Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Stærsta byggða- mál síðari tíma eftir Jóhönnu Sigurðardóttur I nóvember nk. fara fram kosning- ar um sameiningu sveitarfélaga í flestum sveitarfélögum landsins. Mikil umræða hefur á undanförnum árum farið fram um sameiningarmál- in meðal sveitarstjórnarmanna. Sú umræða virðist þó iítið hafa náð til almennings en væntanlega verður þar nú breyting á. Þróun í sameining’u sveitar- félaga eftir 1970 Veruleg umræða fór fram um sameiningu sveitarfélaga á áratugn- um 1960-1970. Arið 1966 var skipuð nefnd, sem falið var það hlutvek að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög með það fyrir augum að sameina sveitar- félögin, einkum hin smærri. Nefnd þessari var einnig falið að athuga, hvort ekki væri rétt að breyta sýslu- skipuninni og taka upp stærri lög- bundin sambönd sveitarfélaga heldur en sýslufélögin höfðu verið. Nefnd þessi komst að þeirri niður- stöðu að mun fleiri rök mæltu með sameiningu sveitarfélaga heldur en á móti. Tillögur hennar voru þær að sveitarfélögunum yrði fækkað í 66 og að þessi sameining ætti sér stað rffrjálsum samningum þeirra í milli. Árið 1970 voru á grundvelli tillagna nefndarinnar samþykkt sérstök lög sem stuðla áttu að sameiningu sveit- arfélaga. Þrátt fyrir þessa lagasetningu og þá miklu umræðu, sem fram fór um þessi mál um 1970, varð lítiil árang- ur í þessu efni allt fram til ársins 1986. Mál standa nú þannig að sveitar- félögum hefur á þessu tímabili fækk- að um 27 og eru þau nú 196. Af hálfu ráðuneytisins hefur verið aflað upplýsinga um reynsluna af sameiningu sveitarfélaga. Það er álit þeirra sem til þekkja að þessi reynsla sé yfirleitt mjög góð og engir veru- legir annmarkar eða erfiðleikar hafi komið fram eftir á. Fullyrða má að alveg sérstaklega hafi hinar stærri sameiningar tekist vel og er þá átt við sameiningu 5 sveitarfélaga í Austur-Barðastrandarsýslu í Reyk- hólahrepp, 5 sveitarfélaga í Vestur- Skaftafellssýslu í Skaftárhrepp, 3 sveitarfélaga í Skagafirði í Hofs- hrepp, 3 sveitarfélaga í Eyjafirði í Eyjafjarðarsveit og 2 sveitarfélaga í Norður-Þingeyjarsýslu í Öxarfjarð- arhrepp. Verkaskipting og tekjustofnar Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga ályktaði á fundi sínum 26. og 27. febrúar sl., að það teldi rétt að fela sveitarfélögunum að fullu rekstur grunnskóla og heilsugæslu- stöðva og að þau yfirtaki verkefni á sviði málefna fatlaðra og aldraðra. í lokaskýrslu sveitarfélaganefndar frá mars sl. er tekið undir þessar tillögur. Þar er lagt til að undirbúnar verði tillögur sem miði að því að rekstur grunnskólans flytjist að fullu yfir til sveitarfélaganna 1. ágúst 1995. Ráðuneytið hefur fallist á þessar tillögur enda eru þær ávöxtur af sameiginlegu undirbúningsstarfi fulltrúa ríkisins og sveitarfélaganna. Það liggur því alveg ljóst fyrir að ráðuneytið og ríkisstjórnin eru tilbúin að flytja verkefni á sviði þessara fjög- urra málaflokka til sveitarfélaganna. Aldrei hefur komið til álita að þessi verkefni verði flutt til sveitarfé- laga án þess að tekjustofnar fylgi. Það þarf að gerast með tvennum hætti. Annars vegar með flutningi á almennum tekjustofni til allra sveit- arfélaga. Hins vegar með sérstökum jöfnunaraðgerðum. Einnig verður stefnt að því að afla sveitarfélögum sjálfstæðra tekjustofna. Eins og tekjustofnakerfi sveitar- félaganna er núna er mjög auðvelt að færa tekjur frá ríki til sveitarfé- laga með því að hækka hlut sveitar- félaganna í staðgreiðslunni en lækka samhliða Hlut ríkisins og þetta er sú leið sem ég tel að eigi að fara ef sveitarfélögin taka við auknum verk- efnum. Slík almenn tilfærsla á tekju- stofni er þó engan veginn nægjanleg, það þurfa einnig að koma til jöfnun- araðgerðir. Þetta á alveg sérstaklega við um flutning grunnskólans. Sá kostnaður sem félli á sveitarfélögin yrði ákaflega mismunandi á hvern nemanda eða íbúa þannig að óhjá- kvæmilegt væri að beita jöfnunarað- gerðum til að öll sveitarfélög hefðu svipaða möguleika til að standa und- ir þessum kostnaði. Ljóst er að auka þarf tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfé- ,laga þannig að hann geti fjármagnað jöfnunargreiðslur til sveitarfélag- anna í tengslum við flutning grunn- skólans svo og annarra verkefna til sveitarfélaganna. Fyrri reynsla Eðlilegt er að spurt sé að því hvaða tryggingu sveitarfélögin hafi fyrir því að auknum verkefnum fylgi sam- svarandi tekjustofnar þeim til handa. I þessu sambandi tel ég rétt að líta til reynslunnar af verkaskipta- og tekjustofnabreytingunni sem varð um áramótin 1989 og 1990. Úttektir sem gerðar vom bæði á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sýndu svo ekki varð um villst að sveitarfélögin höfðu verulegan ábata af þessum breytingum. Komi til breytingar á verkaskipt- ingunni er ljóst að staðið verði að verki á svipaðan hátt og 1989, þ.e. fulltrúar sveitarfélaganna og ríkis- valdsins komi sér saman um fjár- hagslegt mat á verkefnum og tekju- stofnum sem flytjast milli ríkis og sveitarfélaga. Hvað breytist? Nú liggja fyrir tillögur allra um- dæmanefnda um sameiningu sveit- arfélaga sem kosið verður um í al- mennri atkvæðagreiðslu 20. nóvem- ber nk. í þeim felst að sveitarfélögum fækkar úr 196 í 43 ef tillögurnar ná fram að ganga. Með stórtækum samruna sveitar- félaga og tilflutningi verkefna skap- ast tækifæri til að efla og styrkja sjálfsforræði sveitarfélaga og byggð í landinu jafnframt því að ná fram hagræðingu í opinberum rekstri. Fjölmenn og öflúg sveitarfélög hafa mun meiri vaxtarmöguleika í at- vinnulegu tilliti og geta boðið íbúun- um betri þjónustu en þau fámennu. Jöfnunarsjóður Ný lög um tekjustofna sveitarfé- laga tóku gildi í ársbyrjun 1990. Fullyrða má að þýðingarmestu breyt- ingar á lögunum voru gjörbreytt ákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Sneri þetta bæði að tekjuöflun sjóðsins og jöfnunarhlutverki hans. Reglur um framlog úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga eru miðaðar við núverandi skiptingu landsins í sveit- arfélög og núverandi verkefni sveit- arfélaga. Reglurnar virka mjög hvetjandi á sameiningu fámennra hreppa, t.d. með innan við 300 íbúa, en eru ekki sniðnar með sameiningu fjölmennari sveitarfélaga í huga, t.d. með 1-2 þúsund íbúa. Nauðsynlegt er að gjörbreyta regl- unum þannig að þær virki hvetjandi á sameiningu stærri sveitarfélaga og að þær breytist síðan í takt við færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Komi til verulegrar sameiningar sveitarfélaga í kjölfar kosninganna nú í nóvember þarf að sjálfsögðu að aðlaga starfsemi Jöfnunarsjóðsins að breyttri sveitarfélagaskipan. Til þess að ná árangri í samein- ingu sveitarfélaga er nauðsynlegt að styrkja sjóðinn tímabundið svo hann geti m.a. tekið þátt í að jafna skulda- stöðu sveitarfélaga, greitt kostnað við sameiningu sveitarfélaga og aðr- ar aðgerðir sem því tengjast. Rétt er að sveitarfélögin i landinu taki sameiginlega þátt í slíkum kostnaði að hálfu á móti ríkinu. Stefnt er að því að fljótlega liggi fyrir hvaða breytingar verða gerðar á sjóðnum ef til verulegra samein- inga sveitarfélaga kemur í kjölfar kosninganna í nóvember. Tillögur sveitarfélaganefndar frá því í mars í vor verða hafðar að leiðarljósi, en í þeim segir: a. Sjóðurinn fjármagni í 5 ár, 1994-1998, sérstakt átak vegna sameiningar sveitarfélaga, svo og stofnunar reynslusveitarfélaga, sam- kvæmt samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga þar um. b. Þess verði gætt að þjónustu- framlög, stofnframlög til grunnskóla og rekstrarframlög til tónlistarskóla Jóhanna Sigurðardóttir „Öll rök mæla því með stækkun sveitarfélag- anna, sem er fyrst og fremst mikilvæg til að tryggja atvinnuupp- byggingu og lands- mönnum jöfnuð í þjón- ustu og lífskjörum hvar sem þeir búa á land- inu.“ úr sjóðnum til sveitarfélaga virki hvetjandi á sameiningu. Atvinnumál Ymis vandamál atvinnulífsins, svo sem atvinnuleysi og veik staða fyrir- tækja í einstökum byggðarlögum, verður auðveldara að fást við í stór- um og fjölmennum sveitarfélögum en er almennt í núverandi sveitarfé- lögum. Þá kallar þróunin í sjávarút- vegi á stækkun sveitarfélaga. Má þar nefna nauðsyn á stækkun at- vinnusvæða verkalýðs- og sjómanna- samtaka sem auka sveigjanleika í atvinnuþátttöku milli nærliggjandi sveitarfélaga. Þessi þróun mun einn- ig stuðla að sameiningu hafna, sam- vinnu og hagræðingu sjávarútvegs- fyrirtækja á milli byggðarlaga. Jafn- framt er ljóst að sveitarfélögin munu hafa sterkari aðstöðu til að varðveita fiskveiðikvóta í heimabyggð og miðla honum þar milli staða ef þau verða stærri. Samgöngumál Ein af forsendum þess að stækkun sveitarfélaga leiði til betri þjónustu við íbúana eru greiðar samgöngur innan hinna stóru sveitarfélaga. Með greiðum samgöngum skapast betri grundvöllur fyrir rekstri margvís- legrar þjónustu sveitarfélagsins við íbúana og hún verður þeim aðgengi- legri. Þá leiða greiðar samgöngur til þess að íbúarnir geti sótt atvinnu um lengri veg. Takmarkaðar sam- göngur innan héraðs hafa leitt til þess að ekki hefur verið grundvöllur fyrir ýmiss konar þjónustustarfsemi sem krefst stórs markaðar. Stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt stefnumörkun vegna sameiningar sveitarfélaga: 1. Feli niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaga í sér efl- ingu stjórnarstigsins og stækkun sveitarfélaga mun ríkisstjómin beita sér fyrir samningum við sveitarfélög- in um að þau yfirtaki rekstur heilsu- gæslu, öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra. Við það verði miðað að hin nýja verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga taki gildi sem fyrst eða á næstu 2 til 3 árum. Samhliða verði skoðað hvort um frekari tilflutning verkefna geti orðið. Unnið er að undirbúningi þess að sveitarfélögin yfírtaki að fullu rekstur grunnskóla 1. ágúst 1995. Það er ekki vafi að hér er um að ræða verkefni sem eðlilegra er að sé á hendi sveitarfélaga en ríkis. í fyrsta lagi vegna staðbundinnar Jjekkingar þeirra á málaflokkunum. I öðru lagi felur það í sér hvata til hagræðingar og betra skipulags að fjárhagsleg ábyrgð á málaflokkunum sé á sömu hendi. I þriðja lagi er Ijóst að sveitar- félögin geta betur skipulagt málin með þeim hætti að betri og jafnvel aukin þjónusta muni fást fyrir sama fjármagn í þessa málaflokka. Nefni ég þar ekki síst öldrunar- þjónustuna og skipulag hennar og rekstur sem bæði er á hendi ríkis og sveitarfélaga. Má þar nefna að heimahjúkrun og hjúkrunarheimili eru kostuð af ríki en heimaþjónusta og dvalarheimili af sveitarfélögun- um. Slíkt leiðir til mikillar óhag- kvæmni og dýrari reksturs sem kem- ur fram í að sumir þjónustuþættir öldrunarþjónustu eru ofnotaðir með- an skortur er á öðnim. Fjárhagsleg ábyrgð í þessum málaflokki gefur því færi á betri nýtingu fjármagns og aukinni þjónustu allt eftir þörfum hvers og eins fyrir sama fjármagn. 2. Ríkisstjórnin mun í samningum við sveitarfélögin í tengslum við breytta verkaskiptingu beita sér fyr- ir því að tekjur flytjist frá ríki til sveitarfélaga þannig að þau geti tryggilega staðið undir þeim kostn- aði sem aukin verkefni krefjast. í því sambandi verði stefnt að því að afla sveitarfélögunum sjálfstæðra tekjustofna. 3. Ríkisstjórnin mun sérstaklega íjalla um auknar fjárveitingar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, á árun- um 1995-1998, vegna aðgerða sem greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og vegna breyttrar verkaskiptingar. Reglugerð Jöfnunarsjóðs verði breytt svo hún verði enn frekar hvetjandi fyrir sameiningu sveitarfélaga, t.d. þannig að þau tapi ekki fjárhagslega á því að sameinast. Stefnt verði að því að auka þjónustuframlög úr sjóðnum svo sveitarfélögin geti veitt íbúum sínum góða þjónustu. Ljóst er að framlög til Jöfnunarsjóðs munu aukast, ef um verður að ræða stór- fellda sameiningu sveitarfélaga. í fyrsta lagi má gera ráð fyrir að veru- legur hluti af því fjármagni sem nú fer úi' ríkissjóði til reksturs grunn- skóla fari í jöfnunaraðgerðir gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að jafna þann mikla mismun sem er á kostnaði við rekstur grunnskóla á hvern nemanda eða íbúa. Nefna má í því sambandi að í Reykjavík er hann nú 12 þúsund kr. á hvern nem- anda en í ýmsum skólum á lands- byggðinni tvöfalt hærri. Ríkisstjórnin mun leita eftir því með samkomulagi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga að Qármunum verði varið úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga enda gefi úrslit fyrir- hugaðrar atkvæðagreiðslu tilefni til þess. 4. Á svæðum þar sem erfiðleikar eru í atvinnumálum mun ríkisstjórnin fela Byggðastofnun að beita sér fyr- ir tilögum að sérstökum aðgerðum í atvinnumálum í tengslum við sam- einingu sveitarfélaga, einkum er varðar fjárfestingar og hagræðingu í rekstri. 5. Við ákvörðun um fjárveitingar og forgangsröðun framkvæmda í samgöngumálum á næstu árum verði m.a. tekið tillit til sameiningar sveit- arfélaga. Ýmsir hafa gagnrýnt að ekki liggi fyrir stefnumörkun ríkisstjórnarinn- ar vegna sameiningar sveitarfélaga. Hún liggur nú fyrir. Fyrir kosningarnar 20. nóvember nk. tel ég brýnt að sveitarstjórnir leggi fram drög að stefnumörkun sinni um hvaða áhrif breytt sveitar- félagaskipan á grundvelli sameining- ar sveitarfélaga hefur t.a.m. á skipu- lag félagsþjónustu, hvernig skóla- málum verður háttað, svo og hvernig hlutur jaðarbyggðanna verði tryggð- ur o.s.frv. Það er fyrst og fremst ákvörðunarefni sveitarfélaganna sjálfra en ekki ríkisvaldsins. Nútíma byggðastefna Það er auðvitað fjarstæða að álíta að sveitafélagaskipan sem hentaði fyrir nokkrum hundruðum ára sé sú heppilegasta í dag. Sú sveitarfélaga- skipan varð til við allt aðrar þjóðfé- lagsaðstæður en nú eru og mótaðist einkum af samgöngum og atvinnu- háttum þess tíma ásamt þeim verk- efnum sem sveitarfélögin þá höfðu með höndum. í þeim löndum sem við berum okkur saman við hefur alls staðar verið unnið að því að efla sveitar- stjómarstigið og færa sveitarfélög- unum fleiri verkefni og tekjur. í því efni erum við langt á eftir okkar nágrannaþjóðum. Stækkun sveitarfélaga og efling Glæsilegir gististabír á Kanarí í vetur Fyrsta flugið seldist upp í síðustu viku Bókaðu strax oq tryqgðu þér sæti Verð frá kr. 43.900 pr. mann, h|ón meö 2 börn, 2-11 ára. Verð kr. 56.800 pr. mann, 2 í íbúft, I.as Isas, 6. janúar. Kanaríbæklingur Heimsferöa er kominn út meö spennandi nýjum valkostum á Kanarí í vetur. Heimsferðir kynna nú glæsilega nýja gististaði ásamt vöidum gististöðum á ensku ströndinni. Njótt' sumars í vetur og góörar þjónustu Heimsferða. Fáðu bseklinglnn sandun Jólaferö 18. des. - 20 dagar Verð frá kr. 59.800 pr. mann m.v. hjón meö 2 börn, las Isas. Hugvallarskattar: Skattar og íorfallag|öld kr. .1.6.10,- fyrlr fulloröna, kr. 2..175,- fyrlr börn HEIMSFF.RÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 a/r europa !í TURAUIA VISA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.