Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 KVENNALEIKFIMI! Innritun næstu daga kl. 10-18 í síma 657399. Kennsla hefst 13. september. Hittumst hressar. Hanna Ó. Forrest íþrk. Sigríður Skúlad. íþrk., Kvennagalleríinu, Smiðsbúð 9, Garðabæ. Bókhaldsnám Markmiðið er að þú verðir fær um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði. Námið felur m.a í sér: • Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok. • Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagrein- um m.a. um staðgreiðslu og tryggingagjald. • Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. • Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. • Afstemmingar. • Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. • Fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Námið er 72 klst. og er hluti af skrifstofu- tækninámi skólans. Innifalin er 15.000 kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Innritun er hafin. Auglýst eftir framboúm til kiörnefnúar Fulltrúaráús sjálfstæúisfélaganna í Reykiaiík Samkvæmt ákvörðun stjórnar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út mánu- daginn 20. september kl. 17.00 Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir Fulltrúa- ráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefnd- armenn kosnir skriflegri kosningu af fulltrúa- ráðinu: Samkvæmt 5. málsgr. 11. gr. reglu- gerðarinnar, telst framboð gilt, ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Fram- bjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starf- ans. Tilkynning um framboð berist stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Sljorn Fulltmaús sjálfstæúisfélagaima í Reykiavík. —m^—mmm^^^—mmmm* Spennandi undanúrslit á heimsmeistaramótinu í brids Urslitasætin réðust í síðustu spilunum Komnir í úrslitaleikinn HOLLENDINGAR eru komnir í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í brids gegn Norðmönnum. Fjórir úr liðinu spiluðu hér á landi á Bridshátíð í vetur og þá var þessi mynd tekin. Frá vinstri eru Berri Westra, Bauke Muller, Eenri Leufkens og Wubbo deBoer. _________Brids_____________ Guðm. Sv. Hermannsson NORÐMENN og Hollendingar eru nú að spila úrslitaleikinn í opna flokknum á heimsmeist- aramótinu í brids í Chile og Bandaríkjamenn og Þjóðverjar í kvennafiokki. Undanúrsiita- leikirnir í opna flokknum voru æsispennandi og úrslitin í þeim báðum réðust ekki fyrr en í síðasta spili. Þegar 16 spil voru eftir í undan- úrslitaleik Noregs og Brasilíu var staðan jöfn. Brasilíumenn höfðu svo náð 9 stiga forustu þegar tvö spil voru eftir en í næst síðasta spili enduðu þeir í röngu geimi sem hefði átt að tapast. Norsku vamarspilurunum varð á í mess- unni svo spilið féll og Brasilíu- menn áttu því enn 9 stig þegar síðasta spilið kom á borðið. V/AV Norður ♦ DG42 ¥7 ♦ ÁG763 + 643 Austur + 976 ¥ D862 ♦ K10952 ♦ K Suður ♦ Á3 ¥ G109 ♦ 8 ♦ D1097652 Við bæði borð fórnuðu NS í 5 lauf yfir 4 hjörtum AV, sem vinn- ast auðveldlega. Við annað borðið misstigu Norðmennirnir sig að- eins í vörninni og tóku 5 lauf aðeins einn niður þannig að Bras- ilíumennirnir virtust ætla að græða á spilinu. En við hitt borðið spilaði Brasil- íumaðurinn Olivera di Barbosa út hjartaás gegn 5 laufum. Þegar blindur kom í ljós taldi Barbosa þörf á því að fækka trompslögum sóknarinnar svo hann lagði niður laufaásinn. Þegar kóngurinn kom undir hjá austri varð aumingja Barbosa svo mikið um, að hann spilaði spaða frá kóngnum. Suður stakk upp drottningu í blindum og þar með var spilið unnið! 12 stig til Noregs og 3 stiga sigur í leiknum, 208-205. Slemmusveiflan dugði ekki Hollendingar höfðu 17 stiga forustu á Bandaríkin þegar fjögur spil voru eftir í hinum undanúr- slitaleiknum. Þá gáfu Hollending- arnir slemmu ogtöpuðu 14 stigum en síðustu spil leiksins voru jöfn, einnig spilið sem réði úrslitum í hinum leiknum. Hollendingar unnu því leikinn, 202 gegn 199. Úrslitaleikurinn, sem er 160 spil, hófst í gær og lýkur á morg- un. í norska liðinu spila Teije Aa, Glen Grötheim, Tor Helness, Geir Helgemo, Jon Sveindal og Arild Rasmussen. í hollenska liðinu spila Bauke Muller, Wubbo deBo- er, Eenri Leufkens, Berry Westra, Piet Jansen og Jan Westerhof. Fjórir fyrstnefndu Hollendingarn- ir spiluðu á Bridshátíð í vetur. Hvorki Norðmenn né Hollending- ar hafa spilað til úrslita í heims- meistaramóti fyrr. í kvennaflokki unnu Þjóðveijar Svía í undanúrslitum með 20 stiga mun eftir að Svíar höfðu haft forustu mestallan leikinn. Þá unnu Bandaríkin Argentínu með yfir- burðum. Þýska liðið er skipað Danielu von Armin, Sabinu Zen- kel, Marianne Mögel, Waltraud Vogt, Karin Cæsar, og Beate Nehmert. Bandaríska liðið er skip- að Kay Schulle, Jill Meyers, Kerri Sanborn, Karen McCallum, Shar- on Osberg og Sue Picus. Banda- rísku konurnar hafa allar unnið heimsmeistaramót í kvennaflokki og eru því taldar sigurstranglegri. Vestur + K1085 ¥ ÁK543 ♦ D4 + ÁG Areitni frumsýnd í Regnboganum REGNBOGINN frumsýnir bandarísku spennumyndina Áreitni (The Crush) í dag fimmtudag í fréttatilkynningu frá Regnbog- anum segir: „Myndin ijallar um Nick Eliot (Cary Elwes) sem held- ur að hann sé aldeilis búinn að meika það. Hann fær vinnu hjá heitu tímariti sem blaðamaður, byijar á föstu með gullfallegri konu og til að toppa állt þá finnur hann frábært húsnæði til að leigja. Húsráðendurnir eiga 14 ára dótt- ur, Darian að nafni. Darian er skemmtileg, stórgreind og bráð- þroska og brátt verður Nick og hún (að því er Nick heldur) hinir bestu mátar. Darian verður aftur á móti skotin í Nick. Nick tekur þessu létt enda Darian bara ungl- ingsstúlka í hans augum. Darian tekur því mjög illa og einsetur sér að skemma fyrir Nick í einu og öllu. Hefnd hennar tekur á sig verri og verri mynd og að lokum sækist hún eftir lífi Nicks. Leikstjóri myndarinnar er Alan Shapiro og byggir hann myndina á sönnum atburðum.“ Heyskap lokið í Skaftártungn Hnausum í Meðallandi. NÚ UM mánaðamót er slætti yf- irleitt lokið hér á einhverju mesta þurrkasumri sem komið hefur. En sumstaðar er lítið um hey þar sem sendin tún eru í Skaftártungu vegna kals. Gami- ar heyfyrningar munu víða koma sér vel nú. Dilkar sýnast vænir og senn líður að fyrstu afréttar- smölun. Ef ekkert óvænt gerist má aka Kúðafljótsbrúna um mánaðamót okt./nóv. og er vegagerð nú að mestu lokið vestan við brúna og framkvæmdir hafnar í hrauninu austan hennar. Þeir eru glæsilegir vegirnir sem nú eru lagðir, þó er þar einn hæng- ur á; þeir eru víða hættulegir vegna of brattra kanta. Frá því eftir 1950 og fram yfir 1970 var reynt að hafa vegina sem hættuminnsta, kanta aflíðandi og efnið var sótt langt út og munu margir telja að ekki hafi orðið náttúruspjöll af. Sumstaðar verður þó ekki komist hjá bröttum háum köntun en þar sem hægt er ætti öryggissjónarmið að ráða. Og víst er að vegagerðin hefur bjargað mannslífum í þessu landi snjóa og hálku. - Vilhjálmur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.