Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Sjúkrahótel - heimili eftir Ólaf Ólafsson og Ástu S. Ólafsdóttur Á tímum minnkandi þjóðartekna er aðhaldssemi og spamaður í heil- brigðisþjónustu nauðsynlegur. Besti kosturinn er að koma við hagræð- ingu og aðhaldssemi án þess að þjón- ustan eða gæði hennar minnki. í kjölfar þróunar í skurð- og svæfingarlækningum ásamt lyfja- meðferð, stórauknum utanspítala- aðgerðum, rekstri 5-daga deilda og aukinni heimaþjónustu hefur legutími sjúklinga styst mjög á bráðadeildum. Rúmum hefur fækkað milli 20-30% t.d. í Skand- inavíu og Bretlandi. Á einni skurðdeild í Reykjavík hefur rúmum fækkað yfir 20%. Nú er útlit fyrir að enn megi fækka rúmum á bráðadeildum, þ.e. með tilkomu sjúkrahótela/heimila. Þó að biðlistar á sumum deildum hafi styst, eru þó biðlistar enn Iangir og þess vegna má ekki draga úr þjónustu. Starfsemi sjúkrahótela Svokölluð sjúklingahótel hafa verið rekin um áratuga skeið en yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá sjúkrahúsum, þangað leita helst sjúklingar sem koma langt að en síður bráðasjúklingar. Nú er farið að reka sjúkrahótel inni á lóðum sjúkrahúsanna og jafnvel breyta deildum í „hótel deildir“. í Danmörku og Svíþjóð hefur komið í ljós að verulegur hluti inni- liggjandi bráðasjúklinga þarfnast vart nema fárra sólarhringa dvalar á sjúkrahúsum og geta vistast á sjúkrahótelum verulegan hluta vistunartímans. Á sjúkrahótelum vistast sjúklingar frá handlækn- ingadeildum, lyflækningadeildum, háls-, nef- og eyrnadeildum, húð- og kynsjúkdómadeildum og krabbameinsdeildum. Sjúkrahótel er valkostur, en ekki viðbót við sjúkradeild. Sjúkrahótel eru nú rekin víða á Norðurlöndum, t.d. á Lasareettet í Lundi, Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn, í Malmö, Uppsölum, Umeá, Örebro og á yfir 30 öðrum stöðum á Norðurlöndum. Fjöldi plássa er u.þ.b. 10-180 á hótelum. I Bandaríkjunum og Kanada hafa sjúkrahótel verið rekin lengi og er þar skýringin að nokkru fengin á stuttum meðallegutíma þar. Athyglisvert er að í Lundi fara um 70% mæðra nýfæddra bama á sjúkrahótelið 4 klst. eftir fæðingu og dveljast þar í 2-3 sólarhringa. Eftir að sjúkrahótelið var tekið í notkun var einni fæðingadeild lok- að og sparnaður var því umtals- verður. Höfundar hafa kynnt sér rekstur þar svo og í Uppsölum og Winnipeg í Kanada. Auk þess hafa fengist upplýsingar um rekstur sjúkrahótela í Kaupmannahöfn, Ólafur Ólafsson Malmö, Örebro og 12 öðrum stöð- um á Norðurlöndum. Staðsetning og starfsfólk Yfir 90% af sjúkrahótelum í Skandinavíu era rekin inni á lóðum sjúkrahúsanna og þau nýtast mun beetur en þau sem eru fjarri Ásta S. Ólafsdóttir sjúkrahúsum. Góður hótelstaðall er á herbergjum ásamt síma. Sjúk- lingar geta haft aðstandendur hjá sér. í nokkrum tilfellum hefur eldri sjúkrahúsdeildum verið breytt í hótel. Hjúkrunarfræðingar sjá gjarnan um faglegan rekstur á sjúkrahótel- „í Winnipeg og í Lundi er kostnaður við vistun á sjúkrahóteli helmingur af kostnaði við vistun á deildaskiptum sjúkrahúsum.“ unum og hjúkrunarfræðingar eru móttökustjórar eða hótelstarfsfólk. Læknar sjúkrahúsanna sjá um að sinna sjúklingum ef út af ber. Ef sjúklingi versnar er honum tryggð endurkoma á sjúkrahúsið. Kostnaður I Winnipeg og í Lundi er kostnaður við vistun á sjúkrahóteli helmingur af kostnaði við vistun á deildaskiptum sjúkrahúsum, vegna mun færra starfsfólks. Heildar- kostnaður hefur því lækkað veru- lega og stangast það á við fullyrð- ingar manna um hið gagnstæða. Slíkar fullyrðingar stafa af ókunn- ugleika. Athyglisvert er að helst verður vart mótstöðu gegn rekstri sjúkrahótela meðal heilbrigðis- starfsfólks og stjórnenda sjúkra- húsa og þess vegna hefur hin nýja sjúkrahótelaþróun gengið hægar en búist var við. Lokaorð Forsenda fyrir rekstri sjúkrahót- ela á íslandi er að úttekt verði gerð á þörf fyrir slíka starfsemi. Nú þégar er vísir að sjúkrahóteli rekið á Fæðingarheimili Reykja- víkur. Áhugi hefur vaknað á Ákur- eyri. Trúlega mætti reka 15-20 rúma sjúkrahótel í tengslum við FSA. Þeim mun frekar er áríðandi að kanna þann möguleika nú, þar eð uppi eru hugmyndir um við- byggingu við sjúkrahúsið. í Reykjavík mætti reka fleiri sjúkra- hótel. En mikilvægt er að sjúkra- hótel sé „hluti“ af sjúkrahúsum svo að sjúklingur finni fyrir öryggi. Ólafur er landlæknir og Ásta hjúkrunarfræðingur. ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR Síðustu dagar »hummel^ Íþróttaskór, íþróttagallar, bolir, sundíatnaður, dúnúlpur, regntatnaður o ■ fl« Ármúla 40 ■ Simi 813555 og 813655 McDonald's í umhverfismálum Á undanförnum dögum hefur spurningum verið beint til Lystar hf., leyfishafa McDonald's á íslandi, varðandi stöðu McDonald’s í umhverfismálum og öflun hráefnis. Við fögnum því að til okkar skuli vera leitað með spurningar og rnunum gera okkar besta til þess að svara þeimjafnóðum og þær berast. McDonald’s telur sér skylt að stefna í hvívetna að góðri umgengni við náttúruna og framfylgja þeirri stefnu sinni á óllum stigum framleiðslunnar. McDonald's hefur ætíð látið n sig varða náttúruvernd um heim allan, þar með talda verndun regnskóganna. Spuming: Hvaða stefnu hefur McDonald's í umhverfis- málum? Svar: McDonald's telur sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að vernda umhverfið og skila því sem óspilltustu til komandi kynslóða. Ástæðan er einfóld: McDonald's á afar stóran hóp viðskiptavina um víða veröld, sem lætur sig annt um umhverfið. McDonald's finnst ekki síður að nú á tímum verði fyrirtæki, sem er leiðandi í viðskiptum, einnig að vera leiðandi í umhverfismálum. McDonald's hefur einsett sér m. a. að endurvinna umbúðir og draga úr umfangi þeirra. McDonald's notar sífellt meira af endurunnum pappír og hefur tekið í notkun ílát úr pappa og umbúðapappír. Minna efni fer nú í umbúðir en áður vegna þess að þær eru léttari og þynnri. Þar af leiðandi hefur tekist að draga úr úrgangi. Tökum dæmi: Á Bretlandi taka nú hundrað og sextíu veitingahús þátt í átaki til að endurnýta pappakassa. 1991 gaf McDonald's þeim kassagerðum sem þeir skipta við fyrirmæli um að nota að minnsta kosti 35% endurunnar trefjar í pappakassa. Þetta takmark hefur nú náðst. 1992 hækkuðu þeir hlutfallið í 50% og eru þeir framleiðendur sem tök hafa á þegar farnir að nota svo mikið af endurunnu efni við gerð kassanna. Þær vörur sem McDonald's á íslandi fær sendar erlendis frá eru í slíkum umbúðum. Spurning: Hvaða aðferðir notar McDonald's til þess að koma í veg fyrir að framleiðslan skaði umhverfið? Svar: A umliðnum árum hefur McDonald's farið að ráði umhverfisverndarmanna og breytt umbúðum sínum og bætt í samræmi við ráðleggingar þeirra. Á áttunda áratugnum fóru fréttir um þynningu ósonlagsins af völdum hættulegra kolefnissambanda að valda fólki um heim allan æ meiri áhyggjum. Vegna þessa hafði fyrirtækið frumkvæði að því að láta kanna hvernig best væri að búa til umbúðir án þess að nota slík kolefnissambönd. í apríl 1988 var takmarkinu náð og eru nú allar frauðumbúðir McDonald's án þeirra og merktar í samræmi við það. Allar frauðumbúðir sem notaðar eru hjá McDonald's á Islandi eru af nýrri gerð, lausar við skaðleg kolefnis- sambönd. í stefnuskrá fyrirtækisins í umhverfismálum er það markmið sett að í júní 1995 verði umbúðirnar sem fleygt er 50% minni að umfangi en áður. Að þessu marki eru ýmsar leiðir. McDonald's hyggst ná því með því að létta umbúðirnar og þynna, endurnýta og endurvinna þær ásamt því að nota æ meira endurunnið efni í umbúðir. LYSTHF., er leyfishafi McDonald's á íslandi. Ef frekari upplýsinga er óskað, skrifið þá góðfuslega til: LYST hf. Pósthólf 8540 128 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.