Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 DISKÓDANSAR - BUMP ■ JÓN STEINAR, SIMBI OG KOLLA, MARGFALDIR ÍSLANDSMEISTARAR KENNA Helmingur leiðtoga Dog Faced Hermans, Marion og Wilf. Morgunblaðið/Þorkell Djarfur grasrótarspuni Hljómsveitin Dog Faced Hermans stödd hér á landi ERLENDAR hljómsveitir koma hingað til lands á ólíkum forsend- um; flestar til að aðstandendur geti safnað auði, en alltaf nokkrar sem koma tónlistarinnar vegna, þá iðulega sveitir sem ekki hafa áhuga á verðmætum sem mölur og ryð fá grandað. Því sérkenni- lega nafni Dog Faced Hermans heitir hljómsveit sem stödd er hér á landi og heldur sína fyrstu tónleika hér í Tveimur vinum í kvöld. Dog Faced Hermans er skosk viti í Skotlandi. að uppruna, þó hún hafi dvalið í Hollandi síðustu ár og gert út það- an. Hljómsveitin er fjögurra manna og hefur vakið athygli fyrir djarft og persónulegt tónmál, en Dog Faced Hermans hefur ferðast víða til tónleikahalds; leikið víða í Evr- ópu og fór um Bandaríkin á síð- asta ári. Dog Faced Hermans er skipuð ij'órum, Marion, sem syngur og blæs í lúður, Andy, sem leikur á gítar og lágfiðlu, Colin sem leikur á bassa, og Wilf, sem leikur á slag- verk, en fímmta hjól undir vagnin- um er Gert Jan, sem sér um hljóð. Marion og Wilf urðu fyrir svörum um hljómsveitina og aðspurð um hví skosk hljómsveit geri út frá Hollandi segja þau að fyrir ýmsar sakir hafi hljómsveitin tekið sér árs leyfi, á meðan limir hennar vildu sinna öðrum hugðarefnum og list- greinum. Þau fóru því hvert í sína áttina, Marion meðal annars til Póllands. Þegar svo fólk var búið að gera það sem það vildi vaknaði aftur löngunin til að fást við tón- list og þá var ekkert eðlilegra en halda áfram þar sem frá var horf- ið. „Okkur fannst við eiga margt eftir ógert sem hljómsveit," segir Marion, og bætir við að það hafí verið eðlileg ráðstöfun að setjast að í Hollandi, enda sé andrúmsloft þar allt annað og betra fyrir hljóm- sveit eins og þeirra og ógjörningur að halda úti hljómsveit af einhvetju Eins og áður segir hafa liðsmenn Dog Faced Hermans fengist við ýmsar aðrar listgreinar, en helst tónlist undanfarin ár. Þau Marion og Wilf segjast ekki vilja gera upp á milli listgreina, og Wilf bætir við að í raun sé að líkja saman tónlist og myndlist eins og að bera saman krít og sultu. Eftir nokkrar vanga- veltur eru þau helst á því að það sé sameiginleg sköpun sem heilh mest við tónlistina; hvemig þau öll leggja sitt af mörkum til að skapa eitthvað nýtt. Reyndar segja þau að. hljómsveitin, sem eins hefur verið skipuð frá upphafi, sé saman- safn fjögurra leiðtoga, „sem er ýmist styrkur okkar eða veikleiki“, segir Marion, það sé enginn einn sem skipi fyrir eða ráði ferðinni. „Ég sem orðin og syng þau, vegna þess að ég gæti ekki sungið orð annarra," segir Marion, „en tónlist- in verður til fyrir atbeina allra og það er ekki hægt að benda á eitt- hvað og segja þetta er eftir þennan eða hinn.“ „Tónlistin byggist á spuna,“ bætir Wilf við, „og auðvit- að erum við mis upplögð til að skapa eitthvað, en við hvetjum hvort annað áfram og á endanum verður eitthvað sérstakt til.“ Eins og áður segir hefur Dog Faced Hermans verið á ferð og flugi undanfarin misseri og þau segja að það sé einmitt stundin á sviðinu þegar þau ná til áheyrenda sem gefi öllu streðinu tilgang. „Það er einstök tilfinning þegar þér tekst að ná til áheyrenda," segir Wilf, „þegar eitthvað gerist óáþreifan- legt og skyndilega höfum við náð þeim á okkar band.“ „Það augna- blik er frábært,“ segir Marion, „þú fyllist gleði og krafti sem aftur skilar sér til áheyrenda." Tónlist Dog Faced Hermans er nokkuð á skjön við dægurpopp, en þau neita því harðlega að þau séu að leika tormelta tónlist. „Tónlistin er alls ekki tormelt," segir Marion, „það hefur sannað sig hvað eftir annað á tónleikum að við getum náð til fólks hvort sem það er á tónleikum í Þýskalandi eða í banda- rískri knattborðsbúllu. Vissulega getur verið erfitt að fá fólk til að stoppa og hlusta, en það tengist ekki tónlistinni." Þó hljómsveitin hafi leikið víða og gefið út plötur segjast þau fyrir alla muni vilja halda öllu innan skynsamlegra marka. „Okkur gengur vel, sem sannast kanski á því að við erum hér á landi,“ segir Marion og hlær, „en koma okkar hingað er dæmi um það hvemig við viljum helst haga málum. Ferð okkar hingað á uppruna sinn í því að það skrifaði okkur íslenskur pilt- ur og óskaði eftir því að fá keyptan geisladisk. í framhaldi af því spurð- um við hann hvort ekki væri hægt að koma á tónleikum hér og það gekk eftir.“ „Þetta er besta leiðin,“ segir Wilf, „að hafa allt sem næst grasrótinni, en ekki sem part af ópersónulegu apparati.“ Dog Faced Hermans leikur í kvöld á Tveimur vinum með Púff, Curver, Stilluppsteypu og Kolrössu krókríðandi. Viðtal: Árni Matthíasson Skattamálanefnd Sjálfstæðisflokksins Gesturfundarins: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, ræðir stöðu og horfur í ríkisfjármálum. ____________Brids_________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Bridssambands Islands 1993 Dregið var í fjórðu umferð bikar- keppni Bridssambands íslands, mánu- " daginn 6. sept. Eftirfarandi sveitir | eigast við í 8 liða úrslitum og á sú sveit heimaleik sem talin er upp á undan: 1. Sveit Hjólbarðahallarinnar, Rvík , - Sveit Björns Theódórss., Rvík 2. Sveit Metró, Rvík - Sveit Samvinnuferða, Rvík | 3. Sveit V.Í.B. Rvík - Sveit T.V.B. 16, Rvík 4. Sveit Antons Haraldssonar, Rvík - Sveit H.P. Kökugerðar, Selfossi Leikjum í fjórðu umferð á að vera - lokið í síðasta lagi sunnudaginn 26. j sept. Undanúrslitin og úrslitin verða i ■~*spiluð í Sigtúni 9, helgina 2.-3. okt. i Úrslit úr leikjum þriðju umferðar sem voru óbirt eru eftirfarandi: Sveit Hjólbarðahallarinnar, Reykja- vík spilaði við sveit Arons Þorfinnsson- ar, Reykjavík og Hjólbarðahöllin vann þann leik með 73 imp. gegn 51 imp. Sveit Bjöms Theódórssonar, Reykjavík spilaði við sveit Sjóvá- Almennra, Akranesi og sveit Björns vann með 153 imp. gegn 55 imp. Sveit V.Í.B., Reykjavík spilaði við sveit Rúnars Magnússonar, Reykjavík og V.Í.B. sigraði með 109 imp. gegn 60 imp. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar, Reykjavík spilaði við sveit T.V.B. 16, Reykjavík og T.V.B. 16 sigraði með 102 imp. gegn 88 imp. Sveit H.P. Kökugerðar, Selfossi spilaði við sveit Sigfúsar Arnar Árna- sonar og sveit H.P. Kökugerðar vann með 81 imp. gegn 63 imp. Tölvu- og keppnis- stjóranámskeið hjá B.S.I. Bridssamband íslands hefur keypt tölvuútreikningsforrit frá Danmörku og er verið að leggja síðustu hönd á þýðingu þess. Þetta forrit verður selt til félaganna og verðið er 20.000 og inn í því verði er námskeið sem haldið ^verður í Sigtúni 9, 16. og 17. sept. nk. í framhaldi af tölvunámskeiðinu er svo á dagskrá árlegt keppnisstjóra- námskeið Bridssambandsins. Það hefst fóstudagskvöldið 17. sept. og lýkur sunnudaginn 19. sept. Skráning og nánari upplýsijigar eru á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 91- 619360. Bridsfélag Hreyfils Aðalfundur félagsins var haldinn 30. ágúst. í stjórn voru kosnir Birgir Sigurðsson, formaður, Sigfús Bjarna- son, gjaldkeri, og Óskar Sigurðsson, ritari. Byijað verður að spila mánu- daginn 20. september, á eins kvölds einmenningi. Keppnisstjóri í vetur verður Eiríkur Hjaltason. Vonumst til þess að sjá sem flesta leigubílstjóra í vetur. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 2. sept. ’93 Þórarinn Ámason — BergurÞorvaldsson 126 Samúel Samúelss. - Guðmundur Samúelss.104 Þorleifur Þórarinsson - Þorsteinn Erlingss. 95 Meðalskor 84 stig. 5. sept. ’93 Bergur Þorvaldsson — Þorleifur Þórarinss. 137 Haukur Helgason - Þórólfur Meivantsson 126 Björg Pétursdóttir — Halla Ólafsdóttir 122 Meðalskor 108 st. Paraklúbburinn Vetrarstarf félagsins hefst 14. sept. nk. með eins kvölds keppni. Spilað verður vikulega fram að áramótum til reynslu. 21. sept verður eins kvölds keppni en 28. septtil 12. október verð- ur þriggja kvölda tvímenningur. Sveitakeppni verður spiluð 19. októ- ber til og með 2. nóvember, 9. nóvem- ber til 23 nóv. verður Cavendish-tví- menningur. 30. nóvember og 7. des- ember verður tveggja kvölda michell og 14 desember verður jólakvöld. Paraklúbburinn hyggst styrkja pör til keppni í Barcelona á Spáni í marz- lok en klúbburinn verður 20 ára í haust. Spilað er í húsi Bridssambandsins á þriðjudögum kl. 19.30. Nánari upp- lýsingar veita Erla í síma 642450 eða Guðný í síma 621599 eða 612112. heldur almennan opinn fund íValhöll í dag, fimmtudaginn 9. september, kl. 17.15. MA BJOÐA ÞER I DAIIIS? »KENNSLUSTADIR ► Reykjavík Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 frá kl. 15 til 22 að Brautarholti 4. • Suðurnes Keflavík, Sandgeröi Grindavík og Garður. • Innritun í síma 92-67680 frá kl. 21.30 til 22.30. KENNSLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 14. SEPT. Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri • Afhending skírteina að Brautarholti 4, sunnudaginn 12. september, frá kl. 15 - 22 • SÍÐASTI IHMRITUNARDACUR FÖSTUDACINN 10. SEPTEMRER Systkinaafsláttur - fyrsta barn fullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig í dansnámi. DANSSKCLI STVALDSSONAB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.