Morgunblaðið - 30.09.1993, Side 34

Morgunblaðið - 30.09.1993, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 - u ÞJÓNUSTA Viðgerðir og varahlutir fyrir allar tegundir myndbandstækja gegnt Þjóðleikhúsinu, 101 Reykjavík, sími 28636. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 650 krónur. Þær heita Tinna ívarsdóttir, Þórdís Katla Bjartmarz, Alexandra H. ívarsdóttir, Elísabet E. Arnarsdóttir og Katrín Pálsdóttir, en hana vantar á myndina. HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á eftirfarandi námskeið í október: Fatasaumur, blokkprent (tauþrykk), hekl, ásaumur í vél (appli- kation), ýmsar prjóntegundir og tækni, skuggaleikhús (fyrir kennara og fóstrur), útskurður. Námskeiðin hér að framan eruöll kennd 1x íviku í4 vikurog kennslugjalderkr. 5.000. Þjóðbúningasaumur 6. okt-8. des. Kennslugjald kr. 12.000. Baldýring 7. okt.-18. nóv. Kennslugjald kr. 7.500. Skráning á skrifstofu skólans í síma 17800 milli kl. 10-12 og 13-15. V : i SIEMENS SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 SÍMI 628300 ESAB RÉTTUR RAFSUÐUVÍR Eitt mikilvægasta atriði varð- andi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til að ná hámarks gæðum við suðu er nauðsynlegt að velja vírinn með tilliti til efnis og aðstæðna. Við eigum ávallt á lager mikið úrval rafsuðuvíra, bæði pinnavíra, gegnheila rúlluvíra og duftfyllta rúlluvíra fyrir flesta málma og aðstæður. = HÉÐiNN = VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 624260 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Gvöarion Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - Sími 651147 Vorum að taka upp ull og angórupeys- ur, heilarog hnepptarásamtgmmósíum og síðum mynstruðum pilsum í lit við mikið úrval af ódýrum bómullarpeysum. Riffluðu leggingsbuxurnar komnar aftur í 4 litum upp í stærð 48. Opiðá laugardögumfrá kl. 10-14. SJONARHORN Ly fj aiðnaðurinn „leitar róta“ Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur lyfjaiðnaðurinn i vaxandi mæli leitað til náttúrunnar eft- ir efnum í lyf til lækninga. Kemur það m.a. til af því, að rækileg könnun lyfjaframleið- enda á árangri efnafræðiiega samsettra lyfja leiddi í ljós, að þau reyndust ekki vera slík undralyf sem vænst hafði ver- ið. Bent hefur verið á, að það megi sjá á því að ekki hafa enn tekist að framleiða lyf til lækn- inga á algengum sjúkdómum eins og t.d. kvefi. Græna byltingin og áhugi al- mennings á lyfjum úr náttúruleg- um efnum eins og jurtum hefur ýtt undir þessar nýju áherslur í lyljaiðnaði og sú staðreynd að fjölmörg lyf sem eru mikilvæg í baráttu við erfiða sjúkdóma koma úr jurtaríkinu. Má þar m.a. nefna lyfið taxol sem notað er við meðhöndlun á krabbameini í eggjastokkum, en það var upp- haflega unnið úr berki fágætrar yew-tijáa frá Kyrrahafssvæðinu. I janúarblaði Scientific American birtist grein undir fyrirsögninni „Back to Roots“ eða „Aftur að rótum“. Þar kemur fram að 250.000 plöntur hafi verið kann- aðar í leit að virkum efnum fyrir lyfjaiðnaðinn. Komið hefur verið upp gróðurhúsum með hitabelt- isplöntum þar sem rannsakaðar hafa verið þúsundir plantna í leit að virkum efnum í lyf gegn sjúk- dómum eins og krabbameini og eyðni. Árangurinn hefur verið hæg- fara og nú eru lyfjaframleiðendur í auknum mæli farnir að leita fróðleiks hjá grasalæknum meðal þjóða þar sem jurtir hafa verið notaðar til lækninga um aldir. Á eynni Samoa vísaði innfæddur grasalæknir ungum prófessor í plöntulíffræði við Brigham Yo- ung háskóla, Cox að nafni, á ákveðna plöntu, Homalanthus nutans, og tókst honum að ein- angra efnasamband sem virðist geta varið ónæmisfrumur gegn eyðileggingu, eins og á sér stað í eyðnisjúklingum. Þessa plöntu höfðu innfæddir notað um aldir gegn gulusótt og öðrum veiru- sýkingum. Svipuð dæmi eru fjöl- mörg og nýlega samþykkti Fæðu- og lyljaeftirlit Bandaríkj- anna nýtt lyf til meðhöndlunar á hrúðri í húð sem er undanfari húðkrabbameins. Lyfið heitir ac- inex og er unnið úr ereosote- runna sem lengi hefur verið þekktur í lyfjagerð. Nú hafa ver- ið sett á stofn lyfjafyrirtæki sem hafa það að markmiði að leita uppi efnasambönd í náttúrunni sem bjóða upp á möguleika í lyfjagerð. Mönnum er að verða ljóst að ómetanlegan fróðleik er að finna innan fornra menningarsamfé- laga þar sem þekkingu grasa- lækninga hefur verið viðhaldið bæði hvað varðar jurtir og notk- un þeirra, eituráhrif og lækn- ingamátt. í maíblaði Science News birtist grein undir fyrir- sögninni „Fæða, lyf eða eitur?“. Þar kemur fram lýsing á því hvernig grasalæknar meðal indí- ána í Mið- og Suður-Ameríku hafa notað jurtir til lækninga. Innfæddir hafa í aldanna rás lært að meðhöndla villtar jurtir, sem oft innihalda eitruð efna- sambönd, á ákveðinn hátt og bæði getað nýtt sér þær til fæðu og lækninga. Nú hefur komið í ljós við hefðbundnar rannsóknir að margar eitraðar jurtir geta haft lækningamátt séu þær notaðar rétt og í litlu magni. Áhrifamikil lyf hafa verið unn- in úr jurtum og má þar nefna „digitalis" sem er hjartastyrkj- andi lyf og var unnið úr fingur- bjargarblómi eða foxglove. í bók- inni Grasalækningar (Herbalist) segir að flest helstu lyfin sem framleidd eru í iðnaðarlöndum hafi upphaflega verið uppgötvuð í plöntum sem hafi átt sér langa hefð í lyfjagerð eða voru notuð við helgiathafnir. Má í því sam- bandi nefna ópíum poppy eða valmúa, en úr honum eru unnin deyfilyfin morfín og kódein, og rætur indversku plöntunnar rauwolfia sem notaðar voru gegn svefnleysi og ákveðnum geðtrufl- unum, en sem síðan varð hvati að þróun og framleiðslu á taug- aróandi lyfjum og lyljum gegn ofvirkni. Úr suður-ameríska örvaeitrinu curare var unnið vöðvaslakandi lyf sem notað er fyrir uppskurði. Þá voru ýmis sýklalyf unnin úr myglu. Dæmin eru ijölmörg. Hér á landi hafa grasalækn- ingar oft verið umdeildar, sér- staklega innan heilbrigðisgeir- ans. Almenningur hefur að vísu látið sér fátt um fínnast og leitað gjarnan til grasalækna þegar honum hefur fundist ástæða til. Margir minnast formæðranna sem notuðu bæði grös og rætur í seyði til lækninga á algengum kvillum. Hér á landi fluttist þekk- ingin frá einni kynslóð til annarr- ar á sama hátt og gerðist í öðrum löndum. Margvísleg þekking hef- ur þó farið forgörðum ekki síst eftir að læknavísindin fóru að efast um gagnsemi grasalyfja. í bókinni „íslenskar lækningajurt- ir“ má sjá hvernig nota má ís- lenskar jurtir til lækninga og einnig hvað ber að forðast í því sambandi. Þrátt fyrir andstöðu gegn grasaseyðum neytum við alls kyns jurtaseyða nær daglega. Hvað er te og kaffi annað en jurtaseyði? ávaxtasafar koma úr jurtaríkinu svo ekki sé minnst á öl og vín. Jurtir eru daglega á borðum flestrá í formi grænmet- is, ávaxta og krydds. Grænmetið er hlaðið hollustu en krydd á að nota í hófi, sumt er aðeins heppi- legt í smáum skömmtum en ann- að má nota af meiri rausn. Ekki er víst að öllum sé ljóst að hið ómissandi múskat getur, í of stórum skömmtum, valdið sjón- truflunum, krampa og ofskynj- unum. Eða að birkifræ sem notuð eru í bakstri eru fullþroskuð fræ ópíum-valmúans. Rabarbari sem þykir nauðsynlegur á hveiju heimili er ekki talinn hollur fyrir fólk sem þjáist af gigt, nýrna- eða þvagrásarsjúkdómum eða á meðgöngutíma. Rósmarínkrydd aftur á móti eykur ekki aðeins bragð lambakjöts, það slær á höfuðverk, bætir blóðrásina og styrkir æðarnar. Kryddið bætir meltinguna og það gera reyndar aðrar kryddtegundir líka eins og maijoram, oregano og blóðberg. Rósmarínolía inniheldur einnig bakteríu- og sveppaeyðandi efna- sambönd. Svo mætti lengi telja. I þeirri jurtafæðu sem við neytum daglega eru Ijölmörg efni og efnasambönd sem nauð- synlegt er að þekkja. í náttúr- unni er að finna fjölmargar jurt- ir sem innihalda mikilvæg efna- sambönd með læknandi eigin- leika. Það er því mjög áhugavert að lyljaframleiðendur sku.li nú leita uppruna síns í leit nýrra hugmynda. Endurvakning þekk- ingar á eiginleikum jurta gæti hraða þróun nýrra lyfja mann- kyninu til góðs um leið og það efldi lyfjaiðnaðinn. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.