Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Sigurður Hernmnn Hannesson - Minning Fæddur 14. júlí 1910 Dáinn 22. ágúst 1993 Þegar mér barst frétt um andlát frænda míns að kvöldi 22. ágúst sl. þar sem ég var staddur úti á landi kom það mér vissulega á óvart. Þrátt fyrir háan aldur hafði hann verið eldhress og gæddur ótrúlegum lífsþrótti nokkru áður þegar við hittumst meðal ættingja og vina. En enn á ný sannast hið fomkveðna að „enginn veit sína .ævi fyrr en öll er“. Sigurður fæddist á ísafirði 14. júlí 1910, sonur hjónanna Jakobínu R. Guðmundsdóttur verkakonu og Hannesar Helgasonar sjómanns. Hálfsystkini Sigurðar voru Emil Sigurður, f. 1903, d. 1911, Salóme Margrét, f. 1904, d. 1920. Albræður átti hann tvo, Helga kennara, forseta ASÍ, f. 1907, Ólaf- Siguijón símritara, f. 1917, d. 1971. Helgi er því einn eftir af systkina- hópnum. Óhætt er að fullyrða að fjölskyld- an bjó við afar kröpp kjör. Um hríð vom þau á 'Snæfjallaströnd og í Jökulfjörðum, en þaðan var Hannes faðir Sigurðar. Síðan fluttust þau í Hnífsdal. Á þeim tíma var verka- lýðshreyfíngin að komast á legg. Jakobína móðir Sigurðar var mikil baráttukona fyrir öllu því er hún taldi réttlæti og tók strax mikinn þátt í baráttu verkafólks fyrir mannréttindum og bættum kjörum. í hörku leiksins var fjölskyldan svipt allri vinnu og varð að flytjast til Isafjarðar. Þar vann Sigurður alla almenna verkamannavinnu sem gafst fyrstu árin. Jafnframt lauk hann vélstjóraprófí. Á þessum tíma var bíllinn að ryðja sér til rúms og að afloknu bifreiðastjóraprófí var starfsferill Sigurðar markaður. í fímm áratugi var hann ýmist vöru- bílstjóri eða ók leigubílum. Árið 1937 gekk hann að eiga Guðmundínu Jóhönnu Helgadóttur, mikla ágætis konu. Hún lést árið 1963, langt um aldur fram. Þau hjón voru afar samrýnd og samhent í öllu. Böm þeirra eru: Eiríkur Hans, f. 4. maí 1942, útibússtjóri íslands- banka í Mosfellssveit, kvæntur Sig- rúnu Árnadóttur; Hafsteinn, f. 24. febrúar 1945, starfsmaður Lands- bankans á ísafírði, kvæntur Krist- ínu Önnu Bjarkadóttur; Anna Mál- fríður, f. 17. nóvember 1948, tón- listarmaður, búsett í Reykjavík. Sem bam kom ég oft á heimili Sigga frænda. Fyrstu minningarnar em tengdar ýmsum sérkennilegum hljóðfæmm, sem þar var að fínna. Fékk ég gjaman að heyra tóninn í + Ástkær eiginkona mín, RÓSAMUNDA HERMANNSDÓTTIR, Rauðalæk 39, Reykjavík, lést á heimili sínu að kvöldi 7. september. Sigurgeir Jónsson. t Hjartkær bróðir okkar, JÓN GUÐJÓNSSON frá Skúmsstöðum, Eyrarbakka, Grænumörk 1, Selfossi, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 11. septem- ber kl. 14.00. Systur hins látna. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hólabraut 25, Skagaströnd, andaðist í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi síðastliðinn mánudag. Hún verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd, laugardaginn 11. sept- ember nk. kl. 17.00. Ingibjörg Lárusdóttir, Sigurbjörg Lárusdóttir, Soffía Lárusdóttir, Guðmundur Lárusson og fjölskyldur. Hjartanlegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginkonu, móður, dóttur og systur, GUÐRÚNAR BIRNU FINNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Landspítalans á deild 11 -E fyrir frábæra umönnun. Grétar Júníus Guðmundsson, Elvar Finnur Grétarsson, Heiðar Kristján Grétarsson, Hannar Sindri Grétarsson, Hanna Ármann, Finnur Björnsson, Valdis Ella Finnsdóttir. hveiju hljóðfæri. Áhugi Sigurðar á tónlist og hljóðfæraleik varði alla tíð. Má vera að auk upplags þá hafí faðir Sigurðar, Hannes, haft þar hvetjandi áhrif því að hann var góður harmonikkuleikari. Sigurður var afar barnelskur og hlýr maður sem ávallt gaf sér tíma til að sinna af þolinmæði og natni forvitni æsk- unnar. Sem unglingur vann ég eitt vor við að moka snjó af veginum frá ísafírði til Önundarfjarðar. í kinninni á Breiðadalsheiði var mok- að af fjórum stöllum, svo djúp voru göngin í gegnum skaflinn. Engin snjómoksturstæki voru þá önnur en skóflan í hendi verkamannsins. Við vorum fluttir upp á heiði að morgni á vörubílspöllum og sóttir á sama hátt að kveldi. Sigurður ók öðrum bílnum sem sótti okkur. Ég man að okkur strákunum fannst Sigurð- ur aka hægt niður af heiðinni. Hinn bíllinn var fljótari í bæinn. Engar öryggisgrindur voru þá hafðar á bílpöllunum. Við höfðum því á orði við Sigurð hvort ekki væri hægt að aka hraðar. Hann svaraði á sinn hægláta en ákveðna hátt. „Sjáið strákar mínir, farmur minn er það dýrmætasta sem foreldrar ykkar eiga, þessum farmi vil ég umfram allt koma heilum til skila.“ Við spurðum ekki aftur. Trúmennska Sigurðar og það hversu ábyggilegur hann var færði honum mörg störf. Um langa hríð var hann umboðsmaður bifreiðaum- boða á ísafírði. Var hann heiðraður á ýmsan hátt af þeim fyrir vel unn- in störf. M.a. bauð rússneska bíla- umboðið honum til Rússlands. Var það hans fyrsta ferð til útlanda. Ferðaðist hann víða eftir það. Sig- urður fluttist frá ísafírði til Kópa- vogs 1984. Frá því að kona hans lést hélt Sigurður heimili einn. Heimilishald allt var til fyrirmynd- ar. Ljóst var að þar hélt mikið snyrtimenni um taumana, enda léku öll verk í höndum hans. Sigurður var mikill unnandi heil- brigðs lífemis. Kom það fram bæði í ástundun íþrótta og allri neyslu. Fyrir nokkrum árum var hann illa þjáður og átti erfítt um gang. Af þrautseigju og skapfestu sneri hann + Móður- og föðursystir okkar, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR frá Blöndugerði í Hróarstungu, N-Múlasýslu, fyrrverandi forstöðukona elliheimilisins á Akranesi, andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 2. september sl. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 10. septem- ber kl. 11.00 og jarðsett frá Hvalsneskirkjugarði sama dag kl. 16.00. Stella Benediktsdóttir, Svanlaug Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Vilborg Málfríður Jóhannsdóttir og fjölskyldur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA V. GUNNARSDÓTTIR, Bústaðavegi 51, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, föstudaginn 10. september kl. 15.00. Þorbergur Kristinsson, Páll Sævar Kristinsson, Hólmfríður S. Kristinsdóttir, Jón Kristinn Kristinsson, Einar Valur Kristinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar og tengdafaðir, PÁLMI GUÐMUNDSSON, Kumbaravogl, (áður Lönguhlið 21), verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. september kl. 15.00. Guðmundur Pálmason, Garðar Pálmason, Guðrún Árnadóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR INDRIÐADÓTTUR frá Gilá, Vatnsdal. Marteinn Ágúst Sigurðsson, Baldur Fjölnisson, Páll Marteinsson, Soffía Jóhannesdóttir, Kristín Indíana Marteinsdóttir, Hannes Sigurgeirsson, Jakob Daði Marteinsson, Laufey Marteinsdóttir, Einar Marteinsson, Hrefna Einarsdóttir, Þór Marteinsson, Valgerður Laufey Einarsdóttir og barnabörn. þessu við og nú síðustu ár gekk hann marga kílómetra daglega. En enginn veit hvenær kallið kemur. Keikur og hress lagði hann af stað í síðasta hlaupið, en það hlaup leiddi hann inn á braut eilífðarinnar. Sam- band Sigurðar og barna hans og tengdabarna var afar hlýtt, og þeir bræður Helgi og hann höfðu mjög náið samband. Þeim og öðrum vandamönnum Sigurðar vil ég senda einlægar samúðarkveðjur. Haukur Helgason. Föðurbróðir minn, Sigurður Hannesson, er látinn. Reykjavíkurmaraþon er hafið á fögrum sunnudagsmorgni. Sigurð- ur hóf sitt þriðja og síðasta hlaup, 10 km skyldi það verða nú. Hann kom aldrei í mark í maraþoninu. Maðurinn með ljáinn, sem enginn fær hlaupið frá, fylgdi hlauparanum eftir og brá sigð sinni. Trimm og útivist voru aðal- áhugamál Sigurðar. Hann fór í sund daglega, hann skokkaði og hjólaði og fór í góða göngutúra úti í náttúr- unni. Á hveiju vori fór hann vestur á . heimaslóðir sínar, ísafjörð, og stundaði skíði. Gekk hann þar á hæstu fjöll og naut þar útsýnisins yfír sína fallegu heimabyggð og svo var brunað nið- ur. Á haustin fór hann líka vestur að tína ber, hann naut útiverunnar. Þegar ég var ungur strákur bjó Siggi frændi fyrir vestan. Alltaf var tilhlökkunin mikil er ég frétti að von væri á frænda í bæinn. Leigu- bílstjórinn Siggi átti svo stóra og fallega bíla, átta gata bíla með vökvastýri og aflbremsum, bíla með vængjum á afturbrettum. Er hann kom í heimsókn til okkar í Stigahlíð- ina og lagði bílnum fyrir utan, safn- aðist stór hópur af krökkum úr hverfinu saman til að skoða og dást að glæsivagni Sigga. Stóð ég þar fremstur og lét alla vita og heyra að frændi minn ætti dross- íuna. Svo var farið í bíltúr. Alltaf var Siggi tilbúinn að fara í bíltúr með mig og fjölskyldu mína og þá oftar en einu sinni þann tíma er hann dvaldist hér fyrir sunnan. Árin liðu og nýir bílar keyptir, ég fékk bílpróf, áfram var farið í bílt- úra. Það kom ekki annað til greina hjá Sigga en að ég tæki í. Mikið var ég stoltur af þeim heiðri er hann sýndi mér. Naut ég þar leið- sagnar öruggs atvinnubílstjóra. Nokkur síðustu árin dvaldist ég og fjölskylda mín erlendis. Alltaf var Sigurður boðinn og búinn að skutlást með okkur suður á flug- völl og taka á móti okkur er við komum heim að vori eða um jól, á hvaða tíma sólarhrings sem var og hvernig sem færðin var. Stöndum við í mikilli þakkarskuld við hann fyrir. Börnum hans og tengdafólki votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minningin um góða drenginn og ljúfmennið Sigurð Her- mann Hannesson. Helgi Þór Helgason. ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími 620200 Erfidrykkjnr Glæsileg kítfli- hhu1lK)rð liillegir siilir og injög góð þjónnstiL Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR HÍT(L LIFTLEIIIl PERLAN f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.