Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 13 Snjallir grimnskólanemendur eftir Guðrúnu Þórsdóttur Viðhorf til barna í athyglisverðri ritdeilu í vetur um kenningar Piagets og um ís- lenska nýskólastefnu hefur vits- munaþroska og rökhugsun barna talsvert borið á góma. Ekki ætla ég mér út á þann deiluvöll. En svo vill til að Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda hefur á bæði einfaldan og ótvíræðan hátt sýnt fram á rökhugsun og vitsmuna- þroska grunnskólanemenda. Það getur hver leikmaður séð og þarf ekki á útlendum kenningum að halda til þess. Það er hins vegar næsta víst að flestir fullorðnir, jafnt skólamenn sem aðrir, van- meta yfirleitt hæfileika barna. Þar er þörf á viðhorfsbreytingu. 25 hugmyndir strax hæfar til framleiðslu Af 215 hugmyndum sem bárust í Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda voru að mati matsnefnd- ar 25 hugmyndir hæfar til fram- leiðslu strax, án frekari hönnunar. Verðlaunanefnd skipuðu frammá- menn úr íslensku atvinnulífi og enginn vænir þá um skort á viti eða rökhugsun. Nefndin valdi átta ára dreng og 14 ára stúlku í fyrstu sæti keppninnar. En keppnin skiptist í nýsköpun 1 (ný uppfinn- ing) og nýsköpun 2 (endurbætur á gömlum hlut). Vandi verðlauna- nefndar var fyrst og síðast að velja verðlaunahafana. Og nefnd- armenn voru einróma um að hug- myndir nemenda væru góðar, gagnlegar og skemmtilegar. Nýir sprotar Grunnskólanemendur eru snjall- ir að leysa raunveruleg verkefni. Þeir fá bara alltof sjaldan tæki- færi til þess. Skólakerfið hefur því miður ekki náð þar tilætluðum árangri. En nú nýverið var Foldaskóli tilnefndur móðurskóli fyrir ný- sköpunarnám grunnskólanemenda í Reykjavík. Þar hafa nú þegar vaxið vísar að nýsköpunarnámi sem eiga bara eftir að gildna. Næsta skólaár verður nemendum Foldaskóla boðið upp á val í ný- sköpun og eins verður um skyldu- nám í nýsköpun að ræða í einum árgangi. En nýsköpunarnám er uppgötvunarnám sem örvar inn- sæi og rökhugsun og stælir viljann til að bæta umhverfið. Áframhald verður á námskeiðum íþrótta- og tómstundaráðs í nýsköpun sem eru haldin í Foldaskóla fyrir nemendur í Reykjavík. Síðustu viku júlímán- aðar var haldinn sumarskóli í Ket- ilsstaðaskóla í Vík í Mýrdal fyrir unga hugvitsmenn. En skólastefna Ketilsstaðaskóla hefur skilað greinilegum árangri í að styrkja hugvit og einstaklingsþroska nem- enda. Undanfarin tvö ár hafa nem- endur frá þessum merkilega skóla sópað að sér verðlaunum í Nýsköp- unarkeppni grunnskólanemenda. í undirbúningi er stofnunþróun- ardeildar við Tækniskóla Islands þar sem aðaláherslan verður lögð á nýsköpun, frumgerðavinnu og Kripalujóga Byrjendanómskeió hefst 14. sept. Kennt ó þri. og fim. kl. 17.15 -18.45. ðndunartækni, teygjur og slökun. Skeifunni 19,2. hæá,s. 679181 (Id. 17-19). Þú svalar lestrarþörf dagsins ásWum Moggans! að koma hugmyndum nemenda í framleiðslu. Nú í sumar styrkti Kassagerð Reykjavíkur útgáfu lít- illar leiðbeiningabókar fyrir unga hugvitsmenn, en aðilar atvinnul- ífsins hafa stutt verulega-við ný- sköpunarverkefnið. Myndin Hug- vit og nýsköpun í skólastarfi var alfarið styrkt af skilningsríkum aðilum í atvinnulífínu. Frumgerða- smíð á hugmyndum nemenda er sömuleiðis eingöngu styrkt af at- vinnulífinu. En án þessa beina stuðnings er ljóst að lítið verður um framleiðslu á söluhæfri vöru. f framhaldi Það er óhætt að gera ráð fyrir framlagi grunnskólanemenda til „Af 215 hugmyndum sem bárust í Nýsköpun- arkeppni grunnskóla- nemenda voru að mati matsnefndar 25 hug- myndir hæfar til fram- leiðslu strax, án frekari hönnunar.“ betra þjóðlífs. Þeir eru færir um það. Skólakerfið, atvinnulífið og ríkisvaldið þurfa að sameinast í að gefa þeim svigrúm og tækifæri til að láta hæfíleikana birtast. Og í framhaldinu styðja við fram- leiðsluþáttinn, en framleiðslan á verðmætum eru veruleiki sem allir aldurshópar skilja. Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda hefur sannað gildi sitt og verður haldin áfram til að veita hugviti nemenda farveg og örvun. Og ekki hvað síst til að vekja at- hygli á þessum ungu alvöru hug- vitsmönnum. Allar nánari upplýsingar um keppnina er hægt að fá hjá undir- ritaðri eða Paul Jóhannssyni, deildarstjóra hjá Tækniskóla ís- lands. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Guðrún Þórsdóttir ViD opnum á morgun 10. september M. 10, fyrsta úflbú JCPenney í Evrópu, í Faxafeni 10, Reykjavík, í húsi Framtíðar. 138* SOq Op.,„ h°”en,r, 'JDenaurnlrte9**'r‘>'Zath'hn’ ,ánZ°2u‘ Afsláttur á haust- og vetrarlistanum. FV,.to Donni DOMINO verður á staðnum milli kl. 4 og 6 og gefur öllum hressum krökkum blöðrur frá JCPenney og DOMINO'S PIZZA. Gjafabréf 1-500 Vinningar í spurningaleik. 1. Bílútvarp. 2.-30. Chicago Bulls körfuboltar. 31 .-50. Chicago Bulls æfingatöskur. Ýmsir fróðleiksmolar: Árið 1902 stofnaði James Cach Penney sina fyrstu verslun, The Golden Rule i Kemmerer í Bandarikjunum, sem síðar varð að JCPenney stórveldinu, eins og við þekkjum það í dag. Árið 1980 var heildarsalan hjá JCPenney komin í 11,4 billjónir bandarikjadala. Árið 1993 opnar JCPenney sitt fyrsta útibú í Evrópu, og það á (slandi, nánar tiltekið í Faxafeni 10, húsi Framtíðar. Opnunardagur hefur verið ákveðinn 10. september kl. 10. JCPenney er eitt þekktasta vörumerki á sviði verslunar í Ameríku. Það eru yfir 2000 verslanir víðsvegar um Bandaríkin og er fyrirtækið það fimmta stærsta á sviði verslunar þar i landi. I útibúi JCPenney i Faxafeni 10, verður hægt að leggja inn pantanir á nánast alla vöruflokka, sem tilgreindir eru á 1387 blaðsíðum i nýja haust- og vetrarlistanum. Símapantanir eru teknar niður í síma 91-811490 og einnig er hægt að senda á myndsendi i númer 91-811494. Spurningamar eru þessar: 1. Hvenær var JCPenney stofnað? 2. Hvar opnar JCPenney útibúið á íslandi? 3. Hvað er símanúmerið hjá JCPenney á íslandi? 4. Hvaða dag opnar JCPenney á íslandi? Við drögum þann 18. september nk. Verið með í spurningaleiknum! I Já takk, ég óska eftir nýja haust- og vetrarlistanum í póstkröfu. | | Verð kr. 500. Burðargjald er kr. 465,- | Nafn:_____________________ I | Heimilisfang:_____________________________ I I Póstnr.: Skrifið svörin hér: 1. 2. 3. 4. C c V> l & d N V > *• S’® z r- ±r >> V) c 'O a> 5 a) £ K C Q- m CO 0) O -O <m (O —) Q- r- CHICAGO BULLS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.