Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 4
Seei H5I8M3TC38 .6 HÍJDAaJTMMI'i aiöAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 9. SEFI'EMBER 1993 Ný aðferð þróuð við flutning á ferskum fiski Eykur geymsluþol físks um fjóra daga TILRAUNIR sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur fram- kvæmt að tilstuðlan fyrirtækjanna Plastos og ísaga hafa leitt í ljós að hægt er að auka geymsluþol á ferskum fiski i gámum sem send- ir eru til Bandaríkjanna eða Evrópu um 4 daga. Um er að ræða pökkun á ferskum flökum í kolsýrupakkningar eða gaspakkningar þar sem fisknum er pakkað í loftskiptar umbúðir. Arni Þorsteinsson sölumaður í sjávarútvegsdeild Plastos segir að kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag sé svipaður og við hefðbundnar pakkningar en hinsvegar geri aukið geymsluþol það að verkum að svigrúm framleið- enda aukist hvort sem um er að ræða vinnslu eða flutning á vörunni. Eitt fyrirtæki, Haffang í Sand- gerði, hefur flutt físk til Bandaríkj- anna með þessu fyrirkomulagi, alls um 10 tonn, og líkað vel, að sögn Á'rna. Hann segir að hugmyndin að því að þróa þetta hafi komið í kjölfar ráðstefnu sem Isaga hélt um gaspökkun fyrr í sumar. í fram- haldi af því hafi Plastos og ísaga leitað til Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins sem gert hafí tilraunir á geymsluþoli físks með þessari að- ferð og helstu niðurstöður hafí ver- ið að við bestu aðstæður geymist fiskurinn í gámum í um 16-20 daga með þessari aðferð. Iðnaðartílraun Ámi segir að þegar þessar fyrstu niðurstöður lágu fyrir hafí verið ákveðið að gera iðnaðartilraun þar sem líkt var eftir ferli flutnings á ferskum fiski, annarsvegar með flugi til Bandaríkjanna og hinsveg- ar með skipi til Evrópu. Annars vegar var fískinum pakkað í gas- pakkningar og hinsvegar var hefð- bundin pökkun í frauðkassa. í ferl- ið voru settir tveir hitatoppar, þ.e. pakkningar látnar standa í stofu- hita í sex tíma í senn, en að öðru leyti voru þær í kæligámum. Sýnin voru síðan könnuð eftir 4 daga, 7 daga, 11 daga og 14 daga. í ljós kom að eftir 4 og 7 daga voru öll sýnin í lagi en eftir 11 daga vora bæði gaspakkningarsýn- in í lagi en viðmiðunarsýnin ónýt. Eftir 14 daga voru síðan gas- pakkningarsýnin orðin óhæf til neyslu. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðuretofa (slands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 9. SEPTEMBER YFIRLIT: Á Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 997 mb lægð. Lægðardrag frá þessari lægð nálgast vesturströnd landsins úr vestri og verður yfir miðju landinu á morgun. Miili Isiands og Noregs er dálítill hæðarhryggur. SPA: Fremur hæg suðaustlæg átt. Súld eða rigning með köflum sunnan- lands og vestan-, en skúrir um landið norðaustanvert. Fremur milt verður í veðri miðað við árstíma. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og suðaustanátt. Súld eða rigntng með suðaustur- og austurströndinni, en skúrir I öðrum landshlutum. Hiti 9 til 15 stig. HORFUR A LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Búast má við austan- og síðan norðaustanstrekkingi með rigningu um austanvert landið, en lengst af þurru veðri um landið vestanvert. Hiti á bilinu 6 til 14 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svareími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda Alskýjað Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu ogfjaðrimarvindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og. greíðfærir. Víða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið fær til austurs frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ágrænnilínu, 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR lflÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hitl veður Akureyri 13 skýjað 12 skýjað léttskýjaö skýjað skýjað skýjað hálfskýfað léttskýjað léttskýjað akýjað 14 Helsinkl 12 Kaupmannahðfn 16 Narssarssuaq 5 Nuuk 6 Ósló 14 Stokkhólmur 16 Pórshöfn 8 Algarve Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeíra Róm Vín Washington Winnipeg 24 18 27 18 13 21 21 12 17 1B 17 19 20 29 27 13 19 23 21 23 27 22 23 13 léttskýjað þokumóða hálfskýjað rigning akýjað þokumóða skýjað alskýjað skúrir þoka skýjað skýjað háHskýjað hálfskýjað skýjað alskýjað hálfskýjað skýjað súld þokumóða skýjað þokumóða úrkoma Morgunblaðið/Jón Ármann Héðinsson. * Isboginn í Kverkfjöllum að hverfa ÍSBOGINN frægi sem er fyrir munna hellisins í Kverkfjöllum í norður- jaðri Vatnajökuls er að hverfa. Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi al- þingismaður var þar á ferð á höfuðdaginn 29. ágúst sl. og tók þá meðfylgjandi mynd sem sýnir að ísboginn er nú aðeins innan við metri að þykkt en þykkt hans var nokkrir metrar fyrir fáeinum árum. Jón Ármann sagði að mikið hefði hrunið úr íshvelfingunni á undanförnum mánuðum og gæti hún hrunið saman á hverri stundu. Yrði þá sjónar- sviptir að og breytt aðkoma að hellinum fyrir ferðamenn. Nýtt lag Bjarkar í 29. sæti í Bretlandi ÖNNUR smáskífan af plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Venus as a Boy, var gefin út ytra í síðustu viku. Að sögn umboðs- manns Bjarkar hér fór lagið í 29. sæti, en plata hennar, Deb- ut, hefur nú verið í átta vikur á top tuttugu á breska breið- skífulistanum. I gærkvöldi kom Björk fram í sjónvarpsþættinu Top of the Pops, en áður var Venus as a Boy er gefið út í ýmsum útgáfum samtímis, og þar á meðal er sérstök útgáfa lagsins sem Mick Hucknall, söngvari bresku hljómsveitar- innar Simply Red, sá um. Mikið er lagt í myndband sem gert var við lagið og stýrði því kona sem meðal annars hefur unnið mikið fyrir breska dúettinn Eur- ythmics. Myndbandið fór í 21. sæti á lista sem sjónvarpsstöðin MTV birtir. Debut hefur nú setið í á níundu viku á topp tuttugu á breska breiðskífulistanum, þar af eina viku á topp tíu, en það hefur engum íslenskum lista- manni tekist áður. Að sögn út- gefanda í Bretlandi selst platan nú í um 8.000 eintökum á viku þar í landi og hefur salan auk- ist undanfarið. í Bandaríkjunum stígur platan enn uppávið, er nú 66. sæti með sérstakri sölu- aukningarmerkingu. Á Árósahátíð Björk verður á ferði og flugi næstu vikur og mánuði til að kynna Debut og við tónleika- hald, en meðal annars leikur hún á Árósahátíðinni í Dan- mörku í dag og síðan á tvennum tónleikum í Bretlandi í næstu viku, öðrum í beinni útsendingu breska útvarpsins, BBC, og MTV myndritar. Einnig verður hún í myndatökum fyrir tímarit eins og Face, Clothes Show, hún þar með Sykurmolunum. Heimshornaflakk BJÖRK Guðmundsdóttir stendur í ströngu við að kynna breiðskífu sína víða um heim. Looks og Harpers & Queen, aukinheldur sem hún leikur ór- afmagnað í MTV 28. september nk. Tónleikaferð hennar um Bandaríkin hefst svo 4. október í Boston og stendur til 1. nóvem- ber, að Björk tekur sér tveggja vikna hlé áður en hún heldur í tónleikaferð um Evrópu sem lýkur hér á landi um miðjan desember. í Bandaríkjunum hefur plata Bjarkar fengið mis- jafna dóma, en í bandaríska stórblaðinu New York Times var íjallað lofsamlega um plötuna og myndabandið við Human Behaviour fyrir stuttu. Einnig er Björk í tískumyndasyrpu í nýjustu útgáfu Rolling Stone og á forsíðu tímaritins Wire. Glaðnar yfir loðnuveiðum Rúmlega 800 þús. t komin á land HELDUR glaðnaði yfir loðnu- veiðunum á þriðjudag en bátarn- ir öfluðu lítið um og eftir helg- ina. Rúmlega 300 þúsund tonn hafa borist á land á loðnuvertið- inni. Loðnan virðist dreifa sér jafn óðum og hún gengur suður og er þá óveiðanleg. Gígja VE landaði 730 tonnum á Seyðisfirði í gær. Að sögn Snorra Gestssonar skipstjóra gengu veið- amar sæmilega á þriðjudag en lítið veiddist af loðnu um helgina. Hólmaborg aflahæst Hann sagði að bátarnir hefðu fylgt loðnu sem gekk suður en hún hefði dreift sér og verið óveiðanleg. Bátamir héldu þá norður aftur og fundu þar veiðanlegar torfur. Aflahæsta skipið á vertíðinni er Hólmaborg SU með 19.377 tonn. Þá koma Sigurður VE með 18.124 tonn og Víkingur RE með 17.968 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.