Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 51 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Feti framar en ádur Morgunblaðið/Sverrir Fyrirlidinn í færi GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslands, brá sér nokkrum sinnum í sóknina í gærkvöldi og var nálægt því að skora í tvígang. Hér horfir hann á eftir knettinum á 84. mín.; eftir langa aukaspyrnu Haraldar Ingólfssonar, skallaði Arnór Guðjohnsen knöttinn út í teig til Guðna sem „lét vaða“ að marki, en Koch í markinu varði mjög vel í horn, einu sinni sem oftar í leiknum. Ánægður - sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari LANDSLIÐIÐ undir stjórn Ás- geirs Elíassonar, náði betri árangri í undankeppni heims- meistaramótsins að þessu sinni en íslenskt landslið hefur áður náð. Liðið sigraði Lúxem- borgara 1:0 í Laugardalnum í gærkvöldi, í síðasta leik sínum í keppninni, og hlaut þar með átta stig af 16 mögulegum. Árangurinn er því50%. ísiend- ingar stjórnuðu ferðinni allan tímann f gærkvöldi, leikurinn var í rólegra lagi fyrir hlé, en í seinni háifleik náðu íslend- ingar afbragðs köflum og hefðu átt að skora meira. Góð- ur markvörður gestanna bjargaði þeim en náði ekki að koma f veg fyrir mark Haraldar Ingólfssonar úr vftaspyrnu á 55. mfn. Islendingar réðu ferðinni allan fyrri hálfleikinn, án þess þó að skapa teljandi hættu. Strax var ljóst að hugarfarið var rétt og sjálfstraustið í lagi Skapti hjá íslensku strák- Hallgrímsson unum; baráttan var skrifar mikil frá byrjun, en þó vantaði alltaf einhvern herslu- mun: spilið var oft í góðu lagi úti á vellinum en sóknirnar strönduðu oftast á vítateig Lúxemborgar- manna. Arnór átti að vísu góðan skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Þórðar- sonar seint í hálfleiknum, en það var í eina skiptið. Sóknarmenn gestanna voru ekki til mikils ama, og aðeins einu seinni þurfti Birkir að beita sér; varði langskot á 36. mín. en hættan var engin. Þó svo fyrri hálfleikurinn hafi e.t.v. ekki virkað sérlega góður af íslands hálfu var jákvætt hve leikmenn voru þolinmóðir, einsog nauðsyn- legt var í stöðunni, þar sem gest- irnir héldu sig aftarlega. Líflegra Seinni hálfleikurinn var mun líf- legri: Strax á 3. mín. þrumaði Arnar Gunnlaugsson naumlega framhjá úr mjög góðu færi eftir að varnarmaður sendi óvart á hann er meiningin var að spyrna fram völlinn, og skömmu síðar varði Koch markvörður firnafast skot Ólafs Þórðarsonar utan af velli í horn. Það var eins og þarna hefði Ólafur skotið íslendinga í stuð því sóknin hélt áfram linnulítið, mun beittari en fyrir hlé, og oft munaði mjóu við mark Lúxemborgar. Har- aldur gerði eina markið eftir tíu mín. í seinni hálfleik, og var mjög vel að undirbúningi þess staðið. íslensku strákarnir fengu svo all nokkur góð færi það sem eftir var leiks, en gestirnir ógnuðu aðeins einu sinni. Birkir varði þá mjög vel skot úr teignum. Birkir var góður í markinu í gærkyöldi og vörnin sterk; lítið reyndi á hana í sjálfu sér, en þre- menningarnir voru öruggir og Hlynur og Guðni sköpuðu oft usla er þeir fóru fram. Sigurður Jónsson réði algjörlega ríkjum á miðjunni, Rúnar náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti sig mjög eftir hlé, Haraldur var góður á vinstri kantinum og skapaði hættu með sendingum en Ólafur var hins veg- ar ekki eins og hann á að sér á hægri vængnum. Gerði að vísu góða hluti á köflum en virkaði ekki eins sterkur og oft áður. Framheijarnir léku nokkrum sinn- um stórskemmtilega saman; þegar þeir léku hratt á milli sín, Amar, Arnór og Þórður, tættu þeir vörn Lúxemborgar í sig. Það er vissu- lega erfitt að leika gegn liði eins og því lúxemborgíska, sem leggur mesta áherslu á varnarleikinn, en þá er einmitt að beita snöggu, stuttu spili til að skapa færi. það kom nokkrum sinnum í ljós hvers strákarnir eru megnugir þegar boltinn gekk snöggt manna á milli; það voru skemmtilegustu augna- blik leiksins, en þríhyrningsspilið hefðu að ósekju mátt sjást oftar. Þolinmæði Miðað við færin hefði sigurinn átt að geta orðið mun stærri. Færin voru góð, já, en bæði var að fall- byssur Islendinganna voru vanst- illtar og eins var markvörðurinn í banastuði og kom í veg fyrir stærri sigur. Hann varði t.d. vel þrumu- skot Ólafs Þórðarsonar af 30 m færi, skot Rúnars frá teig og hjól- hestaspyrnu Arnórs af stuttu færi og eins áttu Rúnar, Guðni og Hlyn- ur allir góð skot naumlega fram- hjá. En sigur náðist og það var auðvitað fyrir mestu. Liðið verður í þriðja sæti riðilsins, gæti því færst upp um styrkleikaflokk áður en dregið verður í næstu keppni og á því von um auðveldari mót- herja en áður. Eins og áður segir voru mjög góðir kaflar í leiknum, en það kom of oft fyrir að leikmenn vildu halda knettinum of lengi og drógu þann- ig úr hraðanum. En jákvætt var að Islendingar voru þolinmóðir og stjórnuðu leiknum allan tímann. Asgeiri Elíasson var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég er ánægður með leikinn, sem var mjög vel spilaður af okkar hálfu. Við gerðum allt nema nýta færin. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að spila, en við gáfum okkur tíma. Mér heyrist sem allir séu ekki ánægðir, en þolin- mæðin er það, sem gildir. Ókkur tókst að opna vöm mótherjanna, komumst innfyrir, en ég er fyrst og fremst ánægður með að okkur tókst að stjórna leiknum. Við vorum sterkari allan tímann og sjaldan var hætta við okkar mark.“ Quðni Bergsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, var ánægður með leikinn eins og aðrir. „Við náðum að sigra og það var markmið númer eitt, tvö og þijú. Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri mörk og við vorum óheppnir að bæta ekki við, en úrslitin skipta öllu. Þeir lágu mjög aftarlega og því var erfitt að spila í gegn, en við fundum hvern annan betur í seinni hálfleik og sköpuðum þá meiri hættu.“ Guðni var bjartsýnn varðandi framhaldið. „Við höfum fyrst og fremst lært á þessari keppni að ís- lenska landsliðið verður alltaf að hafa hugarfarið og baráttuna í lagi. Þetta eru okkar sterkustu vopn og þegar við beitum þeim rétt náum við góðum úrslitum. Við áttum slak- an dag í fyrri leiknum gegn Lúxem- Hvaða lærdóm má draga af þátt- tökunni í keppninni að þessu sinni? „Ég á eftir að skoða það, en við höfum séð að við getum verið með ágætt lið, ef menn nenna að leggja á sig vinnu og baráttu.“ Árangurinn er góður, en eru ein- hver vonbrigði þegar á heildina ei' litið? „Ég hefði viljað ná lengra I keppninni, en það eru alltaf þessi ef, hefði og myndi. Aðalatriðið er að við bættum tveimur stigum í safnið og næsta skref hlýtur að vera að reyna að ná lengra.“ borg, en löguðum, það sem miður fór og framtíðin er björt.“ Sigur í fyrsta leik Þórður Guðjónsson lék fyrsta a-landsleik sinn og komst vel frá sínu, en Arnar fékk vítaspyrnu eft- ir sendingu frá fyrrum samheija sínum á Akranesi. „Þetta var erfitt en mjög gaman. Ég var ekkert „stressaður" — frek- ar var um tilhlökkun að ræða, en ég var nánast með tvo menn á mér og fékk ekkert færi. En það er ánægjulegt að fagna sigri í fyrsta landsleiknum." Gaman að koma aftur inn Sigurður Jónsson lék í fyrsta sinn með landsliðinu síðan i október 1991 og var sem herforingi á miðjunni, þrátt fyrir að hafa verið með flensu ísland - Lúxemborg 1:0 Laugardalsvöllur, undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu, miðvikudaginn 8. september 1993. Aðstæður: Rigningarúði, suð austan and- vari og völlurinn frekar háll. Mark íslands: Haraldur Ingólfsson (55. vítaspyrna) Gult spjald: Guy Hellers (6.) fyrir að færa boltann of langt fram í aukaspyrnu, Marc Birsens (33.) fyrir að stöðva knöttinn með hendi, Marcel Bossi (54.) fyrir brot, Pierre Petry (57.) 'fyrir brot, Jeff Saibene (60.) fyrir brot. Dómari: Nemus Napoleon Djurhuus frá Færeyjum. Línuverðir: Jóhan Carl Dam og Andrias Poulsen. Áhorfendur: 3.969. ísland: Birkir Kristinsson — Hlynur Birgis- son, Guðni Bergsson, Kristján Jónsson — Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Rúnar Kristinsson, Haraldur Ingólfsson — Arnór Guðjohnsen, Þórður Guðjónsson, Amar Gunnlaugsson. Lúxemborg: Paul Koch — Marcel Bossi, Marc Birsens, Pierre Petry, Thomas Wolff — Luc Holtz, Jeff Saibene, Guy Hellers, Joel Groff — Théo Malget (Manuel Cardoni 80.), Roby Langers (Patrick Morocutti 58.). síðan á laugardag. „Það var gaman að koma aftur inn og sérstaklega, þegar fimm Skagamenn voru í lið- inu, en það er alltaf gaman að spila landsleik. Það er alltaf erfitt að spila á móti liði, sem pakkar í vörn og að vissu leyti var þetta svipað og í Evrópuleik IA gegn albanska liðinu í síðustu viku. Fyrri hálfleikur fór í að fínna hvemig ætti að opna vörn- ina, en sóknin gekk síðan betur eft- ir hlé og við vorum óheppnir að nýta ekki fleiri færi. Eitt núll er sig- ur og ekkert er yfir því að kvarta, en hvað miðjuna varðar, þá spilaðist þetta vel fyrir okkur. Við gerðum ráð fyrir þremur á móti okkur á miðjunni, en þeir spiluðu varlega og við Rúnar áttum ekki í efiðleikum með sitt hvorn manninn. Við stjórn- uðum spilinu og þeir komust ekkert áleiðis.“ 1B^\Eftir hornspyrnu Haraldar Ingólfssonar barst knötturinn ■ %#út fyrir teig og Rúnar Kristinsson þrumaði að marki. Koch varði en hélt ekki knettinum, Þórður Guðjónsson náði honum við endal- ínu vinstra megin við markið, renndi þegar í stað út á Arnar Gunn- laugssonar, sem lék á vamarmann en var felldur. Vítaspyrna var rétti- lega dæmd, og Haraldur Ingólfsson skoraði auðveldlega; Koch mark- vörður fleygði sér til vinstri en eftir að Haraldur sveiflaði vinstri fætin- um small knötturinn nánast í marknetinu miðju. Óheppnir að bæti ekki við - sagði Guðni Bergsson, lyrirliði, og sagði úrslitin skipta öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.