Morgunblaðið - 23.09.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Lokauppgj örið hafið
í Moskvu
Rás atburða í Rússlandi síð-
ustu tvo sólarhringana
kemur ekki á óvart. Lokáupp-
gjörið í þeirri stöðugu valdabar-
áttu sem þar hefur farið fram á
undanfömum misserum hefur nú
um nokkurt skeið legið í loftinu.
Niðurstaða þessa uppgjörs mun
skipta sköpum jafnt fyrir rúss-
nesku þjóðina sem og þá heims-
mynd sem verið hefur að mótast
frá því kommúnisminn leið undir
lok.
Fulltrúaþingið rússneska, hef-
ur lagst gegn flestum meginþátt-
um í stefnu Borís N. Jeltsíns og
í raun gert hinum lýðræðislega
kjörna forseta Rússlands ókleift
að stjóma landinu. Forseti þings-
ins, Rúslan Khasbúlatov, og hin-
ir ýmsu fulltrúar hagsmunaafla
og forréttindastéttarinnar gömlu
hafa beitt öllum brögðum til að
vinna gegn þeim umskiptum sem
Jeltsín hefur boðað í Rússlandi.
Nú hefur forseti Rússlands leyst
þing þetta upp og boðað til kosn-
inga í desembermánuði.
Þegar lagt er mat á þessa
ákvörðun forseta Rússlands
skiptir þrennt meginmáli. Þótt
ýmsir kunni að efast um lýðræð-
isást og stjórnarhætti Borís N.
Jeltsíns verður því ekki á móti
mælt að hann var kjörinn forseti
Rússlands í fijálsum kosningum.
í öðru lagi fékk forsetinn yfir-
gnæfandi stuðning við stefnu
sína í þjóðaratkvæðagreiðslu sem
fram fór fyrr á þessu ári. Og í
þriðja lagi hefur forsetinn heitið
því að fram fari lýðræðislegar
þingkosningar en fulltrúaþingið,
sem í raun hefur tekið sér alræð-
isvald í rússnesku samfélagi, er
stofnun sem kosið var til með
ólýðræðislegum hætti er komm-
únistar voru við völd í Sovétríkj-
unum sálugu.
Jeltsín forseti hefur óumdeil-
anlegt umboð rússnesku þjóðar-
innar og sú ákvörðun hans að
leysa upp þingið er liður í þeirri
yfirlýstu stefnu hans að innleiða
lýðræði í Rússlandi. Lýðræðis-
sinnum ber því að styðja Jeltsín
forseta í þessu efni; hann hefur
nú neyðst til að beita hörku í því
skyni að leysa upp ólýðræðislega
valdastofnun, sem grafið hefur
undan þeirri viðleitni forsetans
að færa Rússland í hóp siðmennt-
aðra ríkja. Reynist almenningúr
ósáttur við stefnu stjómvalda á
sú afstaða að koma fram í frjáls-
um og lýðræðislegum kosning-
um, líkt og gerðist t.a.m í Pól-
landi á dögunum. Ef alþýða
manna treystir ekki Borís N.
Jeltsín til að gegna embætti for-
seta munu þær efasemdir koma
fram í frjálsum og lýðræðislegum
kosningum. Aðrir mælikvarðar
verða ekki viðurkenndir.
Því miður er það svo að af-
staða manna á Vesturlöndum
mun ekki ráða úrslitum í þeirri
miskunnarlausu baráttu sem
fram fer Um völdin austur í
Moskvu. Lýðræðisþróunin er það
skammt á veg komin að afstaða
almennings mun heldur ekki
skipta sköpum nú frekar en áður
í sögu þessa lands. Uppgjörinu
verður ekki lokið fyrr en ljóst er
með hverjum herafli landsins
stendur. Strax á þriðjudagskvöld
varð ljóst að yfirlýsing hersins
um hlutleysi myndi ekki halda.
Herafli Rússlands hefur, líkt og
aðrir þróaðir herir, aldrei haft
efasemdir um gildi þess að lúta
pólitískri stjórn. Nú hefur varn-
armálaráðherra stjórnar Jeltsíns
lýst yfir því að herinn styðji hinn
réttkjörna forseta Rússlands.
Reynist þetta rétt hefur klofningi
rússneska hersins verið afstýrt
en hann hefði án nokkurs vafa
leitt til átaka í landinu.
Auk stuðnings hersins er mik-
ilvægt fyrir forseta Rússlands
að fá stuðning ráðamanna í hin-
um tæplega 90 lýðveldum og
sjálfsstjórnarsvæðum Rússlands.
Ætla má að stjórnvöld þar styðji
flest Jeltsín vegna ótta við að
andstæðingar hans muni efla
miðstjórnarvaldið í Moskvu.
Hafa ber í huga að þótt Borís
N. Jeltsín fari með sigur af hólmi
í þessari baráttu hefur hann ekki
bjargað lýðræðinu í Rússlandi.
Til þess er þróunin alltof skammt
á veg komin. Algjör upplausn
ríkir á flestum sviðum samfé-
lagsins í Rússlandi og því fer
fjarri að lýðræði í vestrænum
skilningi þess orðs hafi náð að
festa rætur í þessu fjölmenna
ríki. Skilningur almennings á
lýðræðishugtakinu er í besta falli
takmarkaður og má það heita
eðlilegt í ljósi sögunnar. Það sem
blasir við alþýðu manna er að
lífskjörin hafa farið versnandi og
öryggi hvað varðar afkomu og
félagslega aðstoð er ekkert.
Óbreyttur almúginn horfir upp á
stjórnlausa og oft glæpsamlega
tilfærslu á fjármunum ríkisins,
mafíustarfsemi blómstrar og
ýmsir grunnþættir í þjónustu-
starfsemi á vegum ríkisvaldsins
eru í molum.
Borís N. Jeltsín hefur hins
vegar gerst boðberi umbóta í
Rússlandi og hann hefur hlotið
umboð rússnesku þjóðarinnar til
að leiða hana í gegnum þetta
erfíða tímabil upplausnar og
umbrota; frá miðstýringu til
markaðsbúskapar,. frá alræði til
lýðræðislegra stjórnarhátta.
Þessi markmið eru háleit og þau
ber að styðja. Verkið er í raun
nýhafið og það mun reynast
bæði torsótt og tímafrekt. For-
senda þess er á hinn bóginn sú
að endi verði bundinn á valdabar-
áttuna og óvissuna á stjórnmála-
sviðinu.
Morgunblaðið/Sverrir
Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um olíu- og PCB-mengun á lóð Hringrásar
Eitt mesta umhverfisvanda-
mál sem komið hefur fram hér
Hringrás segir að meint PCB-mengun sé innan við-
miðunarmarka fyrir almennt iðnaðarsvæði í Kanada
OLÍU- og PCB-mengun á lóð Hringrásar hf. í Klettagörðum 9 er eitt
mesta umhverfisvandamál sem komið hefur fram hér á landi að sögn
Katrínar Fjeldsted, formanns heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Sýnataka
hefur leitt í ljós að 33.058 rúmmetrar af menguðum jarðvegi eru í 14.373
fermetra lóð fyrirtækisins. Á sama hátt hefur verið áætlað að í jarðveg-
inum leynist 370 kg af PCB og 680 tonn af olíu eða 1,4% að meðaltali.
Katrín bendir á að PCB-mengunin sé yfir viðmiðunarmörkum í flestum
Evrópulöndum og Bandaríkjunum en i fréttatilkynningu frá Hringrás
segir að meint PCB-mengun sé vel innan þeirra viðmiðunarmarka sem
ákveðin hafi verið fyrir almennt iðnaðarsvæði í Kanada. Ennfremur er
talið nauðsynlegt að fá útreikninga á olíumengun endurmetna vegna
óvissuþátta við mælingar.
Katrín sagði að grunur um PCB-
mengun hefði komið fram í júlímán-
uði árið 1989 og hefði lóðin þá verið
háð starfsleyfi heilbrigðisráðuneytis-
ins og sérhæfðu eftirliti Hollustu-
Skrifað undir vaxtaskiptasamninga
BANKAR og sparisjóðir skrifuðu í gær undir vaxtaskiptasamninga við Seðlabankann. Á myndinni sjást
bankastjórar Landsbankans og Seðlabankans skrifa undir samning þessara aðila.
Bankar og sparisjóðir gera vaxtaskiptasamninga við Seðlabanka
Verðtryggiugarhalli á að
hverfa á tveimur árum
Dregur úr rekstraráhættu innlánsstofnana og stuðlar að lækkun vaxta
BANKAR og sparisjóðir skrifuðu í gær undir vaxtaskiptasamninga
við Seðlabankann. Eiga samningarnir að stuðla að því að bankar og
sparisjóðir geti ákveðið vexti án tillits til skammvinnra verðbólgu-
sveiflna. Þá eiga samningarnir að stuðla að lækkun vaxta vegna þess
að dregið er úr áhættu banka og sparisjóða vegna misvægis milli
verðtryggðra eigna og skulda. Bankar og sparisjóðir boðuðu í gær
að nafnvextir myndu lækka um mánaðamót og tiltók íslandsbanki að
vextir þar gætu lækkað um 3-3,5 prósentustig.
Við undirskrift samninganna kom
fram hjá Jóni Sigurðssyni Seðla-
bankastjóra að það hafi um árabil
valdið vanda i rekstri innlánsstofn-
ana, í sambandi við þeirra vaxtaá-
kvarðanir, að verðtryggðar skuldir
þeirra, einkum innlán, hafa verið
mun meiri en verðtryggðar eignir,
einkum útlán. Talið er að þetta mis-
vægi eða verðtryggingarhalli sé tæp-
lega 25 milljarðar króna. Misvægið
hefur haft áhrif á afkomu bankanna
þegar verðbólgan hefur tekið stökk
upp á við og bankarnir því tekið
meira tillit til skammtímasveiflna í
verðbólgu en æskilegt er að mati
Seðlbankans. Jón sagðist telja rök
hníga að því, að þetta hefði í för
með sér að nafnvextir væru hærri
en annars væri, vegna þess að óhjá-
kvæmilega væri áhættuálag í nafn-
vaxtaákvörðun banka í óvissri verð-
bólguþróun.
Misvægið hverfi
„Megintilgangur vaxtaskipta-
samninganna er að vega að rótum
þessa vanda með tvennum hætti. í
fyrsta lagi að tryggja banka gegn
óvæntum sveiflum í verðbólgunni og
í öðru lagi að hvetja til þess að þetta
misvægi hverfi smám saman, lækki
stig af stigi yfir samningstímann.
Við teljum vafalaust að samningarn-
ir stuðli að því að innlánsstofnanir
geti framvegis ákveðið sína vexti án
tillits til skammvinnra gára í verð-
bólgunni. Þannig ættu þessir samn-
ingar að auka stöðugleika og stuðla
að lækkun vaxta,“ sagði Jón Sig-
urðsson.
Vaxtaskiptasamningamir gilda til
1. janúar 1996 og fela í sér, að í lok
hvers fjögurra mánaða tímabils greið-
ir Seðlabankinn bönkum og sparisjóð-
um fasta ársvexti ofan á viðmiðun-
arfjárhæð ásamt verðbótum. Bankar
og sparisjóðir greiða Seðlabankanum
á móti nafnvexti af sömu upphæð en
þeir vextir miðast við fasta verð-
tryggða vexti og verðbólguspá yfír
tímabilið. Gert er ráð fyrir að hægt
sé að semja um áhættuálag ofan á
aðra hvora vextina. Greiðslumar
verða þær sömu ef verðbólguspáin
gengur nákvæmlega eftir.
Samanlögð viðmiðunarfjárhæð
samninganna við bankana þijá og
sparisjóði er 24,5 milljarðar á fyrsta
fjögurra mánaða tímabilinu, eða sem
svarar til verðtryggingarhallans alls,
en verður síðan lækkuð um 'A á
hveiju fjögurra mánaða tímabili. Sú
stiglækkun á að hvetja bankana til
að draga úr verðtryggingarmisvægi
á tímabilinu.
Á fyrsta tímabilinu em verð-
tryggðir vextir í samningnum 6% en
nafnvextir eru 8% því gert er ráð
fyrir að lánskjaravísitala rnæli 2%
verðbólguhraða frá september til
janúar. Bankar og sparisjóðir eiga
samkvæmt þessu að greiða Seðla-
banka 650 milljónir króna þann 1.
janúar (8% vextir af 24,5 milljörðum
króna) en Seðlabankinn greiðir þeim
á sama tíma 6% vexti auk verðbóta
af 24,5 milljörðum. Reynist verð-
bólgan hærri en 2% á þessum tíma
verða greiðslur Seðlabankans til
bankanna hærri en þeirra til hans,
en öfugt ef verðbólgan verður minni.
Jón Sigurðsson sagði, að vaxta-
hækkanir í júlí í kjölfar aukinnar
verðbólgu vegna gengisfellingar í
júní, hefðu flýtt því að menn hefðu
snúið sér í alvöru að því að leita leiða
út úr verðtryggingarhallavandanum.
Þessu máli hefði fyrst verið hreyft í
viðræðum Seðlabankans og banka
haustið 1991 og íslandsbanki tekið
þetta mál upp í viðræðum við Seðla-
bankann nú í sumar.
Tímamót
Fulltrúar banka og sparisjóða
fögnuðu allir vaxtaskiptasamning-
unum eftir undirritun þeirra í gær
pg sagði Valur Valsson bankastjóri
íslandsbanka að samningurinn væri
merk tímamót þar sem með honum
væri í fyrsta skipti beitt vaxtaskipta-
samningi á séríslenskt vandamál,
verðtryggingarhallann.
Vextir lækka
Viðmiðunarupphæðin er hæst í
samningi íslandsbanka, 7,1 milljarð-
ur króna. í samningnum við Lands-
banka er upphæðin 6,8 milljarðar,
við sparisjóðina 5,3 milljarðar og við
Búnaðarbankann 5,2 milljarðar
króna. Bankar og sparisjóðir boðuðu
allir að nafnvextir yrðu endurskoðað-
ir um næstu mánaðamót í ljósi hjöðn-
unar verðbólgu og gerð vaxtaskipta-
samninganna. íslandsbanki tilkynnti
að reikna mætti með 3-3,5 prósentu-
stiga vaxtalækkun en þar hafa með-
alvextir almennra skuldabréfavaxta
verið hæstir, eða 19,8%. í tilkynn-
ingu bankans kemur fram að hefði
svona samningur verið gerður í byij-
un sumar hefði mátt komast hjá því
stökki sem varð í vöxtum óverð-
tryggðra lána í kjölfar gengisfelling-
arinnar, en þá hækkuðu útlánsvextir
bankanna um allt að 7 prósentustig.
Stefán Pálsson bankastjóri Bún-
aðarbankans boðaði einnig almenna
lækkun nafnvaxta bankans um mán-
aðamótin án þess að tiltaka hve mik-
illi lækkun mætti búast við en þar
eru meðalvextir almennra skulda-
bréfalána 19,2%. Björgvin Vilmund-
arson bankastjóri Landsbanka sagði
að bankinn hafi hagað vaxtaákvörð-
unum sínum með öðrum hætti en
aðrir bankar. Þar hafi verið tekið
mið af lengri tíma þróun verðlags-
breytinga en áður og því hafi óverð-
tryggðir útlánsvextir Landsbanka
verið lægri en hjá öðrum bönkum.
Þar eru meðalvextir almennra
skuldabréfalána nú 16,7%. Björgvin
sagði að bankinn muni ákveða nafn-
vexti sína að teknu tilliti til þeirra
aðferða sem bankinn hefur beitt.
Hallgrímur G. Jónsson fulltrúi spari-
sjóðanna tók i sama streng en meðal-
vextir almennra útlána sparisjóð-
anna eru nú 17%.
Seðlabankastjóri sagðist fagna
þeirri vaxtalækkun sem bankar og
sparisjóðir boða og hún væri í sam-
ræmi við það sem hefði verið að
gerast á fjármagns- og peninga-
mörkuðum að undanförnu. Þannig
hefur ávöxtun ríkisvíxla og ríkis-
bréfa í tilboðum Seðlabankans á
Verðbréfaþingi lækkað um 3,3 pró-
sentustig frá áramótum.
Átta innbrot í mið-
bænum í fyrrinótt
ÁTTA innbrot voru framin í Reykjavík í fyrrinótt á svæði sem afmark-
ast af Miklatúni, Hverfisgötu, Þverholti og Lækjargötu. í flestum tilvik-
um var brotist inn í bíla. M.a. var stolið ljósmyndatækjum að verð-
mæti um 500 þúsund úr bíl sem stóð við Flókagötu og einnig var brot-
ist inn í þrjá bíla á bílastæðum við Laugaveg meðan 11-sýning í
Sljörnubíói stóð yfir.
Ekkert innbrotanna var upplýst í
gær, samkvæmt upplýsingum lög-
reglu. Við Flókagötu var brotin hlið-
arrúða í Toyota-fólksbíl sem stóð þar
og úr henni stolið blárri ljósmyndat-
ösku með tveimur Canon-myndavél-
um, linsum og leifturljósum fyrir um
500 þúsund krónur.
Á bílastæðum við Laugaveg 96
og 86 var brotist inn í þijá bíla um
og eftir klukkan 11 í gærkvöldi þeg-
verndar ríkisins. Heilbrigðisnefnd
hefði hins vegar ekki þótt sem nægi-
lega mikið væri aðhafst í málinu og
hefði því sótt um að fá eftirlit með
lóðinni af hálfu opinberra aðila. Eftir
ítrekaðar óskir hefði nefndin síðan
fengið eftirlitið í sínar hendur í febrú-
armánuði árið 1992 og um haustið
hefðu 30 mengunarsýni verið tekin á
lóðinni umhverfis fyrirtækið.
Niðurstöður
Sýnin voru send til rannsóknar
erlendis og leiddi hún m.a. í ljós að
33.058 rúmmetrar af 14.373 fer-
metra lóð umhverfis fyrirtækið væru
mengaðir. Af sýnunum sem öll voru
olíumenguð var síðan áætlað heildar-
magn olíu í jarðveginum væru 680
tonn, 0,02-6,2% þ.e. að meðaltali
1,4%. PCB-innihald í jarðvegi reynd-
ist hins vegar vera 370 kg og voru
mest 35 og 50 mg/kg í hveiju sýni.
Viðmiðunarmörk PCB-innihalds í
jarðvegi eru misjöfn eftir löndum en
heilbrigðisnefnd Reykjavíkur miðar
við hámark 10 mg/kg í Reykjavík þar
sem engin viðmiðunarmörk hafa verið
gefin út af heilbrigðis- eða umhverfis-
ráðuneyti. Af öðrum löndum má nefna
að ef PCB fer yfir 1 mg/kg í Hol-
landi er talin þörf á nánari rannsókn-
um, ef hlutfallið fer yfír 10 er talin
þörf fyrir brýnar aðgerðir og ef hlut-
fallið er á bilinu 1-5 í íbúðarbyggð
er gert ráð fyrir að efnið sé hreinsað
upp. í Kanada er talað um að þörf
sé fyrir rannsókn ef PCB-mengun fer
yfir 0,1 mg/kg, frekari rannsókn,
upphreinsun og/eða takmörkun á
notkun landbúnaðarsvæðis ef hlut-
fallið fer yfir 5 og frekari rannsókn,
upphreinsun og/eða takmörkun á
notkun lands fari hlutfallið yfir 50 á
iðnaðarsvæði.
Viðbrögð
Katrín sagði að heilbrigðisnefndin
hefði þegar sent skýrslu til borgar-
ráðs en í henni kemur m.a. fram að
meðal hugsanlegra viðbragða við
mengun af völdum PCB, PCDD og
PCDF í jarðvegi sé að brenna jarðveg-
inn, ýmist á staðnum eða annars stað-
ar, flytja óhreinsaðan jarðveg í burt
og geyma eða þétta að jarðveginum
til að loka hann af.
Ennfremur gerir nefndin tillögu um
að erlent ráðgjafarfyrirtæki, eða ráð-
gjafi, með mikla reynslu og þekkingu
af málum sem þessum verði fengið
til úttektar og ráðgjafar um frekari
athuganir og rannsóknir ef þörf kref-
ur. Þegar nægilegra upplýsinga hafi
verið aflað leggi ráðgjafarfyrirtækið
greinargerð fyrir heilbrigðisnefnd um
þá valkosti sem það telji helst koma
til greina.
Fram kom hjá Katrínu að málið
hefði verið kynnt hafnarstjórn og
sagði hún ekki óeðlilegt að hún tæki
þátt í að gera viðeigandi ráðstafanir.
Katrín tók fram að ekki mætti gleyma
því að Hringrás, áður Sindrastál,
hefði gert góða hluti varðandi útflutn-
ing og endurvinnslu brotajárns á und-
anfornum árum þó að málum væri
komið á þennan hátt í dag.
Leigusamningur Hringrásar við
höfnina rennur út um áramót og
sagðist Katrín vera þeirrar skoðunar
að vel kæmi til greina að fyrirtækinu
væru útveguð önnur og hentugri lóð
til að uppfylia ströngustu kröfur um
mengunarvarnir. Á meðan væri hægt
að hreinsa gömlu lóðina en dæmi eru
um að hreinsun jarðvegs hafí kostað
100 til 2.700 dollara á rúmmetra í
Bandaríkjunum.
Nýr forstöðumaður
Skólaskrifstofu
BORGARRÁÐ hefur samþykkt,
að ráða Viktor A. Guðlaugsson
skólasljóra í stöðu forstöðumanns
Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Níu
umsóknir bárust um stöðuna.
Skólamálaráð lagði til að Viktor
yrði ráðinn. Hann lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla íslands árið 1966
og prófi í sérkennslufræðum frá
Ósló 1983. Hann hefur verið skóla-
stjóri við Árbæjarskóla í Reykjavík
frá árinu 1987.
Viktor mun taka við starfí 1. októ-
ber næstkomandi af Birni L. Hall-
dórssyni, sem hefur starfað sem
skrifstofustjóri Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur og síðar sem forstöðu-
maður Skólaskrifstofu frá 1958.
Auk Viktors sóttu um stöðuna
þeir, Baldur 1. Jóhannsson, Bjarni
Frímann Karlsson, Garðar Jóhanns-
son, Kári Arnórsson, Már Viðar
Másson, Ólafur Víðir Björnsson,
Ólafur H. Guðgeirsson og Pétur Ó.
Stephensen.
Alþjóðlegt
rannsókn-
arskip til
Reykjavíkur
ALÞJÓÐLEGA rannsóknar-
skipið Joides Resolution kemur
til Reykjávíkur á morgun.
Áhöfn skipsins hefur unnið að
rannsóknarborunum i hafs-
botninn í Norður-Atlantshafi
síðastliðna tvo mánuði. Tveir
leiðangursstjórar eru á skipinu
og halda þeir fyrirlestur um
fornhaffræði á norðurslóðum í
stofu 101 í Odda á morgun og
hefst fyrirlesturinn kl. 20.30.
Rannsóknir skipsins eru hluti
af alþjóðlega rannsóknarverkefn-
inu Ocean Drilling Program og
standa að því Vísindastofnun
Evrópu fyrir hönd vísindaráða
Evrópu og Vísindaráð Bandaríkj-
anna fyrir hönd Bandaríkjanna.
Norðurlöndin hafa mjmdað sér-
stakan hóp sem er aðili að verk-
efninu undir yfirskriftinni Nord-
bor.
Skipið hefur farið í fjölda-
marga leiðangra og í sumar og
haust hefur verkefni þess verið
að afla borkjarna úr Norður-Atl-
antshafí. Annars vegar að bora
niður í hafsbotninn milli Noregs
og íslands allt norður í íshaf til
þess að kanna setlög á svæðinu.
Og hins vegar að bora út af
Austur-Grænlandi til að kanna
hvernig meginlöndin við Norður-
Atlantshaf brotnuðu í sundur og
skildust að. Þá varpa rannsókn-
irnar ljósi á fomhaffræði, veðurf-
ar og dýralíf á norðurslóðum.
Tveir leiðangursstjórar eru á
skipinu, jarðfræðiprófessoramir
Jörn Thiede frá Kiel og Annik
Myhre frá Ósló og halda þeir
fyrirlestur um fomhaffræði á
norðurslóðum í stofu 101 í Odda
á morgun, föstudaginn 24. sept-
ember, og hefst fyrirlesturinn kl.
20.30. Erindið er flutt á vegum
Jarðfræðafélags íslands.
Skipt verður um áhöfn á skip-
inu meðan það verður í Reykjavík
en á því em að jafnaði 50 vísinda-
menn og 120 aðrir starfsmenn.
ar bílastæði við götuna voru full,
m.a. vegna kvikmyndasýninga, og
stolið hljómflutningstækjum og
geisladiskum en í bíl við Þverholt
komust þjófar skömmu síðar yfir
skjalatösku með tveimur ávísana-
heftum og bankabók. Við Guðrúnar-
götu var brotist inn í bíl og stolið
tölvudiskum. Þá var brotist inn í bíla
við Hverfisgötu, Bergstaðastræti og
Lækjargötu.
Skákþingi íslands lýkur 1 kvöld
Helgi og Þröstur
berjast um titilinn
SKAK
Bragi Kristjánsson
NÍUNDA umferð í landsliðs-
flokki á Skákþingi Islands,
BYKO-mótinu, var tefld á
þriðjudagskvöld. Keppendur
tefldu af miklum krafti eftir
fimm daga hlé, og var hart bar-
ist á öllum borðum. Þröstur
Þórhallsson vinnur hveija skák-
ina á fætur annarri og í níundu
umferð mátti Guðmundur Gísla-
son játa sig sigraðan. Þröstur
hefur með þessu fengið, 7 vinn-
inga, þar af sex í síðustu sjö
skákunum. Helgi Ólafsson gefur
ekki sinn hlut bardagalaust eft-
ir, enda stefnir hann að þriðja
Islandsmeistaratitlinum í röð.
Helgi vann Andra Áss Grétars-
son í níundu umferð og deilir
efsta sætinu með Þresti. Jóhann
Hjartarson vann Sævar Bjarna-
son, en Hannes Hlífar á örlítið
betri biðskák gegn Björgvin
Jónssyni, þegar þetta er ritað.
íslandsmóti kvenna 1993 lauk
fyrir helgi með því að Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir og Guðný Hrund
Karlsdóttir urðu jafnar í efsta sæti
með 4‘Á v. af 6 mögulegum. Þær
þurfa að tefla einvígi um titilinn.
Árangur Guðnýjar Hrundar er at-
hyglisverður, því að hún vann inn-
byrðis skákir þeirra Guðfríðar Lilju
l‘/2—‘/2, en sú síðamefnda hefur
undanfarin ár verið langbest ís-
lenskra skákkvenna. í 3.-4. sæti
urðu jafnir Helga Guðrún Eiríks-
dóttur og Anna Björg Þorgríms-
dóttir með l'A v. hvor.
Staðan í landsliðsflokki, þegar
tvær umferðir eru eftir, er þessi:
1.-2. Helgi Ólafsson og Þröstur
Þórhallsson, 7 vinninga hvor; 3.
Jóhann Hjartarson, 6 v., 4. Hannes
Hlifar Stefánsson, 5V2 v. og bið-
skák; 5. Helgi Áss Grétarsson, 4'/2
v.; 6.-7. Haukur Angantýsson og
Tómas Björnsson, 4 v. hvor; 8.-9.
Andri Áss Grétarsson og Jón Garð-
ar Viðarsson, 3V2 v. hvor; 10. Guð-
mundur Gíslason, 3 v.; 11. Björg-
vin Jónsson, 2V2 v. og biðskák; 12.
Sævar Bjarnason, 2V2 v.
Um aðra keppendur en þá sem
eru í baráttunni um efstu sætin,
má segja að Helgi Áss hefur siglt
lygnan sjó um miðju mótsins og
bróðir hans, Andri Áss, hefur hald-
ið sig rétt á eftir. Haukur hefur
ekki náð að fylgja eftir góðri tafl-
mennsku í byrjun mótsins og Guð-
mundur Gíslason hefur ekki sýnt
sitt rétta andlit, hefur nú tapað
fimm skákum í röð, eftir góðar
upphafsskákir. Jón Garðar og
Tómas hafa nokkuð rétt hlut sinn
eftir mjög erfíða byijun í mótinu.
Björgvin og Sævar hafa teflt langt
undir styrkleika.
Við skulum nú sjá frestaða skák
Þrastar og Hannesar Hlífars, sem
tefld var á frídegi s. fimmtudag.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson.
Svart: Hannes Hlífar Stefáns-
son.
Sikileyjar-vörn.
1. e4 - c5, 2. Re3
Taugastríðið byrjar strax. Þröstur
er ekki vanur að tefla lokaða af-
brigðið, og það er ekki ætlunin.
2. - Rc6, 3. Rf3 - d6, 4. d4 -
cxd4, 5. Rxd4 - Rf6, 6. Bc4 -
e6, 7. Be3!
Þröstur teflir Velmirovic-árásina,
eitt hvassasta vopn hvíts gegn Sik-
ileyjar-vörn.
7. - a6, 8. De2 - Be7, 9. 0-0 -
Dc7, 10. Bb3 - b5, 11. g4 -
Ra5, 12. g5 - Rxb3+ - 13. axb3
- Rd7, 14. Dh5 - Rc5
Skákfræðin gefur 14. - Rf8 í þess-
ari stöðu, en það getur varla verið
góður leikur. Eðlilegt framhald
virðist 14. - g6!?, 15. Dh6 - Bf8,
16. Dh3 - Rc5, 17. b4 - Ra4, 18.
Hd3 - Bg7 með tvísýnni stöðu.
15. b4 - Ra4, 16. Rxa4 - bxa4,
17. Hd3 - Db7.
Eðlilegra virðist að leika hér 17. -
g6 ásamt - Bf8-g7 og - 0-0 við
tækifæri.
18. Hel - e5?
Hannes misreiknar sig illilega.
Hann hefði best leikið 18. - Bd7
ásarnt - Hc8, en vandi hans er
auðvitað að finna rétta tímann til
að hrókera. Ekki er þorandi að
leika 18. - Dxe4?I, 19. Bd2 -
Dg6. 19. - Db7, 20. Rf5! - exfö,
21. Hde3 o.s.frv. 20. Df3 - d5,
21. Rc6 og hvítur á yfirburða-
stöðu, 21. - Bxg5?, 22. Dxd5!
19. Rf5 - g6?, 20. Rg7+ - Kf8
Eftir 20. - Kd8, 21. Df3 - Hf8,
22. Hedl ásamt 23. Bc5 nær hvít-
ur afgerandi sókn.
21. Dh6 -
Nú áttar Hannes sig á því, að 21.
- Kg8? tapar strax eftir 22. Re8!
Hótar 23. Dg7+ mát 22. - Bf8,
23. Rf6+ mát.
21. - Bg4, 22. Rf5+ - Ke8, 23.
Rxd6+ - Bxd6, 24. Dg7! -
Svartur hefði getað svarað 24.
Hxd6 með 24. - Dxb4 o.s.frv.
24. - Dxb4
Eftir 24. - Hf8, 25. Hxd6 með
hótununum Dxe5+ og Bc5 er
svartur algjörlega varnarlaus.
25. Dxh8+ - Kd7, 26. Hxd6+! -
Kxd6, 27. Hdl+
og svartur gafst upp, því að hann
tapar minnst manni: 27. - Bxdl,
28. Dxa8 og svartur getur ekki
forðað biskupnum á dl vegna hót-
unarinnar 28. Df8+.
í kvöld verður 11. og síðasta
umferð tefld kl. 17-23 í Skákmið-
stöðinni í Faxafeni 12, en þá tefla:
Andri Áss - Hannes Hlífar, Sævar
- Björgvin, Tómas - Helgi Ól.,
Guðmundur - Jóhann, Helgi Áss
- Haukur, Jón Garðar - Þröstur.