Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9 SEPTEMBER 1993 h lk í fréttum Nokkrar Úur hittust nýlega og var myndin tekin við það tæki- færi. Standandi frá vinstri eru Ragna Ólafsdóttir, Guðrún Sæ- mundsdóttir, Silja Aðalsteins- dóttir, Katrín Fjeldsted, Þórdís Árnadóttir, Ásta Björt Thorodd- sen, María Jóhanna Lárusdóttir, Edda Svavarsdóttir og Gullveig Sæmundsdóttir. Sitjandi frá vinstri eru Guðfinna Ragnars- dóttir, Sigurbjörg Aðalsteins- dóttir og Ásdís Skúladóttir. KVENRETTINDI Uurnar hittust vegna væntanlegrar bókar Uur kallast hópur ungra kvenna innan Kvenréttindafélagsins sem starfaði af miklum þrótti fyrir um 25 árum og var í raun nokkurs konar undanfari rauðsokkahreyf- ingarinnar. Nokkrar úr þessum hópi komu saman nýlega og rifjuðu upp liðna atburði í tilefni þess, að nú er verið að leggja síðustu hönd á ritun sögu KRFI 1907-1992. Vinna við frágang bókarinnar er nú á lokastigi og er hún væntanleg á markað í haust. Sigríður Erlends- dóttir sagnfræðingur hefur ritað bókina og hófst vinna við undirbún- ing og heimildasöfnun fyrir tíu árum. Myndefni hefur verið safnað frá fjölmörgum aðilum, en gert er ráð fyrir að um 500 myndir verði í bókinni. Myndaritstjóri er Björg Einarsdóttir. Sigríður Erlendsdóttir sagn- fræðingur (t.v.) hefur ritað sögu Kvenréttindafélags íslands, en Björg Einarsdóttir er myndarit- stjóri bókrainnar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN '9* COSPER '(1PIB COSPER I22ro Þótt ég sé komin á eftirlaun ætla ég að borða hádegismat- inn minn eins og ég hef gert síðustu 35 ár. BÍLDSHÖFÐA /6 SÍMI.672444 SJUKRAÞJALFARI Hef hafið störf á MT-stofunni, Síðumúla 37, Reykjavík. Tímapantanir í síma 683660. Andrés Kristjánsson, löggiltur sjúkraþjálfari. Joanne Woodward og Paul Newman felldu hugi saman í kvikmynd- inni „The Long Hot Summer" fyrir 35 árum. Síðan hafa þau haft þann háttinn á að leika saman i kvikmyndum, en þær eru orðnar ellefu talsins. Þá segir sagan að Joanne hafi látið starfsframa Pauls ganga fyrir sínum þegar á þurfti að halda. STJÖRNUR Þegar ástin grípur ... Ekki þarf að leita langt aftur í tímann til að finna leikarapar sem tekið hefur saman í kjölfar þess að leika hvort á móti öðru. Nýjasta parið í þessu tilliti er Laura Dern og Jeff Goldblum. Þau leika í kvikmyndinni Júragarðinum, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borg- arinnar. Fyrir stuttu varð mikið fjaðrafok þegar leikarinn Ted Dan- son tók þá ákvörðún að skilja við eiginkonu sína, Casey, til að taka saman við Whoopi Goldberg, en þau tvö síðamefndu léku saman í kvik- myndinni „Made in America". Á meðfylgjandi myndum má sjá leik- Eftir fimm mánaða samstarf við arahjón sem hafa gengið í það heil- upptökur á myndinni „Made in aga eða búa saman eftir að hafa America" gat Whoopi Goldberg kynnst hvort öðru náið við mynda- hvorki neitað því né játað að eitt- tökur. hvert samband væri milli hennar og Teds Dansons. Nú eru þau í sambúð. Laura Dern og Jeff Goldblum eru nú farin að sjást opinberlega saman eftir langan aðdraganda sem hófst við tökur á kvikmynd- inni Júragarðinum. Þegar Nicole Kidman og Tom Cruise léku í myndinni „Days of Thunder" árið 1990 var um að ræða ást við fyrstu sýn, a.m.k. hjá henni. Þá var Tom kvæntur leikkonunni Mimi Rogers, en ári síðar höfðu þau Tom og Nicole gift sig. Japanskar skylmingar -I Kennarar Tryggvi Sigurðsson, 4. dan Ingólfur Björgvinsson, 2. dan Upplýsingar í síma 32921 og 35783. MEISHINKAN Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! Leikarinn Paul Hogan hafði ver- ið kvæntur í 30 ár þegar þau Linda Kozlowski féllu hvort fyrir öðru, en það var við upptökur á kvikmyndinni Krókódíla Dundee, þar sem þau léku aðal- hlutverkin. Linda og Paul léku þó saman í þremur myndum áður en þau létu verða af því að gifta sig árið 1990. STÖRVIDBURDUR se»>t ,93 (OIEMCVll 0 lÁUADHTUEnOOVIUIIUCIIU 1000 ISLENSKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN1993 W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.