Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 32

Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 32
32 H MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 Mjólk — vildir þú vera án hennar? íslenskir bændur Vegnamikillareftirspurnar hefur verið ákveðið að e^ur.aUa.ónmanasunnu^r.n 26. september kl. 14.30. Aðeins 300 tniðar eftir. Einsöngvarar verða Sólrún Bragadóttir og Jóhann Sigurðarson. Á efnisskránni eru verk eftir Gershwin, Bernstein, Músorgskij, Verdi, Puccini og Ravel. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Miðasala á skrifstofu Sinfóníunnar í Háskólabíói og í síma 622255 22. sejrtember kl. 20:00 UPPSELT kl. 20:00 UPPSELT SJONARHORN Grænmeti og ávextir Skordýraeitur gæti verið börnum skaðlegt Nauðsynlegt er að skola og afhýða grænmeti og ávexti áður en borðað er. NEYTENDUR hafa lengi borið í brjósti áhyggjur vegna notkunar skordýraeiturs og annarra plágu- eyðandi efna við ræktun grænmet- is og ávaxta og ekki af ástæðu- lausu. Mörg þau skordýraeitur sem notuð voru hér áður fyrr og stundum ótæpilega, þar sem þau voru talin hættulaus, reyndust ekki vera það, en skaðinn kom ekki fram fyrr en eftir margTa ára notkun. Reglur um notkun skordýraeiturs (og illgresiseiturs) geta verið mis- munandi frá einu landi til annars. Strangastar hafa þær verið í Banda- ríkjunum og hafa margar þjóðir tek- ið mið af þeim. En þar í landi fara nú fram umræður um áhrif leifa þessara eiturefna í ræktuðum afurð- um á böm. í júlíhefti tímaritsins Science News segir að margar grænmetis- og ávaxtategundir sem seldar eru í Bandaríkjunum innihaldi eina eða fleiri tegundir af skordýraeitri, þó að yfirleitt séu leifar þeirra innan þeirra marka sem sett hafa verið. En vegna þess að ræktaða grænmet- ið er svo hátt hlutfall af mataræði ungra barna er talið mögulegt að þau geti fengið hættulega mikið magn af þessum eiturefnum með fæðunni. Eiturefni í fæðu barna I byijun júlí birti vinnuhópur um- hverfissamtaka í Washington skýrslu undir fyrirsögninni „Eiturefni í fæðu barna.“ Þar dregur talsmaður skýrsl- unnar saman áður óbirtar niðurstöð- ur rannsókna á 17.000 fæðusýnum sem efnagreind höfðu verið á rann- sóknastofum vítt og breitt um Bandaríkin fyrir Fæðu- og lyfjaeftir- litið þar í landi og 3.000 sýnum sem tekin höfðu verið í stórmörkuðum og rannsökuð voru á öðrum rann- sóknastofum. Hann tengdi síðan þessar niðurstöður við þær fæðuteg- undir sem voru á markaðnum á árun- um 1990-1992 við áætlað neyslu- munstur barna og bar saman til að meta hættu á heilsuskaða. Uppsöfnun eiturefna í líkama ungra barna í greininni segir að efnagreining- arnar hafi leitt í ljós að einn þriðji af þeim eiturefnum, sem börn fá í sig á lífsferli sínum, hafi safnast fyrir í líkama þeirra áður en þau ná 5 ára aldri. Það þýðir að safnast hafi fyrir hjá bandarískum bömum meira af sumum þessum krabba- meinsvaldandi eiturefnum en banda- rísk stjómvöld hafí sett sem hættu- mörk. Þetta segja höfundar skýrsl- unnar óásættanlegt, jafnvel þó að hættan sé ekki mikil og ekki sé ástæða til að forðast grænmetis- neyslu. Þvert á móti eru foreldrar hvattir til að halda grænmeti og ávöxtum að bömum sínum. Hámarksreglur miðaðar við neyslu fullvaxta fólks Bent er á að þær opinberu reglur sem gilda fyrir mengun af völdum skordýraeiturs miðist við mataræði fullvaxta fólks. Börn eru ólík full- orðnum ekki aðeins hvað varðar stærð, heldur em efnaskipin önnur svo og fæðuval og þá um leið það magn sem þau fá í sig af þessum eiturefnum. Þessvegna sé nauðsyn- legt að breyta viðmiðunarreglum. Vinnuhópurinn leggur m.a. til að könnuð verði neysla bama svo að hægt sé að gera sér grein fyrir neyslu hinna ýmsu aldurshópum. í skýrslu sem vísindamenn Fæðu- og lyfjaeftirlitsins gaf út nýlega um rannsóknir leifa eiturefna í algengum fæðutegundum sem börn neyta kem- ur fram, að árið 1991 fundust eitur- efni í 40 prósentum af kommeti og kornvörum sem rannsakaðar voru, í 51 prósenti af ávöxtum og 32 pró- sentum af grænmeti. Bent er á að þessar skordýraeiturleifar séu í flest- um tilfellum innan löglegra marka. Rétt meðhöndlun matvæla getur eytt leifum skordýraeiturs Fram kemur að hrámeti hefur til- hneigingu til að innihalda mest af leifum eiturefna vegna þess að þess- ar fæðutegundir eru efnagreindar áður en þær hafa verið skolaðar, afhýddar eða matreiddar. Sú með- höndlun getur eytt allt að 99 prósent af þessum eiturefnum, sem aftur á móti getur breytt myndinni þegar metin er neysla á leifum þessarra efna. Fæðu- og lyfjaeftirlitið er sagt vilja gera lítið úr leifum eiturefna í matvælum. Rannsóknastofur þeirra, sem dreifðar eru vítt og breitt um Hsérhæft S KRIFSTOFUTÆKNINÁM HNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI Verð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði!* KENN SLU GREINAR: - Windows gluggakerfí - Word ritvlnnsla lyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvuíjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla - o.fl. Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kiktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli Reykjavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK, síml 616699. fax 616696 •Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldlr. _____________Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Eins kvölds Howell tvimenningur var spilaður sl. fimmtudag. ÓskarKarlsson-GuðlaugurNíelsen 211 Ragnheiður Níelsen - Helgi Samúelsson 188 Kristófer Magnússon - Albert Þorsteinsson 188 Rósmundur Guðmundss. - Rúnar Gunnarss. 187 Þetta er lokastaðan á fyrsta spila- kvöldi félagsins. Næsta fimmtudag, 23. september, verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur, Bridsfélag Hreyfils Vetrarstarfið hófst mánudaginn 20. september á eins kvölds einmenningi. 42 mættu til keppni, spilað var í þrem- ur riðlum. Úrslit urðu sem hér segir: A-riðill: Halldór Bergsteinsson, BSR 107 Jóhannes Eiríksson, BSR 104 Jón Sigtryggsson, Bæjarleiðum 103 B-riðiU: Helgi Pálsson, Hreyfli 118 Daníel Halldórs., Bæjarleiðum 108 SvavarGuðmundss., Hreyfli 104 Eyjólfur Ólafsson, Hreyfli 104 C-riðill: Styrmir H. Þorgeirss., BSR 116 Smário G. Snædal, Hreyfli 105 Jón H. Styrmisson, BSR 98 Sigurlaugur Þorsteinsson 98 Mánudaginn 27. september hefst 3 kvölda hausttvímenningur. Byrjað verður kl. 19.30, vonumst til þess að sjá sem flesta 'bílstjóra. Bridsfélag Suðurnesja Vetrarstarfið hófst sl. mánudags- kvöld með eins kvölds tvímenningi. Sextán pör spiluðu og var keppnin jöfn og spennandi. Garðar Garðarsson og Karl G. Karlsson urðu efstir með 253 stig en meðalskor var 210. Karl Hermannsson or Arnór Ragnarsson urðu í öðru sæti með 240 stig og Þórður Kristjánsson og Sigurður Dav- íðsson þriðju með 237 stig. Næsta mót félagsins er þriggja kvölda árlegur Butler-tvímenningur. Spilað er í Hótel Kristínu í Njarðvíkum á mánudagskvöldum kl. 19.45. Spilar- ar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bridskvöld byrjenda Bridsfélag byijenda verður í vetur á sunnudagskvöldum. Spilað er í Sig- túni 9 og spilamennska hefst kl. 19.30. Bridsfélag byijenda hefur nú starfað í 3 ár og margir hafa notað þennan vettvang til þess að byija að æfa sig í keppnisbrids. Það er spiluð ein keppni hvert kvöld þannig að enginn þarf að binda sig meira en eitt kvöld. Aðstoð- að er við að mynda pör á staðnum ef einhveijir mæta einir. Það er skráð í keppnina á staðnum og húsið opnað kl. 19. Keppnisstjóri er Kristján Hauksson. Næsta spilakvöld er sunnu- dagskvöldið 26. september kl. 19.30. Bikarkeppni Brids- sambands Islands Fjórða umferð Einn leikur í fjórðu umferð bikar- keppni Bridssambands íslands var spilaður laugardaginn 18. september. Þar áttust við sveitir Hjólbarðahallar- innar, Reykjavík, og Björns Theódórs- sonar, Reykjavík. Sveit Bjöms leiddi allan leikinn og vann með 68 imp gegn 47 imp og varð fyrsta sveitin til að komast í undanúrslit bikarkeppn- innar 1993, sem spiluð verður laugar- daginn 2. október nk. i Sigtúni 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.