Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 33 Bandaríkin, vinna ekki á samræmd- an hátt og fá því ekki samræmdar niðurstöður. Fram kemur að þó að eftirlitinu sé ljóst að í hverri afurð séu fleiri en ein tegund skordýraeit- urs, þá miðast leyfíleg mörk aðeins við eitt efni. En rannsóknir hafa ein- mitt sýnt fram á að fjölmörg efni geta verið í einni og sömu afurðinni. Eiturefni greinast í grænmeti og ávöxtum Efnagreiningar hjá sjálfstæðum rannsóknastofum hafa sýnt fram á að leifar fieiri en einnar tegundar eiturefna greindist í 62 prósentum af appelsínum, 44 prósentum af epl- um og a.m.k. 25 prósentum af kirsu- berjum, ferskjum, jarðarbetjum, se- lerí, perum, vínberjum, og salathaus- um. Ennfremur segir að í sumum þessara tegunda hafí fundist allt að 6 tegundir eiturefna þar sem álita megi að tvö eða fleiri efni séu krabba- meinsvaldar. Nauðsynlegt að kanna betur áhrif eiturefna Lagt er til að kannað sé nánar samspil þessara efna og reglur um leyfilegt magn ákveðið í samræmi við þær niðurstöður. Vinnuhópurinn lét kann sérstaklega 5 lífræn tauga- skemmandi skordýraeitur sem notuð eru á matvæli þar sem hefur komið fram, en ekki verið sannað, að sum böm hafa fengið í sig það mikið af þessum eiturefnum, að komið hafa fram aivarlegar eitranir. Vinnuhópurinn segir að ekki liggi fyrir niðurstöður rannsókna sem sýni að leifar skordýraeiturs hafi skaðað börn, en bendir á að ákveðnir þættir eins og matarvenjur, meðferð mat- væla, matreiðsla og notkun skor- dýraeiturs í ræktun, geti sett sum ung börn í hættu. Eftirlitsstofnanir vilja herða reglur um notkim eiturefna í framhaldi af þessum niðurstöð- um sendu fjórar opinberar eftirlits- stofnanir og landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum stjóm Clintons sameiginlega yfírlýsingu þar sem farið var fram á hertar aðgerðir til að draga úr notkun á varasömu skor- dýraeitri með því að endurskoða gild- andi reglur og hvetja efnaframleið- endur til að framleiða skaðminni efni. í framhaldi af þessum umræðum . er full ástæða til að vekja athygli innlendra framleiðenda og ræktenda á því að nauðsynlegt er að fara var- lega í notkun eiturefna í ræktun. Þetta eru ekki skaðlaus efni, og rang- lega notuð geta þau skaðað heilsu neytenda. M.Þorv. Fresturinn til að spila fjórðu um- ferðina rennur út næsta sunnudag, 26. september, og verður dregið í undanúrslitin um leið og leikjum í fjórðu umferð lýkur. Úrslit bikarkeppninnar verða spiluð sunnudaginn 3. október í Sigtúni 9. íslandsmótið í einmenningi 9.-10. október íslandsmótið í einmenningi 1993 verður haldið í Sigtúni 9 helgina 9.-10. október nk. Skráning er hafín á skrif- stofu Bridssambands íslands og þarf að greiða þátttökugjald kr. 2.500 um leið og skráð er. Þátttakendur frá landsbyggðinni geta hringt og skráð sig og lagt síðan þátttökugjaldið inn á reikning Bridssambands íslands. Skráningarfrestur er til mánudagsins 4. október. Núverandi íslandsmeistari í ein- menningi er Magnús Magnússon, Ak- ureyri. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Nýlega var haldinn aðalfundur bridsdeildar Félags eldri borgara í Reykjavík. Fráfarandi formaður, Ey- steinn Einarsson, bókbindari, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Formaður er nú Lárus Arn- órsson. Aðrir í stjórninni eru Kristinn Gíslason, gjaldkeri, Sigurleifur Guð- jónsson, ritari, og meðstjórnendur þær Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir. Spilað er í Risinu á sunnudögum og fímmtudögum frá kl. 13-17. A mánudögum eru æfíngar á sama tíma. Nýir félagar geta gefið sig fram við formann eða spilastjóra þá daga sem spilað er. Ur myndmm um Tmu Turner. Sagan um Ike og Tinu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Tina: What’s Love Got To Do With It.“ Sýnd í Bíóborginni og Bíóhöllinni. Leikstjóri: Brian Gibson. Handrit: Kate Lanier uppúr sjálfsævisög^u Tinu Turn- ers, Ég, Tina. Aðalhlutverk: Angela Bassett og Laurence Fis- hburne. Ike sá fyrir því, ef marka má frásagnir Tinu Turner, að ævisaga Tinu, þessarar dáðu rokkstjörnu og „ömmu rokksins", er ekki að- eins saga um velgengni og sigra heldur fyrst og fremst raunasaga um heimilisofbeidi. Hún er saga um eiginkonuna sem býr við stöð- ugar barsmíðar frá hendi eigin- mannsins og þymum stráða braut hennar til að losa sig við hann. Bíómyndin „Tina: What’s Love Got To Do With It“, sem byggir á sjálfsævisögu Tinu, greinir mjög nákvæmlega frá sambandi Ike og Tinu og hvernig hún með tímanum fær nóg af því og yfírgefur hann seint og um síðir. Það er hrollvekj- andi lýsing á köflum, miskunnar- laus og ljót saga þar sem Ike er í aðalhlutverki hrottans. Myndin er stórgóð. Þrátt fyrir að döpru stundimar taki heilmikið pláss er myndin líka bráðskemmti- leg, hröð í frásögn og oft glæsileg í útliti og hoppandi fjörug þar sem hún spannar um 30 ár af tónlistar- ferli Tinu og Ikes. Það kraumar undir henni góð tónlistin og átaka- mikil sagan í áhrifaríkri leikstjóm Brians Gibsons uppúr mergjuðu handriti Kate Lanier. En uppúr stendur þó leikur þeirra Angelu Bassett, sem leikur Tinu, og Laur- ence Fishburne, sem leikur Ike og er ömggur um a.m.k. óskarsút- nefningu. Leikur þeirra er raf- magnaður. Tina rekur ævi söngkonunnar frá því hún kynnist Ike, sem orðinn var nokkuð þekktur skemmtikraft- ur og óforbetranlegur kvennamað- ur. Þau taka að syngja saman og gifta sig og eignast fjölskyldu en um það bil sem Tina fer að verða meira ábefandi partur dúettsins og vinsælli hrakar Ike stöðugt. Hann verður dópisti og hættir að semja lög og tekur vonbrigði sín út á Tinu, sem á sér fáar undan- komuleiðir því hún þráast við að splundra fjölskyldunni minnug bemskuáranna. Hún finnur frið- sæld í Búddatrúnni og slítur sig loks frá Ike eftir að þau slást eins og hundur og köttur í atriði sem sviðsett er í limósínu á fljúgandi fart í gegnum Los Angeles. Angela Bassett leikur Tinu af fítonskrafti, ákafa og innsæi og hefur frábæra sviðsframkomu (Tina syngur lögin fyrir hana) en sýnir líka óttann og skelfínguna á bak við heimilisofbeldið og loks bitru reiðina. Túlkunin spannar mörg svið og Bassett er glimrandi á þeim öllum. Fishburne er einnig stórkostlegur sem Ike hvort sem hann er silkimjúki kvennamaður- inn og flagarinn með hraðan ta- landann og einlægu framkomuna, skaphundurinn sem stjómar öllu í kringum sig með jámaga eða öf- undsjúki hrottinn sem sér að hann á ekkert lengur í Tinu, hvorki sem eiginmaður né rokkstjama. Rokkmenningin hefur getið af sér ófáar ævisögulegu bíómyndim- ar og þær eru misjafnar. Tina er með þeim bestu, mynd sem leggur ekki aðaláhersluna á að kasta dýrðaljóma yfír viðfangefnið held- ur þorir að kafar oní aðstæður þess af einlægni og skiiningi. Amma rokksins er ósigrandi. SÆTRE FYRIR SÆLKERANN Kaptein kexiö gerir lífið léttara þegar allt annaö bregst. Hæfir öllu áleggi. VARMASKIPTAR SWEP er í fararbroddi í framleiðslu lóðaðra varma- skipta. Þeir eru afkastamiklir, fyrirferðalitlir — aðeins 1/5 að umfangi miðað við venjulega varmaskipta. Uppsetning er auðveld og viðhald í lágmarki. Kynntu þér kosti SWEP varmaskiptanna, hvort heldur er fyrir neysluvatn eða húshitun. Þú fínnur varla betri lausn. HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.