Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
39
Minning
Elín Egilsdóttir
stórkaupmaður
Fædd 17. apríl 1922
Dáin 16. september 1993
Mig langar til að minnast í fáum
orðum föðursystur minnar, Elínar
Egilsdóttur eða Ellu, sem lést hinn
16. september sl.
Elín var fædd í Reykjavík 17.
apríl 1922, yngsta bam hjónanna
Ingibjargar Sigurðardóttur, f. 12.
maí 1892, d. 7. september 1960,
og Egils Guttormssonar stórkaup-
manns, f. 1. október 1892, d. 26.
febrúar 1970. Systkini hennar eru
þau Anna Einarson, gift Birgi Ein-
arson, og eiga þau þrjú börn, og
Sigurður H. Egilsson, kvæntur Sig-
ríði Þ. Bjarnar, og eiga þau fimm
börn.
Elín giftist hinn 1. júní 1946 Ing-
ólfi Gíslasyni gleraugnasérfræðingi,
sem fæddur var 24. apríl 1915 en
varð bráðkvaddur langt um aldur
fram 13. janúar 1955. Börn þeirra
eru:
Egill Gunnar Ingólfsson, f. 16.
október 1947, sem kvæntur' er
Kristrúnu Gunnarsdóttur, f. 1. októ-
ber 1948. Böm þeirra em Ingólfur
Sverrir, f. 23. október 1971, Mar-
grét Elín, f. 29. apríl 1977, Gunnar
Egill, f. 12. janúar 1979 og Hannes
Þór, f. 18. mars 1983.
Inga Ingólfsdóttir, f. 11. apríl
1955, sem gift er Gunnlaugi Guð-
mundssyni, f. 12. september 1956.
Þeirra börn eru Heimir, f. 26. maí
1978, og Elín, f. 28. maí 1980.
Það var fyrir um það bil ijórum
vikum að ég frétti að Ella væri
komin á spítala með hita, sem ekki
var vitað af hvetju stafaði, og að
hún væri komin í rannsókn. Ekki
hvarflaði að mér að Ella ætti ekki
afturkvæmt. Það næsta sem ég
reiknaði með að heyra var að hún
væri orðin hress og komin heim.
En því miður er ekki alltaf allt eins
og maður óskar sér.
Fyrsta minning mín um Ellu er
af Víðimelnum, en þar hafa lengi
verið höfuðstöðvar fjölskyldunnar.
Við bjuggum uppi en Ella og henn-
ar börn niðri, svo að í húsinu voru
sjö börn og undirrituð þeirra lang-
yngst.
Eg sé það nú hvað hún lagði
mikið á sig til að gera barnæsku
mína skemmtilega. T.d. fór hún á
fætur fyrir allar aldir á bolludaginn
til að opna millihurðina þannig að
ég kæmist inn til að bolla hana
„steinsofandi" í rúminu.
Þegar Ella fluttist í Hlyngerði
man ég vel eftir hvað heimsóknir
til hennar voru skemmtilegar. Fyrir
mér var það ferðalag upp í sveit.
Ella átti ævinlega hund sem ýmsir
fjölskyldumeðlimir voru hræddir við
og þegar við knúðum dyra heyrðist
kallað: „Bíðið, ég á eftir að loka
Trínu niðri.“ Og svo kom hún hlaup-
andi til dyra. Heimili hennar var
yndislega fallegt. Hún ferðaðist
mikið og var haldin ólæknandi söfn-
unaráráttu.
Líf Ellu var ekki alltaf dans á
rósum og það kenndi henni að njóta
vel þeirra ánægjustunda sem gáf-
ust. Hún hafði yndi af því að glett-
at og oft sá ég hana iða í skinninu
af eftjrvæntingu eftir að sjá hvort
vel skipulagt bragð hennar myndi
heppnast.
Eg minnist jólaboðsins þegar Ella
var búin að fá mig til að þykjast
eiga vídeó-vélina hennar og ég átti
að vera að kenna henni á hana, því
að Ella vildi ná sem eðlilegastri
mynd af fjölskyldunni. Þá risu
systkini hennar úr sætum og fóru
fram, þau létu ekki platast, þekktu
hana of vel, en höfðu gaman af.
Ella var alltaf hress og leit á
björtu hliðar lífsins og umfram allt
vildi hún ekki láta vorkenna sér.
Elsku Ella mín, þakka þér fyrir
allt og allt.
Elsku Inga, Gulli, Egill, Kristrún
og ömmubörn, Guð veiti ykkur
styrk.
Anna Laufey Sigurðardóttir.
Þegar haustar eftir gott sumar
eru ávallt ákveðin tímamót. Það var
við þessi tímamót sem jarðvistina
kvaddi góður vinur, Elín Egilsdóttir.
Ég kynntist Elínu einmitt um haust
árið 1968. Vorum við þá nýbyrjaðar
í Hagaskóla, ég og Inga dóttir henn-
ar. Eg kom með Ingu á heimili henn-
ar en þá bjuggu þar saman þrjár
kynslóðir, á Víðimel 56. Elín, sem
þá var orðin ekkja, hélt heimili fyr-
ir dóttur sína og föður, Egil Gutt-
ormsson. Þar að auki sá hún um
rekstur fyrirtækis föður síns, Egils
Guttormssonar hf. Mér rennur seint
úr minni hversu mikil áhrif Elín
hafði á mig, fyrir þau tök sem hún
hafði á umhverft sínu. Ákveðin, en
þó hlý, og ekki var nú skömmunum
fyrir að fara þegar unglingarnir, við
Inga, tókum upp á ýmsu því sem
fylgir því að vaxa úr grasi. Þolin-
mæðin var einstök og voru þær ófá-
ar ferðirnar sem ég fékk að fylgja
þeim mæðgum í sumarbústað Elínar
í landi Nesja, í Þingvallasveit. Bíl-
prófsaldurinn, sem flesta foreldra
hryllir við, tók síðan við, og má
segja að Elín hafí verið bíllaus allt
það sumar. Fleiri minningar sækja
á hugann. Eitt sinn þegar Elín og
Inga hittu systur mína og móður í
Þýskalandi var strEix hringt til ís-
lands og við héldum símafund og
hlógum mikið. Eða hundahald fjöl-
skyldna okkar beggja og jólahangi-
kjötið sem hundarnir mínir, kynslóð
fram af kynslóð, nutu í eldhúsinu í
Hlyngerði 9 hjá Elínu á aðfangadag
ár eftir ár. Minningamar em marg-
ar og ómetanlegar.
Elín Egilsdóttir fæddist í Reykja-
vík 17. apríl 1922 og var því rétt
rúmlega sjötug er andlát hennar bar
að. Hún var, eins og áður er nefnt,
dóttir Egils Guttormssonar stór-
kaupmanns er lést 1970 og konu
hans Ingibjargar Sigurðardóttur, en
hún lést 1960. Elín giftist Ingólfí
Sverri Gíslasyni kaupmanni hinn 1.
júní 1946. Élín missti mann sinn
langt um aldur fram, en hann varð
bráðkvaddur í janúar 1955. Böm
þeirra eru tvö, Egill Ingólfsson, f.
1947, kvæntur Kristrúnu Gunnars-
dóttur og eiga þau íjögur börn. Þau
eru Ingólfur Sverrir, f. 1971, Mar-
grét Elín, f. 1977, Gunnar Egill, f.
1979, og Hannes Þór, f. 1983.
Yngra barn Elínar, Inga, fæddist
þremur mánuðum eftir lát föður síns
í apríl 1955. Hún er gift Gunnlaugi
Guðmundssyni og þeirra börn eru
Heimir, f. 1978, og Elín, f. 1980.
Systkini Elínar era tvö, þau Anna,
gift Birgi Einarssyni fv. lyfsala, og
Sigurður stórkaupmaður, kvæntur
Sigríði Þ. Bjarnar.
Elín var mjög farsæl og virk í
starfí. Auk síns eigin reksturs sat
hún í stjórn Félags íslenskra stór-
kaupmanna 1983 til 1987 og var
árið 1988 sæmd gullmerki félagsins
og gerð að heiðursfélaga í sama
félagi. Þá tók hún virkan þátt í
Oddfellowreglunni en hún og systir
hennar stofnuðu þar minningarsjóð
um móður sína, „Minningarsjóð
Ingibjargar Sigurðardóttur“ sem
veitt hefur milljónir til líknarmála.
Af þessu má sjá að ekki var setið
auðum höndum. Vil ég að lokum
senda samúðarkveðjur frá mér og
ijölskyldu minni til ykkar, Inga og
Gulli, og ykkar, Egill og Kristrún,
og barna ykkar. Megi ylur minning-
ar Elínar Egilsdóttur fylgja ykkur
og hún lifir í þeim.
Arndís Erla Pétursdóttir.
Enn og aftur er komið að kveðju-
stund. I dag kveðjum við Elínu
Egilsdóttur stórkaupmann sem m.a.
rak fyrirtækið Egil Guttormsson hf.
um árabil.
Elín lést 16. september í Borgar-
spítalanum eftir nokkurra daga
sjúkrahússlegu en seinni árin hafði
heilsan ekki verið sem skyldi. Hún
var hörð af sér og kveinkaði sér
hvergi þó að oft muni hún hafa
verið sárkvalin. Glæsileg og geisl-
andi var hún í sjötugsafmæii sínu
fyrir rúmu ári, íjörag í anda sem
ætíð þótt líkaminn væri farinn að
gefa sig. Ekki óraði okkur fyrir því
þá að við ættum ekki eftir að sitja
saman fleiri veislur.
í föðuríjölskyldu minni var hún
aldrei kölluð annað en Ella og kær-
ar minningar um hana ná svo langt
sem minnið nær.
Eila giftist ung föðurbróður mín-
um heitnum Ingólfi Sverri Gíslasyni
gleraugnasmið árið 1946 og höfðu
þau áður verið trúlofuð nokkur ár
sem þá var títt. Meðan á trúlofun-
inni stóð var tíminn notaður vel og
dregið í búið og þau byggðu sér
glæsilegt hús við Sogamýrarblett
32 sem var þá nánast uppi í sveit
og fátt íbúðarhúsa þar um slóðir,
en nokkrir sumarbústaðir og kart-
öflukofar á stangli. Mjólkin var sótt
til Bogeskov sem rak kúa- og svína-
bú í grenndinni. Nú heitir þar Hlyn-
gerði og er inni í miðri borg, svo
mikil er breytingin orðin á tæpum
fimmtíu árum.
Falleg og samhent voru þau Ella
og Sverrir og gneistuðu af lífsorku
og fjöri. Ekkert virtist standa þeim
fyrir þrifum, húsið flaug upp, allt
drifið áfram af miklum krafti, gróð-
ursett í kringum húsið, heimilið ein-
staklega fallega búið, haldnar
ógleymanlegar afmælis- og jóla-
veislur sem hlakkað var til allt árið.
Síðan var allt kvikmyndað sem þá
var fátítt og þau gátu haldið hund
sem var bannað inní bæ. Það var
því ekki amalegt að heimsækja þau,
enda var Ella mjög myndarleg hús-
móðir, að ég tali nú ekki um gleðina
þegar litli sólargeislinn þeirra var
fæddur, Egill Gunnar.
Ella og Sverrir eignuðust tvö
börn, þau Egil Gunnar, f. 1947, og
Ingu, f. 1955.
Þau hjón ráku Gleraugnaverslun
Ingólfs S. Gíslasonar sem fyrst var
til húsa í Ingólfsstræti 2, síðar flutt-
ist verslunin í hús foreldra minna á
Skólavörðustíg 5. Samgangur var
daglegur, unnið var hörðum höndum
og tími til hvíldar gafst sjaldan og
því heilsunni of lítill gaumur gefínn.
Nístingskaldan janúardag í mik-
illi frosthörku 1955 hneig Sverrir
örendur niður eftir mikla áreynslu,
aðeins 39 ára að aldri.
Áfallið var þyngra en tárum tæki
og Inga rétt ófædd. Ella sýndi þá
sem ætíð ótrúlegan dugnað og lét
aldrei á sér bilbug finna. Var hún
börnum sínum bæði faðir og móðir
í senn. Hún átti góða og samhenta
fjölskyldu sem veitti þann stuðning
er hún mátti. Foreldrar Ellu voru
Egill Guttormsson stórkaupmaður
er rak fyrirtæki með sama nafni og
kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir.
Systkini Elínar eru Anna, gift
Birgi Einarssyni, fyrrum apótekara
Vesturbæjarapóteks, og Sigurður
H. framkvæmdastjóri, kvæntur Sig-
ríði Þ. Bjarnar.
Fjölskyldan stóð þétt saman og
var það Ellu ómetanlegt. Eftir Iát
Sverris fluttist hún með börnin í hús
foreldra sinna á Víðimel 25 og
bjuggu þau þar meðan báðir foreldr-
ar hennar lifðu. Að þeim látnum
fluttust Ella og börnin aftur í hús
sitt, en nú var mikið umrót og heilt
íbúðarhverfi reis í túninu þeirra sem
áður var, fyrrum grannar á brott
og komnir malbikaðir vegir í stað
malarvega og götuslóða.
Ella rak áfram gleraugnaversl-
unina ásamt því að reka fyrirtæki
föður síns og verslunin fluttist í
Bankastrætið. Er börnin höfðu aldur
til komu þau einnig til starfa í fjöl-
skyldufyrirtækjunum og tóku
seinna við rekstrinum, Egill Gunnar
sem gleraugnasmiður og tók við
versluninni og Inga fór til starfa
hjá Agli Guttormssyni og rekur fyr-
irtækið nú.
Egill Gunnar er kvæntur Krist-
rúnu Gunnarsdóttur uppeldisfull-
trúa og eiga þau fjögur börn, Ing-
ólf, Margréti, Gunnar og Hannes.
Inga er gift Gunnlaugi Guð-
mundssyni flugumferðarstjóra og
þeirra börn eru Heimir og Elín.
Bömin og barnabörnin voru líf
Ellu og yndi og margar góðar stund-
ir átti fjölskyldan saman, m.a. í
sumarbústað þeirra í landi Nesja við
Þingvallavatn. Þar undi Ella best
og var hveija átund sem hún mátti.
Einnig starfaði hún ötullega í
Oddfellowreglunni. Ella flíkaði ekki
tilfinningum sínum, gat verið snögg
upp á lagið, gáskafull, var dreng-
lunduð, vinur vina sinna, óvenju
atorkusöm og höfðingi heim að
sækja, í mínum huga sannkölluð
hetja. í asa og hraða hvunndagsins
hafa samverustundirnar orðið færri
en áður var og þá helst er blásið
var til fagnaðar af einhveiju tagi,
þá var þó ætíð sem við hefðum hist
í gær.
Ekki er langt síðan Ella seldi hús
sitt og kom sér fyrir í nýrri íbúð
þar sem hún hugðist njóta ókominna
ára, en eigi má sköpum renna.
í afkomendum Elínar sjáum við
eðlisþætti hennar og gjörvileik end-
urspeglast.
Égill Gunnar, Inga, tengdabörn
og barnabörn hafa misst mikið.
Föðurfjölskyldan þakkar allar
góðu stundirnar sem ekki munu
gleymast.
Blessuð sé minning Elínar Egils-
dóttur.
Edda Óskarsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
devr sjálfur ið sama; •
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Mig langar hér í fáum orðum að
minnast mikillar konu, konu sem
heillaði okkur öll sem urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi að kynnast
henni.
Elínu kynntumst við hjónin vegna
viðskipta á áranum milli 1970-80.
Hún vakti strax athygli okkar fyrir
dugnað, þrautseigju og ótrúlegan
kraft sem henni fylgdi. Það var aldr-
ei nein lognmolla í kringum þessa
góðu konu.
Með áranum varð hún í miklu
uppáhaldi hjá okkur og var ósjaldan
vitnað í dugnað hennar og bros. Það
var alltaf gaman í návist hennar
hvort sem verið var að tala um við-
skipti eða bara lífið sjálft og það
var margt af henni að læra.
Það var ótrúlegt þá til þess að
hugsa að hún ætti eftir að verða
svo mikill sjúklingur sem raun bar
vitni. Þegar hún svo iá í sjúkrahúsi
vegna sjúkdóms síns hefði mátt
ætla að af henni drægi andlega, en
það var nú eitthvað annað, lífsfjörið
blikaði í augum hennar og maður
yfrgaf hana, eins og alltaf, glaðari
og kátari en áður.
Það er sorglegt til þess að hugsa
að hafa hana ekki lengur á meðal
okkar, en við sem henni kynntumst
þökkum fyrir að fá að vera í þeim
hópi.
Góð kona er horfin, en minningin
mun lifa.
Við vottum bömum hennar og
barnabörnum okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Sigmundsson og
Ragnhildur Bender.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
FRIÐRIKA JÓNSDÓTTIR
frá Vikurhóli,
Dalbæ,
Dalvík,
sem lést 14. september sl. verður jarð-
sungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
25. september kl. 14.00.
Bára Elíasdóttir, Arni Arngrímsson,
Bjarki Elfasson, Þórunn A. Sigurjónsdóttir,
Björn Eliasson, Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Þórunn Elíasdóttir, Yngvi Rafn Baldvinsson, .
börn, barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartanlega þökkum við fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
PÁLS ÞORFINNSSONAR,
Skagaströnd.
Jóna Guðjónsdóttir
og börn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
GUÐJÓNS JÓHANNESSONAR,
Patreksfirði.
Starfsfólki Sjúkrahúss Patreksfjarðar færum við sérstakar þakkir
fyrir hlýhug og góða umönnun.
Erla Guðjónsdóttir,
Friðrik Vagn Guðjónsson, Kristfn S. Árnadóttir,
Hermann Guðjónsson, Bertha S. Sigurðardóttir,
Guðjón Jóhannes Guðjónsson, Vivienne Iveson,
Björgvin Guðjónsson, Hjördís Hjartardóttir,
Dýrleif Guðjónsdóttir, Óðinn Þórarinsson
og barnaböm.
Lokað
Skrifstofur og vörugeymslur okkar verða lokaðar
í dag kl. 12.00 vegna útfarar
ELÍNAR EGILSDÓTTUR.
Egill Guttormsson-Fjölval hf.,
Mörkin 1.