Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 52
Whpt HEWLETT
mLtíM PACKARD
--------------UMBOÐIÐ
H P Á iSLANDI H F
Höfdabakka 9, Reykjavik, sími (91)671000
Frá möguleika til veruleika
sim $91100,.
............REYKJA VÍK
ÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MORGVNBLADID, KRINGLAN 1
----- io, sur
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Unnið að samein-
ingu eða samvinnu
Osvarar og Þuríðar
ÞREIFINGAR eru nú í gangi í atvinnumálum Bolungarvíkur og vinna
menn að sameiningu eða samvinnu milli Ósvarar hf. og Þuríðar hf.
Þessj fyrirtæki skiptu með sér eignum þrotabús Einars Guðfinnssonar
hf. Ósvör keypti togarana en skortir vinnsluaðstöðu, Þuríður bauð í
fiskvinnsluhúsið en skortir hráefni. Inn í myndinni mun einnig að
koma á fót samstarfi, eða samruna, milli Ósvarar og útgerðarfélags-
ins Græðis hf. sem á lítið fiskvinnsluhús. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er það einkum Sparisjóður Bolungarvíkur sem knýr á um
að þessir möguleikar séu athugaðir.
Ólafur
Kristjánsson bæjarstjóri
segir að bæjaryfirvöld vilji leggja
mikið af mörkum til að stuðla að
samvinnu eða sameiningu fyrirtækja
í bænum og séu viðræður milli
þriggja aðila að hefjast, það er
Ósvarar, Þuríðar og Græðis. „Við
viljum ekki hefta athafnafrelsi ein-
stakra manna hér í bænum en við
þær erfiðu aðstæður sem hér eru
leggjum við mikla áherslu á að menn
nái samkomulagi og viljum leggja
okkar af mörkum til þess,“ segir
Ólafur.
í máli Ólafs kemur einnig fram
að áríðandi sé að viðræðurnar gangi
hratt fyrir sig enda mun Þuríður
ganga frá kaupsamningi sínum við
Fiskveiðasjóð á morgun, föstudag.
Þrír möguleikar
Bæjarstjórn hefur ákveðið að
skipa þriggja manna nefnd með odd-
vitum allra flokka til að kanna mál-
ið til hlítar. Kristinn H. Gunnarsson
oddviti minnihlutans segir að bæjar-
stjórn hafi áhyggjur af framvindu
mála og þá sérstaklega atvinnu-
ástandinu ef Ósvör geti ekki unnið
afla sinn á Bolungarvík. „Menn telja
óverjandi annað en að reyna allar
leiðir sem geta leitt til þess að veið-
ar og vinnsla sameinist með ein-
hverjum hætti,“ segir Kristinn. Hann
nefnir að þrjár leiðir séu einkum til
skoðunar, í fyrsta lagi samvinna á
milli Ósvarar og Þuríðar, í öðru lagi
að fyrirtækin sameinist með ein-
hverjum hætti, til dæmis að Ósvör
gangi inn í kaupsamning Þuríðar við
Fiskveiðasjóð og ef þessir tveir kost-
ir gangi ekki upp að Ósvör komi á
fót eigin vinnslu.
Hvað síðast nefnda kostinn varðar
má geta þess að bæjarsjóður og
verkalýðshreyfingin eru stærstu
hluthafar í Ósvör og þeir eru einnig
stærstu hluthafar í Græði hf. sem á
lítið ftskvinnsluhús. Möguleikinn
sem þarna er til skoðunar er að
.Ósvör kaupi hlut bæjarsjóðs og
verkalýðshreyfrngarinnar í Græði hf.
Viljum skoða málið
Valdimar L. Gíslason, einn af for-
svarsmönnum Þuríðar, segir að þeir
vilji ekki útiloka neina hluti í þessum
þreifingum og vilji skoða málið.
„Við viljum ná lendingu í þessu
máli sem er best fyrir Bolungarvík,
hagsmunir bæjarfélagsins sitji í fyr-
irrúmi," segir Valdimar. Hvað varð-
ar hugmyndir um sameiningu eða
samvinnu Þuríðar og Ósvarar segir
Valdimar að hann hafi enn heyrt of
lítið um málið til að geta tjáð sig
nánar um það. „En við viljum hlusta
á rökin fyrir þessu og erum opnir
fyrir skynsamlegum lausnum," segir
hann.
Haustið gerir vart við sig
Morgunblaðið/RAX
EFTIR sumarauka síðustu daga sunnanlands boðaði haustið komu sína í gær með roki og rigning-
arsudda. Skjólfötin komu því víða í góðar þarfir eins og sést á myndinni.
íslensk stjórnvöld í viðræðum við EB um að flýta gildistöku flugmálastefnu EB hér á landi
Ankið frelsi innanlands frá
1997 og meiri réttindi ytra
ÍSLENSK stjórnvöld eiga nú ásamt stjórnvöldum í Finnlandi og
Austurríki í viðræðum við EB um að flýta gildistöku þeirra reglna
um flugmál sem tóku gildi á innri markaði EB um síðustu áramót og
í Svíþjóð og Noregi í sumar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins yrði að óbreyttu fjallað um þessi mál eftir gildistöku EES-samn-
ingsins og þá ásamt öðrum reglum sem tekið hafa gildi innan EB
eftir 1. ágúst 1991, en það er sú dagsetning sem gildistaka reglu-
gerða sem fylgja EES miðast við.
Bankar og sparisjóðir gera vaxtaskiptasamninga við Seðlabankann
Islandsbanki boðar
3-3,5% vaxtalækkun
VEXTIR banka og sparisjóða lækka að öllum líkindum töluvert um
mánaðamótin. Islandsbanki hefur boðað 3-3,5 prósentustiga lækkun
útlánsvaxta en aðrir hafa ekki nefnt tölur. Þessi lækkun kemur í kjöl-
far þess að verðbólga hjaðnar nú ört. Þá gerðu bankar og sparisjóðir
í gær vaxtaskiptasamninga við Seðlabanka sem draga úr rekstrar-
áhættu og eiga að stuðla að jafnari og lægri vöxtum.
Bankastjórar viðskiptabankanna
þriggja og fulltrúar sparisjóðanna
skrifuðu í gær undir vaxtaskipta-
samningana við Seðlabankann. Jón
Sigurðsson seðlabankastjóri sagði
við það tækifæri, að vaxtaskipta-
samningamir myndu stuðla að heppi-
legri þróun nafnvaxta en ella, þar
sem bankar hefðu ekki lengur sömu
ástæðu til að fylgja skammtíma-
sveiflum verðbólgunnar og áður.
Ennig gerðu vaxtaskiptasamning-
ingamir það að verkum að rekstrar-
áhætta bankanna vegna verðtrygg-
ingarmisvægis væri orðin hverfandi
og því ættu samningamir að stuðla
að lækkun vaxta. A blaðamanna-
fundi eftir undirskriftina kom fram
að áhættuálag á nafnvexti er áætlað
u.þ.b. 1 prósentustig að jafnaði.
Vaxtalækkun
íslandsbanki hækkaði útlánsvexti
samtals um 7 prósentustig í júlí og
gerði þá ráð fyrir að ve'xtir myndu
lækka snarlega þegar verðbólgan
hjaðnaði aftur. Þegar Valur Valsson
bankastjóri íslandsbanka var
spurður hvort ekki væri ástæða til
að lækka vexti nú um meira en 3-3,5
prósentustig í ljósi þess að spáð
væri 2% verðbólgu á næstunni,
svaraði hann; „Tvö prósentin eru
áætluð hækkun lánskjaravísi-
tölunnar frá 1. september til ára-
móta. Vaxtabreytingarnar voru
vegna þess verðbólguhöggs sem kom
fram í júlí og ágúst. Verðbólgan er
að byija að hjaðna aftur og við
metum það svo, að sú þróun, ásamt
þessum vaxtaskiptasamningum, gefi
núna tilefni til að stíga svona skref.“
Sjábls. 26-27:
„Verðtryggingarhalli...“
íslenskir flugrekstraraðilar hafa
hvatt til samninganna vegna auk-
inna réttinda erlendis, en auk þess
mun af þessu leiða mikla takmörkun
afskipta stjórnvalda af öðrum mál-
efnum flugrekstraraðila en öryggis-
málum auk skuldbindingar til að
gefa innanlandsflug fijálst eftir 1.
apríl 1997.
Hvatinn að því að reynt er að
hraða gildistöku ákvæðanna um
flugmál er sá að jafna samkeppnis-
stöðu flugrekenda í EFTA-ríkjunum.
Tvö þeirra, Noregur og Svíþjóð, náðu
í sumar sérstökum samningum við
Evrópubandalagið um þetta, en þeir
samningar voru byggðir á sameign
Norðmanna, Svía og EB-ríkisins
Danmerkur á SAS-flugfélaginu.
Flugleiðir eru mjög fylgjandi þessum
samningum, að því er Einar Sigurðs-
son blaðafulltrúi félagsins sagði í
samtali við Morgunblaðið og sama
á við, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, um aðra flug-
rekstraraðila hér á landi. Þessar
reglur eru m.a. forsenda þess að
íslensk flugfélög öðlist rétt til að
taka farþega á lendingarstöðum inn-
an Evrópu og flytja þá á aðra staði
innan álfunnar.
Hömlum létt af flugrekstri
Með þeirri flugmálastefnu sem
tók gildi innan EB um síðustu ára-
mót er stigið lokaskref í þá átt að
því að aflétta reglugerðarstýringu
og hömlum af flugrekstri. Þegar
liggur fyrir að íslensk stjórnvöld
hafa fyrir sitt leyti samþykkt gildis-
töku þeirra hér á landi án fyrirvara,
en meðal þess sem gildistaka hefur
í för með sér — hvort sem það verð-
ur um áramót eins og til umræðu
er, eða síðar — er að þá falla úr
gildi reglur sem skilja á milli leigu-
flugs og áætlanaflugs og heimildir
stjórnvalda til að hafa afskipti af
flugfargjöldum og skipta leiðum
miili flugrekstraraðila eftir sæta-
framboði hverfa að mestu.
♦ ♦ ♦
Reynt að
seljaOtto
Wathne
VIÐRÆÐUR standa nú yfir
milli útgerðar Ottos Wathnes
á Seyðisfirði og erlendra aðila
um sölu á frystitogara fyrir-
tækisins. Þá hafa farið fram
viðræður um sölu á öðrum
eignum innanlands eða utan.
Otto Wathne NS 90, sem er
frystitogari, hefur ekki haft fisk-
veiðiheimildir í íslenskri lögsögu
vegna ónógrar úreldingar á móti
skipinu.
Ahöfninni á Otto Wathne NS
90 var sagt upp störfum í gær,
skömmu áður en hún hélt til
Englands. Skipið landaði þar fyr-
ir helgi og heldur í dag aftur til
veiða í Smugunn-i.