Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 21
MORGIJ.NBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUÐAGUR 30. SEPTEMBER 1993 21 E-vítamín minnkar líkur á hjartasjúkdómum NIÐURSTÖÐUR úr nýjum banda- rískum rannsóknum gefa tilefni til að ætla að E-vítamín dragi úr líkum á hjartasjúkdómum. Greint er frá rannsókninni í New England Journal of Medicine, en í bandaríska heilsuritinu Prevention er rætt við bandaríska hjartasér- fræðinginn Meir Stampfer um rann- sóknina. 127 þúsund manns tóku þátt í henni og tók helmingur hópsins E- vítamín inn daglega í tvö ár. Að þeim tíma liðnum þótti sýnt að 40% minni líkur væru á að E-vítamín- æturnar fengju hjartaáfall. Sumir sérfræðingar hafa velt fyr- Þó vítamín geti haft góð áhrif, er óráðlegt að taka of stóra skammta af þeim ir sér þeim hugmyndum að E-vít- amín hafi góð áhrif á blóðfitu, en ekki hafa verið birtar niðurstöður þess efnis. Meir Stampfer ráðleggur fölki að taka ekki inn stóra skammta af vítamíni, því 200-800 alþjóðaein- ingar séu hæfilegur dagskammtur. Eigenda- skipti á Búrfelli MATVÖRUVERSLUNIN Búrfell, sem rekin hefur verið í 27 ár á Húsavík, skipti um eigendur hinn 1. þessa mánaðar. Hjónin Sólrún Hansdóttir og Sig- urður Friðriksson, sem rekið hafa verzlunina undanfarin níu ár hafa nú selt hana hjónunum Jóhönnu Björnsdóttur og Frímanni Sveinssyni matreiðslumeistara, sem hugsa sér að reka hana fyrst um sinn í sama formi og verið hefur, þótt síðarmeir geri þau einhveijar breytingar. í bænum eru þrjár matvöruversl- anir, allar við Garðarsbraut, í stór- markaðirnir K.Þ. fyrir norðan og Þingey fyrir sunnan, og svo verslun- in á horninu í Búrfelli. §§ - Fréttaritari. Nýjar matreiðslubækur um sósur, pönnu- og eggjakökur MATAR- OG VINKLUBBUR AB hefur gefið út tvær nýjar mat- reiðslubækur Sósur og Pönnu- kökur - Eggjakökur. Bækurnar eru um 120 blaðsíður hvor og prýddar litmyndum af hverjum rétti. I bókinni um sósur segir í for- mála „... tilraun til að einfalda sósu- gerð og eyða nokkru af þeim leynd- ardómshjúp, sem jafnvel hefur umlukið undirstöðuatriðin. Sósan á að bæta bragð og útlit margra mis- munandi rétta, hvort heldur þeir eru sterkir, sætir, kryddaðir eða beiskir." Hér fer á eftir uppskrift úr bók- inni: RABARBARA - BERJASÓSA 250 g rabarbari 250 g afhýdd jarðarber 1 25 g sykur Safi úr einni sítrónu 1 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur Skerið rabarbarann í 5 cm bita. Sjóðið í vatni við miðiungshita í 10 mínútur eða þar til hann er meyr. Sigtið og hendið soðinu. Geymið nokkur jarðarber til að skreyta með. Látið öll innihaldsefn- in í matvinnsluvél og maukið. Pressið gegnum fínt sigti, hendið PONNUKOKUR EGGJ4ÍÖKUR fræjum og strengjum úr rabarbar- anum. Lokið og kælið fyrir notkun. Hellið í sósuskál og skreytið með jarðarbeijasneiðum. Berið fram kalt með ijómaís eða pönnukökum. Magn 2'h di Þessi sósa ætti að bragðast vel með einhverri pönnukökuuppskrift- inni í bókinni Pönnukökur - eggja- kökur. Þar segir að hægt sé að bjóða upp á kökurnar við ýmsár máltíðir dagsins, því fyllingar og bragðefni geti verið af einföldustu gerð allt til þess að vera afar marg- brotnar, sætar eða ósætar. I báðum bókunum eru gefnar auðskiljanlegar leiðbeiningar, skref fyrir skref. ® UTSALA Flísabúðarinnar á Dverghöfða 27 Allir afgangar eiga að seljast Einnig er um að ræða sértilboð á nokkrum gerðum af flísum, t.d. gólfflísar.áður kr. 2.576, nú kr. 1.890 wm mm Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 67 48 44 TDLBOÐ VIKUNNAR FRÓNMABIE SÍIKKULAÐIKEX í ÁÐUR 89,- — BUrTONlSPXGHETTI 2 P AKKAR FYKIR1 '■* pr. 2 pakka góðurkostur nautahakk Aður| 1 ^"^pr.kg 695,- 15ÍLLU xxVrrLAUKSBKALIÐ FÍN OG GllÓF ÁÐUR 179, JONAGOLDEPLl HOLLAND pr Vg HAGKAUP - allt í einni ferö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.