Morgunblaðið - 30.09.1993, Síða 14
14
ílMtíM1,)T<;'M'4 ('( i'tl lA.d'JTMK'1'’1 <"<1\
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
Rausnarleg gj öf
ríkisstj ómarinnar
eftir Gylfa
Arnbjörnsson
Tilefni þessarar greinar minnar
er leiðari Morgunblaðsins sunnudag-
inn 19. september sl. þar sem höf-
undur fer lofsamlegum orðum um
sameiningu samtaka atvinnurek-
enda í iðnaði og heldur því fram að
félagsmenn þessara samtaka standi
undir kostnaði af m.a. sameining-
unni. Staðreyndin er hins vegar sú,
að síðastliðið vor fékk. fyrrverandi
iðnaðarráðherra heimiid ríkisstjórn-
arinnar til að leggja fram til kynn-
ingar frumvarp til laga þar sem
gefa á samtökum atvinriurekenda í
iðnaði einn milljarð króna af eigum
þjóðarinnar til þess að standa undir
hagsmunagæslu sinni. Þessi rausn-
arlega gjöf er vel falin í frumvarpi
til laga um stofnun íslenska fjárfest-
ingarbankans hf., en þar er gert ráð
fyrir að Iðnlánasjóði verði breytt í
fjárfestingarbanka.
Gjöfin
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að stofnað verði sérstakt eignar-
haldsfélag samtaka atvinnurekenda
í iðnaði sem nefnist Iðnaðarsjóður.
Þessi sjóður á að vera í eigu Félags
íslenskra iðnrekenda og Landssam-
bands iðnaðarmanna. Stofnfé þessa
eignarhaldsfélags á að vera 40%
hlutafjár í nýja bankanum, íslenska
fjárfestingarbankanum hf., en iðn-
aðarráðherra hefur fallist á þau rök
atvinnurekenda í iðnaði að þeir eigi
réttmæta kröfu á hluta af eigin fé
Iðnlánasjóðs. Eigið fé Iðnlánasjóðs
var tæpir 2,7 mia. kr. í árslok 1992
þannig að með þessu samþykki sínu
hefur ríkisstjórnin ákveðið að gefa
samtökum atvinnurekenda í iðnaði
rúmlega einn milljarð króna af eig-
um þjóðarinnar til þess að fjármagna
hagsmunagæslu sína, á sama tíma
og þessi sama ríkisstjórn veigrar sér
ekki við að skera niður þjónustu í
heilbrigðiskerfinu eða leggja síaukn-
ar álögur á allra tekjulægstu ein-
staklingana.
Gulrót I sameiningu
En hvert er markmiðið með þess-
ari rausnarlegu gjöf? Samkvæmt
ummælum ráðherra og ýmissa for-
ustumanna í iðnaði virðist markmið-
ið vera það að gera atvinnurekend-
um í iðnaði kleift að sameina ýmis
samtök í iðnaði og byggingariðnaði.
Staðreyndin er að hingað til hefur
ekki verið samstaða meðal þessara
samtaka atvinnurekenda um að
sameinast og því þurfti að fá ein-
hveija kræsilega gulrót til þess að
þoka málum áfram. Hugmyndin er
að arður af þessum milljarði verði
notaður til þess að standa undir
kostnaði af rekstri þessara nýju
hagsmunasamtaka atvinnurekenda,
en í stað þess verða félagsgjöld
þeirra lækkuð verulega, því samhliða
þessu frumvarpi lagði fyrrverandi
iðnaðarráðherra, einnig í umboði rík-
isstjórnarinnar, fram annað frum-
varp um afnám iðnaðarmálagjalds-
ins í áföngum.
Þannig er að samkvæmt lögum
um iðnaðarmálagjald eru öll iðnfyr-
irtæki í landinu skyldug til þess að
greiða félagsgjöld til Félags iðnrek-
„Staðreyndin er að
hingað til hefur ekki
verið samstaða meðal
þessara samtaka at-
vinnurekenda um að
sameinast og því þurf i
að fá einhverja kræsi-
lega gulrót til þess að
þoka málum áfram.“
enda og Landssambands iðnaðar-
manna, án tillits til þess hvort þau
eru aðilar að þessum samtökum eða
ekki, og nam þetta gjald rúmum 85
milljónum árið 1991. Gjaldið hefur
verið innheimt af ríkissjóði með öðr-
um sköttum þessara fyrirtækja og
er því lögtakskræft, en síðan skilað
til þessara samtaka. Gjald þetta er
frádráttarbært frá skatti, og lækkar
þannig tekjuskattsstofn iðnrekenda
sem þessu nemur.
Eftir að samtök atvinnurekenda
voru búin að tryggja sér þessa rausn-
arlegu gjöf frá ríkinu til þess að
standa undir rekstri sínum, hafa þau
veitt samþykki sitt fyrir því að iðnað-
armálagjaldið verði afnumið.
Ríkisstjórnin lætur þó ekki staðar
numið við að gefa atvinnurekendum
í iðnaði einn milljarð króna af eigum
þjóðarinnar, heldur hyggst hún einn-
ig tryggja að þetta nýja eignarhalds-
félag þeirra verði undanþegið öllum
sköttum og skyldum til ríkis og sveit-
arfélaga. Rökin fyrir þessu eru að
„það íeiðir af eðli þessara stofnana
Gylfi Arnbjörnsson
að þær 'séu undanþegnar skatt-
skyldu“, en hið raunverulega mark-
mið er augljóslega að tryggja að
framlög þessa sjóðs til reksturs
hagsmunasamtaka atvinnurekenda
verði ekki skert með skattgreiðslum
til hins opinbera. Slíkt skattfrelsi
kostar ríkissjóð tugi ef ekki hundr-
uðir milljóna króna árlega og ber
auðvitað að túlka sem bein ríkis-
framlög.
Hverjir eiga Iðnlánasjóð?
En hver eru rök atvinnurekenda
fyrir því að þeir eigi kröfu á hluta
30-70%
AFSLÁTTUR
á frábærum
æfingafatnaði
kvenna og telpna
í miklu úrvali
frá
-friskandi versiun-
SKEIFUNNI 19 • SÍMI 681717 • FAX 813064
afslætti allt að 70%
eigin íjár Iðnlánasjóðs? Jú, þeir hafa
frá því 1963 greitt sérstakan skatt,
svokállað iðnlánasjóðsgjald, og með
því að framreikna þennan skatt til
núgildandi verðlags þá gerðu þeir
tilkall til 70-80% af eigin fé Iðnlána-
sjóðs. Það er nú svo sem skiljanlegt
að fulltrúar atvinnurekenda skuli
reyna að búa sér til rök með þessum
hætti, þó innantóm séu, en það er
með öllu óskiljanlegt og í raun ófyrir-
gefanlegt að futltrúar ríkissjóðs hafi
samþykkt þessa röksemdafærslu og
óhjákvæmilegt að spyjja hverra
hagsmuna þessir svokölluðu fulltrú-
ar ríkissjóðs voru að gæta. Þannig
liggur fyrir lögfræðilegt álit Markús-
ar Sigurbjörnssonar prófessors um
að Iðnlánasjóður væri eign ríkis-
sjóðs. í athugasemdum með frum-
varpinu er útreikningsaðferð at-
vinnurekenda samþykkt í meginat-
riðum, þrátt fyrir að bent sé á að
taka þurfi tillit til verðmæti ríkis-
ábyrgðar og skattafrádráttar fyrir-
tækjanna vegna greiðslu gjaldsins
og að því látið liggja að niðurstaðan
um 40% eignarhluta samtaka at-
vinnurekenda væri ásættanleg nið-
urstaða fyrir ríkissjóð.
Grundvallaratriði í þessu máli er
hins vegar hvetjir hafi í reynd greitt
iðnlánasjóðsgjaldið. Þetta gjald hef-
ur auðvitað verið hluti af rekstrat'-
kostnaði iðnaðarins og hefur því
verið bætt við vöruverðið. Því er
augljóst að það eru neytendur sem
hafa greitt gjaldið en ekki iðnrek-
endur. Það vafðist í það minnsta
hvorki fyrir atvinnurekendum né
stjórnvöldum að það voru neytendur
sem í raun og veru greiddu aðstöðu-
gjaldið sáluga þegar það var afnum-
ið, reyndar var það ein meginrök-
semdin fyrir afnámi þess.
Miðað við þetta er krafa samtaka
atvinnurekenda í iðnaði um eignar-
aðild að þessum nýja banka algjör-
lega úr lausu lofti gripin og enn
furðulegra að fulltrúar ríkissjóðs
hafi tekið undir þessa kröfu þeirra.
Gammarnir komnir í biðstöðu
Gera má t'áð fyrir að fulltrúar í
sjávarútvegi og landbúnaði fylgist
grannt með framvindu þessa máls.
Ef ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar
að iðnrekendur eigi rétt á 40% eigin
íjár Iðnlánasjóðs yrði erfitt fyrir
hana að finna andsvör við kröfu t.d.
atvinnurekenda í sjávarútvegi um
ámóta hlutdeild í Fiskveiðasjóði. Því
má ætla að þessi rausnarlega gjöf
ríkisstjórnarinnar upp á einn milljarð
króna sé engan vegin endapunktur-
inn í þessu ferli. Ljóst er að með
þessu fordæmi er verið að undirbúa
að færa atvinnurekendum milljarða
króna af eigum þjóðarinnar til þess
að standa undir rekstrarkostnaði af
hagsmunagæslu þeirra, til viðbótar
við hundruða milljóna króna framlag
ríkisins til þessara samtaka vegna
heimildar til þess að færa félags-
gjöld til frádráttar tekjum í bók-
haldi. Þetta útleggst víst í fijáls-
hyggjunni sem „einkavæðingar-
stefna ríkisstjórnarinnar".
Að lokum þetta
Það var því afar óheppilegt að
leiðarahöfundur Morgunblaðsins
skyldi velja sameiningu samtaka
atvinnurekenda í iðnaði sem sér-
staka fyrirmynd að þeirri hagræð-
ingu sem blaðið hvetur hagsmuna-
samtök atvinnurekenda að ráðast í.
Ef slík hagræðing á að vera á kostn-
að skattgreiðenda, eins og tilfellið
er með samtök atvinnurekenda í iðn-
aði, er betur heima setið en af stað
farið. Því verður auðvitað að mót-
mæla harðlega að ríkisstjörnin skuli
ætla sér að gefa atvinnurekenduin
milljarða króna af eigum þjóðarinnar
til þess að þeir geti staðið undir
hagsmunagæslu sinni, á sama tíma
og atvinnurekendur ætla sér að
lækka félagsgjöld sín sem þessu
nemur. Minna má á að nú þegar
leggur þjóðfélagið atvinnurekendum
til hundruðir milljóna króna árlega
í hagsmunagæslu sína með því að
heimila þeim að færa félagsgjöld til
heildarsamtaka sinna til gjalda í
rekstraruppgjöri sínu, á sama tíma
og almennir launamenn mega það
ekki. Því vonast ég til þess.að Morg-
unblaðið taki undir að krefjast verði
þess að þelta frumvarp verði dregið
til baka í núverandi mynd og á því
gerðar verulegar beytingar hvað
þessi atriði varðar.
Höfundur er hagfræðingur ASÍ.