Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 17 Frumvarp um umboðs- mannbama í haust FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA mun leggja fram frumvarp um stofnun embættis umboðsmanns barna á Alþingi í haust. Hlutverk hans verður að fylgjst með að lögum um málefni barna sé framfylgt sem og ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arthur Morthens formaður BarnaheiIIa segir að framkvæmd laga um rétt- indi barna sé hér oft i skötulíki. I samtali við Morgunblaðið sagði Arthur að hann teldi mjög brýnt að embætti umboðsmanns barna yrði stofnsett. Hann sagði að Islendingar væru gjarnir á að setja ágæt lög um málefni barna en oft væri fram- kvæmdin í skötulíki. Full þörf væri einnig að fylgjast með því að ákvæð- um Bamasáttmála Sameinuðu þjóð- anna væri framfylgt hér á landi. Fjölþættur málaflokkur Arthur hefur kynnt sér starfssvið umboðsmanns bama í Noregi sem hann segir vera eftirlit með lagasetn- ingu um málefni barna, eftirlit með framkvæmd laga og öll mál sem varða böm í þjóðfélaginu. Umboðs- maður þar fær inn á borð til sín skólamál, dagvistarmál, mál sem hafa misfarist hjá barnavemdar- nefndum, mál í dómskerfinu og laga- setningar. Auk þess er umboðsmaður bama með reglulega sjónvarpstíma í norska sjónvarpinu þar sem fjallað er um ákveðin mál hverju sinni til þess að upplýsa börn um réttarstöðu þeirra. ------------- Alþýðubandalagið Ekki fram- boð gegii forustunni ENGIN mótframboð höfðu borist vegna allsherjarkjörs formanns og varaformanns Alþýðubanda- lagsins er framboðsfrestur rann út 7. september sl. Yfirkjörsljórn Alþýðubandalagsins hefur ákveð- ið að framlengja framboðsfrest- inn til 21. september í samræmi við reglur um allsherjarkosningu en berist engin mótframboð verða frambjóðendurnir sjálfkjörnir. Ólafur Ragnar Grímsson alþing- ismaður býður sig fram til formanns og Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður býður sig fram til varafor- manns. Fullnægja skilyrðum Að sögn Elsu Þorkelsdóttur for- manns yfírkjörstjórnar hefur verið úrskurðað að bæði framboðin full- nægi þeim skilyrðum sem áskilin voru. Hún sagði að samkvæmt regl- unum fari kosning ekki fram að loknum framlengdum framboðs- fresti ef engin mótframboð berast og verði þá sjálfkjörið. Komi fram mótframboð verða kjörseðlar sendir í pósti til allra félagsmanna Alþýðu- bandalagsins í síðari hluta nóvem- bermánaðar og úrslit kynnt á lands- fundi Alþýðubandalagsins sem hald- inn verður á Hótel Sögu dagana 25. til 28. nóvember. ♦ ♦ ♦--- Nýr formaður þingflokks Kvennalistans JÓNA Valgerður Kristjánsdóttir hefur tckið við formennsku í þing- flokki Kvennalistans af Kristínu Ástgeirsdóttur. Sú venja hefur gilt frá upphafí i þingflokki Kvennalistans að skipst er á um formennskuna á árs fresti. Varaformaður þingflokksins er Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Kasparov vann fyrstu skákina á heimsmeistaraeinvíginu í London Taugastríð og tímahrak London. Frá Margeiri Péturssyni FYRSTA einvígisskák þeirra Gary Kasparovs og Nigels Shorts á þriðjudag var æsispennandi á lokamínútunum, en gæði tafl- mennskunnar voru talsvert undir væntingum. Svo virtist sem báðir væru fremur taugaóstyrkir, sérstaklega Short, sem not- aði alltof mikinn tíma í frekar einfaldri stöðu og gaf þar með færi á sér, algerlega að óþörfu. Honum tókst að veijast óvæntri og skyndilegri sókn Kasparovs á skákborðinu sjálfu, en tíminn sem fór í að finna vörnina var of mikill og Short féll á tíma án þess að takast að leika tveimur'síðustu leikjunum fyrir tima- mörkin. Margir töldu lokastöðuna sigurvænlega fyrir Short, en á blaðamannafundi eftir skákina sagðist Kásparov geta náð jafntefli í henni. Að sögn Shorts bauð Kasparov honum jafn- tefli eftir 38. leik en Short hafnaði því. Hljóðið í herbúðum Shorts var gott í gær, þrátt fyrir tapið. Að- stoðarmenn Shorts töldu hann hafa komist vel frá skákinni og í bresku blöðunum í gær var rifjað upp, að Short hefur byijað illa í öllum einvígum sínum í þessari lotu heimsmeistarakeppninnar. Áttundi leikur Shorts virtist koma Kasparov töluvert á óvart og hann notaði mikinn tíma. Englend- ingurinn virtist fullur sjálfstrausts, en lék alltof djörfum riddaraleik og lenti í erfíðri vamarstöðu. Heims- meistaranum tókst þó ekki að fínna vænlegt framhald og staðan varð jafnteflisleg. Hann sagði eftir á að ef Short hefði ekki farið svo óspar- lega með tíma sinn hefði hann ver- ið búinn að þvinga fram jafntefli. Ringulreið ríkti í skáksalnum fýrst eftir að skákinni var lokið, því aðeins tuttugu sekúndum eftir að Short féll á tíma féll Kasparov líka. Hundruð áhorfenda í Savoy- leikhúsinu vissu ekki hvor hefði unnið fyrr en Júrí Averbakh, rúss- neski yfírdómarinn, kvað upp úr um að áskorandinn hefði fallið á undan. Það var ritstjóri The Times sem lék fyrsta leiknum fyrir heims- meistarann og síðan fór einvígið af stað. Það fór í taugarnar á Kasparov að heyra mátti óm af skákskýringum sem áhorfendur hlustuðu á í heyrnartólum. Hann krafðist þess að skýrendurnir nefndu ekki taflmennina með nafni, svo Short gæti ekki þegið af þeim ráð. Þegar sagt var frá þessu í heyrnartólakerfinu ráku áhorfendur upp hláturgusur, skák- meisturunum til auðsjáanlegrar furðu. Short var í gráum jakkafötum og sat í gamaldags brúnum stól, en Kasparov var hvítklæddur og sat í nýtískulegum svörtum leður- stól með stálfótum. Þegar Short stóð upp á milli leikja dró hann stólinn eftir gólfínu og olli tölu- verðum hávaða án þess þó að Kasparov léti það angra sig. Veðmangarar í London telja lík- urnar í einvíginu 9:2 Kasparov í vil, en af þessari fyrstu skák er ekki hægt að draga miklar álykt- anir. Það er ekki hægt að segja að Short hafi teflt lakar og honum tókst augljóslega að sniðganga byijanaundirbúning Kasparovs. Fyrsta einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Nigei Short Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - 0-0, 8. a4!? Kasparov gretti sig og leit út í sal áður en hann lék þessum leik, sem sneiðir hjá Marshall-árásinni, sem kæmi upp eftir 8. c3 - d5!? Afbrigði hans er nefnt Anti-Mars- hall og hefur þótt fremur bitlaust fram að þessu. Short svarar með djarfri framrás, algengara og traustast er nú 8. - Bb7+. 8. - b4!?, 9. d3 - d6, 10. a5! Þetta virðist öllu sterkara en 10. h3 sem leikið hefur verið áður. 10. - Be6, 11. Rbd2 - Hb8 í skákinni Speelman-Smyslov, millisvæðamótinu í Biel í júlí, lék svartur 11. - Bxb3, 12. Rxb3 - d5 og náði að jafna taflið. 12. Bc4 - Dc8, 13, Rfl - He8, 14. Re3 - Rd4? Hér leggur Short of mikið á stöðuna. Kasparov nær nú örugg- um stöðuyfirburðum á fremur ein- faldan hátt. 15. Rxd4 - exd4, 16. Rd5! - Rxd5, 17. exd5 - Bd7 Gallinn er sá að 17. - Bg4? strandar á glæsilegu svarinu 18. Bxa6! - Bxdl, 19. Bxc8 - Bxc2, 20. Bd7 og hvítur vinnur skipta- mun. Short sá þetta ekki þegar hann lék 14. - Rd4? Hann hafði teflt byijunina hratt, en notaði mikinn tíma á síðustu tvo leiki og átti aðeins 35 mínútur eftir fram að 40. leik, en Kasparov tæpan klukkutíma. 18. Bd2 - Bf6, 19. Hxe8+ - Bxe8, 20. De2 - Bb5, 21. Hel - Bxc4, 22. dxc4 - h6, 23. b3 Hér kom einnig vel til greina að leika 23. Df3. 23. - c5!, 24. Bf4 Það var samdóma álit flestra sérfræðinga að eftir þetta ætti svartur að geta haldið stöðunni saman án teljandi erfíðleika. 24. - Dd7, 25. h3 - Hd8, 26. De4 - h5!, 27. He2 - g6, 28. Df3 - Bg7?!, 29. He4 - Bf8, 30. De2 - Dc7?!, 31. Bg5 - Hc8, 32. g4 - hxg4, 33. Bf6!? Short, sem hefur teflt síðustu leiki veikt, átti aðeins rúma mínútu eftir og Kasparov, sem átti tvær mínút- ur, leggur til atlögu af öllum krafti. Eftir einfalda svarið 33. hxg4 hefði hvítur staðið talsvert betur. 33. - gxh3, 34. Dg4 - Ha8, 35. Dxh3 - Bg7, 36. Bxg7? Kasparov yfirsást 37. - Hg8 í framhaldinu og hér hefði hann átt að leika 36. He7! - Dc8 (ekki 36. - Dxa5?, 37. Hxf7!) 37. Dxc8+ - Hxc8, 38. Bxg7 - Kxg7, 39. Hd7 sem hann taldi sjálfur að leiddi til vinnings og hróksendataflið virðist vissulega vænlegt. 36. - Kxg7, 37. Hh4 - Hg8, 38. Hh7+ - Kf8, 39. Dg4 - Ke8 og um leið og Short lék kóngsleikn- um fékk hann á tíma. Kasparov taldi sig geta náð jafntefli með 40. De6+! Timman jafnaði í FIDE-einvíginu Jan Timman jafnaði metin í „FIDE-heimsmeistaraeinvíginu“ gegn Anatólí Karpov í Hollandi þegar hann vann aðra skákina með svörtu í fyrrakvöld. Timman tefldi byijunina af mikilli hug- kvæmni og vann skiptamun. Liðs- munurinn færði honum svo sigur í skákinni um síðir. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Jan Timman Drottningarindversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. g3 - Ba6, 5. b3 - Bb4, 6. Bd2 - Be7, 7. Bg2 - c6, 8. Bc3 - d5, 9. Re5 - Rfd7, 10. Rxd7 - Rxd7, 11. Rd2 - 0-0, 12. 0-0 - Hc8, 13. e4 - b5, 14. Hel - dxe4, 15. c5?! Karpov hefur áður leikið 15. Bxe4 í stöðunni, sem er betra. 15. - f5!, 16. f3 * I » < • I g h 16. - b4!, 17. Bxb4 - Re5!, 18. Bc3 - Rd3, 19. fxe4 - Rxel, 20. Dxel - e5, 21. Rf3 - exd4, 22. Bxd4 - fxe4, 23. Dxe4 - Bf6, 24. Hel - He8, 25. Bxf6 - Hxe4, 26. Bxd8 - Hxel+, 27. Rxel - Hxd8, 28. Bxc6 - Hdl, 29. Kf2 - Hd2+, 30. Kf3 - Hxa2, 31. h4 - Kf8, 32. Kf4 - Ke7, 33. Rf3 - Hf2, 34. h5 - Be2, 35. Ke3 - Bxf3, 36. Bxf3 - Hb2, 37. Bd5 - Hc2, 38. Kd4 - Hh2, 39. g4 - Hh3, 40. Ke5 - He3+, 41. Kf4 - Hc3, 42. c6 - Kd6, 43. Bg8 - h6, 44. Kf5 - Hxc6, 45. Kg6 - Ke5+, 46. Kxg7 - Kf4 og Karpov gafst upp. Teflt í dag Teflt verður í báðum einvígjun- um í dag. Þá hefur Short hvítt gegn Kasparov og Timman hvítt gegn Karpov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.