Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 SLÓÐASKAPUR í ÖRY GGISMÁLUM eftir Jóhann Pál Símonarson Það ferét smábátur, sjómaðurinn er í gúmmíbát í 30 klukkustundir (í slæmu veðri), en bjargast til allrar hamingju. Hann hafði ekki sinnt til- kynningarskyldu síðan í mars, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og samkvæmt Tilkynningarskyld- unni. Það koma fram upplýsingar um það í fjölmiðlum að þrýstihylki sem opna gúmmíbáta tærast. Fyrir liggur að ekki er óalgengt að gúmmíbátum er ekki hægt að koma í sjóinn með losunargálganum sem komið hefur verið fyrir í flestum bátum og skip- um. Dæmi eru um að gálgar eru bundnir aftur með spotta og koma að engu gagni vegna þess að vara- hlutir fást ekki keyptir. Undirritaður hefur oftsinnis vakið athygli á því, að til skamms tíma að minnsta kosti voru gölluð reykköfunartæki af gerð- inni Fenzy 5000 á markaðnum þrátt fyrir innköllun Siglingamálastofnun- ar ríkisins og Brunamálastofnunar ríkisins. Falskt öryggi - slóðaskapur Það er stundum talað um að sjó- menn búi við falskt öryggi vegna þess að það er ekki 100 prósent trygging fyrir því að öryggistækin um borð séu í lagi. Þetta er slóða- skapur og veldur fölsku öryggi. Framkvæmdaleysi og virðingarleysi opinberra aðila fyrir lífi, limum og starfi sjómannsins. Flugleiðir áttu á dögunum í deilum við flugvirkja félagsins út af ein- hveijum smáaurum. Afleiðing deil- unnar varð meðal annars yfirvinnu- bann flugvirkja. Það kom niður á rekstri félagsins með þeim hætti að verulegar seinkanir urðu í fluginu. Þetta var vegna þess að flugvélamar verða að fara í reglubundna skoðun og fara ekki í loftið nema skoðun hafi verið framkvæmd. Hún var unn- in í dagvinnu og því var um seinkan- ir að ræða. Þetta nefni ég vegna þess að ég hef aldrei heyrt um seinkun á skipa- eða bátsferðum vegna þess að reglu- bundin skoðun hafi ekki farið fram. Sjóslys - flugslys Þegar flugslys verður heyrir mað- ur alltaf um flugslysanefnd. Hún er óðar mætt á staðinn, framkvæmir nákvæma rannsókn á tildrögum slyssins og skrifar vandaða skýrslu um sérhvert mál. Þetta er jafnvel gert þótt flugvél hlekkist lítillega á við dreifingu sælgætis 17. júní. Markmiðið er að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, en föst tök flugslysanefndar eru einnig til að halda ákveðnum „standard" í örygg- ismálum og fluginu. Flugmenn og fyrirtæki taka öryggismálin alvar- lega í fluginu. Svo alvarlega að reyndir flugmenn hafa jafnvel verið sviptir flugstjórnarréttindum ef þeim verður á í starfi. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Sjómenn hljóta að spyija sig hvernig á því stendur að aðrar reglur skuli gilda á sjó en í lofti. Af hveiju opinberir aðilar hafa komið því þann- ig fyrir að flugmaðurinn getur verið öruggur um að vélin sé í lagi og að reglubundið sé fylgst með henni, en sjómaðurinn ekki. Ætli þetta sé vegna þess að sjómenn eru almennt minna metnir en flugmenn? Eða ætli það sé fínna að vera í fluginu en á sjó? Málið snýst um líf og limi þeirra sem um ræðir. Það er óþolandi að sjómönnum skuli búið falskt öryggi. Sjóslysanefnd Til marks um áhuga opinberra aðila á öryggismálum sjómanna er Sjóslysanefnd, hún ætti að vinna í líkingu við flugslysanefnd. Sjóslysa- nefnd mætir ekki alltaf á staðinn þegar óhöpp verða á sjó. Skýrslur Sjóslysanefndar eru gefnar út eftir hendinni og virðist útgáfan fara eft- ir því hvort ráðherra þóknast að sletta einhveijum hundrað þúsund köllum í verkið eða ekki. Sem dæmi eru skýrslur fyrir árin 1991 og 1992 enn ekki komnar út. Sjómenn sem sýna málaflokknum áhuga og vilja afla sér frekari upplýsinga verða að ganga fyrir ráðherra eins og betlarar til að afla sér frekari upplýsinga um ákveðna þætti í skýrslum nefndar- innar þegar þær loksins koma út. Hér má spyija: Hveija eru yfir- völd að vemda með þessu fyrirkomu- lagi? Er verið að spara útgerðunum kostnað í öryggis- og tryggingarmál- um? Er verið að gera ríkisstarfs- mönnnum sem vinna hjá Siglinga- málastofnun eða sitja í Sjóslysanefnd lífíð þægilegra og losa þá við gagn- rýni og óþægindi? Eða ber það vott um kæruleysi stjórnvalda til sjó- mannastéttarinnar að þeir skuli vera annars flokks þegar öryggismálin eru annars vegar? Skoðun - samræming Skoðunarmenn gúmmíbjörgun- arbáta viðurkenna í einkasamtölum að ástand björgunarbáta sé oft ansi slæmt. Gúmmíið er stundum farið að morkna þótt bátarnir séu ekki komnir á tíma. Sumir eru eins og gatasigti, svo illa eru þeir farnir. Ætli nokkrum manni dytti í hug að hafa ónýtt .björgunarvesti í flugvél- um? Það væri þá til lítils fyrir flug- freyjumar að kynna notkun þeirra „Sjómenn hljóta að spyrja sig hvernig á því stendur að aðrar reglur skuli gilda á sjó en í lofti. Af hverju opinber- ir aðilar hafa komið því þannig fyrir að flug- maðurinn getur verið öruggur um að vélin sé í lagi og að reglubundið sé fylgst með henni, en sjómaðurinn ekki.“ eins 'og gert er í upphafi hvers flugs og er til fyrirmyndar. Ótrúlega oft fylgir það fréttum af sjóslysum, að gúmmíbátur hafi ekki opnast, eða þá að báturinn hafi lent á hvolfi í sjónum, eða þá að hann hafi ekki losnað frá skipinu. Þegar Dalaröstin SH fóst við Hús- flögur var til dæmis haft eftir skip- stjóranum í Morgunblaðinu 9. mars 1993: „Þessi andskoti kom úr skoðun eftir áramót, þetta eru því góð hand- brögð eða hitt þó heldur." Bara þessi ummæli ættu að hafa orðið til þess að Siglingamálastofnun rannsakaði sérstaklega eftirlit með gúmmíbátum á öllu landinu, samd- ræmdi skoðunarferðir og færi ofan í saumana á því hvort einhver brögð séu að því að skoðunarmenn taki starf sitt ekki nógu alvarlega. Getur til dæmis verið að eigendur báta og skipa komist upp með að skipta út hluta af öryggisbúnaði þegar kominn er tími til að endurnýja allan búnað- inn og spara sér með því smáaura á kostnað þess öryggis sem mennirnir ættu að búa við? Getur verið að ákveðnir skoðunarmenn séu liðlegri í þessum efnum en aðrir? Hér skal ekkert fullyrt í þessum efnum, en í ljósi upplýsinga sem fram hafa kom- ið væri kannski ekki úr vegi að nýr siglingamálastjóri léti kanna málið. Neyðarsendir Ungi sjómaðurinn sem lenti í hrakningum á Vestfjarðamiðum á dögunum getur að hluta til kennt sjálfum sér um hve lengi hann var í bátnum, en það er önnur spurning sem vaknar. Hvernig má það vera, að maður er 30 tíma í gúmmíbát og báturinn sendir ekki frá sér neyðar- merki. Var enginn neyðarsendir í bátnum? Af hveiju ekki? Hvenær var gúmmíbáturinn skoðaður? Hver skoðaði hann? Ætli hinnn nýi for- maður Sjóslysanefndar, skrifstofu- stjórinn í samgöngumálaráðuneyt- inu, sem fer með alræðisvald varð- andi rannsókn sjóslysa, muni svara því? Það er svo út af fyrir sig annað mál, en er ekki óheppilegt að ráðu- neytiskona skuli vera formaður sjó- slysanefndar, þegar haft er í huga að niðurstöður og tillögur nefndar- innar til úrbóta gætu þýtt veruleg útgjöld ogjafnvel óvinsældir ráðherr- ans sem embættismaðurinn þjónar undir? Höfundur er sjómaður. Óvandaðar veiðifréttir eftir Kristján Gíslason Tiunda september sl. mátti líta eftirfarandi fréttaklausu í þættinum „Eru þeir að fá ’ann?“ í Morgun- blaðinu. — Mikil veiði hefur verið á Ið- unni að undanförnu og hæst ber er það komu tæplega 40 laxar á land einndaginn, en þar af fregnað- ist að fluguhnýtarinn Kristján Gíslason hefði veitt^um 20 stykki og marga stóra. Þennan dag veidd- ust nokkrir um og yfir 20 pund og margir 14 til 18 pund. — Því miður fyrir blaðamanninn, sem mun heita Guðmundur Guð- jónsson, vill svo til að nær engin setning í fréttinni er sannleikanum samkvæm. Hann lætur sig hafa það að birta óskiljanlegar frásagnir til- tekins „áhorfanda" að því sem gerð- ist, eins og hann tjáði mér í símtali. Úr því farið er að birta veiðifrétt- ir af mér frá Iðusvæðinu er rétt að láta þess getið, að í sumar hef ég komið alloft á þennan veiðistað, eins og mörg undanfarin ár. Veiðin hefur gengið misjafnlega eins og „Það orð hefur lengi legið á veiðifréttum, að þær væru ekki ætíð sannleikanum sam- kvæmar. Eg hef ekki getað sannreynt þetta — fyrr en núna.“ verða vill; en fram að hinum mikla „fréttadegi", 5. september, hafði ég veitt alls 7 laxa þarna á sumrinu. Umræddan dag veiddust 22 lax- ar, og er það mesti afladagur sum- arsins að því er ég held. Þennan dag var ég sérlega heppinn, veiddi 10 laxa. Vóg einn þeirra 21 pund, annar 10 pund, en' afgangurinn 3 til 8 pund. Aðrir laxar veiddir þenn- an dag voru smáfiskar, að einum undanskildum, sem vóg 14 pund. Þetta er sannleikurinn, og var kannski fréttaefni, enda þótt ekki væri tvöfaldaður laxafjöldinn og þyngdin margfölduð. Tvö simtöl átti ég við Guðmund út af þessu klúðri hans. í því fyrra tilgreindi hann heim- ildarmanninn — lofaði leiðréttingu, og bað mig afsökunar á ósannind- unum. í síðara samtalinu taldi hann sig hafa efnt loforðið um leiðréttingu, vísaði til hennar í bland við tapað fundið, nafnabrengl og önnur vand- ræði! Sagði hann það ritstjórnar- reglu að birta allar leiðréttingar einmitt þarna, en alls ekki í viðkom- andi föstum þáttum. Þetta skildi ég ekki, en fannst aftur á móti sjálf- sögð kurteisi að leiðrétta rangar veiðifréttir í þætti blaðsins um þau mál, enda væri ella allt eins hægt að birta slíkt í Lögbirtingarblaðinu, eða hvar sem væri annars staðar þar sem menn ættu síst von á slík- um leiðréttingum. Er ég bað blaða- manninn að bera umkvörtun mína og ósk um raunverulega leiðrétt- ingu fram við ritstjóra sína, svaraði hann á þann einkar athyglisverða hátt að hann „kvartaði ekki fyrir aðra“! Það orð hefur lengi legið á veiði- fréttum, að þær væru ekki ætíð sannleikanum samkvæmar. Ég hef ekki getað sannreynt þetta — fyrr en núna. Nú hef ég kynnst veiði- fréttamanni sem matreiðir tilhæfu- lausar rokufréttir, án þess að leit- ast við að sannreyna þær — birtir síðan „leiðréttingu" þar sem vita má að að einungis örfáir veiði- áhugamenn sjá hana — treystandi því að sem allra flestir þeirra sem upphafleg lásu lygafréttina, haldi að hún sé sannleikur. Þess er varla að vænta að slíkur blaðamaður fari að „kvarta fyrir aðra“ við ritstjóra sína og ábyrgðarmenn, sem ég taldi að ættu nokkurn metnað gagnvart blaði sínu, kysu fremur það rétta en hið ranga. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er veiðimaður. Athugasemd blaðamanns Því miður er það rétt sem Krist- ján Gíslason segir í grein sinni, að frétt af stórveiði hans á Iðunni snemma í september var stórlega orðum aukin. Heimildarmaður að fréttinni var talinn traustur. Þekkir sá vel til á Iðunni og til Kristjáns, auk þess sem hann var þar eystra umræddan veiðidag. Þrátt fyrir það reyndust upplýsingarnar rangar. Eins og Kristján bendir á, hefur hann verið beðinn velvirðingar á mistökunum símleiðis og leiðrétting var birt í leiðréttingadálki Morgun- blaðsins laugardaginn 11. septem- ber. Að athuguðu máli get ég vel fallizt á það sjónarmið Kristjáns, að' umrædd leiðrétting hefði betur átt heima í veiðiþættinum sjálfum. Guðmundur Guðjónsson. Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar. Sjálfvirk símsvörun allan FLUGLEIÐIR sólarhringinn alla daga. Tmusturíslenskurferðafélagi Upplýsingalína Flugleiða HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SlMI 671010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.