Morgunblaðið - 30.09.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 30.09.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 25 Reuter Myndasaga um Hitler ÞJÓÐVERJAR hafa gefið út teiknimyndabók um hvernig Adolf Hitler komst til valda og fall hans. Myndasagan er ætluð skólabörnum og er í henni leitast við að útskýra uppgang nasismans, þátt Hitlers í honum og hvers vegna atburðarásin á þriðja og fjórða tug aldarinnar geti endurtekið sig. Skæð inflúensa í Bandar íkj unum Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morg’unbladsins. BANDARÍSKIR vísindamenn segja, að inflúensa þessa árs sé af A-stofni sem kenndur er við Peking. Venjulega hefst inflú- ensutímabiiið ekki fyrr en um miðjan desember og stendur fram í apríl, en nú varð illþyrmilegrar flensu af þessum stofni vart í ágúst, aðallega í Louisiana. Biðlistar á sjúkrahúsum í Danmörku Læknar sinna pappírunum en ekki sjúklingum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgunblaösins. BIÐLISTÁR danskra sjúkrahúsa stafa ekki eingöngu af fjárskorti, heldur einnig af óhentugu skipulagi. Læknarnir nýtast ekki sem skyldi við lækningar, af því tími þeirra fer í stjórnun og pappírs- vinnu og sama er um hjúkrunarfólk, segir Palle Juul-Jensen yfirmað- ur heilbrigðisstjórnarinnar í viðtali við dagblaðið Det Fri Aktuelt Ýmsir aðrir innan heilbrigðiskerfisins taka undir álit hans. Óhent- ugt skipuiag felst meðal annars í stífri verkaskiptingu faghópa á spítölum, sem stéttarfélög hafa komið upp. Palle Juul-Jensen segir að engum sé í raun ljóst hversu miklum tíma læknar vetji í stjórnun og hversu litlum í sjúklinga. Það sé skrítið til þess að hugsa að læknar fái dýra og tímafreka menntun til að stunda lækningar, rannsóknir og kenna, en síðaii fari mestur tíminn í papp- írsvinnu ogþeir fari jafnvel á stjórn- unarnámskeið í verslunarháskólun- um. Bæði læknar og hjúkrunarfólk veiji æ meiri tíma í störf, sem þau séu ekki menntuð til, ekki síst yfir- læknar og yfirhjúkrunarfólk. Poul Riis prófessor og yfirlæknir tekur undir þessa skoðun og segir að ef hann sjálfur tæki ekki pappírs- vinnuna heim og ynni hana á kvöld- in, þyrfti hann að hætta að ganga stofugang og um leið missti hann hinn mannlega þátt í starfinu. Til dæmis um þann tíma sem fer í sjúklinga má nefna að í danskri rannsókn frá 1991, sem gerð var á geðdeild nokkurri, kom í ljós að allir starfsmannahópar notuðu minna en fjórðung vinnutíma síns í að sinna sjúklingunum. Læknarnir voru að meðaltali með sjúklingun- um 5,7 mínútur vikulega. Palle Ju- ul-Jensen segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um að læknar geti ekki afrekað mikið á svo stuttum tíma og eitthvað mikið hljóti að vera að, en samt bregðist enginn við. Hann segist ekki vilja skera úr um hvort orsökin sé peninga- skortur, samningamál eða skipulag, en eitthvað þurfi að gera. Best væri að frumkvæðið kæmi frá starfsfólkinu á hvetjum stað, en ekki frá sérskipaðri nefnd. Framtíðarverkefni: Breytt vinnutilhögun á sjúkrahúsum Anita Alban heilsuhagfræðingur segir að einkasjúkrahús veiti hinum opinberu viðmiðun, sem verfsé að huga að. Styrkur einkasjúkrahús- anna liggi í að þar taki bestu og reyndustu læknarnir á móti sjúk- lingunum og fylgi þeim eftir, svo sjúkdómsgreiningin gangi fljótt fyr- ir sig, en á opinberu sjúkrahúsunurn séu það oft aðstoðarlæknar með litla starfsreynslu. Hins vegar liggi styrkur opinberu sjúkrahúsanna í hve mikil og margvísleg kunnátta og tækni sé fyrir hendi þar. Vegna sparnaðarkrafna geti mörg af opin- beru sjúkrahúsunum ekki aukið af- köstin frekar en orðið sé, svo lausn- in geti legið í breyttu vinnuskipu- lagi. Verkaskiptinguna, sem stétt- arfélög hafi byggt upp undanfarin ár og áratugi, verði að rífa niður. I stað þess að einstakir hópar starfsfólks gefi skipanir, ætti það að vinna saman í blönduðum hóp- um. Þannig verði líka hægt að kom- ast hjá því að hver sjúklingur sjái herskara lækna, en hafi ekki fast samband við neinn þeirra. Sýnishorn úr söluskrá: Bílar við allra hæfi ^s^Íiggg MMC Lancer GLXi 4x4 '91, hlaðbakur hvftur, ekinn 49 þ. km. Verð 1150 þús. stgr. Toyota Extra Cab, '89 blá- sans, ekinn 66 þús. km. Verð 1100 þús., sk. á ódýr- ari fólksbíl. VSK bfll. Daihatsu Charade CX '87 grásans, ekinn 86 þ. km. Verð 280 þús. Saab 9000 CS '92, rauður, ekinn 18 þ. km., álfelgur, sumar/vetrardekk, cruise control, central læs. Verð 1900 þús., sk, á ódyrari. MMC Lancer station 4x4 '88, rauðúrekinn 106 þ. km. Verð 750 þús. Toyota Hiace 4x4 '91, bensín, blár, ekinn 24 þ. km. Verð 1500 þús., vsk bíll. Mikil sala - vantar allar gerðir bifreiða á skrá og á staðinn. BÍLASALAN BÍLDSHÖFDA 3 S.670333 I Talsmenn bándarísku sjúkdóms- greiningarstöðvarinnar í Atlanta segja að Peking-inflúensa leggist verr á eldra fólk en ungt. Þessi flensutegund hefur einnig orsakað sjúkrahúsvist og dauða fleiri sjúkl- inga en aðrar tegundir inflúensu. Árlega látast um 10 þúsund Bandaríkjamenn af völdum inflú- ensu og sjúkdóma sem hún hefur áhrif á. í verstu árum hafa um og yfir 40 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Ungt fólk er vel móttækilegt fyrir inflúensu, en 80-90% dauðsfalla verða meðal þeirra sem komnir eru yfir 65 ára aldur. Bólusetning er ráðlögð öllum þeim sem sjúkir eru eða veikir fyr- ir. Bólusetning fyrri ára er alveg gagnslaus á þessu ári. Árangursrík- ast þykir að bólusetning fari fram 1-2 mánuðum fyrir aðaltímabil inflúensunnar ár hvert eða frá miðj- um október fram í miðjan nóvember en bólusetning er þegar fáanleg í Bandaríkjunum. Bandaríkin Hagvöxt- ur eykst HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi reyndist hærri en talið var í síðasta mán- uði, þar sem neysla var meiri en reiknað var með. í yfirlýsingu bandaríska við- skiptaráðuneytisins segir að hag- vöxtur hafi reynst 1,9% en ekki 1,8%, eins og talið var í síðasta mánuði. m.,. frá mufjum deptember þú velur iun 2 eda 2 nætnr Tilboð fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaöur fyrir 20 manna hóp. í Lúxemborg bjóóum við gistingu í eftirtöldum gæöahótelum: Italia Sari, Delta, Puliman, Sheraton Aerogolf, Ibiz og Le Roi Dagobert. Verslunargötur, verslunarmiöstöðvar, „Kaktusinn", hagstæö innkaup. Góðir veitingastaðir, frábær matur, kaffihús, vínstoffir, skemmtistaðir, heillandi umhveffi, rómantík liðinna alda. Örstutt til vínræktarhéraða við Mosel, skemmtigarðar, útvistarsvæði, hlýlegar sveitir. Hjarta Evrópu. a rnanmnn i tvíbýli í 2 nœtur og 3 daga á Hotel Italia Sari.** Veittur er 5% staðgreiðsluafcláttur* Brottfarir á fimmtu-, föstu- og laugardögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og þriðjudögum. *M.v að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, giscing, morgunverður og flugvallarskactar. Börn, 2ja - 11 ára, fa 10.500 kr. í aislátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjíúd er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. *■■■! qaTLASP **Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. eurocahd. Hafðu samband við söluskrifetofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Traustu r íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.