Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 9. SEPTEMBER 1993 25 A1 Gore varaforseti leggur til að bandaríska ríkiskerfíð verði tekið í gegn Stefnt að því að fækka störfum í ríkiskerfinu Financial Times. VERULEGUR niðurskurður og einföldun ríkiskerfisins í Bandaríkj- unum er lagður til í skýrslu sem AI Gore varaforseti kynnti á þriðju- dag. Sagði Gore að ef tillögur hans næðu fram að ganga myndi það þýða 108 milljarða dollara sparnað á fimm ára tímabili en markmið hans er stjórnsýsla sem „skilar meiri afköstum og kostar minna“. Því telur hann meðal annars að megi ná með því að einfalda reglur um ráðningu og innkaup hjá ríkisstofnunum og fækka störfum í ríkiskerfinu um 225 þúsund. Varaforsetinn hefur á undan- fömum vikum verið að undirbúa hinn pólitíska jarðveg fyrir tillögur sínar og meðal annars tíundað ýmsar fáránlegar reglur sem urðu á vegi hans er stjórnkerfið var kruf- ið. Besta dæmið er líklega tíu blað- síðna lýsing á því hvaða eiginleikum öskubakkar, sem ríkisstofnanir festa kaup á, verða að vera gædd- ir. Er þar til dæmis tekið fram að ef öskubakkinn þrotni megi hann ekki splundrast í fleiri en 35 gler- brot. Gore er ekki sá fyrsti sem leggur til atlögu við bandaríska ríkiskerfið. Efasemdamenn í Washington segja að þó skýrsla Gqre sé ekki síður unninn og mun betri lesning heldur en sambærilegar skýrslur, sem teknar voru saman í forsetatíð þeirra Richards Nixons og Ronalds Reagans, séu litlar líkur á að tillög- ur hans verði að veruleika. Aðrir telja hins vegar að nú sé einmitt mun líklegra en áður að hægt sé að knýja í gegn endurskipulagningu ríkiskerfisins. Almenningsálitið krefjist þess að uppstokkun eigi sér stað, ekki síst eftir kosningabaráttu Ross Perots á síðasta ári, og því muni þingið neyðast til að taka til- lögur Gores til skoðunar. Störfum fækkað um 12% Varaforsetinn reynir líka að koma til móts við þingið með því að segja að markmiðið sé ekki að breyta því sem ríkið sé að gera A1 Gore. heldur einungis hvernig það sé gert. Þá segja höfundar skýrslunnar einnig að hún sé á þann hátt frá- brugðin fyrri skýrslum, að hún sé unnin af ríkisstarfsmönnum. Margar þeirra tillagna, sem er að finna í skýrslunni, eru þó líkleg- ar til að valda deilum. Má til að mynda ganga út frá að stéttarfélög ríkisstarfsmanna sætti sig ekki átakalaust við að störfum sé fækk- að um 12%. Einnig er lagt til að stofnunum landbúnaðaráðuneytisins verði fækkað úr 42 í 30 og að 10% af hinum 12 þúsund skrifstofum ráðu- neytisins verði lokað. Lagt er til að Fíkniefnalögreglan (DEA) verði sameinuðu Alríkislögreglunni (FBI). Gore vill að ríkisstofnunum, þar á meðal skattstofunni, verði leyft að nota'einkainnheimtufyrir- tæki og taka á móti greiðslukortum. Skýrsluhöfundar vilja að starfs- mannareglur fyrir ríkisstarfsmenn, sem telja 10 þúsund blaðsíður, verði felldar úr gildi í september á næsta ári og að í staðinn verði settar al- mennar reglur sem leyfi jrfirmönn- um stofnana að ráða, reka og um- buna starfsmönnum. Einnig er lagt til að fjárlög verði til tveggja ára í stað eins árs nú. Loks má nefna þá tillögu að hlutfall yfirmanna verði lækkað í einn yfirmann á fímmtán starfsmenn í stað einn á hveija sjö starfsmenn, líkt og raun- in er í dag. Styðja rebúblikanar? Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi að hann myndi gera það sem í hans valdi stæði til að tillögur þær, sem í skýrslunni er að finna, nái fram að ganga. „Á mörgum stöðum stendur að forsetinn ætti að, forsetinn ætti að, forsetinn ætti að. Ég hef lesið skýrsluna og þar sem stendur að forsetinn eigi að gera eitthvað þá mun hann einnig gera það,“ sagði Clinton. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði að repú- blikönum hefði ekki verið gefinn kostur á að skoða skýrsluna gaum- gæfilega ennþá. Þeir myndu hins vegar meta hvort raunverulega væri verið að leggja til breytingar og að ef svo væri gæti varaforset- inn treyst á dyggan stuðning Repú- blikanaflokksins. TÓNLEIKAR SELTJARNARNESKIRKJU föstudaginn 10. september, kl. 20.00. Hljómsveitarstjórar: Roland Vamos og BernharÖur Wilkinson. Á efnisskrá eru verk eftirAron Copland, Igor Stravinskíj, Anton Dvorák, JosefSuk ogArnold Schönberg. Aögöngumiöar eru seldir á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabiói og viö innganginn viö upphaf tónleika. Athygli skal vakin áþvíað allir áskrifendur hljómsveitarinnar fá ókeypis aöganggegn framvísun áskriftarskirteina. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS, Háskólabíói v/Hagatorg, sími 622255. MÁLASKÓLI REYKJAVÍKUR ■bb Tungumálakennsla í sérflokki - fyrir alla rgn innritun hefst 6. september Sími: 62 88 90, Verið velkomin! Brautarholti 4,105 Reykj avík Þýska Franska Spænska Hollenska Almenn kennsla Samtalshópar Einkatímar Sænska Danska Finnska Rússneska Einkatímar Samtalshópar JACQUI KOOS MICHELE Enska Fullorðnir: Almenn enska, bókmenntahópar, samtalshópar, viðskiptaenska, einkatímar, sérsniðin kennsla. Böm og unglingar: Almenn kennsla „Native“ námskeið Einkatímar Icelandic for Foreigners — Adults’ and children’s courses, phone: 62 88 90.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.