Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 11

Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 11 Fyrsta flugið seldist upp í síöustu viku Bókabu strax oq tryqqöu þér sæti Tónleikar í Hafnarborg 1 kvöld Sinnhoffer strengjakvartettinn SINNHOFFER-kvartettinn frá Miinchen heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld, fimmtudaginn 23. sept- ember, kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Luigi Boccherini, Felix Mendelsohn og Bedrich Smetana. Þýski Sinnhoffer strengjakvart- ettinn kom fyrst hingað til lands árið 1977 á 150. ártíð Beethovens til að taka þátt í heildarflutningi á strengjakvartettum hans ásamt tveimur öðrum kvartettum frá Þýskalandi. Kvartettinn skipa Ingo Sinn- hoffer, 1. fiðla, Aldo Volpini, 2. fiðla, Roland Matzger, lágfiðla, og Peter Wöpke, knéfiðla. Tónlistar- mennirnir starfa allir í Bayerisches Staatsorchester, sem er hljómsveit ríkisóperunnar í Munchen. Ingo Sinnhoffer er konsertmeistari hljómsveitarinnar. Frá Félagi Islendinga í Vín Kristínn Sigmundsson syngnr í Hjallakirkju KRISTINN Sigmundsson söngvari heldur tónleika ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanó- leikai-a í Hjallakirlg'u í Kópa- vogi á vegum Kópavogsbæjar, á morgun, föstudaginn 24. sept- ember kl. 20.30. Kristinn er í önnum erlendis og eru manuðir síðan ákveðið var að á þessum tíma yrðu tónleikar í Kópavogi. Fyrr á þessu ári eignað- ist Kópavogur nýjan „Bösendor- fer“ (Consert Grand) flygil og stendur hann nú í Hjallakirkju, nýrri kirkju í austurbæ Kópavogs. Tónleikar þessir koma í lok heimsóknar Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar Ingimundarson- ar í Kópavog og eru þeir búnir að fá til sín að að flyglinum um þrjú þúsund ungmenni úr öllum skólum bæjarins nú í vikunni við góðar viðtökur. Tónlistarkynningar þessar eru skipulagðar af skólunum og Kópa- vogsbæ. Heimsókn þeirra er liður í samstarfsverkefni Akraness, Sel- foss og Kópavogs undir samheit- inu „Tónlist fyrir alla“. Byijunin var söngur Kristins og leikur Jón- asar í Kópavogi, Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir voru gestir Akraness og Sverrir Guðjónsson, Camilla Söderberg og Snorri Orn Snorrason gestir Sel- foss að þessu sinni og markar tón- listarflutningur þessa fólks upphaf heimsókna sem verða alls fimm á hveijum stað í vetur. Tónleikar Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar Ingimundarson- ar nú á föstudag verða endurtekn- ir laugardaginn 25. september kl. 17 í Hjallakirkju og er efnisskráin fjölbreytt. Forsala aðgöngumiða er í kirkjunni í dag og á morgun föstudag kl. 17-19. Kristinn Sigmundsson. Metsölublad á hverjum degi! HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 air europa TURAUIA Flugvallarskattan Skattar og forfallagjðld kr. 3.630,- fyrir fulloröna, kr. 2.37S,- fytlr bðrn Kanaríbæklingur Heimsferöa er kominn út meö spennandi nýjum valkostum á Kanarí í vetur. Heimsferðir kynna nú glæsilega nýja gististaöi ásamt völdum gististööum á ensku ströndinni. Njótt sumars í vetur og góðrar þjónustu Heimsferöa. Fáðu bækllnginn sendan Verð frá kr. 43.900 Jólaferb 18. des. - 20 dagai vXw'STann Verð frá kr- 59.800 VCIU ixl. 30»öUU pr. mahri m.v. hjón með 2 börn, I.as Isas. pr. mann, 2 í íbúö, Las Isas, 6. janúar. Nýjar bækur ■ Hið íslenzka bókmenntafélag hefur sent frá sér bók. HAGKVÆMNI og réttlæti heit- ir ný bók eftir Þorvald Gylfason prófsessor. Bókin er hin þriðja í röð ritgerðarsafna Þorvald- ar, hinar fyrri eru Almanna- hagur (1990) og Hagfræði og menning 1991. í fréttatilkynningu segir: Hag- kvæmni og réttlæti fjallar um hagfræði og íslenzk efnahagsmál í alþjóðlegu samhengi. Hjá því verður ekki komizt að fjalla um leið um ýmsar veilur í hagstjóm og hagstjórnarfari á íslandi mörg ár aftur í tímann og um afleiðing- ar efnahagsstefnunnar og ýmissa skipulagsbresta í efnahagslífinu og landstjórninni fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Bókin lýsir þeirri skoðun höfundar, að heimabakaður efnahagsvandi ís- lendinga sé alvarlegur — svo al- "varlegur, að orðið kreppa eigi ef til vill helzt við um ástandið nú. Höfuðtilgangur bókarinnar er að bregða birtu á þennan vanda og benda á vænlegar leiðir til úr- bóta. Bókin birtist í beinu fram- haldi af tveimur fyrri ritgerðar- söfnum höfundar, Almannahag (1190) og Hagfræði, stjórnmál- um og menningu (1991). Köflum bókarinnar er skipt í fimm bálka eftir efni og innbyrð- is samhengi. Fyrsti bálkurinn heitir Sjór og veiði. Þar er reynt að setja stefnu stjórnvalda í sjáv- arútvegsmálum í samhengi við hugmyndir um hagkvæmni og réttlæti. Næsti bálkur fjallar um erlendar skuldir, vinnumarkaðs- mál og gengi krónunnar. Þar er reynt að rekja samhengið á milli ískyggilegrar skuldasöfnunar þjóðarinnar erlendis á síðustu árum og þeirrar efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið um langt skeið. Þriðji bálkurinn fjallar um einkavæðingu og Evrópumál. Þar er sagt frá sölu ríkisfyrirtækja í Austur-Evrópu og einnig hér heima eins og víða erlendis. Þarna eru líka reifaðir kostir þess og gallar fyrir íslendinga að ganga eða ganga ekki í Evr- ópubandalagið ásamt hinum EFTA-þjóðunum á næstu árum. í fjórða bálkinum eru lesandan- um sagðar sögur úr ýmsum heimshornum: Frá Rússlandi, Albaníu, Ítalíu, Argentínu og Nýja-Sjálandi til að skerpa skiln- ing hans á eigin umhverfí hér heima. Fimmti og síðasti bálkur- inn heitir Hagfræði, skáldskapur og vísindi. Þar er leitazt við að skýra það fyrir lesandanum, hvers vegna hagfræðingar eru yfirleitt hlynntir markaðsbúskap alveg eins og náttúrufræðingar aðhyllast umhverfisvernd. Loka- kaflinn fjallar um spillingu og um leiðir til að draga úr henni. Líka er fjallað um umhverfis- vernd. Bókin er 225 blaðsíður og kostar í kilju kr. 2.280 og í harð- bandi kr. 2.850. ■Almenna bókafélagið hf. hefur sent frá sér þrjár bækur í ritröð- inni: GÖNGULEIÐIR á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. í fréttatilkynningu segir: Gönguleiðabækur Almenna bókafélagsins eru staðgenglar leiðsögumannsins. Stærð hverrar bókar er við það miðuð að auð- velt sé að hafa hana meðferðis og nota hana á göngunni og sá sem hefur þessar bækur og fer eftir þeim ætti hvorki að lenda í ógöngum né villast af réttri leið. Auk þess benda þessar bækur á merkisstaði, skoðunarverð nátt- úrufyrirbrigði, útsýnisstaði, segja hvort gangan sé auðveld eða erfið og tilgreina hve langan tíma þarf að ætla henni. Allar göngu- leiðabækur Einars Þ. Guðjohnsens eiga það sameiginlegt að lýsing hverrar leiðar er stutt og gagnorð svo að auðvelt er að notfæra sér hana í ferðalaginu. Kort fylgir hverri leið þar sem hún er ræki- lega merkt. Frá Þingvöllum til Rangárvalla Þessi bók hefst í Þrastarlundi og endar við Ytri-Rangá. Fyrst er lýst gönguleiðum í Grímsnesi, síðan frá Þingvöllum og í grennd við þá norður fyrir Skjaldbreið. Því næst er haldið að Laugar- vatni, Geysi, niður í Biskupstung- ur og að Gullfossi, þá í Hreppana, Þjórsárdal, Fióann og loks austur fyrir Þjórsá frá Landeyjasandi að Heklu. Frá Hvalfirði til Búða Þessi gnguleiðabók fjallar um gönguleiðir milli fjalls og fjöru frá Hvalfjarðarbotni til Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hér er farið um Borgarfjörð allan frá Eiríksjökli niður til Akraness og Borgarness, Mýrar og Hítardal, Hnappadai all- an og Snæfellsnes sunnanvert og endað í Búðahrauni. Frá Arnarstapa til Kleifaheiðar Þessi bók hefst undir Jökli og endar við Kleifaheiði vestan Barðastrandar. Hún lýsir göngu- leiðum á Snæfellsnesi utanverðu og norðan fjalla, á Skógarströnd og í Dölum, í nágrenni Reykhóla og vestur eftir Barðastrandarsýsl- unni milli fjalls og fjöru. Gönguleiðabækurnar eru prent- aðar hjá Odda hf. og eru í hand- hægu broti. Verð bókanna er 2.269 krónur. LEIKARARNIR Helga Bach- mann og Helgi Skúlason komu hingað til Vínar í lok ágúst- mánaðar sl. og lásu upp úr Ljóð eftir Jón Júlíus ÞÚ DROPAR á eld minn, ljóð 1989-1993, nefnist ljóðabók eft- ir Jón Júlíus. Þetta er fyrsta bók ungs höfundar. Bókinni er skipt í tíu stutta hluta. í ljóði samnefndu bókinni stendur m.a.: Þar sera eldur minn logar dropar þú ég legg orð mín í eldinn til að viðhalda birtu loganna þegar ég skrifa bréf mín til þín Jón Júlíus hefur leikið og sung- ið með hljómsveitinni Niður, m.a. eigin texta. Þú dropar á eld minn er 60 blað- síður. Um uppsetningu og fjölföld- un sá Terra nullius. Brekkukotsannál Laxness fyr- ir Félag íslendinga og fleiri. Þetta fór fram í Franz Schu- bert Konzervatorium (Theat- ersaal). Viðstaddir fögnuðu þessari list- rænu uppákomu og þökkuðu flytj- endum innilega með viðeigandi hætti, en meðal þeirra var Kristján Jóhannsson, sem um þessar mund- ir syngur hlutverk Radames í Aidu hér í Vínaróperunni og leggur líka sitt af mörkum til að gera íslend- ingum enn betur kleift að miklast af j)jóðerni sínu. Islenska ríkinu, Reykjavíkur- borg og Flugleiðum, sem gerðu listamönnunum kleift að koma til Vínar áðurgreindra erinda, ber að þakka rausn og myndarskap. Formaður Félags íslendinga í Vín er Kolbeinn Ketilsson, sem lauk söngnámi hér sl. vori og hef- ur nú verið ráðinn til Ríkisóper- unnar í Prag til að syngja hlutverk Florestan í óperunni Leonore, ann- arri tilraun Beethovens við gerð óperunnar Fideljo. F.h. Félags íslendinga í Austurríki Haraldur Jóhannsson. FLISAPRAR OG FLISASAGÍR í: iiirðSft í il! 4 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Glæsileqir gististabir á Kanarí í vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.