Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 35

Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 35 < ( < < < < < < < < < < < < < Þekking og trú á norrænni samvinnu *M.v að greitt sé með minnst 14 daga íýrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Böm, 2ja - 11 ára, fá 10.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. **Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi eftir Siv Friðleifsdóttur Nýlega voru birtar niðurstöður skoðanákönnunar sem gerð var á vegum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar um afstöðu fólks til norræns samstarfs og þekk- ingu á því. Könnunin náði til tæplega 5.000 einstaklinga í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og á íslandi. Niðurstöðurnar voru í stórum drátt- um þessar: Helmingur úrtaksins gat ekki nefnt neitt einstakt samvinnu- svið þar sem löndin fímm vinna sam- an. fslendingar og Finnar höfðu minni þekkingu en aðrir Norður- landabúar á því hvemig norræn sam- vinna hefur skilað sér í reynd til þjóð- anna. Norðurlandabúar álíta sam- vinnu við norræn nágrannaiönd mjög mikilvæga á sviði stjórn-, efnahags- og menningarmála. Helmingur úr- taksins taldi rétt að löndin ynnu sam- an sem heild gagnvart Evrópubanda- laginu. 70% aðspurðra töldu að nor- rænt samstarf yrði enn mikilvægara á næstu 10 árum en nú. 75% Norður- landabúa telja að_ aukið samstarf sé æskilegt, en 65% íslendinga telja það æskilegt. Helmingur úrtaks áleit umhverfísvernd vera ailra mikilvæg- asta samstarfsverkefnið og 90% töldu hana mjög mikilvæga. Að með- altali höfðu yfir 90% aðspurðra heyrt minnst á Norðurlandaráð (NR) og Norrænu ráðherranefndina (NMR). Þar skáru íslendingar sig úr, en ein- ungis 66% þeirra höfðu heyrt á NR og NMR minnst. Að meðaltali töldu 53% þeirra sem til þekktu að starf- semi NR og NMR hefðu haft jákvæð áhrif fyrir Norðurlandabúa. íslend- ingar skáru sig úr, en einungis 32% þeirra töldu áhrifin jákvæð. Hugsanlegar skýringar á niðurstöðunum Af niðurstöðum könnunarinnar í heild má sjá að almenningur á Norð- urlöndunum lætur sig norræna sam- vinnu miklu varða og vill auka hana. Það er ánægjulegt. Hinsvegar er áhyggjuefni að íslendingar vita mun minna en hinar Norðurlandaþjóðim- ar um norræna samvinnu og hafa minni trú á þýðingu hennar. Það er sérkennilegt fyrir þær sakir að al- mennt er talið að íslendingar hafí meiri hag af norrænu samstarfi en hinar þjóðirnar. Ekki er gott að segja hverju þetta sætir. Skýnngin liggur þó að hluta í því að íslendingar í Norðurlandaráði og Norrænu ráð- herranefndinni hafa ekki haldið því starfi sem þessar norrænu stofnanir inna af hendi nægjanlega á lofti. Mun minni umræða um norrænt samstarf er í fjölmiðlum hér en á hinum Norðurlöndunum. Einnig virð- ist sá misskilningur útbreiddur að norræn samvinna sé ekkert nema pappírsflóðið, sé hálfdauð og kosti okkur heilmikla peninga. Vel má vera að pappírinn sé ofnotaður, en varðandi fjármögnun norrænnar samvinnu er stuðst við hlutfallsskipt- ingu. Það hlutfall er þannig að af heildarupphæðinni sem fer í norræna samvinnu greiðir ísland tæplega 0,9%, Noregur 18%, Danmörk 20,4%, Finnland 22,9% og Svíþjóð 37,8%. Okkar framlag til norrænnar sam- vinnu hefur þannigverið um 60 millj- ónir króna á ári. íslendingar fá að- stoð og styrki úr norrænum sjóðum í mýmörg verkefni. Við úthlutun úr sjóðunum er ekki tekið mið af rýru hemsboran Brottfarir á fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu- og þriðjudögum. Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaöur fyrir 20 manna hóp. mam í Amsterdam bjóðum viö gistingu í eftirtöldum gæöahótelum: Citadel, Singel, Amsterdam Ascot, Estheréa, Krasnapolsky og Holiday Inn Crowne Plaza. Siv Friðleifsdóttir „Fjölmörg- norræn sam- starfsverkefni eru lýs- andi dæmi um að nor- ræn samvinna er ekki hálfdauð heldur lifandi og mikilvæg.“ framlagi okkar til norrænnar sam- vinnu. Við fáum hærri styrk en fram- lagi okkar nemur. Vert er að benda á þessa staðreynd þó ekki sé eðlilegt að miða hag af samvinnu einungis í beinhörðum peningum. Nokkur dæmi um samvinnu Fjölmörg norræn samstarfsverk- efni eru lýsandi dæmi um að norræn samvinna er ekki hálfdauð heldur lifandi og mikilvæg. Norræna húsið sem heldur nú upp á 25 ára afmæli sitt er slíkt dæmi. Húsið sem rekið er af samnorrænu fé er vettvangur þeirra sem hafa áhuga á norrænum málefnum og Norðurlöndunum. í húsið koma á annað hundrað þúsund I INSENSÉ OIVENCHY NYR HERRAILMUR Yeitltir er 5% staðgreiðsluaislátliu’* á maminn í tvíbýli í 2 nœturog 3 dagaá Hotd Estheréa. ** Töfrandi umhverfí á bökkum síkjanna í miöborginni. Iðandi verslunargötur, útimarkaðir, forngripaverslanir, veitingastaðir, kaffihús, skemmtistaðir, næturklúbbar, „Rauða hverfið“, frábær listasöfn (Van Gogh, Rembrandt), öflugt tónlistarlíf. Stutt að heimsækja hlýlega smábæi allt um kring. manns á ári. Nordjobb er annað dæmi, en það eru sumarvinnuskipti norrænna ungmenna á aldrinum 18-26 ára sem Norræna félagið hefur tekið að sér að starfrækja fyr- ir hönd^ Norrænu ráðherranefndar- innar. Á hveiju ári koma tæplega 100 norræn ungmenni hingað til lands á vegum Nordjobb samhliða því að álíka stór hópur íslenskra ungmenna dreifíst á hin Norðurlönd- in í sumarvinnu. Mun fleiri sækja um að taka þátt í Nordjobb en pláss er fyrir. Nordjobb-samstarfíð er mik- ilvægt fyrir þær sakir að rannsóknir hafa sýnt að áhugi á Norðurlöndun- um hefur dvínað meðal íslenskra ungmenna. Ráðstefna sem haldin var í Reykjavík á vegum Norðurlandaráðs um Norðurheimskautssvæðið er ný- legt dæmi um þann hag sem íslend- ingar hafa af norrænu samstarfi. Fulltrúar Norðurlandanna, Kanada og Rússlands ræddu þar m.a. um- hverfismál og nýtingu sjávarspen- dýra á norðurhveli. I lokayfirlýsingu ráðstefnunnar sem send var til for- seta Bandaríkjanna og Rússlands var lýst yfir stuðningi við banni við kjarn- orkutilraunum. Mikilvægt er að við tökum þátt í norrænni samvinnu á þeim umbreytingatímum sem eiga sér stað í Evrópu. Ólíklegt er að Is- land sæki um inngöngu í Evrópu- bandalagið á næstunni. Tengsl okkar og áhrif innan EB verða þannig minni en hinna Norðurlandanna. Með samvinnu við norrænar þjóðir gætum við að einhveiju marki haft óbein áhrif á stefnu bandalagsins. Lengi mætti telja mikilvægi norrænnar samvinnu fyrir íslendinga. Það er því slæmt að þekking okkar og trú á norrænni samvinnu sé af eins skornum skammti og nýleg skoðana- könnun staðfesti. í ljósi þessa er rétt að þeir sem leiða norræna samvinnu hér á landi taki höndum saman og komi gildi norrænnar samvinnu markvisst á framfæri. Höfundur er sjúkrnþjálfnri og sljórnarmnður í Norræna félaginu. Skeifunni 13 Auðbrekku 3 Reykjavík Kópavogi (91)68 74 99 (91)4 04 60 Norðurtanga 3 Akureyri (96) 2 66 62

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.