Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
Verknámsskólar
þjóni atvinnulífmu
eftir Guðbrand
Magnússon
Samkomulag var undirritað 1.
september sl. milli menntamála-
ráðherra, Iðnskólans í Reykjavík,
Félags íslenska prentiðnaðarins,
Félags bókagerðarmanna og
Prenttæknistofnunar um tilrauna-
kennslu í bókiðngreinum (prentiðn-
aði). Forsenda samkomulagsins
eru lög sem menntamálaráðherra
fékk samþykkt á síðasta Alþingi
um breytingu á framhaldsskólalög-
unum, og samið voru að tilstuðlan
prentiðnaðarins. Grundvallaratriði
varðandi þá. lagabreytingu er að
með samþykkt hennar gafst færi
á nánari samvinnu skóla og at-
vinnulífs í verknámi en hingað til
hefur verið möguleg og beinum
áhrifum atvinnulífs á innihald og
framkvæmd iðnmenntunarinnar. I
framhaldi af samþykkt lagagrein-
arinnar skipaði Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra stýrihóp,
þar sem sitja þrír fulltrúar atvinnu-
lífs og tveir frá iðnskólanum undir
formennsku fulltrúa menntamála-
ráðherra. Menntamálaráðherra
hefur góðu heilli gefið stýrihópnum
óvenjulega mikið vald, eða eins og
segir m.a. í skipunarbréfí, að hafa
„yfirumsjón með tilraunakennslu
bókiðngreina". Mér er til efs að
ráðherra hafi áður með jafn afger-
andi hætti flutt vald frá mennta-
málaráðuneyti til atvinnulífs 'og
komið fulltrúum atvinnulífsins, at-
vinnurekendum og launþegum,
með svo beinum hætti til áhrifa í
skólakerfínu.
Framkvæmd starfsnáms hefur
tekist illa
Skipulag og framkvæmd starfs-
náms hefur tekist illa hér á landi.
Það lýsir sér skýrast í því að miklu
færri unglingar hefja starfsnám
hér en í nágrannalöndum okkar,
s.s. Danmörku. Þetta lýsir sér einn-
ig í því að ekki er brugðist við
breytingum á atvinnuháttum.
Tengsl skólakerfisins við atvinnu-
lífið hafa með öðrum orðum verið
nánast engin. Nemendur sem út-
skrifast eru illa undir það búnir
að tákast á við þá tækni sem ræð-
ur ríkjum í fyrirtækjunum og það
sem verra er, þeir eiga erfitt með
að takast á við afgerandi breyting-
ar á vinnubrögðum sem nú ríða
yfír með sífellt meiri hraða. Þrátt
fyrir að allir eigi rétt á framhalds-
skólanámi, finna tiltölulega fáir
nám þar við sitt hæfi og stór hluti
fólks situr eftir með sárt ennið og
enga formlega starfsmenntun.
Skólakerfíð virkar þannig, að
góðum námsmönnum er beint frá
iðnnámi í bóknám sem veldur at-
vinnuvegunum að sjálfsögðu mikl-
um skaða. í rauninni ætti að
byggja menntakerfið þannig upp
að starfsnám sé hin almenna leið,
en þeim beint í bóknám sem ekk-
ert verksvit hafa. Það myndi auka
hagvöxt og velsæld í landinu.
I um fjögur ár hafa forystumenn
í Félagi íslenska prentiðnaðarins
og Félagi bókagerðarmanna barist
fyrir því að fá aukin áhrif í verk-
menntakerfinu gegn meiri ábyrgð,
þannig að færi gefist á því að stýra
iðnnáminu í þann farveg sem
gagnast atvinnulífínu. Höfðu menn
á orði, að ef ekki yrði þar breyting
á til batnaðar á næstu árum myndi
íslenskur prentiðnaður ekki geta
staðist síaukna erlenda sam-
keppni. Ég held að það sé ekki
ofmælt.
Skýr markmið — nýjar
kennsluaðferðir
Leiðarljós menntunar í bókiðn-
greinum, sem hófst núna í haust,
er „að byggja upp prent- og út-
gáfuiðnað, sem einkennist af þjón-
ustu, gæðum, framleiðni og starfs-
ánægju. í krafti þekkingar og
hæfni starfsmanna geti íslenskur
prent- og útgáfuiðnaður þjónað
viðskiptavinum sínum afburða vel
og haft betur í samkeppninni við
innflutt prentverk.11
Faglegur sjónarhóll verður í fyr-
irrúmi í kennslunni, gengið verður
út frá prentgripnum sjálfum og
notagildi hans; hann er takmarkið
en tæknin er verkfæri til að ná
takmarkinu. Fagþekking þarf að
vera yfírfæranleg á nýja tækni.
Námið verði svo sveigjanlegt að
nemendur geti lagt áherslu á
ákveðin hæfnisvið öðrum fremur
með tilliti til þeirrar hæfni sem
þeir búa þegar yfir ásamt þeirri
sérhæfingu sem verknámsfyrir-
Guðbrandur Magnússon
„Mér er til efs að ráð-
herra hafi áður með
jafn afgerandi hætti
flutt vald frá mennta-
málaráðuneyti til at-
vinnulífs og komið full-
trúum atvinnulífsins,
atvinnurekendum og
launþegum, með svo
beinum hætti til áhrifa
í skólakerfinu.“
tæki þeirra hefur markað sér. í
skólanum verður lögð áhersla á
samþættingu námsgreina með það
að markmiði að tengja bóklega og
verklega þætti námsins.
Hvatning er lykilorð í þeim kröf-
um sem gerðar eru til hins nýja
iðnnámskerfis. Heildarsýn á
kennsluna á að stuðla að löngun
nemenda til að læra. Þeir eiga
strax að sjá notagildi námsins.
Veigamikill þáttur í starfi kenn-
ara innan tilraunarinnar verður
eftirlit á þeim vinnustöðum þar
sem nemamir hljóta verkþjálfun.
Ætlast er til þess að kennari komi
að jafnaði einu sinni í mánuði í
heimsókn í prentsmiðjuna og ræði
við leiðbeinanda og nema. Miklar
vonir eru bundnar við að í kjölfar
þessa nána samstarfs myndist góð
tengsl milli skóla og vinnustaða,
sem svo sárlega hefur vantað til
þessa.
Ekki verður þarna látið við sitja
í mótun kennarastarfsins, því end-
urmenntun og námsefnisgerð verð-
ur einnig skilgreint sem hluti af
því með skýrari hætti en tíðkast
hefur. Miklar vonir eru bundnar
við endurmenntun kennara í prent-
iðnaði, sem hafa mátt þola það
hlutskipti að dragast aftur úr við
það eitt að vera ekki í beinum
tengslum við þróunina á vinnustöð-
unum. Tilraunin veitir kennurum
færi á að sinna starfi sínu miklu
markvissar en áður og dregur úr
hættunni á því að þeir einangrist,
enda hafa þeir sýnt þessu nýja
fyrirkomulagi mikinn áhuga.
Kennarar em í lykilhlutverki í
skólakerfinu og alveg ljóst að án
brennandi áhuga þeirra komast
menn ekki langt í endurbótum á
því.
Nánara samstarf
Til að efla og auka tengsl skóla
og atvinnulífs hafa einnig verið
settir á fót þrír faghópar, einn fyr-
ir hveija iðngrein, prentsmíð,
prentun og bókband, þar sem full-
trúar atvinnulífs eru í meirihluta,
en þar eiga einnig sæti fagkennari
og fulltrúi menntamálaráðuneytis.
Faghóparnir hafa ijölþættu
hlutverki að gegna. Þeim er ætlað
að vera stýrihópnum til ráðuneytis
um viðurkenningu fyrirtækja til
nematöku, gera tillögur um breyt-
ingu á námskrá og vera kennurum
til ráðuneytis um gerð kennslu-
skráa auk þess sem þeim er ætlað
að koma með ábendingar til stýri-
hóps um endurmenntun fyrir kenn-
ara. Markmiðið í samstarfi kenn-
ara og faghópa er að tryggja að
kennslan í skólanum sé í takt við
þarfir atvinnulífsins.
Fyrirtækin miðstöðvar
verkþjálfunar
Tilraunin byggist á því að nota
það besta úr meistarakerfinu og
verknámsbrautakerfinu. Fyrirtæk-
in verða miðstöðvar verklegs hluta
námsins og ný námskrá tekur einn-
ig til þess tíma sem nemar eru í
verklegri þjálfun, en ekki einungis
til skólatímans eins og nú er. Gerð-
ar verða sérstakar kröfur til fyrir-
tækjanna um tækjakost, verkefni
og hæfa leiðbeinendur. Uppfylli
einhver fyrirtæki þau skilyrði ekki
að fullu geta þau samið við önnur
fyrirtæki um að neminn stundi
hluta námsins þar.
Námstímanum verður skipt upp
í nokkur tímabil í skóla og jafn-
mörg á vinnustað og jafnað yfir
námstímann. Með þeim hætti
skapast víxlverkun,'á hveiju tíma-
bili styður bóknámstíminn þann
verklega með beinum hætti. Við
upphaf hvers tímabils mun fara
fram nokkurs konar stöðumat,
skólinn lítur eftir því að fyrirtækið
standi við sinn hlut í náminu og
fyrirtækið hefur eftirlit með skól-
anum.
Sparnaður ríkisins
í þessum hugmyndum felst einn-
ig að nýta tækjakost fyrirtækj-
anna, því augljóslega mun skólinn
seint hafa fjármagn til að fjárfesta
í þeim tækjum sem þyrfti ef verk-
legur hluti náms væri að megin-
hluta til í skólanum. í því felst þó
alls ekki að hætta eigi með öllu
verklegri kennslu innan skóla-
veggja, heldur að flytja áhersluna
út í fyrirtækin.
Nám á vinnustað gefur nemum
miklu raunhæfari mynd af iðninni
en skólaverkstæði, auk þess sem
neminn lærir þá líka að vinna að
framleiðslu í samstarfi við aðra
hópa og einstaklinga. Mikilvægi
þess að fara vel með tæki, eignir
og efni er mönnum sömuleiðis bet-
ur Ijóst við slíkar aðstæður. Síðast
en ekki síst felst í þessu mikill
sparnaður fyrir ríkið, í stað þess
að fjárfesta í dýrum skólaverk-
stæðum verða tæki fyrirtækjanna
notuð til kennslu.
Nýir námssamningar
Það er nýjung í þeirri tilraun sem
nú er hafin, að með nýjum náms-
samningum er skilgreind sameig-
inleg ábyrgð nema, skóla og vinnu-
veitanda og síðast en ekki síst
verður námsáætlun nemans fast-
sett og skólinn tekur að sér að
kalla nema til náms í skólanum
samkvæmt námsáætlun hvers
nema. Í núverandi iðnnámskerfi
er námsáætlun engin og því gætir
þeirrar tilhneigingar að draga
skólagönguna úr hófi, sem kemur
auðvitað niður á náminu og skipu-
lagi skólastarfsins. Nú verður
fylgst með námsframvindu hvers
nema, en slíkt eftirlit hefur ekkert
r ^ ^
Donald Keys í heimsókn á Islandi
Donald Keys, sem ásamt U Thant og Norman Cousins
stofnaði félagsskapinn „Planetary Citizens“ eða Borgarar
Jarðarinnar verður í heimsókn á fslandi dagana 24.-26.
september. Donald Keys er í dag 69 ára gamall og býr í
Mount Shasta í Kalifomíu, þar sem hann rekur andlega
miðstöð. Andleg leit hans hófst snemma, því 17 ára gam-
all gekk hann í Rósarkrossregluna og Arcane School, sem
stofnaður var af Alice Bailey. Mestum hluta starfsævi sinn-
ar hefur Donald Keys varið innan veggja Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem hann skrifaði m.a. ræður fyrir U Thant,
ásamt utanríkisráðerra Filippseyja og marga sendimenn
annarra ríkja.
Donald Keys hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri
World Goodwill við Lucis sjóðinn, framkvæmdastjóri National Committee for a
Sane Nuclear Policy, framkvæmdastjóri International League for Human Rights,
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna við World Association of World Federalists og er nú
forseti International Center for Integrative Studies, auk þess sem hann stofnaði
ásamt U Thant og Norman Cousins Planetary Citizens.
Röð fyrirlestra í Háskólabíói
25. september 10-16.30
Donald Keys flytur röð fyrirlestra í Háskólabíói (sal 2) laugardaginn 25. septem-
ber, sem hefjast klukkan 10 fyrir hádegi. fyrirlestrarnir Qalla um eftirtalin efni:
★ Milli tveggja heima - Andleg iðkun á breytingartímum
★ Ný landnámssvið mannkynsins - Innri og ytri sviðin
★ Geimverur og geimskip - Ógn eða ný fyrirheit fyrir heiminn
★ Samskipti milli vídda - Víðara umhverfl mannkynsins
★ Allt sem þú vilt læra um engla
★ Hver er hópur hinna hugljómuðu - Meistarar viskunnar?
★ Hvað er framundan hjá jörðinni og þjóðum hennar?
Aðgangseyrir á fyrirlestrana er aðeins kr. 700 og er sama verð allan daginn. Miðasala
í Betra líf (sími 811380) fyrir helgina og í Háskólabíói fyrirlestradaginn.
Námskeið:
Hermaður friðar í framtíð heimsin&
26. september 10-17
Donald Keys hefur einu sinni áður heimsóít Island og þá í persónulegum erinda-
gjörðum. Þá varð hann fyrir andlegri reynslu sem tengdi hann við Englasviðin og
í framhaldi af þeirri reynslu hefur hann haldið námskeið um HERMANN FRIÐAR
í FRAMTIÐ HEIMSINS árlega í Findhorn, sem er heimsþekkt andleg miðstöð í
Skotlandi. Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk mannsins í framtíð heimsins, hvaða
áhrif hann getur haft og hvernig hann getur undirbúið sig fyrir komandi breytingar-
tíma. Námskeiðið verður haldið í sal SVFR í Austurveri (2 hæð) við Háaleitisbraut
og námskeiðsgjaldið er kr. 3.500. Skráning og nánari upplýsingar er að fá í verslun-
inni Betra líf í síma 811380.
_____________________________________________________________________/
Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, sem
glöddu mig á sjötugsafmœlinu með heimsókn-
um, gjöfum og heillaóskum.
Guð blessi ykkur öll.
Guöfinna K. Ólafsdóttir,
Vallargötu 6,
Vestmannaeyjum.