Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Sanngjarnar spam- aðarhugmyndir eftirEinarK. Guðfinnsson - Sú hugmynd dómsmálaráðherra að sameina nokkur sýslumanns- embætti hefur verið til umræðu að vonum, eftir að hún varð gerð heyr- inkunn. Athyglinni hefur verið beint að því að við nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfum and- mælt þessu. Minna hefur verið gert úr því að allir höfum við tekið því vel að ræða sparnaðarhugmyndir sem gætu ieitt til sömu niðurstöðu, eða jafnvel betri fyrir ríkissjóð, þó að það snerti okkar kjördæmi. Þetta er mjög dæmigert. Þegar þingmenn bregðast til varnar vegna hagsmuna kjördæma sinna, þá hefst óðar gamli söngurinn: Kjör- dæmapot, fyrirgreiðslupólitík og þið setjið hagsmuni ykkar fólks fram fyrir almannahagsmuni, eins og gjaman er kyrjað. Tvær forystu- greinar Morgunblaðsins í síðustu viku, ritstjórnargrein í þessari viku auk leiðara DV í síðustu viku eru í þessum dúr. — Þetta er þó úr hófi billegur málflutningur. Það er ekki nema að vonum að menn bregðist hart við þegar uppi eru hugmyndir sem geta skert þjón- ustu fólksins, meða! annars úti í hinum dreifðu byggðum. Það þýðir ekkert fyrir menn að reyna að setja sig á háan hest og hefja vandlæt- ingarpredikanir í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Það er nær fyrir hina sömu að reyna örlítið að skilja samhengi þessara hluta. Átta sig á því hverju lykil- hlutverki ríkisvaldið hefur gegnt við þróun byggðarinnar í landinu. And-byggðastefnan í mörg ár og áratugi hefur hið opinbera rekið meðvitaða og ómeð- vitaða and-byggðastefnu. Hún hef- ur birst í því að ársverkum í opin- berri þjónustu hefur fjölgað miklu meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Ársverk í opinberri þjónustu vom 10.902 árið 1981 á höfuðborgarsvæðinu, en voru orðin 16.141 árið 1990. Þeim fjölgaði sem sagt um tæp 50%. Á landsbyggð- inni voru ársverkin á sviði opinberr- ar þjónustu 5.623 árið 1981 en vom orðin 7.828 árið 1990. Fjölgun um 39%. Og skoðum þessar tölur enn. Á þessu tímabili, 1981 til 1990, fjölg- aði ársverkum í opinberri þjónustu um 7.444. Þar af nam fjölgun opin- berra ársverka á landsbyggðinni aðeins um 2.205. Með öðrum orð- um: Sjö af hverjum tíu ársverkum sem urðu til á síðasta áratug i opin- berri þjónustu fæddust og vistuðust á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur semsé verið vaxtarbroddurinn frægi í atvinnulífínu á höfuðborgarsvæðinu. Leyfíst mér að kalla þessa þróun dæmi um kjördæmapot? Og þá kjör- dæmapot hverra? Ætli menn hafí verið búnir að leggja það niður fyr- ir sér að þessi þróun væri endilega svo hagkvæm, að ekkert annað hafi komið til álita? Kann það ekki að vera að einmitt þessi þróun hafi verið dæmi um að hagsmunir „til- tekinna byggðarlaga" hafi verið settir í öndvegið • fræga? Er það endilega víst að öll þessi ríflega fimm þúsund störf sem hið opinbera bjó til á höfuðborgarsvæðinu hafi bara getað orðið til þar með góðu móti og eingöngu þar. — Ég full- yrði að svo var ekki. Vel hefði mátt koma þessari þjónustu í mörg- um tilvikum fyrir utan höfuðborgar- svæðisins, án þess að það kostaði meiri peninga. Skinhelgi Sérkennilegt er það í það minnsta, að hinir sömu og segja að bættar samgöngur og aukin fjar- skipti kalli á breytt skipulag í opin- berri þjónustu á landsbyggðinni, mega oft og tíðum ekki til þess hugsa að verkefni séu flutt frá rík- inu og út á land. Sama fólkið og tíðum talar af vandlætingu um málflutning landsbyggðarinnar, virðist ekki skilja að það er upp á sentímetra jafn langt frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, að fjarskiptasending- ar með tölvum, faxtækjum og öðr- um tólum berast með sama hraða frá Olafsfírði til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Olafsfjarðar, svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum: Það skín alls staðar í gegnum þessa vandlætingarumræðu skinhelgin ein og skilningsskortur á því að landsbyggðin á líka sinn rétt í þess- um efnum. Það er þess vegna meira en ósanngjarnt þegar Morgunblaðið skrifar sl. föstudag í leiðara í tilefni af umræðunni um sýslumannsemb- ættin: „Það er kominn tími til að almennir hagsmunir íslensku þjóð- arinnar verði settir í öndvegi hjá þingmönnum fremur en sjónarmið sértækra hagsmunahópa eða ein- stakra byggðarlaga." Ég fullyrði að hinir almennu hagsmunir ís- lensku þjóðarinnar róa í fyrirrúmi hjá okkur sem höfum leyft okkur að gagnrýna hugmyndir dómsmála- ráðuneytisins. Einu sinni var sagt að landið liti öðruvísi út frá tröppum Landsbank- ans en af sjónarhóli Stjórnarráðs- ins. Kannski að það skilji hér á milli að sjónarhóllinn er sitt hvor; Morgunblaðið og Vestfirðir. Engar aðrar tillögur? Morgunblaðið spyr í leiðara sín- um á laugardag: „Það sem hins vegar stingur í augu þegar um- mæli fyrrnefndra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í Morgunblaðinu í gær eru lesin, er að þeir nefna sjálf- ir engar breytingar sem til sparnað- ar mættu horfa. Hvar eru tillögur þessara þingmanna um alvöru- spamað í ríkiskerfínu, fyrst þeir telja að breytingar á skipan opin- berrar þjónustu í kördæmum þeirra skili ekki árangri?" Þetta er ósköp eðlileg spurning. En í fyrsta lagi er það nú bara svo að fjölmiðlar hafa sýnt því ósköp lítinn áhuga hvort við hefðum aðrar lausnir á takteinum. Þó hafa allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem tjáð hafa sig um málið greint frá því að þeir séu reiðubúnir til þess að fara í slíka vinnu. Nauðsyn- legt er hins vegar að skoða þessi mál í heild og í samhengi við ann- að; ekki út frá þröngu sjónarhorni. Með heildstæðum lausnum á ein- stökum svæðum er sannarlega í mörgum tilvikum hægt að ná góð- um árangri fyrir alla. Líka hinn vinasnauða ríkissjóð. Morgunblaðið vekur að vísu á því athygli að í fyrra lagði meirihluti fjárlaganefndar Alþingis fram sjálf- stæðar sparnaðartillögur sem gerðu miklu meira en að mæta þeim óhjá- kvæmilegu útgjaldatillögum sem nefndin lagði fram. Þetta gerði nefndin raunar árið áður einnig með góðum árangri. Það hefur þess vegna ekkert staðið á því að þing- menn stjórnarliðsins sýndu því áhuga að hagræða í ríkisbúskapn- um. Klisjugusurnar um óábyrga kjördæmapotara sem aldrei hugsi um annað en sína hundaþúfu og virði almannahagsmuni að vettugi eru þess vegna ósköp lítilsigldar og án stoðar í raunveruleikanum. Það að menn skrifí ekki umyrðalaust upp á tilteknar sparnaðartillögur þýðir ekki að menn vilji ekki hag- ræða og spara í ríkisrekstrinum. Öðru nær, enda af nógu að taka. Af ýmsu að taka * Langstærsta málið er auðvitað lækkun vaxta. Það er rangt og það er goðsögn að tafarlaus og veruleg raunvaxtalækkun sé ekki möguleg. I grein eftir undirritaðan sem birt- ist í Morgunblaðinu 16. júlí síðast- liðinn færi ég einmitt rök að því að umtalsverð raunvaxtalækkun sé vel möguleg núna. Síðar hefur það verið upplýst að hvert prósentustig í lægri raunvöxtum þýði 90 til 100 milljóna króna lækkun útgjalda rík- issjóðs. Þetta eru þó bara hin beinu áhrif. Hin óbeinu yrðu að sjálfsögðu miklu meiri, vegna þess að umtals- verð vaxtalækkun myndi að sjálf- sögðu hleypa nýju lífi í dofaþrungið atvinnulífíð og skila ríkissjóði nýjum tekjum. * Vekur það ekki furðu að ríkið hefur um árabil borgað árlega a.m.k. á þriðja hundrað milljónir í rekstrarstyrki til handa barnaheim- ilum tiltekinna spítala, þó að allir viti að það sé verksviði sveitarfélaga — ekki ríkis — að reka barnaheim- ili? Þama eru þó á ferðinni útgjöld sem eru kannski þreföld á við þann meinta sparnað sem menn þykjast sjá af uppstokkun í sýslumanns- embættum. Ætli hér sé ekki um að ræða fjárveitingu upp á góðan milljarð sem veitt er til nokkurra stærstu sveitarfélaganna í landinu, þ.m.t. Reyjavíkur, á einu kjörtíma- Einar K. Guðfinnsson „Sjö af hverjum tíu árs- verkum sem urðu til á síðasta áratug í opin- berri þjónustu fæddust og vistuðust á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta hefur semsé verið vaxt- arbroddurinn frægi í atvinnulífinu á höfuð- borgar s væðinu. “ bili? — Það munar um minna. * Og undrun margra vakti það í fyrra þegar það kom í ljós að rík- ið kaus að leigja rándýrt húsnæði fyrir eina af sínum nýju stofnunum, í miðborg Reyjavíkur, á sama tíma og heilu hektararnir af ríkishús- næði standa ónotaðir út um borg og bý? Þurfti endilega að staðsetja þessa stofnun á þessum tiltekna stað svo dýr sem hann er í leigu? Eða gilda ekki þau rökin að nokk- urn veginn sé sama hvar þessar stofnanir séu staðsettar vegna bættra samgangna og aukinna fjar- skipta? Eiga þessi rök kannski bara við stundum og þá einkum þegar verið er að tala um að hagræða í ríkisrekstrinum á landsbyggðinni? Það er kannski vegna samgöngu- erfíðleika á höfuðborgarsvæðinu að hrúga þarf sem flestu ofan í hina margfrægu Kvos?! * Á sama tíma og 72 milljarða vantar á að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins eigi fyrir skuldbind- ingum sínum lánar sjóðurinn út fé til sjóðsfélaga á lægri vöxtum en aðrir lífeyrissjóðir. Hver skyldi borga þann vaxtamun? * Það er guðsþakkarvert að margar opinberar stofnanir hafa séð sér hag í því að opna útibú út um landið. Hafa menn farið ofan í það að það hafi leitt til samsvar- andi hagræðingar í þessum stofn- unum á höfuðborgarsvæðinu? * Fjármálaráðhera greindi frá því á Alþingi að stefnan væri nú að færa ýmis verkefni út til stofnan- anna sjálfra, meðal annars út um landið. Þannig yrðu reikningshald og launaútreikningar til dæmis í vaxandi mæli framkvæmdir í stofn- ununum sjálfum í framtíðinni. Nauðsynlegt er að þetta leiði til samsvarandi hagræðingar í þeim stofnunum ríkisins sem áður höfðu þessi verk á hendi. * Og hvað með hinn rándýra og óskilvirka eftirlitsiðnað, sem kostar avinnulífið og skattborgarana tvo milljarða á ári? Það er gott til þess að vita að ríkisstjórnin lætur nú endurskoða það tröllslega ferlíki í heild sinni. Áugljóslega er unnt að lækka þar kostnað svo um munar. * Nýverið kom út skýrsla nefnd- ar sem varpar ljósi á þann gríðar- lega margverknað, sem unninn er út um allt þjóðfélag í nafni nýsköp- unar af öllu tagi. Þessi blaðagrein leyfir einfaldlega ekki að allt það fargan sé upp talið. Þar má greini- Iega\aka til hendinni. Ef ekki til að spara, þá að minnsta kosti til að tryggja að fjármunir nýtist bet- ur. * Og hafa menn gert sér grein fyrir því skipulagsfári sem ríkir á sviði rannsókna- og þróunarmála okkar, þar sem í Qölmörgum stofn- unum er verið að vinna að sömu verkunum? Hvað ætli margar stofn- anir vinni til dæmis að matvæla- r'annsóknum og þiggi styrk fyrir af opinberu fé? Trúverðugleiki og sanngirni Hér er fátt eitt nefnt af hug- myndum sem mættu verða til sparnaðar. Þær sýna vonandi að sparnaðarhugmyndir þarf ekki að einskorða við landsbyggðina, eða dómsmálakerfið. Til þess að sparn- aðarhugmyndir fái tiltrú þings og þjóðar þurfa þær að fela í sér trú- verðugleika og sanngirni. Að þeim málum ber að vinna og finna skyn- samlegar lausnir. Sjálfur er ég þess fullviss að farsæl lausn mun finnast á þeim smávægilega meiningamun sem uppi er nú um stundir varð- andi hugmyndirnar um uppstokkun sýslumannsembætta. Núverandi dómsmálaráðherra er manna Iíkleg- astur til þess að hafa forystu um að leysa þessi mál með sanngjörn- um hætti. Það er rétt og undir það ber mjög að taka með Morgunblaðinu, að við erum á afar válegri braut. Þjóðarbúið er orðið sligað af sívax- andi skuldaböggum. Vextir og ann- ar fjármagnskostnaður er af þeim sökum orðinn alltof stór hluti ríkis- útgjaldanna. Á sama tíma hafa tekjur þjóðarinnar bókstaflega hrunið saman. Það er engum til góðs að víkja sér undan því að taka á þeim vanda. Hér á það því miður nefnilega ekki við að frestur sé illu bestur. Núverandi ríkisstjórn hefur reynt að glíma við þennan vanda með því að stemma stigu við út- gjöldum ríkisins og notið við það verk takmarkaðs skilnings, svo ekki sé nú meira sagt. Það er sérstök ástæða til þess að halda þessu verki áfram af trúverðugleika og sann- girni og til þess er ég albúinn eins og ég er sannfærður um að er við- horf mjög margra annarra. Höfundur er annnr alþingismanna Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. * / HVERT KIL0 flf LflíDBAKJÖTI IÆKKARUIQ HEILflR CBD KR0IHIR Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins 398kr./kg ínœstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.