Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er rétti tíminn til að komast að samkomulagi við aðra. Smá vandamál kemur upp í vinnunni. Fjölskyldu- málin hafa forgang. Naut (20. apríl - 20. maí) Leit þín eftir aðstoð við skyldustörfin ber góðan árangur. Þér berast mjög góðar fréttir varðandi fjár- málin. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 0? Gömul skuld er gjaldfallin. Tómstundaiðja og návist barna veita þér ánægju í dag. Makar standa vel sam- an og eru einhuga. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSg Þú gleðst yfír góðu gengi fjölskyldunnar. I kvöld gæti verið ánægjulegt að bjóða heim góðum gestum til sam- fagnaðar. (23. júlí - 22. ágúst) <ef Þér berast góðar fréttir í dag. Þú átt mjög auðvelt með að tjá þig. Ljúktu áríð- andi viðtölum og bréfa- skriftum. Meyja (23. ágúst - 22. sentnmher) <%.Á Þér gefst tækifæri til að bæta afkomuna. Barn þarfnast umönnunar í dag. Þú nýtur heimilisfriðarins í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) ijyijj Þú ert mjög sannfærandi í dag og aðrir hlusta á það sem þú hefur til málanna að leggja. Þér berast gleði- tíðindi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)(j0 Árangur viðræðna lofar góðu fjárhagslega. Einhver í fjölskyldunni er þér ósam- mála. Nýttu tómstundirnar vel. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Það getur verið erfitt að komast að samkomulagi við aðra um viðskipti. Makar hafa ánægju af að heim- sækja vini í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér berast góðar fréttir sem þú hefur beðið eftir varð- andi viðskipti. Nú er rétti tíminn til að semja við ráða- menn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) íffk. Þú gætir fundið góða bók sem verður þér mikils virði. Ljúktu verkefni sem bíður lausnar. Góðar fréttir ber- ast. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) iSn Gleðitíðindi dagsins varða fjármálin og þú leitar ráða varðandi fjárfestingu. Sum- ir fá kauphækkun í dag. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöt. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS f GRETTIR TOMMI OG JblMIMI LJÓSKA SMÁFÓLK IF YOURE G0ING TO BE FLYING OVER PARI5, COULD I HITCH A RIPE? . "ZC Ef þú ætlar að fljúga yfir Par- Það er á móti regl- Er það mjög langt í Skemmtu þér vel! ís, gæti ég þá fengið far? unum, en ég býst burtu? Nei, París er við að við gætum hérna núna. það. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Spilagjöfin hér neðan lítur sak- leysislega út. Fyrirfram myndi mað- ur búast við bútabardaga, þar sem AV tefla fram spaðanum gegn lauf- lit NS. Eins og spilið liggur vinnast 3 spaðar í AV, en 3 lauf í NS fara sennilega einn niður. Varla efniviður í stóra sveiflu. En í leik Brasilíu og Noregs í 8-liða úrslitum HM fengu Helness og Helgemo 800 í AV gegn Chagas og Mello. Norður gefur, NS á hættu. Vestur Norður ♦ 87 V 1043 ♦ ÁK3 + ÁG962 Austur ♦ ÁG1095 * KD6 V G986 V D72 ♦ 5 ♦ DG876 + 1074 + K8 Suður ♦ 432 V ÁK5 ♦ 10942 + D53 I opna salnum vaidi Brasilíumað- urinn í austur að segja '2 tígla við Precision-tígulopnun norðurs. Hann fékk að spila þann samning og fór einn niður: 50 í NS. Hinum megin gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður Helgemo Chagas Helness Mello — 1 lauf Dobl 1 tígull 2 spaðar Pass Pass Dobl Pass 3 tíglar Dobl Allir pass Þrír niður og 800. Hvernig gat þetta gerst? Og hvar liggja mistök NS? Er einn tígull skynsamleg sögn á spil suðurs? Var rangt að dobla tvo spaða til úttektar? Atti Chagas að segja 2 grönd eða 3 lauf við do- blinu? Það er erfitt að finna eina skýringu á þessum ósköpum. Það sem gerist er það, að þrír spilarar við borðið standa frammi fyrir vali á milli tveggja eða þriggja mögu- leika, sem virðast allir jafn góðir eða slæmir. Litum fyrst á þá ákvörðun Hel- ness að dobla eitt lauf. Hann gat alveg eins ströglað á tígli, en þá hefðu sagnir tekið gjörólíka stefnu. Eins átti Mello tvo aðra möguleika en tefla fram tíunni fjórðu í tígli. Hann gat passað eða redoblað. Og þá spila NS aldrei tígul. Síðan var auðvitað hægt að gefa bútinn eftir í tveimur spöðum eða segja 3 lauf. Og loks kom til greina hjá Chagas að segja 3 lauf eða 2 grönd (til að sýna tígulstuðning og ekta lauflit) við. doblinu. 1 sem stystu máli: Engin ein ákvörðun er beinlínis röng (eða rétt), en þessi röð af ákvörðunum reyndist Norðmönnunum afar hagstæð. Svona er þetta oft í brids. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á skoska meistaramótinu á ár kom þessi staða upp í viðureign stórmeistarans Pauls Motwanis (2.520), sem hafði hvítt og átti leik, og Douglas Brysons (2.320). Hvjtur fann leið til að máta svart- an í 5 leikjum: 26. Rxf7+! og svartur gaf, því 26. — Dxf7 er svarað með 27. Hxd5+! — og mátinu verður ekki forðað. Tveir nýbakaðir stórmeist- arar Skota, þeir Motwani og Colin McNab, deildu efsta sætinu á mótinu, hlutu báðir 6V2 v. af 9 mögulegum. Bryson og alþjóðlegi meistarinn Mark Orr komu næstir með 6 v. Skotar eignuðust sína fyrstu stórmeistara á þingi FIDE í Manilla í fyrra er þeir Motwani og McNab voru útnefndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.