Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
37
Agústa Sveins-
dóttir - Minning
Mín kæra vinkona, Ágústa
Sveinsdóttir, hefur kvatt þennan
heim og er gengin inn til þess fagn-
aðar sem Frelsari okkar hefur gefið
fyrirheit um. í hugann kemur sálm-
vers sem okkur var kært. Það hljóð-
ar svo:
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
Iifi og verð mínum lausnara hjá,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Lárus Halldórsson eldri)
Söknuðurinn er mikill og sár við
þá hugsun að fá ekki lengur að sjá
og heyra þá vinkonu sem manni
þykir svo vænt um. Það liðu fáir
dagar svo að Ágústa hringdi ekki
til mín og við ræddum saman um
allt sem okkur var kært. Enga
þekkti ég sem betra var að ræða
við, jafnt þegar sorg og erfiðleikar
steðjuðu að og þegar gleði og ró-
semd gengu um garða. Við áttum
svo margar og góðar samræður við
heimsóknir, í símaviðtölum og ann-
arri samveru. Þegar hryggð og dap-
urleiki fyllti hugann var sérlega
gott að tala við Ágústu. Hún átti
svo hlýtt hjartalag, góðan skilning
og mikla rósemd að það er erfitt
að trúa því að nú sé hún gengin
og aðeins sé eftir minning í huga
mannsins. En minningin er dýrmæt
og fyrir þá góðu samfylgd sem ég
naut ber mér að þakka.
Kynni okkar voru orðin löng.
Margar eru minningar frá þeim
tíma sem við áttum samstarf í sum-
arbúðum KFUK. Fyrst voru sumar-
búðirnar í Straumi sunnan Hafnar-
fjarðar, síðar í Botni í Hvalfirði og
loks í Vindáshlíð. Ágústa var lengi
í stjórn sumarstarfsins og lagði sig
fram um hvað eina svo allt gengi
sem best, enda var hún afburða
samviskusöm og vandvirk. Ég var
við matseld í sumarbúðunum og var
mjög gott að starfa með henni. En
kynni okkar voru mikil þar fýrir
utan og við urðum enn nánari vin-
konur eftir því sem við urðum eldri.
Ágústa eignaðist bíl þegar hún var
komin á miðjan aldur. Þess fékk
ég að njóta því ófáar voru ferðirnar
sem hún tók mig með sér t.d. í
sumarhús í Borgarfirði þar sem við
áttum saman ánægjustundir, í
kvennaflokka í Vindáshlíð, oft var
þar glatt á hjalla, og á almenn mót
í Vatnaskógi þar sem við nutum
saman í kyrrð helgra stunda, að
ógleymdu því að hún tók mig ein-
att með sér á fundi sem við sóttum
reglulega í því félagi sem okkur
báðum þótti svo vænt um, KFUK.
Ágústa var einkar handlagin og
listfeng kona, um það bera vott
verk hennar fíngerð og falleg. Góð-
ar eru líka minningarnar frá því
er við fórum saman á listsýningar
og hljómleika. Það var svo gott að
njóta góðrar listar í nærveru Ág-
ústu. Maður fann að hún átti svo
góðan skilning á því sem sýnt var
og flutt að ánægjan varð miklu
fyllri og ég naut þess betur sem í
boði var í fylgd hennar.
Ágústa var ljúflynd og jafnlynd
kona. Það fylgdi henni hvarvetna
góður andi. Hún hafði næmt auga
fyrir því skoplega sem í kringum
hana var en hún var einstaklega
gætin með það að særa engan né
benda á veikleika annarra í þeirra
návist. Þvert á móti var hún alltaf
tilbúin að taka málstað þess sem
ekki var nærstaddur. Einlægni
hennar var sönn og allt yfirbragð
svo rólegt og yfírvegað að það var
hverjum sem umgekkst hana til
lærdóms og fyrirmyndar.
Páll postuli skrifaði til þeirra sem
hann bar umhyggju fyrir: „Ljúf-
lyndi yðar verði kunnugt öllum
mönnum." Það er eins og þessi setn-
ing geti verið yfirskrift yfír fram-
göngu Ágústu, en það var fjarri því
að hún væri þess meðvituð að hún
væri einhver áberandi fyrirmynd
heldur var það þannig að hún var
hlédræg og lét aldrei á sér bera,
en var ævinlega til taks ef hennar
var þörf í fjölskyldunni eða í því
félagsstarfi sem stóð henni nærri.
Súmarið sem nú er að líða var
hennar síðasta. Hún var mikinn
hluta þess sjúk og lá á sjúkrahúsi.
Ekki var hægt að heyra né finna
að hún æðraðist yfír því að finna
að kraftar hennar þurru smátt og
smátt. Hún ræddi um allt eins og
áður og allir sem þekktu hana vissu
að hún setti traust sitt á Drottin.
Það var mikil gleði fyrir fjöl-
skyldu mína að hún gat í júní síðast-
liðnum tekið þátt í brúðkaupshátíð
dótturdóttur minnar. Það má segja
að nærvera hennar hafi verið sjálf-
sögð þegar fjölskylda mín hélt há-
tíð eða tyllidaga.
Margir sakna hennar nú. Hennar
rúm verður ekki fyllt. Ég og fjöl-
skylda mín sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til ástvina hennar í
Miðtúni.
Blessuð sé minning Ágústu vin-
konu minnar.
Þóra Kolbeinsdóttir.
Minning
Guðsteinn Sigurgeirs-
son húsgagnabólstrari
Fæddur 8. júlí 1913
Dáinn 26. ágúst 1993
Fimmtudaginn 26. ágúst lést vin-
ur minn, Guðsteinn Sigurgeirsson,
eftir langvarandi veikindi, þá nýlega
orðinn áttræður.
Það er nú svo að þrátt fyrir háan
aldur eru sumir þannig frá náttúr-
unnar hendi að ekki er hægt að
merkja þreytu og lífsleiða á viðmóti
þeirra. Þannig var Guðsteinn.
Guðsteinn var orðinn aldraður
maður í árum talið er ég fyrst hitti
hann í kjallaranum í íbúð þeirra
hjóna, hans og Rögnu, en þar leigði
systir mín, Vala, litla og huggulega
íbúð og hafði gert í nokkurn tíma.
Guðsteinn hafði þar aðstöðu í her-
bergi í kjallaranum til að sinna
hugðarefnum sínum og vinnu, dá-
litla vinnustofu hvar hann bólstraði
stóla og dundaði við_ margt annað
þegar tími gafst til. Ég held að það
hafí verið þar sem ég hitti hann
fyrst, en ég var þá í stuttri heim-
sókn í Reykjavík.
Seinna fluttist ég sjálfur í kjallar-
ann og bjó þar í ein tvö ár. Góður
vinskapur tókst með okkur og hélst
alla tíð síðan. Oftar en ekki kom
Guðsteinn niður að stilla hitainntak-
ið, eða þá að stússast eitthvað í
vinnuherberginu. Fékk hann sér þá
gjarnan sæti hjá mér og ræddum
við heimsmálin eða hann sagði mér
frá einhverri af sínum ótal fjalla-
ferðum, en Guðsteinn hafði farið
víða um landið og hafði ótal sögur
að segja af slíkum ferðum. Alltaf
var jafngaman að spjalla við Guð-
stein sem var mikill húmoristi og
gæti ég trúað að hann hafí verið
ferðafélagi góður.
Ég man að sumarið ’91 hafði ég
verið að vinna erlendis og þegar ég
kom heim þá hafði ég í farteskinu
ákveðna öltegund sem ég vissi að
Guðsteinn hafði mikið dálæti á og
hugðist færa honum. Þá lá hann
rúmfastur eftir umferðaróhapp og
gat sig hvergi hrært, en það lét
hann nú ekki á sig fá heldur gerði
grín að öllu saman og saug ölið í
gegnum rör. Ég veit hreinlega ekki
hvað hefði þurft til, svo að Guð-
steinn hefði uppi barlóm eða kvart-
anir. Það má kannski segja að
barlóms-genið hafí vantað í Guð-
stein og því hafí hann tekið' öllu
með jafnaðargeði. Jafnvel síðustu
dagana fyrir andlátið, þegar veik-
indin voru að bera hann ofurliði, var
hann glaðlegur og lét ekkert uppi
um hversu erfið og sársaukafull
þessi barátta væri.
Þannig var Guðsteinn eins og ég
þekkti hann og þannig mun ég
muna hann.
Eftirlifandi eiginkonu Guðsteins,
Rögnu Finnsdóttur, og bömum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og sendi þeim einnig
kveðju systur minnar, Völu Ágústs-
dóttur, sem var erlendis þegar Guð-
steinn dó. Eftir lifir ánægjuleg
minning um mann sem ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast.
Þorleifur Ágústsson,
Gautaborg.
Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15,
101 Reykjavík, sími 11990
Stofnsettur 1947
Haustnámskeíð 27.10.1993-29.1.1994
Síðasta innritunarvika
Listasaga (9 fyrirlestrar frá 8. október - 3. desember) föstu-
daga kl. 17.00-18.30 fyrirlesari Aðalsteinn Ingólfsson.
Myndir sem breyttu listasögunni:
1. Edoward Manet MORGUNVERÐURINN í GRASINU, 1863.
2. Auguste Rodin GÁTTIR HEUAR, 1880-1917.
3. Paul Cézanne FÓLK AÐ BAÐA SIG, u.þ.b. 1900.
4. Henri Matisse LUXE, CANNE ET VOLUPTÉ, 1905-6.
5. Pablo Picasso STÚLKURNAR FRÁ AVIGNON, 1907.
6. Piet Mondriaan KOMPÓSISJÓN NR. 3, 1917.
7. Marcel Duchamp STÓRA GLERIÐ, 1916-23.
8. Joan Míró FÆÐING HEIMSINS, 1925.
9. Finnur Jónsson ÓÐUR TIL MÁNANS, 1923.
Metnaðarfull námskeið sem hafa skilað góðum árangri.
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 13.00-19.00 í september.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Skólastjóri
Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15,
101 Reykjavík, sími 11990
-l-ill
TTT
XXT
Mynditi sýnir
1OO cm skdp,
tvfskiptan
m/battabillu,
fatabengi og
3 bittanu
Verð
15.455 kr.
slgr.
BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651499
TIL AFGREIÐSLU STRAX!
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR