Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 STIÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Ástvinir eiga saman góðar stundir í dag, en eitthvað óvænt gerist í vinnunni. Þú ættir að heimsækja gamla vini í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) trfö Þér gefast ný tækifæri í vinnunni í dag. Áætlanir breytast af óviðráðanlegum ástæðum. Komdu til móts við óskir vinar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)' 4» Vanhugsuð orð geta sært tilfinningar vinar. Þú getur orðið fyrir óvæntum útgjöld- um, en kvöldið verður ánægjulegt. -■ Krabbi (21. júní - 22. júli) HB6 Þú hefst handa við nýtt verkefni heima í dag sem lofar góðu. Sumir eru ekki fyllilega hreinskilnir. Hafðu stjórn á skapinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vinahópurinn stækkar í dag, en gættu þess að eyða ekki of miklu í skemmtanir. Félagar ná góðri samstöðu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. sentemherl Eigið frumkvæði leiðir til bættrar afkomu. Það er ekki sérlega hagstætt að fjár- festa í dag. Eitthvað ergir þig í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þig langar að fara eitthvað eða gera eitthvað sérstakt í dag. Kannaðu möguleika á ferðalagi í samráði við ást- vin. Sporódreki (23. okt. — 21. nóvember) Smávegis ágreiningur getur komið upp milli vina. Þú færð góð ráð varðandi íjár- málin. Farðu varlega í um- ferðinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Félagi veitir þér góðan stuðning og hvatningu í dag og þið vinnið að því að tryggja ykkur betri kjör í framtíðinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þótt þróun mála í vinnunni lofi góðu þarft þú að sýná samstarfsmönnum nær- gætni. Þvermóðska getur aðeins spillt fyrir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ferðaáætlun breytist fyrir- varalaust í dag. Smá ágrein- ingur kemur upp í vinnunni. Ástin ræður ríkjum í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -uétaK Peningar geta valdið ágrein- ingi milli vina. Þér hentar betur að halda þig heima í kvöld og njóta samvista við fjölskylduna. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. GRETTIR þAÞ HLVTVeAÐ VEEA 'AN/€GfOL£&TA£> HAFA /Ty^r ^HEITAH 06 MJÖKAH ,S'UJ (wörr / KiöixouHrf/ LJÓSKA B& ELSXA Þáé , ADSL^Sr/teFS-\ TÓCK/NU SULHAAtea) 8-21 4 FERDINAND 1 + *-0 ( ^ / [niinuia s 012 s — SMÁFÓLK Eg hef alltaf furðað mig á því, af hverju fuglar fljúga í „V“ laga fylk- ingu... Sagði mamma þín þér að gera það? BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Hollensku hjónin Bep Vriend og Anton Maas fengu slæma útreið í vörninni gegn 5 tíglum suðurs. Þetta var í Evrópukeppni para fyrir tveimur árum: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ G65 ¥Á985 ♦ DG102 Vestur ♦ 96 Austur ♦ K10974 ♦ Á8 V 1072 V KDG643 ♦ K4 ♦ 98 + K42 Suður ♦ D32 V- ♦ Á7653 ♦ ÁD873 ♦ G105 Vestur Noröur Austur Suður Maas Vriend 1 hjarta 2 tíglar 2 spaðar 3 tiglar 3 hjörtu 5 tíglar Dobl Allir pass Útspil: hjartatvistur. Þratt fyrir hjartaútspilið virð- ist vörnin eiga a.m.k. 4 slagi: tvo á spaða, einn á tígulkóng og einn á laufkóng. En sagnhafi vann sitt spil eigi að síður! Hvernig í ósköpunum? Það gerðist þannig: Fyrsti slagurinn var tekinn á hjartaás og spaða hent heima. Þá kom lauf úr borði og Vriend í austur lét tíguláttu. Henni hafði ein- faldlega misheyrst — hélt að sagnhafi ætlaði að spila trompi. Keppnisstjóri var kvaddur að borðinu og hann úrskurðaði að tíguláttan væri refsispil. Sem þýðir að austur verður að láta tíguláttuna út fyrir fyrsta lög- lega tækifæri og sagnhafi getur auk þess krafist þess að vestur spili tígli þegar hann kemst inn. Sagnhafi svínaði laufdrottningu og vestur drap á kóng. Og spil- aði tígli, samkvæmt ósk sagn- hafa. Þar fór slagurinn á tígul- kóng. Nú tók sagnhafi laufás og trompaði lauf. Lagði næst niður tígulás og henti loks tveim- ur spöðum niður í frílauf. Gaf því aðeins einn slag á spaða í viðbót. Hollensku hjónin fengu auð- vitað tært núll fyrir spilið. En það versta af öllu var að vestur hafði misst af frábærri vörn. Hann hefði átt að gefa slaginn á laufdrottningu! Og fylgja vörn- inni eftir með því að henda lauf- kóng undir ásinn (annars gæti sagnhafi leyft honum að eiga þriðja laufslaginn). Með þessari vörn tryggir hann að makker geti losað sig við refsispilið og vörnin fær alltaf þrjá slagi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Katerini í Grikk- landi um mánaðamótin kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Zurabs Sturuas (2.530), sem hafði hvítt og átti leik, og rúm- enska alþjóðlega meistarans Mi- hais Ghindas (2.455). Svartur lék síðast 28. - Hc8 - c3?? Georgíumaðurinn fann nú mát í tveimur leikjum: 29. Dg5+ og svartur gafst upp, því 29. - Bxg5 er auðvitað svarað með 30. Hf8 mát. Þýski stórmeistarinn Hertneck sigraði örugglega á mótinu með 8 v. af 9 mögulegum, vann Sturua í úrslitaskák í síðustu umferð. íslensku þátttakendurnir á mótinu voru fremur seinheppn- ir. Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson og undirritaður hlutu 6 Vi v. og Þröstur Þórhallsson hlaut 6 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.