Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C 203. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samkomulag um aðild blökkumanna að stjórn Suður-Afríku fram að þingkosningum Segja upplausn og borgarastyij- öld yfirvofandi Jóhannesarborg. Reuter. LEIÐTOGAR hvítra hægriöfgamanna í Suður-Afríku sögðu í gær að samkomulag um aðild blökkumanna að stjórn landsins, sem gert var á þriðjudag, myndi leiða til upplausnar og borgarastyijaldar í landinu. „Það er brjálæði ef stjórnmálamenn halda að þeir geti tek- ið ákvarðanir án þess að hafa Búa og Zulumenn með í ráðum,“ sagði Eugene Terre Blanche, leiðtogi öfgasamtakanna AWB. Samkomulag hvítra og svartra í samningaviðræðunum um framtíð Suður-Afríku gengur út á, að sett verði á laggirnar framkvæmdaráð, sem starfa á samhliða ríkisstjórninni. Er markmiðið með stofnun ráðs- ins að veita blökkumönnum tæki- færi til að taka þátt í landsstjóm- inni áður en kosið verður til þings í apríl á næsta ári. Ríkisstjóm Suður-Afríku sagði að verulegur árangur hefði náðst með þessu samkomulagi og Afríska þjóðarráðið sagði að með stofnun framkvæmdaráðsins hefði verið tekið sögulegt skref í þá átt að afnema aðskilnað kynþátta í Suður- Afríku. Stofnun ráðsins var hins vegar einungis samþykkt af 19 af þeim 23 samtökum sem taka þátt í við- 'ræðunum um framtíð landsins og meðal þeirra, sem greiddu atkvæði gegn því, yoru Inkatha-samtök Zulumanna, íhaldsflokkurinn, sem vill takmarka áhrif blökkumanna, og vinstrisinnaðar blökkumanna- hreyfingar. Framkvæmdaráðið mun ráða yfir tíu þúsund manna friðargæslusveit- um á meðan ríkisstjórn verður áfram yfir hernum. Þetta fyrir- komulag hefur verið harðlega gagn- rýnt af fulltrúum Ihaldsflokksins og segja þeir að með því að vera með tvær herstjórnir sé verið að leggja grunninn að borgarastyijöld. Pieter Muldér, talsmaður Ihalds- flokksins, sagði að íhaldsmenn væru þó reiðubúnir að taka þátt í viðræðum leiðtoga stærstu stjórn- málafylkinganna. „Við verðum að ná leiðtogunum saman. Þeim mönn- um sem hafa einhvern valdagrund- völl,“ sagði hann. Buthelezi, leiðtogi Zulumanna, mun hitta F.W. de Klerk forseta í Höfðaborg þann 16. september, og telja stjórnmálaskýrendur að sá fundur geti lagt grunninn að leið- togafundi. Buthelezi hefur marg- sinnis lýst því yfir að hann telji hættu á borgarastyijöld ef Afríska þjóðarráðið og Þjóðarflokkur de Klerks forseta reyni að samþykkja framtíð Suður-Afríku upp á eigin spýtur. Kosningabarátta hafin Reuter. NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, og Alan Boesak, formaður ANC á Höfðasvæðinu, syngja baráttusöng ásamt starfsmönnum fataverksmiðju í Höfðaborg en þar hóf ANC kosningabaráttu sína í gær. Framkvæmdastjórn PLO fundar um sjálfstjórnarsamkomulagið Rabin segir afsögn Der- is draga úr friðarlíkum Jerúsalem, Túnis. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Israels, sagði í gær að afsögn Ayre Deri innanríkisráðherra gæti dregið úr líkunum á að sam- komulag næðist um frið í Mið-Austurlöndum. Deri baðst lausnar frá embætti í gær eftir að Hæstiréttur ísraels hafði skipað Rabin að víkja honum og Rafael Pinhasi, trúarmálaráðherra, úr stjórn- inni en þeir eru grunaðir um spillingu. Deri og Pinhasi tilheyra báðir Shas-flokknum, sem er flokkur réttrúaðra gyðinga, og gæti afsögn Deris orðið til að hinir sex þingmenn flokksins hætti að styðja stjórnina. Fulltrúar Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO) og ísraelsstjórnar hittust a fundi í París í gær ásamt Johan •Jorgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, til að reyna að ná saman um orðalag varðandi gagnkvæma viðurkenningu. „Það hvenær við undirritum samkomulag um sjálf- stjórn ræðst af því hvenær við náum saman um gagnkvæma viðurkenn- ingu,“ sagði einn fulltrúa PLO og gaf í skyn að hugsanlega myndi það tefjast um einhveija daga. Stefnt hefur verið að því að und- irrita samkomulagið um sjálfstjórn Palestínumanna í Washington á mánudaginn. Rabin sagði fréttamönnum í gær að ísraelar væru reiðubúnir að við- urkenna PLO að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum. Framkvæmdastjórn PLO fundaði í gærkvöldi í Túnis þar sem til stóð að taka ákvörðun um hvort samtök- in gætu fallist á það samkomulag um sjálfstjórn á Gaza-svæðinu og í borginni Jeríkó á Vesturbakkanum sem liggur fyrir. Þrettán af átján fulltrúum framkvæmdastjórnarinn- ar mættu á fundinn og var hann því ákvörðunarhæfur. Fundurinn stóð enn seint í gær- kvöldi og var jafnvel búist við að honum yrði haldið áfram í dag. Samkvæmt könnun Reufers-frétta- stofunnar á viðhorfum þeirra sem sitja í stjórninni mun Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, eiga vísan stuðn- ing öruggs meirihluta fram- kvæmdastjórnarmanna. • Reuter Þriggja manna BMW kynntur GESTUR á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt virðir fyrir sér nýjasta meðliminn í BMW-ijölskyldunni, hinn smáa en knáa Z 13. Þessi nýjasti BMW tekur þrjá í sæti, einn fyrir miðju fram í og tvo aftur í. Azerar vilia semia um frið við Armena Moskvu. Reuter. HAYDAR Alijev, leiðtogi Azerbajdzhans, kvaðst í gær vera reiðubúinn til friðarviðræðna við Armena um Nagorno-Karabakh en mikil hætta þykir á, að verði ekki átökin milli Azera og Armena stöðvuð, geti þau breiðst út til nágrannaríkjanna. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði í gær, að íranskt herlið væri komið einn eða tvo km inn í Azerbajdz- han en kvað það ekki áhyggjuefni. Væri það aðeins gert til að koma í veg fyrir óstöðvandi flóttamannastraum inn í íran. Alijev sagði í Moskvu, að viðræð- ur við Armena ættu að vera fyrsta skrefið í átt til samninga um Nag- orno-Karabakh en héraðið er byggt Armenum en tilheyrir Azerbajdzh- an. íbúar þess krefjast sjálfstæðis eða sameiningar við Armeníu og hafa átt í stríði við Azera í fimm ár. Ráða þeir nú öllu héraðinu og miklum, nálægum landsvæðum í Azerbajdzhan að auki. Hefur fram- sókn þeirra að undanförnu vakið ótta við, að átökin breiddust út fyr- ir landamærin en mikill fjöldi Azera hefur flúið til írans þar sem Azerar eru einnig fjölmennir. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að Rúss- landsstjórn gæti ekki sætt sig við, að íranir sendi her inn í Azerbajdzh- an „hver sem tilgangurinn væri“ og varaði þá við að blanda sér í átökin. Rússneska fréttastofan Int- erfax hafði í gær eftir Levon Ter- Petrosjan, forseta Armeníu, að hann fagnaði hugsanlegum friðar- viðræðum við Azera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.