skilið góða hluti eftir mig í dáleiðslu hér á landi. Friðrik Páll Ágústsson Dáleiðsluskóli Islands Vesturgata 16, Reykjavík hins sem þarf að afla meira fóðurs og leggja í meiri kostnað fyrir hlut- fallslega minni arð. Þið, þessir svokölluðu vísu menn virðist ekki gera ykkur grein fyrir því að bændur eru með lifandi dýr á milli handanna og það þarf að taka tillit til þeirra sem slíkra. Og bændur eru misjafnlega til þess fallnir að stjórna sínu búi. Það er ekki hægt að draga bændur í dilka eftir höfðatölu bústofnsins. Það hefur aldrei verið hægt og verður það aldrei. Ég þekkti tvo bændur þegar ég var barn. Annar átti um sex hundr- uð fjár, en hinn níutíu kindur. Sá sem færri ær átti spurði sýslumann sinn hvernig stæði á því að hann hefði nærri helmingi hærra útsvar en sá sem stærra búið hafði. Sýslumaður svaraði að bragði: Hefðir þú ekki meiri arð af hverri kind en hinn, værir þú kominn langt niður fyrir það að vera á hreppnum. Svo mörg voru þau orð. JÓNA S. GÍSLADÓTTIR Arnartanga 63, Mosfellsbæ- Þeir vita ekki hvað þeir eru að gera Víkveqi skrifar Nú eru skólarnir að hefja göngu sína á nýjan leik eftir sumar- hlé. Mikil tilhlökkun ríkir hjá börn- unum, sérstaklega þeim sem eru að 'fara í skóla í fyrsta sinn. Vík- veiji veit til þess að lítil stúlka sem nú er að stíga fyrstu skrefin á menntabrautinni hefur sofið með nýju skólatöskuna við rúmstokkinn síðasta hálfa mánuðinn, svo mikill er spenningurinn. Það eru enda mikil umskipti að hætta í leikskóla og hefja skólagöngu með þeim skyldum sem því fylgja. Kennurum er lögð mikil ábyrgð á herðar að hlú að þessum áhuga svo hann skili sér í velmenntuðu og upplýstu fólki sem er í stakk búið til að takast á við verkefni nútímasamfélags. Lýðræðisþjóðfé- lagið gerir kröfu til þess að fólk sé vel upplýst. Menntun er grundvall- aratriði í þeim efnum, þó það sé út af fyrir sig alveg ástæðulaust að leggja að jöfnu skólagöngu og menntun. Að mati Víkveija geta menn verið langskólagengnir án þess að vera vel menntaðir í besta skilningi þess orðs. Á sama hátt geta menn verið vel menntaðir án þess að hafa eytt nema stuttum tíma innan veggja skólanna. Eftir stendur að lýðræðisþjóðfélagið er dauðadæmt án vel upplýstra ein- staklinga. Lýðræðið gerir kröfu til þess að fólk taki ákvarðanir með öðrum í eigin málum og það verður ekki gert svo vel sé nema af þekk- ingu og skilningi. Af skilningnum sprettur svo umburðarlyndið fýrir skoðunum annarra, sem er afar mikilvægt lýðræðinu, ef til vill mik- ilvægara en fólk gerir sér grein fyrir. XXX að fer afskaplega mikið í taug- arnar á Víkveija hvernig hag- að er opnunartíma margra opinberra stofnana ríkis og sveitarfélaga og þvl miður þarf ekki opinberar stofn- anir til. Það er augljóst að opnunar- tíminn er ákveðinn með tilliti til þarfa starfsfólks en ekki þeirra sem notfæra sér þjónustuna. Það gildir um stofnanir sem loka klukkan 4 á daginn. í þeim tilfellum geta menn ekki verið að hugsa um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Vík- veiji lenti meira að segja í því um daginn að hringja á bæjarskrifstof- umar í Hafnarfírði þegar klukkuna vantaði þijár mínútur I fjögur og þá var kominn símsvari sem til- kynnti að skrifstofan lokaði klukkan fjögur. Víkveiji hélt að klukkan hans væri farin að ganga vitlaust og hringdi með það sama á klukkuna og það stóð heima að klukkan var ekki orðin fjögur. Hvernig er þetta hægt á skrifstofum bæjarfélags af þessari stærðargráðu? Þá þurfti Vík- veiji að hafa samband við Neytenda- samtökin nýlega og komst að raun um, að þar er afgreiðslutíminn einn- ig til klukkan fjögur. Það gegnir furðu að samtök neytenda skuli ekki veita betri þjónustu en það að hafa skrifstofu opna frá klukkan 8 til 16 virka daga. xxx Orðaleikur forystmanna bænda- samtakanna vegna umræðu um landbúnað lætur á tíðum undar- lega í eyrum. Að undanförnu hafa vegist á viðskiptaráðherra og bændaforystan um það hvort líta beri á greiðslur sem renna beint í vasa bænda úr ríkissjóði sem laun eða „framleiðslutengdar niður- greiðslur.“ Slíkar orðasennur eru vel þekkt fyrirbæri í íslensku þjóð- lífi og virðist einkum ætlað að slá ryki í augu almennings. Niðurstað- an frá sjónarhóli skattgreiðenda er nefnilega sú sama, búskapur er grundvallaður á styrkjum úr ríkis- sjóði. Þótt niðurgreiðslur lækki vöruverð, er orsök þeirra einfald- lega óhagkvæmni í framleiðslu og bann við innflutningi búvara. Þann- ig eru bændur í reynd á launum hjá ríkinu - fram hjá þeirri stað- reynd verður ekki litið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.