Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
Morgunblaðið/Golli
Sýningin skoðuð
NEMENDUR úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri heimsóttu Listasafnið á Akureyri nýlega og skoðuðu
sýningu sem þar stendur yfir og nutu leiðsagnar Haraldar Inga Haraldssonar forstöðumanns.
Sýning Listasafnsins framlengd
OPNUNARSÝNING Listasafnsins á Akureyri hefur verið fram-
lengd til 10. október næstkomandi, m.a. til að gefa nemendum
skólanna kost á að skoða sýninguna.
Haraldur Ingi Haraldsson for-
stöðumaður Listasafnsins á Akur-
eyri sagði að aðsókn á safnið hefði
verið afar góð og í raun mun betri
en hann hefði átt von á. Safnið var
opnað í lok ágúst í tengslum við
afmæli Akureyrarbæjar og hefur
Fyrirlesturinn fjallar um sorgina,
sorgarviðbrögð og ýmsar tegundir
af missi, s.s. vegna atvinnu eða
aðsókn að sýningunni verið jöfn og
góð frá þeim tima.
Nemendur skoða
Nýlega komu nemendur úr Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri og skoð-
uðu sýningu safnsins og nutu leið-
skilnaðar. Þá verður fjallað um úr-
vinnslu sorgar og aðlögun og vinnu
með streitu og loks um huggun.
sagnar Haraldar Inga, en heim-
sóknin var liður í myndmenntar-
námi þeirra. Framlenging sýningar-
innar er m.a. til komin til að gafa
nemendum skólanna kost á að koma
og skoða safnið og sýninguna.
Á sýningunni eru m.a. verk í eigu
Akureyrarbæjar frá ýmsum tímum
sem og nýrri verk eftir akureyska
sem og brottflutta eyfirska lista-
menn.
«F oreldrafélag Gagnfræðaskól-
ans á Akureyri efnir til fundar um
vímuefnaneyslu unglinga á sal skól-
ans í kvöld, fimmtudagskvöldið 30.
september kl. 20.30. Sigrún Magn-
úsdóttir félagsráðgjafi og Páll Bier-
ing hjúkrunarfræðingur kynna með-
ferðarheimili Unglingaheimilis
ríkisins á Tindum og flytja erindi sem
nefnist: Unglingar í vímuefnaneyslu
og viðbrögð foreldra.
Fyrirlestur um missi
BJORG Bjarnadóttir, sálfræðifulltrúi Fræðsluskrifstofu Norðurlands
vestra á Blönduósi, heldur fyrirlestur hjá Samtökum um sorg og
sorgarviðbrögð í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30.
Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður
Tilbúinn að láta
stinga mér í stein-
inn fyrir málstaðinn
„ÉG ER orðinn yfir mig þreytt-
ur á þessu og fer líklega fljót-
lega að veiða mér í matinn.
Það er ekki hægt að láta bjóða
sér það Iengur að mega ekki
veiða í kjaftinn á sér án þess
að spyija einhverja bjána úti í
heimi um leyfi,“ segir Gunn-
laugur Konráðsson, fyrrver-'
andi hrefnuveiðimaður á Ár-
skógssandi, en hann segir
óhemjumagn af hrefnu í sjón-
um og þær séu vaðandi inn
allan fjörð.
Gunnlaugur segir að svo virðist
sem stofninn hafi þanist út „bara
eins bg hafi orðið sprenging, það
er sama hvert farið er, það eru
alls staðar hópar af hrefnum".
Hann segist vita til þess að trill-
usjómenn hafi nýlega flúið í land
vegna ágangs frá hrefnunum,
þeir séu á litlum bátum og eitt
sporðakast geti hæglega brotið
slíka báta í spón.
Taldi 30 hrefnur
Gunnlaugur segir að ekki þurfí
að sigla langt út á fjörðinn til að
sjá hrefnur í hópum. Einn daginn
taldi hann um 30 hrefnur frá því
hann sigldi frá nyrðri enda Hrís-
eyjar og að Látrum, en það sé
ekki nema brot af því sem í sjón-
um er. Hann segir ekki spursmál
að þessi fjöldi fari að hafa áhrif
á lífríkið í sjónum, til dæmis éti
ein hrefna um 400 kíló af fiski á
dag. Stofnarnir stækki og lifi
óhjákvæmilega á því sem við Is-
lendingar séum að veiða þannig
að sífellt verði minna eftir handa
okkur. Hrefnurnar séu skæðar,
þær fari grunnt og éti mikið af
seiðum. „Það eru ekki til verri
vargar í seiðaátinu en hrefnurn-
ar, þær komast nánast upp í fjöru
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Til í slaginn
GUNNLAUGUR Konráðsson
með hrefnuskutul, en fremst á
skutlinum er granatsprengja
sem að hans sögn drepur dýrið
tafarlaust. Gunnlaugur telur
að senn muni aukast að sjó-
menn veiði hrefnur „óvart“.
og alls staðar þar sem seiðin eru.“
Á síðustu árum hefur aflakvóti
Gunnlaugs farið síminnkandi, var
rúm 130 tonn fyrir tveimur árum,
um 100 tonn í fyrra og nú er
hann kominn niður í 75 tonn.
„Það eru grundvallarmannrétt-
indi að fá að lifa, það er ekki
hægt að láta bjóða sér þetta leng-
ur,“ segir hann og bætir við að
það myndi ekki koma sér á óvart
þó að hrefnur færu að veiðast
„óvart“ í auknum mæli á næst-
unni. „Ég er tilbúinn að láta
stinga mér í steininn upp á vatn
og brauð fyrir þennan málstað."
Schiesser®
N Æ R F Ö T
Það besta næst pér!
AMARO
AKUREYRI
SKEMMTANIR
■ STJÓRNIN kveður Hafnarbúa um
helgina en hún leikur föstudags- og
Iaugardagskvöld á Höfn. Á föstudegin-
um leikur hljómsveitin í Sindrabæ en
á laugardagskvöldinu á Hótel Höfn.
■ BAROKK Um helgina föstudags-
og laugardagskvöld leikur J.J. Soul
fyrir gesti Barokks. Aðgangur er
ókeypis.
H HRESSÓ. Hljómsveitirnar Kol-
rassa krókríðandi, Texas Jesús og
Melissa halda tónleika í kvöld, fimmtu-
daginn 30. sept. Hljómsveitirnar hafa
æft vel undanfarið og í kvöld leika þær
eldra efni í bland við nýtt. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.
■ VINIR VORS OG BLÓMA koma
fram á Gauki á Stöng í kvöld, fimmtu-
dagskvöld. Hljómsveitin mun leika
frumsamin lög og einnig lög eftir aðra.
Hljómsveitin verður einnig á Gauknum
föstudagskvöld en á laugardagskvöld-
inu leika þeir með Rokkabillybandi
Reykjavíkur í Þotunni í Keflavík.
■ TVEIR VINIR. í kvöld verða Út-
gáfutónleikar Spor þar sem fram
koma hljómsveitirnar Dos Pilas og
Bone China. Föstudagskvöldið leikur
svo hljómsveitin Todmobile og á laug-
ardagskvöidinu kemur fram hljómsveit-
in Páll Óskar Hjálmtýsson og Millj-
ónamæringjarnir.
■ BORGARDÆTUR leikur á
skemmtistaðnum Can Cun á Lauga-
vegi í kvöld, fimmtudagskvöld. Borgar-
dætur eru þær Ellen Kristjánsdóttir,
Berglin Björk Jónasdóttir og Andrea
Gylfadóttir. Borgardætur munu leika
vítt og breytt um borgina á fimmtu-
dagskvöldum í vetur.
■ PLÚSINN. Svokallað Nautnakvöld
verður haldið á Plúsnum við Vitastíg á
laugardagskvöld. Þar munu staðarhald-
arar bjóða upp á flatbökur frá Pizza
67 og öl. Hljómsveitin Sniglabandið
mun skemmta gestum um kvöldið og
einnig verður boðið upp á önnur dag-
skráratriði. Dauða & kántrý dúettinn
Blóðmör tekur lagið og svetflutríóið
Sjarmör sveiflar fólki. Trúbadorarnir
Panik & Einar taka einnig lagið.
■ TODMOBILE leikur föstudags-
kvöldið 1. okt. á Tveimur vinum.
Laugardagskvöldið 2. okt. leikur sveitin
á árlegu réttarballi í félagsheimilinu
Njálsbúð, Vestur Landeyjum. Hljóm-
sveitin mun halda áfram að spila fyrir
landann allt fram að áramótum en þá
mun hún taka sér iangt frí frá störfum.
■ L.A. CAFÉ. í kvöld, fimmtudaginn
30. okt., skemmtir hljómsveitin Keltar.
Hljómsveitin er hópur tónlistarmanna
sem leikur keltnesk (írsk og skosk)
þjóðlög með hefðbundinni hljóðfæra-
skipan. Kelta skipa þeir Eggert Páls-
son mandóla, banjó og trommur, Sean
Bradley frá Dublin sem leikur á fiðlu,
Guðni Franzson, flautur og Einar
Kr. Einarsson gítarleikari. L.A. Café
opnar kl. 18 fyrir matargesti en Keltar
hefja leik sinn kl. 22.30.
I DANSBARINN. Fimmtudags- og
sunnudagskvöld er Opinn míkrafónn
þar sem gestir hússins geta troðið upp
með ljóð, brandara, söng o.fl. Trúbador-
inn Éinar Jónsson aðstoðar gesti og
leikur einnig lög úr ýmsum áttum til
kl. 1. Föstudags- og laugardagskvöld
leikur hljómsveitin Þorvaldur Hall-
dórs og Gunni Tryggva.
■ NÝDÖNSK heldur áfram haustyf-
irreið sinni næstu helgi og verður á
Norðurlandi. Sveitin leikur á skóla-
balli fyrir Verkmenntaskólann í kvöld,
fimmtudag og á sameiginlegu skóla-
balli Framhaldsskólans á Húsavík og
Laugum föstudaginn 1. okt. Sá dans-
leikur er einnig opinn almenningi. Þá
verður spilað í Sjallanum á Akureyri
laugardagskvöldið. Hluti dansleikj-
anna verður tekin upp á nýjan videó-
búnað. Hljómsveitin leikur efni af vænt-
anlegri hljómplötu ásamt eldri lögum.
■ ISLENSKA BLÚSFÉLAGIÐ
stendur fyrir videókvöldið á Plúsnum
í kvöld, fimmtudag. Þar verða sýnd
myndbönd með Muddy Waters Band
og Steve Ray Vaughan and double
trouble, Live at the E1 Mocambo.
Sýningin hefst kl. 21.15. Aðgangur er
300 kr.
■ HÓTEL EDDA, Kirkjubæjar-
klaustri. Dansleikur verður haldinn
laugardagskvöldið 2. okt. kl. 23-3.
Hljómsveitin Mannakorn leikur fyrir
dansi. Veitingasalurinn er opinn frá kl.
19-22.30. Aldurstakmark er 20 ár.
■ BUBBI MORTHENS leggur upp
í tónleikaferð um landið og hefur leik-
inn föstudagskvöld 1. okt. í Hótel
Borgarnesi. Laugardaginn 2. okt. fer
hann norður í land og heldur tónleika
í bíóinu á Dalvik. Sunnud. 3. okt.
verða tónleikar í Leikhúsinu á Akur-
eyri, þriðjud. 5. okt. Bifröst, Sauðár-
króki og miðvikud. 6. okt. leikur Bubbi
í Félagsheimilinu Vopnafirði. Bubbi
kemur fram einn með kassagítar og
kynnir lög af væntanlegri plötu sinni
Lífið er ljúft sem kemur út á næstunni.
■ ÖRKIN HANS NÓA heldur uppi
fjörinu fyrir alla féiaga í S.Á.Á. laugar-
dagskvöldið 2. okt. í Úlfaldanum,
Ármúla 17. Félagar í AA eru hvattir
til mæta.
■ HITT HÚSIÐ Föstudagskvöldið
1. okt. munu hljómsveitirnar Dos Pilas
og Stripshow skemmta á 4. hæð. Tón-
leikarnir standa frá kl. 10 til 1. Á 3.
hæðinni verður glymjandi danstónlist.
Miðaverð er 400 kr. Aldurstakmark er
16 ár.