Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 33 íslandsmótið í torfæruakstri Björgvin sigraði óvænt Akstursíþróttir Gunnlaugur Rögnvaldsson Benedikt Eiríksson stóð uppi sem sigurvegari í sérútbúna flokknum í Bláa Lóns torfærunni í Grindavík um síðustu helgi. Hann lagði m.a. fjóra ökumenn sem áttu góða möguleika á íslandsmeistar- atitlinum, en lokakeppnin í Is- landsmótinu verður næstu helgi. Þorsteinn Einarsson vann Ragnar Skúlason í flokki götujeppa, en þeir hafa verið í hörkubaráttu um meistaratitilinn. Hafa þeir skipst á því að sigra í mótum ársins, en með því að ná fyrsta sæti um helgina.hefur Þorsteinn tryggt sér meistaratitilinn. Þó Ragnar vinni síðasta mótið og verði jafn Þor- steini að stigum nægir það ekki, því samkvæmt reglum verður sá meistari sem fyrst vinnur keppni, vinni tveir keppendur jafn mörg mót. Stigagjöf kærð Keppnin í Grindavík fór vel af stað, en þrautirnar í sérútbúna flokknum þóttu í grófara lagi og margir keppendur hlífðu jeppum sínum. Oft voru þrautirnar ófærar og ókleifar, sem sést best á því hve fá stig sigurvegari flokksins fékk í lokaúrslitum, 1263 stig af 1800 mögulegum í þrautunum sex. Virðist skipuleggjendum móta ársins erfitt að finna hinn gullna meðalveg í þrautalagningu, ýmist eru þær of léttar eða of þungfærar. Væri ekki fjarri lagi að mótshaldarar tækju sig saman og réðu bæði brautarstjóra og keppnisstjóra fyrir heilt keppnis- tímabil, þannig að samræmi væri í mótum keppnistímabilsins hveq'u sinni. Reyndar er margt sem þarf að skoða varðandi torfæruna fyrir næsta ár, reglur eru ekki á hreinu og úr því varð kærumál um helg- ina. Ekki sú fyrsta í aksturs- íþróttamótum ársins. Kærð var stigagjöf í annarri þraut sérút- búna fiokksins, þar sem sumir keppendur hengdu aðeins annað afturdekkið inn í dekkjahlíð, þó reglur segi að bæði afturhjól eigi að fara í gegnum hlið. Þeir sem taldir voru sigur- stranglegastir í sérútbúna flokk- um voru heillum horfnir í Grinda- vík. Baráttan um meistaratitilinn hefði átt að vera í algleymingi, en taugatitringur og bilanir setti strik í reikninginn hjá þeim fremstu. Þetta gaf öðrum tæki- færi á að spjara sig. Forystumað- urinn í íslandsmótinu, Gísli G. Jónsson á Kókómjólkinni, varð að hætta keppni þegar sérsmíðuð keppnisvél hans hrundi um miðbik keppninnar, en þá var hann fram- forskot hans fyrir síðustu keppni ársins. Þórir Schiöth náði að krafsa í bakkann á lokasprettinum eftir slæma bytjun á Jaxlinum. Hann endaði í þriðja sæti, en hefði þurft sigur til að standa sterkari til meistaratitils. Eins og dæmið lítur út fyrir lokakeppnina, þá standa Gísli og Einar best að vígi. Fjögur mót af sex gilda til loka- stiga. Mega keppendur fella niður stig á þeim tveimur mótum sem gáfu þeim fæst stig. Fyrir sigur fást 20 stig, annað sæti 15, þriðja 12, íjórða 10 og fimmta átta og næstu sæti færri stig. Gísli hefur nú 62 stig og getur mest fengið 70 stig ef hann vinn- ur. Einar er með 46, en getur náð 65 stigum með sigri, verði Gísli annar fær hann samtals 65, en Einar vinnur á reglunni um að sá vinni titilinn, sem hefur fleiri sigra. Gangi hvorugum vel og Þórir vinnur nær hann 62 stigum og sama getur Sigþór gert. Báðir geta því orðið jafnir Gísla að stig- um. Það nægir hins vegar aðeins Þóri til titils ef Gísli lendir neðar en í öðru sæti á lokamótinu. Bene- dikt Eiríksson hafði ekki miklar áhyggjur af þessu stigabrölti og hélt sínu striki í keppninni í Grindavík. Tókst Benedikt á við þrautirnar af festu á keppnistæki sem hafði fengið talsverða yfir- arlega. Þessi bilun þýðir að hann verður annað hvort að raða nýrri vél saman, eða að fá öfluga vél lánaða í sókn sinni að meistara- titli. Það var lán í óláni fyrir hann hve helstu keppinautum hans gekk illa. Sigþór Halldórsson velti eina ferðina enn, þegar hann reyndi að komast aðra þraut með látum. Reyndi hann við illfært barð, þar sem aðrir keppendur kræktu fyrir dekk, á máta sem síðar varð að kærumáli. Dómur féll í kærumálinu, en dómnum hefur verið áfrýjað. Sigþór komst ekki í næstu þraut á eftir og tap- aði því talsverðum stigum. En árangur hans eftir veltuna nægði hins vegar til að fleyta honum í annað sætið, enda gekk öðrum toppmönnum lítt betur. Þrír eiga möguleika Einar Gunnlaugsson á Bleika Pardusnum sem var í öðru sæti í íslandsmeistarakeppninni átti ekki góðan dag. Hann barðist m.a. við bilanir í rafkerfi og blönd- ung. Byijaði Einar fyrstu þraut vel og ók þá síðustu, tímaþraut, hraðast allra, en í hinum fjórum þrautunum gekk honum illa. Varð hann svo neðarlega að hann fékk engin stig til íslandsmeistara, ein- mitt þegar hann hafði getað nýtt sér ólán Gísla og saxað á gott Titill í höfn GRINDVÍKINGURINN Þorsteinn Einarsson tryggði sér meistaratitil í flokki götujeppa. Dýrkeyptur reykur - ÞESSI reykur kostaði Gísla G. Jónsson talsverð- ar fjárhæðir, en hann er til merkis um úrbrædda keppnisvél. Hann hefur forystu til meistara í sérútbúna flokknum. háðu harða rimmu um sigurinn. Ragnar ók djarflega, velti í tví- gang og atgangur hans í loka- braut keppninnar kostaði hann sigurinn í flokki götujeppa. Hann hafði forystu fyrir þrautina, en með skakka afturhásingu átti hann erfitt með að halda jeppan- um í hliðunum, sem afmörkuðu tímabrautina. Ragnar hætti áður en þrautinni lauk, en þar sem hann sópaði tals- vert niður af dekkjum, fékk hann mikla refsingu og glopraði foryst- unni til Þorsteins, sem þakkaði pent fyrir sig. Þorsteinn innsiglaði sigurinn með því að ná besta tíma í þrautinni, en hann hafði ekið nokkrar þrautir án olíuþrýstings í vélarsalnum og var á nálum yfir því að vélin hryndi. Lokastaðan í Grindavík Benedikt Eiríksson 1263 Sigþór Halldórsson 1137 Þórir Schiöth 1080 Haraldur Pétursson 1055 Steinar Hauksson 972 Gunnar Egilsson 890 Götujeppar Þorsteinn Einarsson 1263 Ragnar Skúlason 929 Guðmundur Sigyaldsson 867 Konráð K. Sigurðsson 769 Sigurður Þ. Jónsson 637 'Staðan í íslandsmótinu Sérútbúnir Gísli G. Jónsson 62(62) Þórir Schiöth 48(42) Einar Gunnlaugsson 46(46) Sigþór Halldórsson 42(42) Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Meistaravelta í TVÍGANG valt meistarajeppi Ragnars Skúlasonar og hann hlaut tilþrifaverðlaun fyrir akstursmátann í keppninni. Gafst aldrei upp, sem reyndar kostaði hann sigur í keppninni í lokaþrautinni. halningu eftir veltu í drulluspyrnu- keppni nokkru áður. Hann vann sinn fyrsta sigur í torfærukeppni. í flokki götujeppa voru það að venju Ragnar og Þorsteinn sem ■ NÁMSKEIÐ í atvinnu- sköpun verður haldið í Hug- landi, Skeifunni 7, 10. sept. kl. 19. Á námskeiðinu sem kallast Hugefli verður lögð áhersla á að virkja hæfileika þátttakenda til að skapa sér atvinnu og fjárhagslegt sjálf- stæði. Námskeiðið byggist á verklegum æfingum og fyrir- lestrum og styðst við nýjustu rannsóknir í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækn- ingum og beitingu ímyndun- K^hreyfimynda slagið SWEETIE - fane Campion araflsins. í tengslum við námskeiðið verða haldnir stuttir fyrirlestrar með at- hafnamönnum í íslensku við- skiptalífi þar sem þeir fjalla um starfsemi sína og þá sér- staklega hvernig þeir kortiu sér áfram í upphafi. ■ MÁLFREYJUDEILD- IN Þúfan í Reykjavík held- ur kynningarfund á Hótel Holti, laugardaginn 11. september kl. 14. Þar verður kynnt kerfið málfreyjur á íslandi sem veitir konum þjálfun á ýmsum sviðum. Til dæmis fundarstjórn, verndun móðurmálsins, ræðuflutn- ingi, háttvísi og vinsamlegri leiðsögn við flutning úthlut- aðra verkefna. e Sýningin hlaut einróma lof gagnrýncnda og .íhorfenda. Vcgna annarra verkcfna veröa aðelns örfáar sýmngar. LEIKHÓPURINN Vcgna frábærra undirlckta hcfur vcrið ákveðið að taka upp sýningu á ólíkinda- gamanlcik Árna Ibsen, scm sýndur var'á Listahátíð Hafnarfjarðar í surnar. Sýningin vcrður í íslcnsku Ópcrunni. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Lclkendur: Guðrún Ásmundsdóttir, Aldís Baldvlns- dóttir, Ólafur Guömundsson og Ari Matlhíasson. Sýningar: Fö. 10. scpt. kl. 20:30 Lau. II. scpt. kl. 20:30 Fi. 16. sept. kl. 20:30 Miðasala heíst 6. sept. í íslcnsku Ópcrunnl og cr opin daglcga frá kl. 17 - 19. og sýningardaga 17 - 20:30. Mlðapantanir t s: 1 1475 og 650190.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.