Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 52
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADID. KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 091181. PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Leiguskip til veiða 1 Smugunm? SKAGSTRENDINGUR hf. hefur selt norskum banka á eftirmark- aði skuldabréf frá norska fjár- málaráðuneytinu, vegna 135 millj- óna króna niðurgreiðslna norska ríkisins af nýsmíði nýjasta skips Skagstrendings, Arnars HU. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafði Búnaðarbanki Is- lands milligöngu um sölu þessa. Sveinn S. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings, segir að strangt til tekið sé útgerðin laus allra mála, þótt Norðmenn meti það svo að Arnar HU hefði gerst brotleg- ur við ákvæði sem takmarka veiði- slóðir skipanna sem njóta vaxtanið- „^urgreiðslu norska ríkisins. „Málið er þó alls ekki þannig vax- ið, þegar grannt er skoðað," sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið, „því ef niðurstaða norskra stjórn- valda yrði sú að veiðar skipsins túlk- uðust sem brot á ákvæðum samn- ingsins, væri komin upp sú staða að við gengjum á bak orða okkar og iétum aðra blæða fyrir okkur. “ Sveinn benti á að í þeim ákvæðum sem vitnað væri til, væri einungis talað um veiðar, en ekki vinnstu. „Við getum því keypt fisk af öðru skipi. Við höfum verið að velta fyrir okkur þeim möguleika undarifarið að leigja fiskiskip sem veiddi fyrir okkur, hvort sem er á miðunum hér eða þar,“ sagði Sveinn. Morgunblaöiö/Sverrir Sigri gegn Lúxemborg fagnað ISLENDINGAR unnu Lúxemborgara 1:0 í undankeppni Heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. ísland náði þar með 50% árangri í riðlakeppninni og þriðja sæti, sem er besti árangur í HM til þessa. Haraldur Ingólfsson gerði eina mark leiksins og hér þakkar hann áhorfendum stuðninginn. Nánar bls. 50. Tekjur af ferða- möniium minnka ÞRÁTT fyrir að erlendum ferðamönnum hingað til lands hafi fjölg- að undanfarin ár, ef árið 1992 er undanskilið, hafa hlutfallslegar tekjur af þessari atvinnugrein minnkað-verulega, og íslendingar dregist aftur úr öðrum OECD-löndum hvað það varðar, að sögn Þórhalls Jósepssonar, deildarstjóra í samgönguráðimeytinu. Þórhallur segir að frá 1989 hafi tekjumar hækkað í krónum talið. Sé miðað við fast verðlag er hækkun- in eitthvað minnif en í samanburði við önnur OECD-lönd komi í ljós að tekjurnar jukust minna hér en ann- ars staðar. Rauntekjur OECD-landanna af erlendum ferðamönnum eru 30% hærri en 1987, en á íslandi eru raun- tekjur árið 1992 lægri en árið 1987. Hann segir að fram til ársins 1989 hefðu tekjurnar aukist meira hér á landi en annars staðar innan OECD, en á síðustu árum værum við í neðsta sæti hvað varðar tekjuaukningu. Dvalartími ferðamanna styttist Þórhallur segir skýringu á þessari þróun meðal annars vera, að dvalar- tími ferðamanna hafi styst, meira sé um styttri ferðir. Einnig komi til harðari samkeppni erlendis frá, sér- staklega frá Evrópubandalagslönd- um, gengisfellingar helstu sam- keppnislanda, til dæmis í Svíþjóð og Finnlandi, og svo hafi Austur-Evrópa opnast fyrir ferðamönnum. Einnig hefur verið samdráttur í efnahag heimsins og svo bæri að athuga að hér væri mjög dýrt að vera, þannig að fólk eyddi minna. Á meðan hefðum við staðið í stað hvað varðar markaðssetningu og ekki hafi tekist að fá meira fjár- magni veitt til þessara mála. „Ráðamenn hafa ekki heldur verið vakandi," segir Þórhallur. „Ef við hefðum sinnt þessari atvinnugrein líkt og stóriðju værum við í öðrum sporum." Utanríkisráðherra um forræði landbúnaðarráðuneytis á kjötinnfiutningi Forsætísráðherra dragi úrskurð sinn tíl baka Landbúnaðarráðherra telur innflutning óheimilan séu birgðir nægar Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Skipt um dufl SKIPT hefur verið um ljósdufl í Faxaflóa norðan við Akurey við innsiglinguna til Reykja- víkur. Það voru skipverjar um borð í varðskipinu Óðni sem sáu um að fjarlægja gamla duflið. Það var með gashylkj- um sem skipta þurfti um á hveiju ári. Nýja duflið, sem er hátt og strýtulaga, fær orku fyrir ljós með sólarspeglum og radarspegli. JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og starfandi viðskipta- ráðherra, leggur til að Davíð Oddsson forsætisráðherra dragi til baka úrskurð sinn um að forræði á innflutningi landbúnaðarvara sé á hendi landbúnaðarráðuneytisins. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, sem hefur nú forræði á innflutningnum samkvæmt úrskurðinum, segir inn- flutning svínakjötsins óheimilan, séu nægar birgðir svínakjöts í land- inu. Að mati Framleiðsluráðs landbúnaðarins eru birgðir nægar og þess vegna ólíklegt að innflutningurinn verði Ieyfður. Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra segist hafa efasemdir um réttmæti niðurstöðu forsætisráðherra, en lióst sé að málið fari fyrir dómstóla. Davíð Oddsson kvað upp úrskurð sinn í gær, „vegna þess álitaefnis, hvort landbúnaðarráðherra eða fjár- -t——málaráðherra beri að fjalla um inn- flutning á landbúnaðarvörum". Dav- íð vísaði til yfírlýsingar sinnar, sem hann gaf við þinglok síðastliðið vor, um að forræði á innflutningi á búvör- um yrði áfram hjá landbúnaðarráð- herra. Þessi yfirlýsing var gefin vegna deilna um breytingar á bú- vörulögum, en landbúnaðarráðherra og meirihluti landbúnaðarnefndar deildu þá hart við fjármála- og utan- ríkisráðherra. Davíð segir í úrskurði sínum að yfirlýsingin hafi verið gefin í samráði við utanríkis-, fjármála- og viðskiptaráðherra, og henni hafi ekki verið mótmælt. Ekki byggt á lögfræðiáliti Fyrir liggur álitsgerð ríkislög- manns um málið, sem send var fjár- málaráðherra. Morgunblaðinu er ókunnugt um efni hennar, en úr- skurður forsætisráðherra er ekki byggður á henni, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Rík- islögmaður hefur áður úrskurðað að innflutningur ákveðinna landbúnað- arafurða, þ.m.t. smjörlíkis og ostlík- is, sé heimill. Utanríkisráðherra mun íhuga að afla nýs álits • ríkislög- manns, verði það, sem fyrir liggur, ekki gert opinbert. Almennar frjálsræðisreglur Jón Baldvin Hannibalsson sendi í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem seg- ir að landbúnaðarráðherra hafi að- eins vald til að takmarka innflutning á ákveðnum búvörum, sem séu til- greindar í lögum um búfjársjúkdóma og búvörulögum. Annar innflutning- ur landbúnaðarvara lúti hins vegar almennum fijálsræðisreglum, sem felist í lögum um innflutning, sem tóku gildi í nóvember síðastliðnum. Landbúnaðarráðuneytið hafi ekki al- mennt forræði yfir innflutningi land- búnaðarvara. „Það var ekkert tilefni til úrskurð- ar. Lögin eru skýr og ég legg til að forsætisráðherrann dragi úrskurðinn til baka,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson í samtali við Morgunblaðið. Sjá miðopnu: „Forræði innflutnings...“ Morgunblaðið/Sverrir Skákþing íslands hafið KEPPNI í landsliðsflokki á Skákþingi íslands 1993 hófst í gær og er tefld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Keppend- ur eru 12 og eru þrír stórmeistarar þar á meðal. í fyrstu umferð varð einn þeirra, Jóhann Hjartarson, að láta sér nægja jafntefli við yngsta keppandann, Helga Áss Grétarsson, sem er aðeins 15 ára. Haukur Angantýsson vann Jón Garðar Viðarsson, jafntefli gerðu Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson, Björgvin Jónsson og Tómas Björnsson. Skák Hannesar Hlífars Stefánssonar og Þrastar Þórhallssonar var frestað. Skákir Helga Ólafssonar og Guðmundar Gíslasonar, Andra Áss Grétarssonar og Sævar Bjarnasonar fóru í bið. Önnur umferð verður tefld í dag og tefla þá meðal annars sam- an Hannes Hlífar og Sævar, Helgi Áss og Helgi Ólafsson, Jóhann og Jón Garðar, Þröstur og Haukur, Tómas og Andri Áss og Guðmund- ur og Björgvin. Umferðin hefst kl. 17. Bankar um debetkort Ianda neytenda BANKAMENN hafna staðhæfing- um Kaupmannasamtaka íslands um að þeir hyggist nota tilkomu debetkorta til að greiða niður eig- in fortíðarvanda með álögum á notendur upp á einn milljarð króna. Þeir segjast vinna í anda yfirlýstra sjónarmiða Neytenda- samtakanna um að verðleggja eigi þjónustu miðað við tilkostnað og þeir sem hagnýti sér þjón- ustuna, kaupmenn jafnt og kort- liafar, greiði fyrir hana. Forsvarsmenn banka segja að hagræði þjónustuaðila felist m.a. í því að ábyrgð á greiðslum með de- betkortum, greiðslur séu bókaðar einum vaxtadegi fyrr inn á reikning kaupmannsins og afgreiðsla með debetkorti taki um 50 sekúndum skemmri tíma en afgreiðsla með tékka. Sparnaður vegna minnkandi tékkaviðskipta komi bönkum til góða en leggist ekki á neinn annan. í upplýsingum frá Visa-ísland kemur fram að 119 fyrirtæki með 140 útsölustaði hafi þegar samið við fyrirtækið um debetkortaþjónustu. Sjá bls. 27: „Þeir greiði..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.