Morgunblaðið - 09.09.1993, Síða 48

Morgunblaðið - 09.09.1993, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / GOLF ■ JÓN SNORRI Halldórsson, tryggði A-sveit GR sæti í úrsjitun- um með því að sigra Jón S. Árna- son úr GA á 5. holu í umspili. Báðir klúbbarnir höfðu hlotið tvo vinninga í viðureign sinni í undanúr- slitunum og því ljóst að leikur þeirra réði úrslitum. Jón Snorri náði að halda jöfnu á fjórðu holu með því að hola löngu pútti og honum tókst síðan að tryggja sér sigurinn á fimmtu holunni í umspili. ■ FRIÐBJÖRN Oddsson fimmt- án ára piltur úr A-sveit Keilis lét mikið að sér kveða á mótinu. Á laugardeginum fór hann holu í höggi á 8. braut sem er 137 metr- ar. Friðbjörn notaði 6-járn og bolt- inn skoppaði einu sinni fyrir utan flötina og rann síðan ofan í. Hann fagnaði högginu með siguröskri miklu og fór síðan í kollhnís. ■ FRIÐBJÖRN tryggði Keili 7. sætið í keppninni með því að sigra Bertel Arnfinnsson úr Nesklúbbn- um með miklum tilþrifum. Útlitið var þó ekki bjart fyrir Friðbjörn sem sem var Ijórum holum undir eftir tólf holna leik. Friðbjörn sigraði á 13., 15., 16., 17. og átjándu holu þar sem hann tryggði Keili vinning og þar með 3:2 sigur. ■ FYRSTA keppnisdaginn var leikinn höggleikur og árangur sveit- anna úr því réði niðurröðuninni í holukeppnina. Nýkrýndur ungl- ingameistari, Tryggvi Pétursson lék þar best' allra á 136 höggum eftir holur. Tryggvi lék fyrri átján holumar á 66 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallar- ins. ■ BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni er með lægstu forgjöfina. í unglingaflokki. Reiknuð forgjöf hans er 0.5 og hann leikur því með einn í forgjöf eins og tveir'aðrir keppendur á mótinu. Birgir er sautj- án ára en aðeins fjórir kylfingar í karlaflokki eru með lægri forgjöf. Það eru þeir Úlfar Jónsson [+2.9], Sigurjón Arnarsson [+1.5], Þor- steinn Hallgrímsson [+0.2] og Björgvin Sigurbergsson [0.0]. Tölurnar miðast við reiknaða forg- jöf. ■ TRYGGVI Pétursson, úr GR er með 0.8 í reiknaðri forgjöf og Sigurpáll Sveinsson úr GA með 1.3 og þeir eru því með einn í leik- inni forgjöf. Morgunblaðið/Frosti Sigursveit GS í flokki 15 - 18 ára. Talið frá vinstri: Örn Ævar Hjartarson, Helgi Þórisson, Elías Kristjánsson liðsstjóri, Rúnar Hallgrímsson og Davíð Jónsson. Á minni myndinni má sjá Helga og Davíð fagna sigrinum. Helgi tryggði GS sigur á fyrstu holu í umspili Sveit GS sterkust í eldri flokki og GR í yngri flokki í sveitakeppni GSÍ HELGI Þórisson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sveit sinni sigur í sveitakeppninni í flokki 15-18 ára með því að sigra Þorkel Snorra Sigurðs- son GR í síðasta leiknum þar sem þeir skiptust á forystunni. Spennan var gífurleg í toppbaráttunni í þessum flokki og fjórar efstu sveitirnar mjög jafnar eins og sjá má á úrslitunum en báðum leikjum undanúrslitanna svo og leikjun- um um fyrsta og þriðja sætið lauk með minnsta mögulega mun. Eg var búinn að tapa einum ein- staklingsleik og tveimur í tví- menningi og hugsaði mest um það á síðasta hringnum að ég vildi ekki fá enn eitt núllið á töfluna. Erfiðast var að halda einbeitningunni allan hring- inn en það tókst,“ sagði Helgi þegar sigur Suðurnesjasveitarinnar var í höfn. Viðureign GS og GR um sigurinn ÚRSLIT Úrslit í sveitakeppni 15 - 18 ára sem hald- in var á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði dagana 2. - 5. september. Undanúrslit: GR-A - GA.......................3:2 GS-A-GL.........................3:2 Leikur um 1-2 sæti: GS-A-GR-A.......................3:2 Jón Snorri Halldórsson/Haraldur Þórðarson GR sigruðu Helga Þórisson/Rúnar Hall- grímsson l/o. Davíð Jónsson/Örn Ævar Hjartarson GS sigruðu Tryggva Pétursson/Þorkel Snorra Sigurðsson GR á 2. holu í umspili. Trj’ggvi GR sigraði Davíð GS 4/3. Örn Ævar GS sigraði Harald GR 3/2. Helgi GS sigraði Þorkel Snorra GR á 1. holu í umspili. Leikur um 3. sætið: GA-GL...............................3:2 Birgir Leifur Hafþórsson/Helgi Dan Steins- son GL sigruðu Þórleif Karlsson/Jón S. Árnason GA 2/1. Sigurpáll Sveinsson/Birgir Haraldsson GA sigruðu Gunnar Örvar Helgason/Halldór Magnússon GL 7/6. Þórleifur GA sigraði Gunnar Örvar GL 1/0. Birgir Leifur GL sigraði Jón S. GA 3/2. Sigurpáll GA sigraði Helga Dan G1 3/1. 5.-6. GR-B -GSS.....................4:1 7.-8.GK-A-NK........................3:2 9.-10. GV-GS-B......................3:2 11.-12. GKJ-GKB.................. 3:2. 13. GG. 14 ára og yngri: 1.-2. GR-A - GSS...............3,5 - 1,5 Fannar/Guðlaugur GSS sigruðu Arnór/S- vanþór GR 1/0. Guðjón Rúnar/Pétur Már GR sigruðu Örv- ar/Guðmund GSS3/2. Pétur Már GR sigraði Örvar 5/4. Guðjón R. sigraði Gunnlaug 5/4. Guðmundur og Arnór sömdu um jafntefli. í höggleik á fimmtudeginum lék A-sveit GR á 476 höggum, A-sveit Leynis á 503 höggum, sveit GSS á 504 höggum og A- sveit GA á 505 höggum. á sunnudaginn var allan tímann æsispennandi. Sveitirnar skiptu með sér vinningum úr íjórmenningi um morguninn og Tryggvi Pétursson innbyrti annann vinning GR með sigri á Davíð Jónssyni. Örn Ævar Hjartarson jafnaði fyrir GS með sigri á Haraldi Þórðarsyni og eftir það beindust augu fjölmargra áhorfenda að viðureign Helga og Þorkels. Helgi jafnaði leikinn á 15. holu þegar stutt pútt Þorkels snerist á holubarminum en Þorkell náði aftur forystunni á 16. holu. GR dugði jafntefli á átjándu holunni en Helgi náði að setja niður pútt fyrir „fugli“ eftir glæsilegt inná- högg og tryggja umspil. Úrslitin réð- ust strax á fyrstu holunni, Þorkell lenti með sinn bolta í flatarglompu eftir annað högg og náði ekki að bjarga parinu. Það gerði Helgi hins vegar og sigur GS var í höfn en Reykvíkingar þurftu að sætta sig við annað sætið í þessum flokki þriðja árið í röð en Leynir hefur sigrað í þessum flokki tvö síðustu ár. Sveit GR best í Borgarnesi Sveit GR vann auðveldan sigur á sveit Sauðkrækinga í úrslitum yngri -rmglingaflokks í Borgarnesi. A-sveit GR með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Sauðkræk- ingar héldu jöfnu í fjórmenningi 1:1 en eftir að bæði Pétur Már Sigurðs- son og Guðjón Rúnar Emilsson sigr- uðu í leikjum sínum einstaklings- keppninni var sigur GR í höfn en klúbburinn hefur einokað sveita- keppni í yngri flokki síðustu ár. A-sveit GR lagði A-sveit GA í undanúrslitunum og GSS lagði Leyni í hinni viðureign undanúrslitanna. Leynismenn gerðu mistök í leik við GSS í fjórmenningi sem urðu þeim dýrkeypt. Kylfingur frá Leyni sló boltann út fyrir braut á 4. holu og félagi hans tók vítishögg frá teignum eins og ber að gera samkvæmt regl- um. Hins vegar sló sami kylfingur teighögg á 4. og 5. braut og ruglað- ist því röðin á þeim teigum sem drengjunum bar að leika á. GSS kærði síðan eftir að inn var komið eftir átján holur og voru Leynismönn- um dæmdar allar holur tapaðar frá þeirrj fimmtu er mistökin áttu sér stað. A-sveit GR sem varð meistari í flokki fjórtán ára og yngri. Frá vinstri: Siguijón Arnarsson liðsstjóri, Svanþór Lax- dal Arnar Þórisson, Guðjón Rúnar Emilsson og Pétur Már Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.