Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 22
J?o MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF JTMMH. QIGAJaVlUOHOM FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Löggiltum rafverktökum er einum heimilt að taka að sér verk ÞEGAR fagmaður er fenginn til að sjá um viðhald á rafmagni eða leggja í nýbyggingar er nauðsyn- legt að löggiltur rafverktaki taki að sér verkið. Enginn annar, iivort sem hann er rafvirki eða rafvirkjameistari að mennt, má taka að sér slík verk nema hafa löggildingu. Síðastliðinn fimmtudag þegar greint var frá verði á útseldum tíma rafvirkja láðist að greina lesendum frá þessum staðreyndum. Þó skal bent á að allir sem haft var sam- band við þegar verð á þjónustu var athugað voru löggiltir rafverktakar. Varasöm viðskipti á svörtu Töluvert hefur borið á að iðnað- armenn vinni „svart“ eins og það er kallað. En forráðamenn landsam- bands íslenskra rafverktaka eru síð- ur en svo hrifnir af því og hafa lýst yfir vilja til samstarfs við skatt- rannsóknarstjóra til að vinna bug á og uppræta þennan vinnumáta. Oftar en ekki eru þeir sem bjóða nótulaus viðskipti að undirbjóða lág- markstaxta og algengt að nemar eða jafnvel þeir sem hafa hætt námi afli sér tekna á þennan hátt. Þess eru einnig dæmi að menn sem hafa ekki lært fagið bjóði þjónustu við viðhald á rafmagni. Skýringin á lág- um taxta þeirra er m.a. sú að þeir reka ekki fyrirtæki með öllum þeim skyldum sem því fylgir. Formaður Landssambands íslenskra rafverk- taka, Ingólfur Ámason, telur óeðli- legt að selja útseldan vinnutíma á þúsund krónur eða eins og hann orðar það: „Það þarf að reka fyrir- tæki, borga launatengd gjöld og eiga dýr tæki. Það er ekki mögulegt ef útseld vinna er þúsund krónur á tím- ann. Nótulaus viðskipti eru varasöm fyrir þá sem láta vinna fyrir sig verk. Þegar upp er staðið ber sá sem vinnur nótulaust enga ábyrgð á verkinu. íbúðareigandinn situr eftir með ábyrgðina ef eitthvað kemur uppá.“ VSK endurgreiddur Virðisaukaskattinn sem margir eru að mikla fyrir sér, 24,5%, fá eigendur íbúða endurgreiddan af vinnu sem unnin er á staðnum, svo framarlega sem ekki er um véla- vinnu eða vinnu sérfræðinga að ræða. Að sögn Hauks Jónssonar rannsóknarfulltrúa á Skattstofu Reykjavíkur á endurgreiðsla ekki við um efni né akstur og reikning- amir þurfa að vera sundurliðaðir. Þeir sem ekki hafa nýtt sér þennan möguleika geta fengið reikninga greidda aftur í tímann frá 1. janúar 1990. Það borgar sig því ekki að láta vinna fyrir sig á svörtu til að sleppa við að borga virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanns, heldur semja við hann um lægri taxta ef mögulegt er. Þurfa að tllkynna verk sín Löggiltum ' rafverktaka ber skylda til að tilkynna vinnu sína. Þetta á við um allar lagnir í nýbygg- ingar svo og meiriháttar viðhalds- vinnu á gömlu húsnæði. Engir aðr- ir en löggiltir rafverktakar' geta til- kynnt vinnu til rafmagnseftirlits. Þar sem húsbyggjendum ber skylda til að láta láta taka vinnuna við húsið út er nokkuð um að löggiltir rafverktakar skrifi uppá vinnu ann- arra sem er alvarlegt mál. Morgunblaðið/Júlíus Hvert á að leita? Ef húsbyggjandi er að leita sér að rafverktaka eða íbúðareigandi þarf á þjónustu hans að halda hvert eiga þeir að leita? Gísli Þór Gíslason framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra raf- verktaka segir að á skrá félagsins séu á fjórða hundrað meðlimir og fólk eigi endilega að leita til skrif- stofunnar til að fá upplýsingar um hæfa menn. Auk þess er hægt að láta gera fyrir sig áætlun hjá þeim. Þá er reiknað út samkvæmt ákvæð- isvinnugrundvelli rafíðna og raf- lagnateikninga hvað búast má við að verkið kosti. Utreikningurinn er hafður til viðmiðunar þegar tilboða er leitað og neytendur hvattir til að leita tilboða þegar þeir standa fyrir framkvæmdum. „Tilboð eiga að vera skrifleg og þar á að standa skýrt og skorinort allt sem er inni- falið og einnig ef eitthvað er undan- skilið. Þá fara hlutirnir ekkert á milli mála. Lendi húsbyggjandi í útistöðum eða vanti einhveijar upp- lýsingar þá er starfsfólk á skrif- stofu LÍR ætíð reiðubúið til að reyna að leysa úr málum á hlutlausan hátt. grg HELGARTILBOÐIN Hagkaup Bolandstekex...............39 kr. St. Ives shampo og hárnæring ........................ 449 kr. Grænvínber.............199 kr. kg íslensktlambhagasalat....59 kr. stk Emmess Daim ístopppar, 4 stk ..........................269 kr. Reykt Meistara-medisterpylsa .......................299 kr. kg Skóladagar standa nú einnig yfir í Hagkaupsverslunum. Þá verða norskir dagar í matvöruverslun Hag- kaups Kringlunni dagana 9.-18. september og verða þá kynntar flest- ar þær matvörur, sem fiuttar eru til landsins frá Noregi svo sem kex, hrökkbrauð, sultur, sælgæti, graut- ar, súpur, sósur, tannsnyrtivörur, kavíar, frosnar pizzur, íþróttadrykk- ir. Ýmsar uppákomur verða tengdar norsku dögunum auk þess sem norskur kokkur verður í Kringlunni á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Hann kynnir m.a. söltuð og reykt svið, hráskinku, sölt- uð og þurrkuð lambalæri, krydduð kindabjúgu, saltaða nautabringu og súrkál. Bónus Blómkál................47 kr. kg ítalskarömmupizzur........249 kr. Svínakótelettur.......929 kr. kg Frón súkkulaðikex..........69 kr. Afþurrkunarklútar, 20 stk ....249 kr. T Micro popp, 3 pokar......85 kr. Appela epladjús, 1 lítri...69 kr. Kókómjólk, 18 x 0,25 lítrar.,.599 kr. Bónus minnir á 10% afslátt af öllum kjötvörum. Garðakaup . Poppmaís, 456 g.......... 56 kr. Pickwickte................119 kr. Homeblest kex, 2 pk......198 kr. Lerum Marmeðlaði, 700 g...138 kr. íslenskt blómkál.........45 kr. kg íslenskar gulrætur.......99 kr. kg Alpen músli, 450 g.........138 kr. Chip cookery súkkulaðikex..98 kr. Svið....................199 kr. kg Lifur...................175 kr. kg Kjöt og fiskur Kindahakk...............245 kr. kg Nautafile.............1.190 kr. kg Svínalærisneiðar........495 kr. kg Lambalaukbuff...........390 kr. kg Gróf samsölubrauð........99 kr. stk Fín og gróf hvítlauksbrauð frá Myllunni...................149 kr. F&A Ma Ling sveppir, 425 g.......68 kr. Princess tómatar, 400 g....40 kr. Aroniðurs. kartöflur, 3kg....558 kr. Herraskyrturl00%bómull...899 kr. Verslunin minnir einnig á 4% stað- greiðsluafslátt. Fjarðarkaup Kíví....................169 kr. kg Rauðepli.................89 kr. kg Vatnsmelónur.............59 kr. kg Gulepli..................61 kr. kg Nautalundir...........1.698 kr. kg Blandað saltkjöt........495 kr. kg Lambabjúgu..............398 kr. kg 1944 gijónagrautur og blóðmörs- keppurfráSS....,...........299 kr. lOkerti...................119 kr. Kelloggs kornflögur, 750 g...278 kr. Kelloggs Corn pops.........178 kr. Nóatún Dönsk lifrakæfa.........325 kr. kg Blandaður pottréttur....598 kr. kg KBBacon.................786 kr. kg Londonlamb..............799 kr. kg Saltkjöt, II flokkur....349 kr. kg Saltaðar lambasíður......199 kr. kg Bolands Fig Roll, 200 g.....98 kr. WC pappír, 12 rúllur........239 kr. Wasataumýkir, 1,5 lítri....119 kr. Bleiur Scan maxi, 9-18 kg., 22 stk ...........................599 kr. Fezza uppþvottalögur, 1 lítri...69 kr. Ryvita hrökkbrauð............79 kr. Rúsínur, 250 g...............65 kr. Malingaspas, 430 g...........59 kr. Fiber Kost múslí, 375 g....185 kr. Kelloggs kornflögur, 500 g...237 kr. Vatnsmelónur..............69 kr. kg Spergilblómkál............99 kr. kg Kaupfélag ísfirölnga, ísaflröl KJ fiskbúðingur, 400 g....133 kr. kg KJ fiskbollur, hálfdós.....103 kr. KJ gulrætur og grænar baunir, hálfdós.....................77 kr. KJ grænar baunir, hálfdós...63 kr. KJ maískorn, hálfdós.......110 kr. KJ rauðkál, 1/4 dós..........64 kr. Kílóið af blómkáli lækkar allt niður í 47 kr. ÞESSA dagana er blómkál á mjög hagstæðu verði og er verðið á kílóinu frá 47 krón- um. Að sögn forsvarsmanna nokkurra verslana sem haft var samband við á verðið eftir að lækka ennþá meira næstu daga. Ástæðan fyrir þessu verðhruni er gott tíðarfar að undanförnu, næg væta og blíð- skaparverður þannig að blóm- kálið hefur sprottið mjög vel og framboðið er mikið. Það má með góðum árangri frysta blómkál, setja það í súr með lauk og gulrótum eða búa til úr því matarmikla rétti, salöt og súpur. í bæklingi sem Kvenfélaga- samband íslands hefur gefið út og heitir Frysting matvæla segir að blómkál megi frysta í heilum hausum eða í smáhríslum. Blóm- kálið geymist vel þannig ef það er ekki laust í sér. Þægilegt er að áætla suðutíma og búa um það ef það er tekið í sundur en það vill missoðna ef það er í heilu lagi. Suðutími fyrir fryst- ingu er 4-8 mínútur ef um heila hausa er að ræða en 2-3 mínútur í smáhríslum og svo soðið í 2-5 mínútur eftir frystingu en 5-10 mínútur ef það er heilt.-Blómkál- ið á helst ekki að þiðna til fulls áður en það er soðið. Ef það þiðn- ar alveg og bíður áður en það er soðið vill það verða seigt og vatnskennt. Þá er vert að benda fólki á að losa um þéttar plastumbúðir af blómkáli áður en það er sett í ísskáp til geymslu. Matreiðsiunámskeið í New York Jóhanna Bergmann fékk áhuga á grænmetisfæði fyrir nokkrum árum þegar hún var búsett í New York. Hún dreif sig á námskeið í matreiðslu á grænmetisréttum og þegar hún flutti heim bauðst henni vinna á veitingastaðnum Á næstu grös- um. Jóhanna gefur hér lesendum uppskrift af blómkálsbollum og karrírétti. grg Blómkálsbollur 1 blómkálshöfuð 1 /2 dagsgamalt nióurrifið brauó 4 soðnar kartöflur 2-3 egg salt, pipar og múskat Kartöflurnar eru soðnar og blómkál- ið hlutað í greinar og soðið. Kartöfl- ur skrældar og þær eru síðan ásamt blómkálinu settar í hrærivél og maukaðar. Brauði og eggjum bætt út í og kryddað. Mótið bollur, veltið upp úr eggi og brauðmylsnu. Steikið á pönnu í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með hrásalati og hrís- gijónum. Morgunblaðið/Július Blómkálskorrí 1/2 bolli kókosmjöl 2 msk. ristuð sesamfræ 2 msk. ristuð suðræn kúmenfræ 1/2 tsk. negull 2 hvítlauksrif 1 1 /2 tsk. rifin engiferrót 2 msk. ristaðar jarðhnetur 1/2 tsk. turmeric ~l/4 Cayenne pipar 1 tsk. salt Öllu blandað saman í rafmagns- blandara og vatn sett með til að hráefnið blandist vel saman. 1 1/2laukur 1 blómkólshöfuð hlutað í greinar salt Laukur er saxaður og steiktur í olíu, blómkálsgreinum bætt á pönn- una og saltað. Kryddblandan úr raf- magnsblandaranum sett saman við á pönnuna, hitinn lækkaður og lok sett á pönnuna. Látið malla þangað til blómkálið er orðið mjúkt í um það bil 5-10 mínútur. Hrærið í og bætið vatni samanvið ef þarf. í lokin er-- ágætt að kreista sítrónusafa yfír réttinn. Borið fram með hrísgijón- um, jógúrtsósu og salati sem í eru tómatar, agúrkur og paprika. ■ Gullpálmann fékk Hagkaup í Grafarvogi UNDANFARNA mánuði hefur verið í gangi nokk- urskonar samkeppni milli starfsfólks Hagkaups- búðanna þ.e. um hvaða verslun yrði fyrst til að hreppa svokallaðan gullpálma. Það var verslunin í Grafarvogi sem fyrst hlaut pálmann og var hann afhentur síðastliðinn laugardag í veislu sem haldin var til heiðurs starfsfólkinu. Óháð ráðgjafarfyrirtæki úti í bæ hefur séð um að senda menn í verslanirnar til að gera úttekt á 85 liðum sem eiga að vera í lagi, atriði sem snúa að hreinlæti, vöruvali og þjónustu starfsfólksins. Til þess að hljóta gullpálmann þurftu 95% þessara atriða að vera í lagi þijá mánuði í röð. Einar Jón Másson trúnaðarmaður starfsmanna og Hinrik Hjörleifsson verslunarstjóri taka hér við viðurkenningu. Haldið verður áfram að stefna að Gullpálmanum hjá Hagkaup því ætlunin er að allar verslanirnar nái þessu markmiði. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.