Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
19
Bæjarstjórn Akureyrar fjallar um sameiningu sveitarfélaga
Bæjarfulltrúar jákvæðir í
garð sameiningaítillöguraiar
FYRRI umræða um tillögur umdæmanefndar Eyþings um sameiningu
sveitarfélaga fór fram á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í fyrradag.
Umdæmanefndin hefur gert tillögu um að öll sveitarfélag í Eyjafirði,
15 að tölu sameinist í eitt en íbúar sveitarfélaganna munu kjósa um
hana í kosningum 20. nóvember næstkomandi. Bæjarfulltrúar á Akur-
eyri eru jákvæðir í garð tillögunnar og telja oddvitar stjórnmálaflokk-
anna að Eyjafjarðarsvæðið í heild yrði sterkara við sameiningu, það
yrði öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið og hefði burði til að taka
að sér aukin verkefni frá ríkinu.
Sigurður J. Sigurðsson, forséti
bæjarstjómar og oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjóm Akureyrar,
telur að skoða verði með opnum huga
tillögur um sameiningu sveitarfélaga
á Eyjafjarðarsvæðinu og menn reyni
að átta sig til fulls á þeim breytingum
sem um er að ræða, en að ekki verði
byijað á úrtölum og efasemdum í
upphafi umræðunnar.
Sigurður sagði að í fyrsta lagi hefði
verið ákveðið að fara þá leið sem
gerir ráð fyrir róttækum breytingum
á skipan sveitarfélaga, snemma hafí
komið fram hugmyndir um að slíkt
væri skynsamlegra en að að gera
minniháttar breytingar. Umdæma-
nefnd hafi fylgt þeirri leið hvað Eyja-
fjörð varðar og lagt til að svæðið
yrði eitt sveitarfélag.
„í mínum huga fylgja slíkum breyt-
ingum engin vandamál þegar horft
er til fjármálalegra aðgerða né tækni-
legra framkvæmda á sviði sveitarfé-
laganna, ég held að það sem yrði
flóknara í slíku dæmi verði til dæmis
mál á sviði félagsmála, grunnskólar,
dagvistir og heilbrigðisþjónusta. Við
höfum haft hér í Eyjafírði víðtækt
samstarf sveitarfélaganna á héraðs-
grunni sem ætti að auðvelda ýmis
úrlausnarmál er tengjast sameiningu
sveitarfélaganna," sagði Sigurður og
benti einnig á að landfræðilega væru
engin vandamál.
Engin stórvægileg vandamál
Hann sagði að svo virtist sem for-
svarsmenn sveitarfélaga á svæðinu
telji stærri sameiningu skynsamlegri
en sameiningu við næstu nágranna,
„en þó virðist sem sumir vilji áfram
hafa óbreytt sveitarfélög heldur en
að sameinast," sagði Sigurður. Hann
sagði vel mætti vera að það væri stór
biti að gleypa í einu að sameina sveit-
arfélögin öll í eitt, en virtist þó engir
hlutir svo stórvægilegir að ekki væri
hægt að leysa þá.
„Það er mikilvægt að íbúarnir átti
sig á hlutverki sínu við kosningamar
20. nóvember. Það er ljóst að samein-
ing sveitarfélaga getur orðið þótt
meirihluti íbúanna sé því mótfallinn
og öfugt, því einungis er tekið tillit
til greiddra atkvæða.
Nýir möguleikar
Sameining sveitarfélaganna í Eyja-
firði í eitt held ég að skapi nýja mögu-
leika til sóknar. Eg tel mikla sókn í
því fólgna að gera Eyjafjörð að einu
sveitarfélagi, svo stórt sveitarfélag
getur tekið við auknum verkefnum,"
sagði Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu-
flokki, um tillögur umdæmanefndar.
Gísli Bragi sagði að svo stórt sveit-
arfélag, eða um 21 þúsund manna
byggðarlag, hefði mikla möguleika.
„Þetta yrði líka að mínu mati spenn-
andi samfélag sem ég trúi að hafí
burði til að blása til sóknar á öllum
sviðum. Þetta sveitarfélag gæti tekið
við verkefnum frá ríkinu, en um það
höfum við verið að ræða sem höfum
staðið í þessum sveitarstjórnarmálum
og sú. umræða hefur staðið í ára-
tugi,“ sagði Gísli Bragi.
Hann sagði að grundvöllur þess
að sveitarfélögum yrðu fengin aukin
verkefni frá ríkinu væri sá að þau
væru sterk og hefðu burði til að taka
við þeim. „Við höfum líka nefnt að
með sameiningu yrði Eyjafjörður óun-
deilanlega helsta mótvægi Faxaflóa-
svæðisins og það gefur okkur ótal
möguleika,“ sagði Gísli Bragi.
Margir kostir
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, telur að Akureyringar eigi
að vera jákvæðir í umræðunni um
sameiningu sveitarfélaga, sameiningu
fylgja margir kostir og ekki síst þeir
að gera EyjaQarðarsvæðið sterkara
sem og einnig sveitarstjómarstigið.
Sigríður sagði nauðsynlegt að efla
umræðu um þetta mál meðal almenn-
ings og að tryggja að þátttaka verði
í kosningunum í nóvember. „Það er
nauðsynlegt að koma umræðunni af
stað meðal almennings þannig að
fólk geti myndað sér skoðun,“ sagði
Sigríður.
Hún sagði mörgum spurningum
ósvarað um ýmis mál sem fólk væri
að velta fyrir sér, en ljóst væri að
þeim yrði ekki svarað fyrir kosning-
ar. „Þannig að það er ekkert skrýtið
þó almenningur sé tvístígandi," sagði
Sigríður. „Aftur á móti sé ég engar
þær fyrirstöður hér í Eyjafírði hvað
varðar t.d. fjármál sveitarfélaga og
annað slíkt sem ætti að koma í veg
fyrir sameiningu. Ég tel að ein meg-
inröksemdin fyrir sameiningu sé að
jafna þjónustu meðal íbúa svæðisins,
margs konar félagsþjónusta er ekki
í boði í litlum sveitarfélögum, en með
sameiningu ættu allir kost á slíkri
þjónustu. Slíkar röksemdir verða
menn að skoða, ekki horfa eingöngu
til þess að þetta verði svo gott fyrir
Akureyri."
Óvissa um framhaldið
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Fram-
sóknarflokki, telur tilgang með sam-
einingu sveitarfélaga góðan, sveitar-
stjómarstigið yrði eflt og það gert
hæfara tii að taka við fleiri verkefnum
frá ríkinu. Reynslan sýndi að betur
færi á þegar skörp skil væru milli
verkefna ríkis og sveitarfélaga heldur
en þegar um samrekstur væri að
ræða.
„Helsti gallinn við þetta sameining-
armál er óvissan sem ríkir um fram-
haldið, það liggur ekki fyrir hvaða
verkefni verða flutt yfír tíl sveitarfé-
laganna né hvemig greiðslum til
þeirra verður háttað,“ sagði Úlfhild-
ur. Hún benti á að nú væru rétt um
tveir mánuði til kosninga og málið
hefði fengið litla kynningu.
„Eitt sveitarfélag við Eyjaijörð
verður stór og sterk eining, þannig
að þrátt fyrir þá annmarka sem ég
nefndi áðan, þá er ég hlynnt samein-
ingu og fmnst að Akureyringar eigi
ekki að vera á móti tillögunni. Þetta
yrði stærsta sveitarfélagið utan höf-
uðborgarsvæðisins og sterkara mót-
vægi gegn því,“ sagði Úlfhildur.
Hún sagði að fram að kosningum
þyrfti að vinna ötullega að undirbún-
ingi, menn þyrftu að ræða hvernig
leysa ætti margvísleg mál ef til sam-
einingar kæmi, m.a. að því er varðar
þjónustu við íbúana því fólk' yrði að
geta gert sér grein fyrir hveiju sam-
eining breytti. „Það þýðir ekkert að
sitja með hendur í skauti fram að
kjördegi og ætlast til að fólk geti
tekið afstöðu, sveitarstjórnamienn á
svæðinu þurfa að ræða saman og
komast að einhverri niðurstöðu um
hvemig mögulegt verði að haga mál-
um í þessu hugsanlega sveitarfélagi.“
Fyrirlestur
Tími: Laugardagurinn 25. september, kl. 14.00.
Staóur: Háskólinn á Akureyri vió Þingvallastræti, stofa 24.
Flytjandi: Sveinn Einarsson, leiklistarfræðingur og rithöfundur.
Efni: Rætur íslenskrar leiklistar.
Öllum er heimill aðgangur.
FERÐATILBOÐ í VIKÚ # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU
Nú færðu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboði í viku, 23.-29. sept. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð
verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er
ekki í byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu
Póstverslunar Hagkaups, grænt símanúmer 99 66 80.
Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
HAGKAUP
Barnaregnbuxur nylon
VerfráönFláfnT?5,-
Ferdatilboó
Herrapeysa kaðla
Vei^áðuí-kK-37495,-
Feróatilboó
2.495,-
Regnjakki nylon
Verð-áðui kivn»95,-
Feróatilboó
1295,-
Dömusokkabuxur ull
Vci ð úðui lir-r?95,-
Feróatilboó
889,-
Herrakuldaskór
Um Í AOC,-
Feróatilboó
14195,-