Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C
215. tbl. 81.árg.
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Heraflinn og- öryggis-
lögreglan styðja Jeltsín
Rútskoj reynir að fá hersveitir á sitt band - Hótar embættismönnum sem
brjóta lög líflátsdómi — Reynt að kalla saman neyðarfund fulltrúaþingsins
Moskvu, Kíev, Washington, London, París. Reuter, The Daily Telegraph.
Öruggur í fasi
JELTSÍN forseti var sjálfsörugg-
ur er hann gekk um götur Moskvu
í gær með Pavel Gratjsov (fyrir
miðju) varnarmálaráðherra og
innanríkisráðherranum, Viktor
Jerín (t.v.). Forsetinn sagði að
valdataka Rútskojs væri „ekki al-
varlegt mál“ þar sem þingið væri
ekki lengur við lýði. „Þess vegna
er ekki um neinar viðræður að
ræða, þær eru útilokaðar. Eg segi
ykkur, það verða engar blóðsút-
hellingar. En við erum búin að fá
nóg af því að þingið hafi okkur
og þjóðina að fíflum“.
BORIS N. Jeltsín Rússlandsforseti virtist tryggur I sessi í gærkvöldi
eftir að ljóst var orðið að herinn og öryggislögreglan styddu hann í
valdabaráttunni við þingið sem forsetinn rauf í fyrradag. Forsetinn seg-
ir æðstu menn í flestum hinna 88 héraða Rússlands standa með honum
og hann hefur fengið stuðningsyfirlýsingar hvaðanæva úr heiminum.
Ráðamenn allra Vesturveldanna og Japans verja gerðir hans og sama
er að segja um flesta stjórnendur fyrrverandi Sovétlýðvelda. Varafor-
seti Jeltsíns og hættulegasti andstæðingur, Alexander Rútskoj, sem
Æðsta ráðið hefur útnefnt forseta, heldur enn kyrru fyrir í þinghúsinu,
Hvíta húsinu svonefnda. Um 5.000 stuðningsmenn þingsins söfnuðust
saman utan við húsið í gær, hlustuðu á ræður þingmanna, margir hróp-
uðu nafn Rúslans Khasbúlatovs þingforseta. Kveiktir voru eldar og hlað-
ið upp vegartálmum, víða sást hinn rauði fáni Sovétrikjanna gömlu
blakta. Vopnaðir lögreglumenn voru við húsið en þeir skiptu sér ekki
af fólkinu.
Viktor Tsjemómýrdín forsætisráð-
herra hringdi í leiðtoga margra rúss-
neskra héraða í gær og varaði þá við
að hlýða skipunum annarra en Jelts-
íns og stjómar hans. Jegor Gajdar,
sem harðlínumenn hröktu úr embætti
forsætisráðherra í fyrra, er nú orðinn
æðsti maður efnahagsmála.
Fyrsta tilskipun Rútskojs
Stjómmálaskýrendur telja að þótt
Jeltsín hafi yfirhöndina sé enn hætta
á að Rútskoj takist að fá hluta hers-
ins til að hlýða sér og þá geti komið
til blóðugra átaka. Rútskoj gaf út
sína fyrstu forsetatilskipun í gær og
var þar kveðið á um að þeir embætt-
ismenn sem brytu lög yrðu skotnir.
Abkhazíuhérað
• •
Onnur vél
skotin niður
Tblisi. Reuter.
ÓTTAST var að tugir manna
hefðu farist er georgisk flugvél,
með tæplega 100 hermenn innan-
borðs, var skotin niður í gær-
kvöldi nærri Sukhumi, höfuðstað
Abkhasíuhéraðs í Georgíu.
26 manns komust lífs af, þar á
meðal 6 úr áhöfn vélarinnar. Vélin
er önnur flugvélin sem skotin er nið-
ur yfir flugvellinum í Sukhumi á
tveimur dögum, Hemiennirnir átt.u
að styrkja vöm Sukhumi gegn upp-
reisnarmönnum Abkhaza.
Embættismenn seðlabanka Rúss-
lands lýstu yfir því að þeir myndu
hlýða skipunum Jeltsíns. Tvær
stærstu sjónvarpsstöðvar landsins
hafa báðar lýst yfír stuðningi við
Jeltsín og hefur hann látið auka ör-
yggisvörslu við þessar stofnanir.
Pétursborg á móti Jeltsín
Borgarráð Pétursborgar, sem talið
hefur verið mjög umbótasinnað, for-
dæmdi í gær aðgerðir Jeltsíns. Borg-
arstjórinn, Anatólíj Sobtsjak, sagði
hins vegar að skárra væri að hafa
„þjóðkjörinn forseta en stjómarskrá
Brezhnevs".
Andstæðingar Jeltsíns á fulltrúa-
þinginu streyma nú til Moskvu og er
ætlunin að reyna að efna til neyð-
arfundar þess næstu daga og stað-
festa þar brottvikningu Jeltsíns. Full-
trúaþingið var kjörið árið 1990 og var
mörgum sætanna úthlutað fyrirfram
til kommúnistaflokksins og ýmissa
stofnana hans. Fulltrúamir kusu
fastaþingið, Æðsta ráðið, úr eigin
röðum og það var þetta sama fulltrúa-
þing sem hóf Jeltsín til valda með því
að gera hann að þingforseta 1990.
Þegar valdaránsmenn ógnuðu Jeltsín
í ágúst 1991 stóðu langflestir þing-
menn með honum. Er forsetinn hóf
að ýta efnahagsumbótum sínum úr
vör snerist meirihluti þess hins vegar
á móti honum.
Islensk stjórnvöld lýstu í gær stuðn-
ingi við aðgerðir Jeltsíns, sögðu ljóst
að umbótum yrði ekki hrundið í fram-
kvæmd í Rússlandi án þess að rétt-
kjörið þing tæki við af núverandi
stofnun. sjá nánar bls. 24-25.
Reuter
Clinton Bandaríkjaforseti kynnir nýja heilbrigðisáætlun
„Þjóðin verður að grípa
þetta sögulega tækifæri“
## Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
ORYGGI og „heilsugæsla handa öllum" eru kjörorð herferðar þeirrar
sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur hafið til að gerbylta ríkjandi
heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum. Ráðgert er að atvinnurekendur greiði
80 af hundraði heilsugæslukostnaðar en launþegar 20 af hundraði og
sparnaður muni nema 91 milljarði Bandaríkjadala á fimm árum. Clint-
on sagði í gær að þjóðin yrði að „grípa þetta sögulega tækifæri" í
heilsugæslumálum.
Clinton hugðist kynna áætlun sína
í ræðu sem hann átti að flyja í beinni
útsendingu fyrir sameinuðu þingi
klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Áður ræddi hann við leiðtoga beggja
flokka á þingi í Hvíta húsinu og sagði
þá að tvennt gæfi tilefni til bjartsýni
um að betur tækist til nú en í tilraun-
um til að breyta heilbrigðiskerfmu
fyrr á öldinni: Báðir flokkar væru
reiðubúnir til samstarfs og „það er
nánast einróma álit að dýrkeyptara
verði að halda áfram á sömu braut
en knýja fram breytingar," sagði
forsetinn.
Repúblikanar hafa haft sýnu hæg-
ar um sig nú en þegar Clinton lagði
fram fjárlagafrumvarp sitt i vor og
Robert Dole, leiðtogi öldungardeild-
arþingmanna repúblikanr, lofaði
Clinton í gær fyrir að hafa verið
hafínn yfir flokkadrætti í þessu máli.
Reuter
Kostnaður atvinnurekenda
Repúblikanar eru fylgjandi því að
þær 37 milljónir Bandaríkjamanna
sem eru ótryggðar fái notið heilbrigð-
isþjónustu. Þeim finnst hins vegar
hart vegið að atvinnurekendum að
ætla þeim að greiða 80% kostnaðar.
Clinton hefur þegar komið til móts
við þetta með því að lýsa yfír að
kostnaður lítilla fyrirtækja og lág-
launafólks verði niðurgreiddur.
Forsetinn hyggst stofna nokkurs
konar neytendasamtök í hveiju ríki
til að þrýsta á lækna, sjúkrahús og
tryggingafélög um að veita ódýra
og góða þjónustu. Dugi þetta ekki
til að tryggja samkeppni munu
stjórnvöld grípa í taumana til að
lækka tryggingar. Stjórn Clintons
hyggst meðal annars borga fyrir
áætlunina með álögum á tóbak og
áfengi sem hér vestra ganga undir
nafninu „syndaskattar". Forsetinnn
hyggst á næstunni kynna áætlun
sína af krafti og verður kona hans,
Hillary Rodham Clinton, stjórnandi
vinnuhópsins sem vann áætlunina,
við hlið hans.
40 farast í
lestarslysi
AÐ MINNSTA kosti 40 manns
létu lífíð í gær og 13 er saknað
eftir eitt mannskæðasta lestarslys
sem orðið hefur í Bandaríkjunum.
Lest með 206 farþegum fór út
af sporinu á brú sem liggur yfír
fenjasvæði og steyptist í vatn þar
sem krökkt er af krókódílum.
Slysið varð að nóttu til nálægt
borginni Mobile í Alabama en lest-
in var á leið frá Los Angeles til
Miami. Ekki er ljóst hvað olli slys-
inu en haft var eftir einum farþeg-
anum að líklega hefði brúin gefið
sig um leið og lestin fór yfir hana.