Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993
Sjálfkjörið í forystu Alþýðubandalags
Aðalmál lands-
fundar undirbúin
YFIRKJÖRSTJÓRN Alþýðubandalagsins hefur lýst Ólaf Ragnar
Grímsson rétt kjörinn formann flokksins og Steingrím J. Sigfússon
rétt kjörinn varaformann. Framlengdur framboðsfrestur rann út
21. september. Aðeins eitt framboð barst til hvors embættis og eru
frambjóðendur því sjálfkjörnir.
„Við höfum á undanfömum vik-
um haldið trúnaðarmannafundi Al-
þýðubandalagsins í einstökum kjör-
dæmum og þar höfum við fjallað
um þá málefnaafstöðu sem við
munum birta á næstunni og af-
Námskeið
um rekstur
íþróttavalla
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins
heldur námskeið um viðhald á
grasvöllum í samvinnu við mann-
virkjanefnd Knattspyrnusam-
bands Islands (KSI) dagana 1. og
2. október. Námskeiðið er ætlað
þeim sem vinna að viðhaldi og
umhirðu grasvalla á íþróttasvæð-
um.
Fjölmörg erindi verða flutt á nám-
skeiðinu, m.a. um jarðveg og gras-
tegundir grasvalla, þökur, viðhalds-
vinnu, ábuurðaráætlanir, endurgerð
og rekstur grasvalla. Ýmis tæki, sem
notuð eru við viðhald grasvalla,
verða til sýnis. Skoðuð verða tæki í
eigu Reykjavíkurborgar, en einnig
hefur verið leitað til fyrirtækja, sem
flytja inn viðhaldstæki og þeim boð-
ið að sýna þau. I tengslum við nám-
skeiðið hefur verið þýtt leiðbeining-
arhefti frá Knattspyrnusambandi
Noregs um rekstur og viðhald gra-
svalla og jafnframt reynt að stað-
færa það miðað við íslenskar að-
stæður.
greiða á landsfundinum. Þar eru
þrír þættir sem ber hæst: í fyrsta
lagi endurreisn atvinnulífsins, í öðru
lagi umbætur á velferðarkerfinu og
í þriðja lagi siðvæðing og kerfis-
breytingar í stað þeirrar víðtæku
spillingar og misnotkunar á opin-
berum ábyrgðarstöðum, sem mjög
einkenna nú stjórnarfarið í land-
inti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson
í samtali við Morgunblaðið.
Þrír þættir
Hann sagði að í velferðarmálum
ýrðu settar fram tillögur um bættan
hag fjölskyldna og tillögur um end-
urbætur í heilbrigðis- og mennta-
kerfi. Einnig yrðu settar fram tillög-
ur um hvernig koma mætti í veg
fyrir misnotkun stjórnmálamanna á
embættaveitingavaldinu og upp-
ræta samtryggingakerfi einkavina-
væðingar í stjórnkerfi og fyrirtækj-
um, sem væri mikið mein í íslensku
þjóðfélagi.
Hann sagði alþýðubandalags-
menn vera þeirrar skoðunar að
framangreindir þrír þættir tengist
allir. An siðvæðingar yrði ekki
hægt að koma á efnahagslegri end-
urreisn. Án trausts velferðárkerfis
yrði ekki hægt áð skapa skilyrði
fyrir vexti atvinnulífsins og án
öflugs atvinnulífs yrði ekki hægt
að þyggja upp velferðarkerfið.
Ólafur Ragnar kvaðst mjög
þakklátur vegna þess víðtæka
stuðnings sem hann hefði fundið á
undanförnum mánuðum. Hann
sagði að það væri mikil hvatning
til áframhaldandi starfs að finna
að flokkurinn veitt sér umboð til
forystu með svo skýrum hætti.
Heilbrigðisráðherra
afsaJar sér biðlaunum
eftir Guðmund Árna
Stefánsson
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Guð-
mundi Árna Stefánssyni heil-
brijgðisráðherra:
I framhaldi af villandi fjölmiðla-
umræðu um laun mín frá Hafnar-
ijarðarbæ tel ég nauðsynlegt að
eftirfarandi komi fram:
Laun til mín sem bæjarstjóra
voru ákveðin samhljóða af bæjar-
ráði Hafnarfjarðar í júní 1986. Sá
ráðningarsamningur var algerlega
óbreyttur frá því sem gilti við for-
vera minn í því starfi. Þar er kveð-
ið á um greiðslu grunnlauna í sex
mánuði frá því að starfi lýkur. Við
starfslok mín nú í sumar tók þetta
ákvæði sjálfkrafa gildi eins og venja
er varðandi framkvæmd kjara-
samninga almennt. Sjaldgæft er
eða óþekkt að tekin sé tilfinningaleg
afstaða til framkvæmda kjara-
samninga eins og nú hefur verið
gert.
Umræður um laun stjórnmála-
manna eru því miður oft villandi
og einkennast af upphrópunum.
Einfaldar staðreyndir komast
ógjarnan til skila. Staðreyndin er
sú, að við að fara úr starfi fram-
kvæmdastjóra sveitarfélags í starf
heilbrigðisráðherra lækkuðu laun
mín umtalsvert. í umræðum síðustu
mánuði og misseri vegna biðlauna,
þar sem einstaklingar hafa afþakk-
að þau, hefur hins vegar sjaldnast
komið fram að laun þeirra hafa
hækkað. Með öðrum orðum að við
það að fara úr störfum á vettvangi
stjórnmála og yfir í starf embættis-
manna hjá hinu opinbera ellegar í
störf á hinum almenna vinnumark-
aði, þá hækka laun manna öllu
jöfnu. Það er umhugsunarvert.
Laun þingmanna og.ráðherra eru
gjarnan notuð sem viðmiðun við
lægstu laun. í því samhengi eru þau
há. Sem viðmiðun við stjórnunar-
störf á vinnumarkaðnum almennt
eru þau hins vegar lág. Þetta eru
einfaldar staðreyndir.
I umræðum um launamál mín
hefur verið blandað viðfangsefnum
mínum sem ráðherra heilbrigðis-
og tryggingamála og þau gerð tor-
tryggileg í því samhengi. Það þykir
mér óvandaður og óviðeigandi mál-
flutningur og ekki sæmandi þeim
er að standa. Á sama hátt hefur
verið reynt að mynda trúnaðarbrest
milli mín og íbúa Hafnarfjarðarbæj-
ar, sem ég hefí átt mjög gott sam-
starf við í gegnum árin og mun
vonandi hafa um alla framtíð.
Á hinn bóginn þykir mér nauð-
synlegt að áframhaldandi gagn-
kvæmur trúnaður verði milli sveit-
unga minna í Hafnarfirði og ekki
síður að málefnaleg umræða verði
um hin erfiðu og mikilvægu verk-
efni sem ég sinni í umboði þjóðar-
innar á vettvangi heilbrigðis- og
tryggingamála. Þar er háð varnar-
barátta, sem ég mun leggja mig
allan fram um að takist vel, þannig
að standa megi vörð um velferðina
í þeim málaflokkum. I þeirri von
að sú umræða verði málefnaleg og
óháð óskyldum hlutum hefi ég ósk-
að eftir því að biðlaunagreiðslur
mér til handa verði nú felldar niður
af hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Vona
ég með því að mál sé að linni og
þetta því mín síðustu orð um þetta
mál.
13
Morgunblaðið/Þorkell
Bætt aðstaða í nýju húsi.
VINNUAÐSTAÐA starfsfólks menntaskólans gjörbreytist með nýju byggingunni. Nemendafélag
MK fær skrifstofur þær sem losna í gamla húsinu til afnota, bókasafn flyst í nýbygginguna, nýjar
kennslustofur hafa verið teknar í notkun og nemendur fá lessal.
Nýbygging tekin í notkun við MK á 20 ára afmæli skólans
Vinnuaðstaða nemenda
og kennara gjörbreytist
Morgunblaðið/Þorkell
Húsið vígt
ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, tók nýbyggingu
MK formlega í notkun með því að klippa á borða. Honum til
aðstoðar var Heimir Pálsson, formaður skólanefndar. Á milli
þeirra stendur Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari.
TUTTUGU ára afmælis
Menntaskólans í Kópavogi var
minnst með afmælissamkomu í
Félagsheimili Kópavogs í gær,
en þar var skólinn settur í fyrsta
sinn 22. september 1973. I gær
var einnig vígð nýbygging við
skólann en hún markar tímamót
í sögu hans því með henni gjör-
breytist starfsaðstaða alls
starfsfólks.
Fjölmenni var viðstatt afmælis-
samkomuna. Skólameistari, Ing-
ólfur A. Þorkelsson, rifjaði upp
minnisverða atburði úr sögu skól-
ans og aðstoðarskólameistari,
Margrét Friðriksdóttir, kynnti
ræðumenn og söngvara, en milli
ávarpa sungu núverandi og fyrr-
verandi nemendur skólans.
Sjóður til styrktar
efnilegum nemendum
Ávörp fluttu Ólafur G. Einars-
son, menntamálaráðherra, Heimir
Pálsson, formaður skólanefndar
MK, Siguijón Ingi Hillaríusson,
fyrrum bæjarfulltrúi í Kópavogi,
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri,
fulltrúi stúdenta frá MK, og Bragi
Mikaelsson,^ forseti bæjarstjórnar
Kópavogs. í ræðu hans kom fram
að bæjarstjórn hefði i tilefni af
20 ára afmæli skólans samþykkt
að stofna sjóð til styrktar dugleg-
um nemendum í MK.
Að lokinni athöfninni í félags-
heimilinu lá á leiðin í menntaskól-
ann þar sem menntamálaráðherra
vígði nýbyggingu sem risin er við
skólann. Með henni verður gífur-
leg breyting á starfsaðstöðu allra
sem við skólann starfa. Mesta
breytingin verður á vinnuaðstöðu
kennara. 40 kennarar höfðu áður
8 skrifborð til afnota en nú hefur
verið tekinn í notkun vinnusalur
þar sem hver kennari hefur sína
vinnuaðstöðu.
Bókasafn skólans hefur verið
flutt í nýja húsið og í tengslum
við það hefur verið komið upp
góðri lesstofu fyrir nemendur. Þá
hefur nemendafélag MK fengið
eldri skrifstofur skólans til afnota
fyrir starfsemi sína.
Aðgengi fatlaðra bætt
Öflug lyfta var sett upp í skól-
anum í sumar og gengið frá ská-
brautum. Þessar framkvæmdir
voru liður í að gera skólann að-
gengilegan fyrir fatlaða. Nú sér
fyrir endann á því verki sem stað-
ið hefur í mörg ár.
Á undanförnum árum hefur
verið unnið að uppbyggingu ferða-
málanáms bæði í dagskóla og
kvöldskóla sem kallað hefur á
aukna og bætta aðstöðu. Með fjór-
um nýjum kennslustofum hefur
það svigrúm skapast að hægt
verður að setja upp sérstaka
kennslustofu fyrir leiðsögunámið
auk þess sem kvöldskólinn fær
meira svigrúm fyrir sína starfsemi.
í fréttatilkynningu frá aðstoð-
arskólameistara MK segir að þótt
miklar úrbætur hafi átt sér stað
í húsnæðismálum skólans sé að-
eins um að ræða fyrsta áfanga.
Nú þegar hafi verið hafist handa
við verknámsbyggingu fyrir hótel-
og matvælagreinar. Upphaflega
hafi verið áætlað að því verki yrði
lokið um næstu aldamót en nú liggi
fyrir tillögur um að hraða því
þannig að Hótel- og veitingaskóli
Islands geti flutt inn haustið 1995
og aðrar matvælaiðjugreinar í
kjölfarið.
Ellefu myndir sýndar á kvik-
myndahátíð í Sam-bíóunum
SAM-BÍÓIN efna til sérstakrar kvikmyndahátíðar frá 23. september
til 5. október í Bióborgi&ni við Snorrabraut. Á hátíðinni yerða sýnd-
ar 11 myndir, „sem allar flokkast sem konfekt meðal kvikmynda,“
segir í frétt frá SAM-bíóunum.
Hátíðin verður opnuð í dag,
fimmtudaginn 23. september með
nýrri breskri mynd eftir Sally Pott-
er, Orlando, sem fer nú sigurför um
heiminn. I frétt frá SAM-bíóunum
segir m.a. um myndina: Orlando er
saga ungs manns sem breytist í
konu og lifir í fjögur hundruð ár.
Hann er uppi á tímum Elísabetar
drottningar og er sendur til Mið-
Asíu sem sendiherra. Þargeristþað
undur að hann breytist í konu. Hún
snýr aftur til Englands á 18. öld.
Þar er henni stefnt og hótað að
verða svipt öllum eigum. Ætli hún
að halda eigum sínum verður hún
að ganga í það heilaga en hún
afræður hins vegar að fórna bæði
ást sinni og aleigu. 20. öldin gengur
í garð með öllum sínum hraða og
hávaða. Nú kemur í ljós að með því
að tapa öllu hefur Orlando loks
fundið sjálfan sig. Framleiðandi
myndarinnar er Christopher Shepp-
ard, leikstjóri er Sally Potter en með
aðalhlutverk fara Tilda Swinton,
Lothaire Bluteau og Quentin Crisp.“
10 aðrar kvikmyndir
Hinar myndirnar 10 sem sýndar
verða á hátíðinni eru:
The Music Box (bandarísk, 1989).
Jessica Lange var útnefnd til Ósk-
arsverðlauna fyrir leik sinn í þess-
ari mynd. Framleiðandi er Irwin
Winkler og leikstjóri er Costa-Gav-
ras.
The handmaid’s Tale (bandarísk,
1990). Framleiðandi er Daniel Wil-
son, leikstjóri er Votker Schlöndorff
en í aðalhlutverkum eru Natasha
Richardson, Fay Dunaway, Eliza-
beth McGovem og Robert Duvall.
Mountain of the Moon (banda-
rísk, 1990). Þetta er spennandi frá-
sögn af könnunarleiðangri þeirra
Richards Francis Burton og John
Hanning Speke, sem þeir fóru árið
1854 í leit að upptökum Nílarfljóts.
Mississippi Masala (indversk/
bandarísk, 1992). Mira Nair heldur
um stjórnvölinn og með aðalhlutverk
fara þau Denze! Washington, Ros-
han Seth og Sarita Choudhury.
I’ve Heard The Mermaid Singing
(kanadísk, 1986).
Romuald and Julietta (frönsk,
1986). Óvenjuleg útgáfa af hinni
frægu sögu um Rómeó og Júlíu.
City Of Hope (bandarísk, 1991).
The Power Of One (bresk, 1989).
Naked Tango (frönsk/bandarísk,
1991).
The Man In The Moon (banda-
rísk, 1991).