Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Vilja stöðva veiði með herskipum HAFT var eftir sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, í fréttum Ríkisútvarps í gær, að Rússar hyggist senda herskip inn í Smuguna í Barentshafi til að stöðva veiðar íslenskra og færeyskra togara. Þar eru nú nokkur íslensk skip að veiðum. Tummas Arabo sjávarútvegs- ráðherra er nýkominn úr heimsókn til Rússlands. í frétt útvarpsins var vitnað í viðtal við hann í fær- eysku blaði í gær þar sem hann segir, að Rússar séu æfareiðir yfir veiðum óviðkomandi ríkja í Smug- unni og hyggist stöðva þær. ----------» ♦ ♦---- Tilnefndir til verðlauna ÞORSTEINN Hauksson og Páll P. Pálsson hafa verið tilnefndir til tónlistarverðlauna Norður- landaráðs. Þorsteinn er tilnefndur fyrir verkið CHO, fyrir fiautu og tölvu- hljóð og Páll fyrir tónverkið Ljáðu mér vængi, fyrir mezzosópran og hljómsveit. Atta önnur norræn tónskáld, tvö frá hveiju Norðurlandanna, hafa verið tilnefnd. Tilkynnt verður um niðurstöðu dómnefndar á fundi Norræna tónlistarráðsins í Ósló 17. nóvember næstkomandi. -----»-♦ ♦---- Veikur sjó- maður sóttur fsafirði. BJÖRGUNARBÁTURINN Daníel Sigmundsson fór frá ísafirði í gærkvöldi til móts við finnska hafrannsóknaskipið Aranda tii að sækja sjúkan mann. Að sögn skipstjórans á Daníel Sig- mundssyni var skipveijinn ekki talinn alvarlega veikur, en skipstjórinn vildi ekki hafa hann um borð þar sem skipið er að störfum langt undan landi. _ úlfar. Spariskírteini Avöxtunar- krafahækkar í ÚTBOÐI spariskírteina ríkis- sjóðs sem opnuð voru í gær hækkaði meðalávöxtun bréfa til 5 ára úr 7,17% í 7,24% frá síð- asta útboði sem fram fór 30. ágúst sl. Meðalávöxtun spari- skírteina til 10 ára hækkaði einnig, úr 7,16% i 7,25%. Pétur Kristinsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð- bréfa segir að hækkunin sé óveruleg með tilliti til þess magns spariskirteina sem ríkis- sjóður er búinn að selja á undan- förnum 10 dögum. A þeim tíma hafa verið seld spariskírteini fyrir rúma 1,5 milljarða. Alls bárust 55 gild tilboð í spari- skírteinin að fjárhæð 1.244 milljónir króna. Tilboðum átta að- ilá var tekið og nemur upphæð þeirra 669 milljónum króna. Ávöxtunarkrafa spariskírtein- anna hefur farið lækkandi frá því í júní, þar til nú að hún hækkaði. „Við sjáum enga ástæðu af hveiju þetta hefur verið að hækka,“ seg- ir Pétur Kristinsson. „Þetta er góð útkoma og bendir til þess að menn trúi ekki að vaxtahækkunin vari.“ Morgunblaðið/Julius Nýgönguleið við suðuiijörnina FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við gerð göngustigs með bakka syðri hluta Tjarnarinnar í Reykjavík, milli Skothúsvegar og Hljómskálagarðs. Bekkir verða meðfram stígnum, og mun gestum og gangandi verða þannig betur kleift að komast í samband við vatnið og fuglalífið, að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar. Svöruðu ekki Gæslunni FOKKER-vél Landhelgisgæslunnar kom að tveimur færeyskum togur- um að veiðum fyrir innan miðlínuna milli íslands og Færeyja á þriðju- dagskvöld. Það hefur oft komið fyrir áður að færeyskir togarar hafi verið að veiðum á þessum slóðum og þeir hafa ætíð fært sig út fyrir miðlínuna að beiðni Landhelgisgæslunnar. Nú hinsvegar svaraði hvor- ugur togarinn kalli frá Fokker-vélinni. Slíkt hefur komið fyrir áður en er samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni afar sjaldgæft. Áhöfn Fokker-vélarinnar kom auga á þijá togara á þessu svæði. Tveir þeirra, ísfísktogararnir Brestir og Steintor, voru með trollið úti tvær og þijár mílur fyrir innan miðlínuna en þriðji togarinn, Fönix, mældist vera á miðlínunni. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir þetta við- kvæmt mál og það sé í athugun hjá embættinu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um það að svo stöddu. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu telja Færeyingar sig í full- um rétti að veiða innan miðlínunnar þar sem þeir viðurkenna ekki Hval- bak sem viðmiðunarpunkt í efna- hagslögsögu íslands. Svæðið sem deilt er um er u.þ.b. 9.000 ferkíló- metrar að stærð, en færeysku togar- amir hafa veitt á mjög litlum hluta þess að 5 mílum frá miðlínunni. Á undanförnum árum hafa Færeyingar veitt þarna bæði karfa og rækju. Morgunblaðið/RAX Tvöfaldur borgari kostar um 400 krónur MCDONALD’S veitingastaðurinn í Reykjavík verður opnaður al- menningi í fyrramálið en í kvöld opnar Davíð Oddsson forsætisráð- herra staðinn formlega og pantar sér fyrsta íslenska McDonald’s hamborgarann. Leynd hvílir yfir verði veitinga, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun tvöfaldur hamborgari, svonefndur Big Mac, kosta öðru hvoru megin við 400 krónur. Starfsfólk veit- ingahússins hefur verið í þjálfun hjá erlendum fulltrúum McDon- alds undanfarinn mánuð, en staðlaðir hættir eru hafðir á veiting- um, þjónustu og matreiðslu á öllum McDonald’s stöðum. Alls eru nú um 13.500 McDonald’s staðir í 66 löndum í heiminum. Matseð- ill íslenska staðarins verður ekki jafn stór og víða erlendis, en í boði verða t.d 5 tegundir af borgurum og kjúklingabitar svo eitt- hvað sé nefnt. Á myndinni sést starfsfólk McDonalds veitingastað- arins fræðast um matargerðina. Sjá bls 20: „McDonald’s opnaður...“ Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á Borgarspítalanum Rannsóknar krafist á uppsögn deildarstjóra í dag Björk i Bretlandi Nýtt lag í 29. sæti 4 Dómsmálaráðherra Asakanir tilefnislausar og ósæmi- legar 16 Hvcrs vcgna þarí iingi fólk aÖ hug*á un> cfiirbuninr Lettland Páfi vill Rússa burt Leiðari 24 Þjóðverjar hvattir til endurmats 26 ► Batnandi horfur á álmörkuð- um - SVR hf. sparar en veitir sömu.þjónustu - Vatnið sífellt vin- sælli drykkur - Birkir Baldvins- son stór hluthafí í Flugleiðum HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og sjúkraliðar á tveimur skurðlækn- ingadeildum Borgarspitalans hafa sent opið bréf til Guðmundar Árna Stefánssonar heilbrigðisráðherra þar sem krafist er opinberr- ar rannsóknar á brottvikningu fjögurra deildarstjóra á deildunum. Jafnframt hafa þeir sent hjúkrunarforstjóra spítalans mótmælabréf með nær 80 undirskriftum sökum sama máls. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri spítalans segir að uppsagnir deildarstjóranna og ráðning tveggja annarra í staðinn sé liður í skipulagsbreytingum á spítalanum og að þeim sem sagt var upp standi til boða önnur vinna á spítalanum. Bréf það sem hjúkrunarfræðing- amir og sjúkraliðamir sendu heil- brigðisráðherra er svohljóðandi: „Undanfarin 2-3 ár hefur stig- magnast óánægja með hjúkrunar- stjórn Borgarspítalans. Vegna und- angenginna atburða á handlækn- ingadeildum Bsp. kreíjumst. við þess að starfsemi hjúkrunarstjórnar sé könnuð og brottrekstur nokkurra deildarstjóra með slíkum hætti, sem raun bar vitni, verði rannsökuð. Hin almenna óánægja hjúkrunar- fólks Bsp. undanfarin 2 ár hefur að mestu byggst á starfsaðferðum hjúkrunarstjórnar sem hafa vakið upg spurningar um siðleysi. Óbæriltfgt er að starfa við þessar aðstæður. Því væntum við svara sem fyrst.“ Heyrt af óánægju Er Morgunblaðið hafði samband við Jóhannes Pálmason í gærkvöldi hafði hann séð framangreint bréf Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá ► Bein útsending frá gcimnum - Kakkalakkar taka málin í sínar hendur - MTV í Asíu - Mariel Hemingway leikur á ný - Lífverð- ir vinsælir í Holly wood til heilbrigðisráðherra en hafði heyrt af óánægju og ókyrrð á skurð- lækningadeildunum vegna málsins. Hann segir að með breyttu stjórn- skipulagi á spítalanum, sem taka á gildi innan þriggja mánaða, hafí verið ákveðið að fækka deildarstjór- um á öllum deildum úr tveimur í einn og það hafi tekist í sátt og samlyndi á deildunum fyrir utan þessar tvær skurðlækningadeildir. Því hafi verið ákveðið að auglýsa þær tvær stöður sem þar var um að ræða og hafi sex sótt um aðra og fjórir um hina. Meðal umsækj- enda voru fjórir fyrrum deildarstjór- ar. Er stjóm spítalans tók afstöðu til umsókna var enginn af þessum fjórum ráðinn í þær tvær stöður sem lausar voru. „Allir sem sóttu um töldust hæf- ir til að gegna stöðunum og hvað varðar deildarstjórana fjóra liggur ljóst fýrir að spítalinn vill hafa þá í vinnu áfram og hefur boðið þeim önnur störf,“ segir Jóhannes. „Ég kannast ekki við óánægju tvö ár aftur í tímann en veit að ókyrrð hefur verið á þessum deildum frá því á föstudag, er gengið var frá ráðningu í stöðurnar tvær. Það var mjög formlega að málinu staðið og farið eftir settum reglum og ég lýsi fyllsta trausti á hjúkrunarstjórnina í þessu máli,“ sagði Jóhannes. Færeyskir togarar á veiðum iiman miðlínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.