Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 Unga fólkið virðist fúsara til að svíkja undan skatti en það eldra í Danmörku og Svíþjóð Hnignandi siðferði og háir skattar orsakir skattsvika Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunbladsins. UMRÆÐUR um skattsvik á einn eða annan hátt eru fastir liðir í dönsk- um og sænskum fjölmiðlum. Sérfræðingar eru á eitt sáttir um að orsak- ir skattsvika séu annars vegar háir skattar og hinsvegar að fólk gleymi í hvað skatturinn fer, einhvers konar blinda á hvað velferðarþjóðfélag- ið kosti og svo kannski hnignandi siðferði. Og ekkert bendir til að skattsvik minnki af sjálfu sér. Unga fólkið virðist fúsara til að svíkja undan skatti, en eldra fólk. Skattalækkanir draga ekki umsvifalaust úr skattsvikum, en geta haft iangtima áhrif. Hugsanlega hefur það áhrif að gera fólki grein fyrir hvað það fær fyrir skattana sína. Hvað eftirlit varðar stefnir allt í að athuga framtöl og bókhaid fyrirtælga, fremur en launþega og í Svíþjóð hefur það skilað miklum árangri, þó það sé seinunnið verk. Risna er stöðugt athugunarefni skattayfirvalda, sem leita eftir einfaldari reglum. En um leið og ein aðferð er fundin, flnna fyrirtækin óðar aðra leið til að umbuna starfsmönnum sínum án þess að skattkerfið nái til, því það er ódýr launauppbót. Sá sem hefur mest átt við rann- sóknir á neðanjarðarhagkerfmu í Danmörku er Gunnar Viby Mogen- sen, sem stjórnar rannsóknardeild Rockwoolsjóðsins, en hún er til húsa hjá Danmarks statistik. í samtali við Morgunblaðið sagði Viby Mogensen að tölur um skattsvik og neðanjarð- arhagkerfið væru auðvitað byggðar á mati. Samkvæmt tölum frá 1991 áætlar hann að neðanjarðarhagkerf- ið sé ekki undir 4-5 prósentum af þjóðarframleiðslu, en var áætlað 2-2,5 prósent 1980. Fleiri vinna svarta vinnu Aukningin liggur í að fleiri vinna svart og vinna lengur en áður. Árið 1982 var áætlað að þeir sem ynnu svart ynnu fjörutíu mínútur á dag, en klukkustund á dag 1991. Árið 1980 var áætlað að ekki færri en átta prósent launamanna ynnu svart, en fjórtán prósent 1991. Ef aðeins eru teknir iðnaðarmenn eða aðrir Sýnishorn úr söluskrá: Bflar við alira hæfi m MMC Lancer GLXi 4 x 4 '91 hvítur, ekinn 49 þ. km. Verð 1.020 þús. stgr. Toyota Corolla DX ’87 blá- sans, ekinn 114 þ. km. Verð 420 þús. Toyota Land Cruiser turbo diesel '87, grásans, ekinn 126 þ. km., 28" dekk, læst drif. Verð 2.200 þús., skipti á ódýrari. Toyota Hilux extra cab '89, blásans, ekinn 66 þ. km. Verð 1.100 þús. VSK bíll. BMW 325 IX 4 x 4 '88, grás- ans, ekinn 79 þ. km. Verð 1.400 þús., skipti möguleg á dýrari ca. 2-300 þús. stgr. Mikil sala - vantar allar gerðir bifreiða á skrá og á staðinn. BILASALAN BÍLD5HÖFÐA 3 S.670333 með hliðstæða menntun þá unnu fjórtán prósent þeirra svarta vinnu 1980, en 38 prósent 1991. Varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir undirstrikaði Gunnar Viby Mogen- sen að hann stundaði rannsóknir á neðanjarðarhagkerfínu, en það væri hins vegar stjórnmálamanna að fínna leiðir til að stemma stigu við því. Hinsvegar-sagðist hann álíta að þrjú atriði hefðu áhrif á umfang skattsvika, nefnilega skattprósent- an, siðferði og virðing fyrir skatt- kerfinu. Viby Mogensen sagði að svört vinna væri háð framboði og eftir- spurn, rétt eins og önnur vinna. Háir skattar væru skýring á skatt- svikum, en reynslan sýndi aðjafnvel þó skattar lækkuðu, héldi alltaf ein- hver hópur áfram að vinna svart, ef hann er einu sinni byijaður á því. Um siðferði sagði hann að sam- kvæmt könnun 1992 hefðu 49 pró- sent aðspurðra stundað eða sagst tilbúnir til að vinna svart. Hlutfallið var sérlega hátt meðal ungs fólks, þar sem sjötíu prósent höfðu „fijáls- lynda“ afstöðu til skattsvika, svo ef það breytir ekki um afstöðu með aldrinum dregur vart úr svartri vinnu. Gunnar Viby Mogesen sagði að líklega hjálpaði hert eftirlit, en rann- sóknir hans benda til að aðeins tíu prósent sjái einhveija áhættu í skatt- svikum. Fræðilega séð væri hægt að láta fólk undirskrifa yfírlýsingu um hver ætti að nota málningu, þegar það keypti hana, en slíkt þætti líklega merki um stalínskt skipulag. Aður fyrr lá skattskráin frammi, en nú hefur almenningur ekki lengur aðgang að henni, þar sem mikill meirihluti þingmanna samþykkti það á sínum tíma, svo greinilega væri ekki talið æskilegt að fólk hefði sjálft möguleika á að kanna skatthætti annarra. Höfðað til samviskunnar Mogens Elgaard skattstjóri í Hobro á Jótlandi og formaður félags skattendurskoðenda sagði í samtali við Morgunblaðið að vaxandi um- fang skattsvika segði að öllum lík- indum nokkuð um að eitthvað væri bogið við eftirlitið. Athyglisvert væri að þó skatteftirlitsmönnum hefði verið fækkað um þijú þúsund í tíð fyrri stjórnar, vegna samdráttar í ríkiskerfínu, þá hefði árangurinn batnað, þar sem nú væri lögð áhersla á fyrirtækjaeftirlit. Skattstofurnar fá upplýsingar frá bönkum um inni- stæðu og skuldir, þar sem vextir af inneign eru skattskyldir og fast- eignaskuldir frádráttarbærar að hluta, auk þess sem atvinnurekendur senda inn upplýsingar um laun. Um níutíu prósent skattframteljenda hefðu ekki möguleika á að breyta þessum tölum. Elgaard sagði að munurinn á svartri vinnu og svörtum greiðslum væri að hvað vinnunni viðkæmi vissu bæði sá sem keypti vinnuna og sá sem ynni hana að verið væri að vinna framhjá skattinum. Þegar maður keypti pylsu hjá pylsusalanum vissi maður hins vegar ekki hvort greiðsl- an skilaði sér til skattsins. Hvað vinnuna varðar verður annað hvor aðilinn að segja frá, til að hún kom- ist upp, eða að sá sem ynni kæmi upp um sig, til dæmis með að gefa upp óeðlilega lágar tekjur. Undan- skot undan skatti geta komið fram á ýmsan hátt og ýmis vöru- og vinnuskipti virðast tíðkast. Elgaard nefndi að í götu nokkurri í dönskum bæ komst upp að kaupmennirnir skiptust á vörum og komust meðal annars þannig undan virðisauka- skatti. Skiptin voru skráð í bók og viðskiptin gerð upp einu sinni á ári. Slíkt kemst aðeins upp, ef næst í bókhald yfír þessi viðskipti eða ef einhver segir frá. Reynslan hefur sýnt að ekki er hægt að treysta á löggjöfína eina til að koma í veg fyrir skattsvik. Elgaard hefur mesta trú á að hafa áhrif á fólk með því að benda því á hvað það fái fyrir skattana og hveija það svíki með því að greiða ekki skatt. Það svíkur til dæmis ömm- una, sem ekki kemst á elliheimili þar sem bæjarfélagið vantar pening, eða barnið, sem ekki kemst á leik- skóla, því það eru ekki nógu mörg pláss. Hins vegar væri enginn vafí á að skattprósentan hefði áhrif og sjálfur sagðist hann álíta að þegar - skattprósentan færi yfír fímmtíu færðust skattsvik í aukana, en þrö- skuldurinn væri misjafn eftir lönd- um. En stjórnmálamenn gætu líka fordæmt skattsvik meir en þeir gera. I Danmörku hafa nýlega verið teknar upp ýmsar bótagreiðslur, meðal annars til að draga úr skatt- svikum. Þannig er hægt að fá bætur til barnagæslu og húsaviðhalds. Elgaard sagðist álíta að betra væri að nota frádrætti til að hvetja til framtals tekna. Um tíðni og ástæður virðisaukaskattsvika sagði hann að þar gilti vísast hið sama og um önn- ur skattsvik. í athugun í Árósum sagðist helmingur götusölumanna vera með virðisaukaskattsnúmer, en þeir skráðu fengu nótur hjá þeim óskráðu til að lækka sinn skatt. Þó mikið sé um alls kyns götu- og markaðssölu í Danmörku höfðu þeir aldrei fengið heimsókn skatteftirlits- manna. Á nýafstöðnum ársfundi danskra skattstjóra var megin efnið siðfræði og siðferði, eftir að efni síðasta árs var svört vinna. Elgaard sagðist hafa trú á að betra væri að höfða til samviskunnar, en hræða fólk. Hvað skattinn varðaði skipti einnig máli að gera hann sýnilegan, gera fólki grein fyrir í hvað hann færi og hveijir innheimtu, svo kerfíð væri ekki andlits- og útlínulaust. Svíþjóð: Sá sem kaupir svarta vinnu getur verið meðsekur í Svíþjóð eru tölur um neðanjarð- arhagkerfíð frá 1984, þegar Ingem- ar Hansson prófessor í Lundi áætl- aði að umfang þess næmi 4-7 pró- sentum þjóðarframleiðslu, eða sem samsvarar fjörtíu til sjötíu þúsund íslenskum krónum á hvern fullorð- inn. Einnig benti hann á að ef þess- ir fjármunir skiluðu sér væri hægt að nota þá til að lækka skattapró- sentuna um 4-5 prósent. Síðan hef- ur skattkerfinu sænska verið um- bylt, skattar lækkaðir en fleira skatt- lagt og í ár er annað árið, sem skatt- ar eru greiddir eftir nýja kerfinu. Að sögn Roland Ákerblum skatt- stjóra hjá embætti ríkisskattstjóra er verið að vinna að úttekt á áhrifum skattkerfisbreytingarinnar, meðal annars á skattsvik. Reynsla annarra þjóða sýndi þó að skattalækkun hefði ekki mikil áhrif á skattsvik, en til lengdar hefði hún áhrif á þá átt að fólk sætti sig betur við skattinn sinn. Launþegar þurfi ekki að skila inn framtölum Að sögn Sten Erikssons upplýs- ingafulltrúa hjá sænska ríkisskatt- stjóraembættinu hefur undanfarið verið lögð áhersla á úttekt á skatt- framtölum og bókhaldsendurskoðun fyrirtækja og sjálfstæðra atvinnu- rekenda fremur en á framtölum launþega. Bæði lítil og stór fyrir- tæki hafa verið athuguð, meðal ann- ars hefur verið gerð úttekt á 200 stærstu fyrirtækjunum. Þó það krefjist feykilegrar vinnu, hefur af- raksturinn verið góður. Áður var gjarnan sagt að skatturinn væri á eftir litla manninum, en ef það hefur einhvern tímann verið réttmæt gagnrýni, þá stenst hún öldungis ekki lengur. Árið 1995 er stefnt að því að launþegar þurfi ekki að skila inn framtölum, þar sem skattstofur hafa nauðsynlegar tölur líkt og í Danmörku. Eftirlitið fer þá fram í gegnum eftirlit með fyrirtækjunum. Um skattlagningu risnu sagði Ákerblum að reglunum hefði verið breytt í átt til einföidunar. Fæðispen- ingar eru skattlagðir að hluta. Bílar sem starfsmenn hafa til umráða voru áður skattlagðir eftir notkun, en eftirlitið er flókið, svo nú væru þeir skattlagðir eftir verðgildi bíls- íns. Hveijir svíkja undan skatti og hvernig? eins og læknar og sálfræðingar, sem geta verið í störfum hjá hinui opin- bera, en stundað rekstur með. Af þeim störfum, sem nefnd eru eru dagmæður, endurskoðenda- og lög- fræðiþjónusta, útfarastjórar, sjálf- stæðir iðnaðarmenn og iðnsveinar, götu- og farandsalar, smásölukaup- menn, húshjálp, tónlistarmenn, öku- kennarar, leigubílstjórar og aðrir atvinnubílstjórar, bílasalar, hrein- gerningafyrirtæki, hárgreiðslufólk, Listinn yfir þá sem helst svíkja undan skatti með því að vinna svart í Danmörku er langur, en sameigin- legt er að það eru þeir sem vinna sjálfstætt, annaðhvort að öllu leyti, eins og iðnaðarmenn, eða að hluta tannlæknar, sálfræðingar og aðrir í heilbrigðiskerfínu, framreiðslufólk, fasteignasalar, verktakar, bíldekkja- salar, bændur pg fiskimenn. Ýmsir í þessum hópi geta einnig svikið undan virðisaukaskatti. Auk þess sem sjálfstæður at- vinnurekstur eins og sá sem hér er nefndur getur gefið möguleika til skattsvika, þá hafa launþegar mögu- leika á að komast hjá skattinum með risnu. Giskað er á að ef sett væru lög um að allt slíkt væri skatt- skylt myndi danska ríkið fá rúma fimmtán milljarða íslenskra króna í sinn hlut, eða næstum jafnmikið og tekjur af áfengisskatti. Risna getur verið margt, svo sem ókeypis bíll, sími, dagblaða- og tímaritaáskriftir og húsnæði, ódýrir sumarbústaðir, niðurgreitt fæði, ókeypis drykkjar- vörur, ferðalög, bílsímar, tölvur til heimanota, barnapössun og íþrótta- aðstaða, svo eitthvað sé nefnt. Verð- mæti ókeypis dagblaðaáskriftar og sumarbústaðar getur verið um fimmtíu þúsund íslenskar krónur. Til að vinna fyrir því þarf danskur launþegi að vinna sér inn um þre- falda þá upphæð. Dönsk skattyfírvöld hafa augu á slíkum sposlum, en tilhneigingin er að um leið og tekið hefur verið fyrir eina risnu kemur önnur í staðinn, því risnugreiðslur eru launþeganum dijúgar og eru ódýrar fyrir vinnu- veitandann. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki geta ekki lengur dregið frá veitingahúsaheimsóknir, sem leiddi til stórminnkaðrar aðsóknar að veit- ingahúsum og miklum þrýstingi úr þeirri átt að taka aftur upp frá- drátt. Kostnaður við ráðstefnuhald er aðeins frádráttarbær, ef dagskrá- in er samfelld, en lítur ekki út eins og dulbúið frí, sem sérstaklega er athugað þegar fundað er erlendis. Samkvæmt tölum frá 1992 er áætlað að um 58 prósent Dana njóti einhvers konar risnu og talan fer hækkandi. En nú ætla skattayfírvöld að taka upp aðrar aðferðir. Frá og með næsta ári eru atvinnurekendur skyldugir að upplýsa um slíkar greiðslur. Þar með verður líka hægt að athuga mál aftur í tímann. Ef launþegi hefur til dæmis ókeypis síma næsta ár, verður athugað hvort hann hefur haft hann áður. Hægt er að innheimta skatt fimm ár aftur í tímann. Búist er við að þetta verði nokkuð kjaftshögg fyrir marga sem þurfa að borga skatt af þessum risnugreiðslum eða í versta falli líka sekt ef óframtaldar risnugreiðslur verða taldar undanskot. Hvað varðar góð ráð í skatteftir- liti, þá eru þau dýr, en ef þau eru í raun góð, þá skila þau sér margfalt til baka. Reynsla annarra þjóða getur vafalaust stytt íslendingum leiðina, en eins og svo oft þá er það stjórn- málamannanna að kasta boltanum upp, bæði í umræðum og aðgerðum. Vísindaþing á ári aldraða Þingað um endur- hæfingu aldraða í TILEFNI af 20 ára afmæli Öldrunarfræðifélags íslands og ári aldr- aða í Evrópu verður haldið vísindaþing að Hótel Loftleiðum föstudag- inn 24. september og laugardaginn 25. september næstkomandi. Meginþema þingsins verður endurhæfing aldraða, nýting bjargráða í daglegu lífi og áhrif umhverfis þar á. Á þinginu verður greint frá rann- sóknum varðandi lyfjanotkun aldr- aða, endurhæfingu þeirra á fimm daga deild og tengsl vöðvastyrks og líkamlegrar virkni. Fjallað verð- ur um faraldsfræðilegar rannsóknir á heilabilun, tíðni og mögulega áhættuþætti, stofnanaþjónustu fyr- ir heilabilaða og framvinda alzhei- mersjúkdóms metin með taugasál- fræðilegum aðferðum. © Fyrirlesarar eru Margarethe Lor- ensen prófessor frá hjúkrunardeild Óslóarháskóla og dr. Kurt Engedal yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Ullevál sjúkarhússins í Ósló. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra mun flytja ávarp við setningu þingsins. Verndari þess er frú Vig- dís Finnbogadóttir forseti Islands. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.