Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 21

Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 Pizza 67 opnar á Selfossi FYRIRTÆKIÐ Pítsa-hornið opn- aði nýlega nýjan veitingastað við Tryggvagötu sem starfar undir nafni Pizza 67 og selur pizzur úr sama hráefni og með sömu gæðum og aðrir Pizza 67 staðir. Eigendur nýja veitingastaðarins eru Kristinn Grímsson og Erla Gísladóttir. Eins og hjá öðrum Pizza 67 veit- ingastöðum er lögð áhersla á áleggsmagnið á pizzunni og að hún sé matarmikil með fyrsta flokks hráefni og íslenskum osti. Nýi veit- ingastaðurinn tekur 40 manns í sæti og lögð er áhersla á hraða og Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samvinna Samvinna um rekstur Pizza 67, Kristinn Grímsson á Selfossi og Einar Kristinsson einn aðaleigenda Pizza 67 með eina afgreiðslustúlk- una, Ástu Kristinsdóttur, á milli sín. góða þjónustu. Mikið var að gera fyrsta daginn sem opnað var og pizzumar bæði afgreiddar á staðn- um og sendar heim til viðskiptavina. Gjafavörur og góðgæti í nýrri verslun við Skólavörðustíg FORTÍÐARÞRÁ má segja að sé einkennisorð nýrrar verslunar við Skólavörðustíg í Reykjavík, þar sem Ingibjörg Dalberg opn- aði nýlega verzlunina Eplatréð. Þar eru til sölu vörur undir breska vöruheitinu Crabtree & Evelyn. Ingibjörg rekur jafnframt snyrti- stofuna Maju í Bankastræti og hyggst halda rekstri hennar áfram. „Eg kynntist vörum frá Crabtree & Evelyn er ég var búsett í Bret- landi, en þá keypti ég þessar vörur til að færa ættingjum og vinum þegar ég kom í heimsókn til Is- lands.“ Hún keypti snyrtistofuna af móð- ur sinni er hún flutti aftur heim til íslands og hafði nokkrar vöruteg- undir frá Crabtree og Evelyn til sölu þar. „Búðin á sér því langan aðdraganda og mér finnst afskap- lega spennandi að fást við verslun- arrekstur samhliða rekstri snyrti- stofunnar," segir Ingibjörg. Meðal þess sem er að finna í hillum verslunarinnar eru sápur, ilmpappír í skápa, ilmandi herðatré, rakstursvörar fyrir herra, te frá Indlandi, sultur frá Englandi, osta- kex frá Hollandi og hunang frá Mexíkó. Að sögn Ingibjargar kaup- ir fyrirtækið vörur frá ýmsum og ólíkum fyrirtækjum víða í heiminum „til að eiga kost á því besta frá hveiju landi“, eins og hún kemst að orði. Sulturnar eiga það sam- merkt að innihalda engin rotvarnar- efni, en í sumar þeirra er blandað líkjör. Sykurlausar sultur eru ætlað- ar þeim sem af einhveijum ástæð- um borða ekki sykur og eru þær sættar með ávaxtasafa. ■ Rautt gingseng er mulið úr 6 ára gingseng-rótum og selt í hylkjum Morgunblaðið/Emilía Ingibjörg við góðgætis hillurnar í verzluninni Eplatrénu. VERÐLÆKKUN! beint frá Kóreu RAUTT eðalgingseng, sem fáan- legt hefur verið hér um skeið, er nú flutt beint inn frá Kóreu og er I nýjum umbúðum með ís- lenskum texta. Að sögn Sigurðar Þórðarsonar innflytjanda, hefur innsigli einnig verið breytt. „Það var gert til að draga úr líkum á eftirlíkihgum sam- hliða því sem ríkiseinkasölunni var breytt í ríkisrekna fyrirtækið Korea T og Gingseng Corp. Með beinum innflutningi frá Kóreu hefur reynst mögulegt að halda verði óbreyttu í ' langan tíma þrátt fyrir tvær gengis- fellingar." ■ Afmæliskynning á Ommukleinum Ommukleinur - gott íslenskt kaffibrauð! Frcistingar í 40 árl Bakari FriHriks Haraldssonar sf. Kársnesbraut 96, Kópavogi sími 91-41301

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.