Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Hrafnkötluþing haldið á Egilsstöðum ~ Byggingu sögunnar líkt við íslenskan torf- vegg með evrópsku lagi Eskifirði. FYRIRLESARAR á Hrafnkötluþingi sem haldið var í Menntaskólan- um á Egilsstöðum fyrir skömmu voru sammála um að Hrafnkels saga Freysgoða væri nokkru yngri en áður hefur verið talið. Ritunar- tími sögunnar væru frá byrjun 14. aldar til miðrar þeirrar aldar. Sverrir Tómasson handritafræðingur likti byggingu sögunnar við íslenskan torfvegg með evrópsku lagi. Aðalhvatamaður að því að til ráðstefnunnar var boðað var Her- mann Pálsson prófessor við Edin- borgarháskóla og beindi hann þeirri áskoruh til stofnunar Sigurðar Nor- dal að kalla til fundar um þetta efni. Stofnunin tók áskoruninni og í félagi við heimamenn var hug- myndinni hrundið í framkvæmd. I undirbúningsnefnd fyrir ráð- stefnuna voru Aðalsteinn Aðal- steinsson, bóndi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, Helgi Ómar Braga- son, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, Jón Hnefill Aðalsteinsson frá félagsvís- indadeild Háskóla íslands, Páll Pálsson, fræðimaður frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, Sveinbjörn Rafnsson prófessor við heimspekideild Há- skóla íslands og Úlfar Bragason, forstöðumaður stofnunar Sigurðar Nordal. 60 þátttakendur Hrafnkötluþing sóttu um 60 manns, innlendir og erlendir fræði- menn auk áhugasamra leikmanna. Haldnir voru átta fyrirlestrar sem fjölluðu um hin ýmsu svið Hrafn- kels sögu og þess umhverfis sem er sögusvið hennar. Hermann Pálsson ræddi um mál- ið á Hrafnkelssögu, Páll Pálsson sagði frá söguslóðum Hrafnkels- sögu, Jón Hnefill Aðalsteinsson ræddi um Freyfaxahamar, Guðrún Nordal ræddi heiðni í Hrafnkels- sögu, Sveingjörn Rafnsson nefndi fyrirlestur sinn „hrossreiðar og höfðingsskapur í Hrafnkelssögu", Sverrir Tómasson ræddi byggingu Hrafnkelssögu, fyrirlestur Stefáns Karlssonar hét Hrafnkelssaga og Fljótsdæla og loks ræddi Helga Kress um íjarvist kvenna í Hrafn- kels sögu Freysgoða og hét hann „svá ergisk hverr sem hann eldisk". Þessi upptalnin gefur vísbend- ingu um hversu fjölbreytt þau eru áhugamál Hrafnkötlufræðinga. Það gaf síðan ráðstefnunni aukið gildi að farin var ferð um slóðir sögunnar, inn Fljótsdalsheiði niður í Hrafnkelsdal og áð á höfuðbóli Hrafnkels Freysgoða á Aðalbóli. Þar voru þegnar höfðinglegar veit- ingar sem Hrafnkelsdælingar stóðu fyrir. Páll Pálsson frá Aðalbóli var leiðsögumaður í förinni og veitti ótæpilega af óþijótandi fræða- brunni. ' Fyrri dómur endurskoðaður Erindin voru fjölbreytt og yfir- gripsmikil og erfitt að meta hvað öðru fremur stóð upp úr. Það virtist vera nokkuð samdóma álit fyrirlesara að fyrri dómur fræði- manna á borð við Sigurð Nordal og Einar Ólaf Svéinsson um Hrafn- kelssögu þyrfti allmikillar athugun- ar við. Þá voru þeir um það sam- mála að sagan væri nokkru yngri en áður hefur verið talið, ritunartími sögunnar frá byijun 14. aldar til miðrar þeirrar aldar. Það gladdi hjörtu okkar Austfirð- inga þegar Stefán Karlsson endur- reisti orðstýr Fljótsdælasögu og leiddi að því rök að sagan væri rit- uð á svipuðum tíma og Hrafnkels- saga, en um nokkurt skeið hefur verið ríkjandi sú skoðun fræði- manna að Fljótsdæla væri sett sam- an úr nokkrum þekktum Austfírð- ingasögum og þá ekki fyrr en í lok 15. aldar eða á 16. öld. Kenningar Helgu Kress vöktu athygli en hún lagði áherslu á að þrátt fyrir að sagan hefði augljós- lega orðið fyrir ritskoðun til að útmá áhrif viðhorfa kvenna á söguefnið þá kæmi víða í textanum í gegn skörp háðsdeila á drottnunargirni karlaveldisins. í fyrirlestri Jóns Hnefils Aðal- steinssonar kom fram sú skoðun að arfsagnir væru tæpast að baki sögninni um átrúnaðinn á Freyfaxa Undirbumngsnefndin UNDIRBÚNINGSNEFND þingsins, f.v.: Úlfar Bragason, Sveinbjörn Rafnsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Páll Pálsson og Helgi Ómar Bragason. Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Á höfuðbólinu RÁÐSTEFNUGESTIR þiggja kaffi í Aðalbóli í Hrafnkelsdal, þar sem söguheljan bjó, f.v. Jón Hnefill Aðalsteinsson, Ögmundur Skarphéð- insson og Salvör Nordal. Ámi Jónsson húsa- smíðameistari frá Isafirði - Minning „Enginn ræður sínum nætur- stað.“ Eflaust væri gott að hafa þessi orð ævinlega hugföst og lifa eftir þeim, en eitt er víst að hollt er það ekki sálinni, því hver er bættari með því að vænta sífellt hins versta? Faðir minn, Árni Jónsson er lagð- ur af stað yfír móðuna miklu til annars lífsstigs í sátt við sjálfan sig, Guð og alla menn. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kveðja þessa jarðnesku tilveru án allra hugsana um nætur- staðinn óþekkta og án nokkurra erfíðleika. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 26. ágústs kl. 18.30 að íslenskum tíma í Álaborg í Dan- mörku, við opnun myndlistarsýning- ar vinar okkar, Páls ísakssonar. Örfáum mínútum áður höfðum við, foreldrar mínir og ég, leikið og sung- ið fyrir gestina, og aldrei hafði okk- ur tekist betur upp eða notið þess í jafn ríkum mæli að koma fram, enda hljómburðurinn í salnum hreint afbragð. Inn í tvö seinustu lögin hjá okkur, læddi sér ungur Dani með gítarinn sinn, og ég tók eftir því að það gladdi pabba, hvað hann var vel með á nótunum. Þegar okkar atriði var lokið hélt hinn danski áfram og flutti þekkt lag með kald- hæðnum blæ um atvinnuleysið í landinu. Hvert vers endaði á orðinu „Amen“ og allir viðstaddir tóku undir, þar á meðal pabbi, sem skemmti sér konunglega yfír bráð- fyndnum textanum. En þegar síð- asta „Amenið" var sungið, sté hann eitt skref áfram og hné niður á orð- inu. Allt var gert sem í mannlegum mætti stóð til að lífga hann við. Það var hjúkrunarkona meðal gestanna og fleiri sem brugðust skjótt og rétt við, en án árangurs. Forlögin höguðu því þannig til að við vorum stödd í borginni, svo að ekki þurfti að bíða sjúkrabíls nema stutta stund, en tími Áma Jónssonar var greinilega kominn og hann kvaddi með þvílíkum glæsibrag, að enginn sem þarna var staddur, mun nokk- um tíma gleyma þessum atburði. Vitanlega var þetta mikið högg. Við höfðum ekki átt von á því að aka heim án hans. En eftir á að hyggja erum við afar þakklát og glöð yfír því að hann skyldi fá að fara svona snögglega. Tómarúmið er stórt og verður aldrei fyllt að nýju, en minningamar standa eftir, sterkar og óhagganlegar. Öll vissum við að pabbi var hjarta- sjúklingur. Hann hafði fengið fyrsta blóðtappann aðeins 47 ára gamall, en sá sem lagði hann að velli var sá fímmti í röðinni. Við höfðum vit- anlega ekki átt von á því að enda- laust gæti Ámi Jónsson sigrast á sjúkdómnum, en nú voru liðin tæp þijú ár frá því hann fékk þriðja og fjórða tappann, hvorn á eftir öðrum, svo ósjálfrátt vorum við farin að gleyma þessum vágesti. Pabbi hafði líka verið óvenju hress og upplagður undanfarna mánuði og notið lífsins í ríkara mæli en svo oft áður. Hann gladdist eins og lítið barn yfir góðum mat, náttúrunni, pípunni sinni, garð- vinnunni, góðum gestum og yfirleitt öllu sem gaf krydd í tilveruna. Hann var það sem Danirnir kalla „en rigt- ig livsnyder". Og hann hafði aldrei verið fallegri en einmitt nú. Ámi Jónsson var fæddur á ísafirði 20. júní 1923 og var því rétt orðinn sjötugur. Hann var sonur sæmdarhjónanna Daníelu Jónu Samúelsdóttur og Jóns Bjarnasonar, snikkara frá Tröð í Álftafírði. Hann var næst yngstur 12 systkina, en ijórir bræður náðu aldrei fullorð- insámm. Elstur er Bjarni, búsettur í Reykjavík, þar næst kom Samúel, lengst af á Isafírði, en eyddi sínum síðustu æviárum í höfuðborginni. Hann lést fyrir nokkrum ámm. Sá þriðji var Lúðvík Alexander, sem dó í bernsku og síðan komu þríbur- arnir Jón, Mildinberg og Guðmund- ur, sem einnig kvöddu þennan heim sem smábörn. Sjöunda barnið var Lúðvík Alexander, skírður eftir bróður sínum, en hann fórst ungur maður á hafi úti. Þar næst kom Guðrún, sem alla ævi bjó á ísafírði, einnig látin, síðan Anna, lengst af búsett í Hveragerði, hún er einnig látin, þar á eftir Guðmundur Lúð- vík, búsettur á Akureyri, svo var röðin komin að Árna pabba mínum, sem nú er einnig horfínn úr syst- kinahópnum og yngst og sú tólfta í röðinni er svo Alda, sem býr í Hafnarfirði. Það em því einungis eftir þijú systkinin af þessum stóra, mannvænlega hópi frá Vegamótum á ísafírði. Ekki get ég látið ótalinn elsta bróðurinn, sem var hálfbróðir og enginn vissi um, fyrr en löngu eftir lát foreldra systkinanna. Hann hét Pétur og var sonur Jóns afa, utan hjónabands, eða réttara sagt á und- an hjónabandinu. Pétur fluttist sem bam að aldri með móður sinni til Kanada, þar sem hann bjó alla ævi. Hann kom fyrir tilstilli bama sinna til gamla landsins tvisvar sinnum og fór vel á með þeim systkinunum. Hann var kvæntur íslenskri konu, Málfríði, og eignuðust þau hjón 13 börn. Kanadasumarið mikla 1975 fórum við mörg úr fjölskyldunni vesjtur og heimsóttum Pétur og Fríðu og hittum mörg af bömum þeirra. Pétur er nú látinn fyrir all- mörgum ámm, en ég veit ekki betur en að Fríða lifí enn í hárri elli. í eldhúsinu hjá ömmu Daníelu var oft glatt á hjalla. Öll systkinin músí- kölsk og það var tekist á við margs- konar hljóðfæri. Amma spilaði á gitar og krakkarnir glímdu við harmóníkur, banjó, fíðlur og gítara, svo eitthvað sé upptalið. Eflaust hefur hljómað út yfír allan ísafjörð, þegar best lét. Snemma heillaðist pabbi af gítamum, þótt hann gæti gripið í flest önnur hljóðfæri þegar því var að skipta. Gítarinn hefur ætíð fylgt honum síðan, enda fékk hann það kæra viðurnefni „Árni gítar" og ég veit að honum þótti vænt um það. Hann var einna fyrst- ur íslendinga til að nota gítarinn sem hljómsveitarhljóðfæri. Það var á þeim tímum sem því næst einung- is Hjálpræðisherinn lék opinberlega á gítar á götum úti og á samkom- um, en Ami Jónsson var alltaf þijóskur, og gaf sig ekki, og gítar- inn varð viðurkenndur sem „æðra“ hljóðfæri! Þeir eru mýmargir tón- listarmennirnir sem pabbi hefur leikið með gegnum tíðina og margir hafa í mín eyru dáðst að honum sem einstökum og afar sérstæðum gítar- leikara. En ég held því nú samt fram, að aldrei hafi hann sýnt jafn mikið næmi sem tónlistarmaður og þegar hann lék með mömmu. Þá var hann ekki einleikari, heldur meðleikari, og engum öðmm hefur tekist betur að styðja jafn hárná- kvæmt viðkvæma tóna munnhörp- unnar. Það var mér alltaf unun að spila með þeim, og ég mun halda áfram að spila með mömmu, ég hef fyrirmyndina. Mamma mín, Aðalbjörg Margrét Jóhannsdóttir, yfírleitt kölluð Alla Magga, er frá Reykjum á Reykja- strönd í Skagafirði. Hún varð korn- ung ekkja með tvö lítil börn, fædd á sama ári, annað í janúar og hitt í desember 1942. Það mun hafa verið 1945 sem leiðir þeirra pabba lágu saman, hann hafði verið beðinn um að leika nokkur lög fyrir ekkju í borginni. Hann var við trésmíða- nám í Reykjavík og ætíð boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd. Auðvitað vildi hann gleðja gamla ekkju. Hann axlaði gítarinn og kvaddi dyra og ung stúlka opnaði fyrir honum. Honum vafðist eitt- hvað tunga um tönn, en svo stundi hann upp: „Ert þú dóttir ekkjunn- ar?“ Það þarf varla að orðlengja framhaldið, hann kolféll fyrir „görnlu" ekkjunni og hún fyrir unga gítarsnillingnum frá ísafírði. Alla tíð var pabbi systkinum mínum, Bergi og Gretu hinn besti faðir. Þau muna ekki annan föður og elska hann sem sinn eigin. Saman eignuð- ust mamma og pabbi Jón Sverri, fæddan 27. janúar 1947, en hann fórst af slysförum í desember 1954, og svo' mig, undirritaða 1948. Hveragerði varð okkar heimabær, og þar ólumst við krakkarnir upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.