Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 31

Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 Menntaskólinn við Hamrahlíð Ráðstefna um líf- fræðikennslu LÍFFRÆÐIFÉLAG íslands og Samlíf, félag líffræðikennara, gengst fyrir ráðstefnu um líffræðikennslu í Menntaskólanum við Hamra- hlíð á morgun, föstudaginn 24. september og laugardag, 25. septem- ber. Aðal fyrirlesari á ráðstefnunni verður dr. Jack Jackson, yfirmað- ur raungreinadeildar skoska skólaeftirlitsins. Eitt atriði úr myudinni Hinir óæskilegu. Laugarásbíó sýnir Hinir óæskilegu Jackson hefur um langt árabil haft eftirlit. með líffræðikennslu í Skotlandi og mun hann m.a. greina frá hlutverki Skoska skólaeftirlitsins við mat og greiningu á gæðum menntunar í grunn-og framhalds- skólum. Hann mun einnig ræða um virkt nám og kennslu í líffræði og á hverju það byggist. Á ráðstefnunni verður einnig fjall- að um stöðu líffræðikennslu á öllum skólastigum hérlendis og hugað að því sem koma skal í þeim efnum. Ráðstefnan verður sett kl. 13.15 á morgun, föstudag, í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina Hinir óæski- legu eða „Menacez Society". Mynd þessi fjallar á hispurslausan hátt um götulíf í Watts-hverfinu í Los Angeles þar sem glæpir og morð eru daglegt brauð, jafnvel afþreying. Aðalpersóna myndarinnar eru Caine sem alinn er upp af föður sem hefur lifibrauð af því að selja eiturlyf og móður sem er ánetjuð heróíni. Hann er fæddur í heim glæpa og þaðan virðist engin leið burtu. Caine má horfa á móður sína deyja af of stór- um skammti og á föður sinn myrða mann á götu úti. Caine leiðist sjálfur út í eiturlyíjasölu og gengur um með byssu upp á vasann. Þrátt fyrir að vilja flýja þetta líf ei: hann bundinn Qötrum vanans, þar sem ungir, fá- tækir svertingjar eiga sér enga út- gönguleið. Hinir óæskilegu hefur hlotið fá- dæma góða dóma hvarvetna í heim- inum og hlaut hún m.a. verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir bestu frumraun í leikstjóm. Það eru hinir ungu tvíburabræður, Albert og Allan Hughes, sem leikstýra en þeir hafa verið viðriðnir kvikmyndagerð frá tólf ára aldri. Fræðslufund- urum slitgigt GIGTARFÉLAG íslands stóð fyrir fræðslufundaröð um ein- staka gigtsjúkdóma sl. vor og var mjög góð aðsókn en um 100 manns sóttu hvern fund að meðaltali. Ætlunin er að halda slíku fræðslustarfi áfram nú í haust og fjallar fyrsti fræðslu- fundurinn um slitgigt og hefst hann kl. 20.30 í Arsal Hótel Sögu í kvöld, fimmtudags- kvöld. Þessi sjúkdómur er talinn al- gengastur gigtsjúkdóma en miðað við reynslu annarra þjóða má reikna með því að 15% Islendinga sé á hveijum tíma með slitgigta- reinkenni. Á fundinum mun Helgi Jónsson sérfræðingur í gigtsjúkdómum flytja erindi um helstu orsakir og meðferð fólks með slitgigt og kem- ur hann til með að greina sérstak- lega frá nýjustu rannsóknum á sjúkdómnum. Þá ætlar Brynjólfur Mogensen, sérfræðingur í bæklun- arsjúkdómum að fjalla um þær aðgerðir sem fólki með slitgigt stendur til boða. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. (Fréttatilkynning) r Fjórða heimsókn Gurudev GURUDEV (Yogi Amrit Desai) er væntanlegur hingað til lands í október og muna verðá með fyrirlestur og námskeið í íþróttahús- inu við Strandgötu, Hafnarfirði, dagana 22.-24. október. Að þessu sinni ber námskeiðið titilinn: Máttur sjálfsþekkingar. Þetta er fjórða heimsókn Gurudevs hingað til lands en hann hefur hlotið ýsmar viðurkenningar frá Indlandi svo sem „doktor í jóga“ og „alheimskennari“ (jagadacharya). Innritun og nánari upplýsingar fást hjá Jógastöðinni Heimsljósi, Skeifunni 19, milli kl. 17-19 alla virka daga. (Úr fréttatilkynningu) Vandað húsnæði 214 fm + 403 = 617 fm. Til sölu eru 214 fm eining á verslunarhæð auk 403 fm lagerhúsnæðis með innkeyrsludyrum. Húsnæðið er mjög vandað og tilbúið til afhend- ingar strax. Möguleiki er á að taka minna skrif- stofu- eða iðnaðarhúsnæði upp í sem huta af kaupverði. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 812312 milli kl. 9 og 5 á daginn, og 671399 á kvöldin. Símboði 984-58801. Glæsileg opnunarlllboð I tilefni af opnun nýrra höfuðstöðva ÚRVALS-ÚTSÝNAR að Lágmúla 4. Aðeins örfá sæti í hverja ferð! > Oonunartilboö 1 Portúgal Vikuferð frá Mallorca 37.310 kr. Tveir í stúdíói með öllum sköttum! 2 vikur frá 42.310 kr. Tveir í stúdíói með öllum sköttum! .sept. 2 vikur frá 43.410 kr. Tveir í stúdíói með ölium sköttum! Edinborg - Sigurborgin í ár Síðustu sætin í október! 7. okt. Uppselt 21.okt. 11 sætilaus 10. okt. Uppselt 24. okt. Laus saeti 14. okt. Uppselt (4 sæti laus frá Akureyri) 28. okt. Uppselt 17. okt. Uppselt (8 sæti laus frá Akureyri) 31. okt. Laus sæti ^rÚRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 699 300, við Austurvöll: sími 2 69 00, í Hafnarfirði: sími 65 23 66, við Ráðhústorg á Akureyri: simi 2 50 00 - og hjá umboðsmömium um land altt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.