Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Koddaveros 1.490 V Venö á McDonald's í nokkpumborgum Hambopgari BigMac 192 197 Franskar minnsti skammtur * 8 S 1 Mjólkurhristingur minnsti skammtur 150 JCPenney opnar póstverslun á morgun Allur matur á staðnum og jafn- framt aðferðir við matreiðslu er staðlaður á öllum McDonald’s stöð- um. Að sögn Péturs er lögð megin- áhersla á stuttan afgreiðslutíma og er staðlaður afgreiðslutími „beint í bílinnn" til dæmis 90 sekúndur. Hann sagði fyrirtækið ekki reiðu- búið að lofa svo hraðri afgreiðslu frá fyrsta degi, en vitaskuld yrði þjón- usta staðarins í samræmi við það sem gengur og gerist á öðrum McDonald’s stöðum innan tíðar. Matseðillinn hér verður ekki jafn stór og víða erlendis. „Við verðum Morgunblaðið/RAX Pétur Þórir Pétursson ásamt styttu af Ronald McDonald í barnahorni með 5 tegundir af borgurum, en t.d. ekki litla kjúklingabita og kjúklinga- samlokur, alla vega ekki til að byrja með. Hins vegar verða kjúklinga- hlutar í boði. Við kjósum að fara hægt af stað og bæta smám saman við okkur,“ segir Pétur. Til að byija með verður McDon- ald’s opinn frá kl. 10-23.30 en Pétur telur líklegt að fljótlega verði einnig opið að næturlagi. Vínveitingar eru ekki á staðnum og ekki verður ætl- ast til að gestir flokki sorp sem fylg- ir neyslu þeirra, eins og gert er sums staðar í Bandaríkjunum. „Það var reynt í Bretlandi og gafst ekki vel og við teljum að ekki sé ennþá grundvöllur til slíks hér á landi.“ ■ BT Morgunblaðið/Rax Hilmar Eiríksson og Hólmgeir Baldiirsson með vörulistann á milli sín Á morgun opnar í Faxafeni 10 póstverslunin JCPenney, nánar tiltek- ið í húsi framtíðarinnar. Bandaríska fyrirtækið JCPenney sem er liðlega 90 ára gamalt er með útibú í öllum fylkjum Bandaríkjanna, bæði stór vöruhús og póstverslanir og í fyrra voru starfsmenn fyrir- tækisins um 192.000. Skeifunni 13 Auðbrekku3 Norðurtanga3 Reykjavík Kópavogi Akureyri (91)68 74 99 (91)4 04 60 (96)2 66 62 Útibúið í Faxafeni, sem verður póstverslun að minnsta kosti til að byrja með, er fyrsta útibú fyrirtæk- isins í Evrópu. Fyrirtækið Atlantis hf. er samstarfsaðili JCPenney hér á landi og að sögn forsvarsmanna þess, Hólmgeirs Baldurssonar og Hilmars Eiríkssonar, geta við- skiptavinir reiknað dollarann á 117 krónur af litlum hlutum í listanum en 130 krónur af húsgögnum og öðrum umfangsmiklum hlutum. Er þá allur kostnaður innifalinn í þessu verði. Á opnunardaginn milli kl. 16 og 18 verða ýmsar uppákomur hjá JCPenney og smáfólkið verður glatt sérstaklega. ■ KARAMELLPOJKARNA xtraStarka Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs McDonald’s opnar í fyrramálið MCDONALD’S veitingastaðurinn verður opnaður kl. 10 í fyrramálið og gera má ráð fyrir að íslenskir aðdáendur staðarins bíði óþreyjufull- ir eftir að sjá hina íslensku útgáfu staðarins og bragða á veitingum hans sem að mestu leyti eru úr íslensku hráefni. AIls eru nú um 13.500 McDonald’s veitingastaðir í 66 iöndum. Verði á veitingum hefur verið haldið leyndu og verður líklega ekki kunngert fyrr en í fyrramálið. Marg- ir hafa velt fynr sér verðlagningunni og er Daglegt líf engin undantekn- ing. Tímaritið The Economist hefur frá árinu 1986 birt greinar og lista yfir verð á stórum McDonald’s ham- borgara sem gengur undir heitinu Big Mac, í ýmsum löndum. Er þar gengið út frá þeim hagfræðihug- myndum að gengi gjaldmiðla muni með tíð og tíma breytast þar til hægt verði að fá sömu vöru fyrir sama verð hvarvetna í heiminum. Hvort sem þessar hugmyndir um grengisbreytingar eru réttar eða ekki, gefur verð á Big Mac ákveðnar hugmyndir um kaupmátt í hverju landi. Því hafði Daglegt líf samband við McDonald’s staði í nokkrum Evrópuborgum og kannaði verð á Big Mac, litlum skammti af frönsk- um kartöflum og mjólkurhristingi. Talsmenn McDonald’s á íslandi hafa sagt að verð þeirra verði „samkeppn- ishæft" við aðra hamborgarastaði. Miðað við forsendur tímaritsins og verð í þéssum borgum má gera ráð fyrir að Big Mac.kosti ekki undir 400 krónum hér. Beint í bíllnn Daglegt líf skoðaði húsakynnin fyrir skömmu og fylgdist með tilvon- andi starfsmönnum sem þar voru í þjálfun, en þess má geta að yfir 20 starfsmenn á McDonald’s stöðum erlendis komu hingað sérstaklega til að þjálfa upp hina íslensku starfs- krafta. Þá komu einnig til landsins fulltrúar frá fyrirtækjum sem selja tækjakost sem notaður er á staðnum og kenndu þeir starfsfólki á tækin. Að sögn Péturs Þóris Péturssonar hjá Lyst hf. leyfishafa McDonald’s á íslandi er algengt að um 50% af sölu veitingastaðarins fari í gegnum bílalúgur, en slík sala verður kölluð „beint í bílinn" hér á landi. Sagðist hann gera ráð fýrir að ekki liði á löngu þar til hlutfall af slíkri sölu yrði svipað hér og annars staðar. Sölu-og þjónustukerfí vegna þeirrar sölu virðist afar fullkomið og þess má geta að verð er hið sama hvort sem keypt er „beint í bílinn" eða maturinn snæddur innan dyra. Fara hægt af stað Alls eru sæti fýrir 119 manns og eru þá meðtalin sæti í afar skraut- legu barnahorni, þar sem börn geta dundað sér fyrir eða eftir mat við leik eða horft á myndband. Víða erlendis er algengt að afmælisveislur séu haldnar á McDonald’s stöðum og kemur Ronald McDonald þá yfir- leitt sjálfur í heimsókn og skemmtir bömum með leik og töfrabrögðum. „Við munum ekki bjóða slíkt til að byrja með en eigum í viðræðum við íslenskan aðila sem mun taka að sér hlutverk Ronalds sem er fastmótuð persóna hvar sem er í heiminum," segir Pétur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.