Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 37 alla elsku og hjálpsemi, sem svo ljúflega var veitt hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Hafðu hjart- ans þökk fyrir allt. Sem kona hún lifði í trú og tryggð það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinriarlok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda Qj ljC'5 péirra oKin i njáFtáiis iiryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (E. Ben.) Jón Viðar Arnórsson. Kær vinkona er kvödd. Jónína og Páll Briem voru fyrstu reykvísku vinir mínir, eftir að ég fluttist til Reykjavíkur og giftist manni mínum Haraldi Sveinssyni. Haraldur og Páll voru saman í hestamennsku, saman í hesthúsi og riðu mikið út og fóru í mörg hestaferðalög saman ásamt öðrum vinum okkar. Eg minn- ist margra samverustunda með þeim hjónum, á heimili þeirra og á ferða- lögum. Árið 1953 fórum við til Skagaíjarðar. Þá voru foreldrar Páls búandi á Sauðárkróki, þar sem tekið var á móti okkur af miklum myndar- skap. Það vár gaman að fara með þeim hjónum um skagfirsku sveitirn- ar. Og það hefur alltaf verið gott að eiga þau sem vini. Frá fyrstu kynnum höfum við Ninna verið góðar vinkonur. Ég hef fylgst með börnum hennar frá því að þau voru lítil og séð þau vaxa og þroskast, menntast og stofna sín- ar eigin fjölskyldur. Hún bar mikla umhyggju fyrir þeim öllum og vildi allt fyrir þau gera. Við töluðum mik- ið saman eftir að það kom_ í Ijós að hún var með krabbamein. Ég heyrði hana aldrei kvarta um veikindi sín. Alltaf sama góða Ninna, sem hugs- aði um aðra en ekki sjálfa sig. Hún eignaðist marga vini því að öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana. Hún sætti sig við hlutskipti sitt og þakkaði Guði fyrir að fá að vera þetta lengi með fjölskyldu sinni. Þetta sagði hún við mig stuttu áður en hún lést og jafnframt sagði hún: „Hugsaðu þér ef ég hefði dáið frá börnunum mínum þegar ég var ung.“ Nei, við mégum öll vera þakk- lát fyrir árin sem við höfðum hana hjá okkur. Ég veit að minningin um góða konu, sem öllum þótti vænt um, mildar söknuðinn og tóma- rúmmið sem hún skilur eftir. Páll, við Haraldur sendum þér og fjöl- skyldu þinni samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa minningu Jónínu Briem. Agnes Jóhannsdóttir. Það er umhugsunarvert hvað gerir sumt fólk vÍRsæUa en annað. Jónína var ein af þessum vinsælu einstaklingum; eins og segull, glæsileg kona og vel gefin og sjálf- stæð í hugsun. Hún var ein fórnfús- asta manneskja sem ég hef kynnst og örlát og hugsaði ef til vill alltof lítið um eigin hag. Jónína Jóhannsdóttir Briem var fædd 27. nóvember árið 1917 á Auðkúlu í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson, bóndi og sjómaður, f. 14. júlí 1877 á Rauðsstöðum í Arnarfirði, d. 8. júlí 1921, og kona hans Bjarney Frið- riksdóttir, f. 8. júní 1876 á Hrafns- eyri í Arnarfirði, d. 16. febrúar 1952. Jónína var næstyngst níu systk- ina. Elstur var Jón, f. 16. ágúst 1906, dáinn 7. september 1992; þá Jensína, f. 5. ágúst 1907; Bjarney, f. 21. september 1909, dáin 9. októ- ber 1962; Bjarni, f. 10. október 1910, dáinn 28. júní 1970, Guð- munda, f. 28. september 1912, dáin 31. júlí 1931; Friðrik, f. 28. nóvem- ber 1913; Guðný, f. 15. júní 1916, dáin 19. mars 1993; þá Jónína, sem hér er minnst, og loks Sigurleifur, f. 26. maí 1920, dáinn 2. apríl 1986. Jóhann Jónsson, faðirþessa stóra hóps, hafði lokið prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og reri á ýmsum bátum frá Patreksfirði og Bíldudal. Hann mun hafa verið ágætur aflamaður auk þess sem hann stundaði bú sitt á Lónseyri og síðar Auðkúlu. Jóhann dó úr lungnabólgu aðeins 44 ára að aldri en þá var Jónína á fjórða aldurs- ári. Þar sem barnahópurinn var stór voru þrjár yngri systurnar teknar í fóstur til venslafólks á öðrum bæjum í Arnarfirði og fór Jónína, sumarið sem faðir hennar dó, að Álftamýri til Gísla Ásgeirssonar (f. 1862 í Stapadal), skipstjóra, bónda og hreppsstjóra þar, og konu hans Guðnýjar Kristjánsdóttur (f. 1867 á Lokinhömrum). Guðmunda systir Jónínu fór til Hrafnseyrar til séra Böðvars Bjarnasonar og Guðný til Gúðbjarts Eliseussqnar og Kristínar Matthíasdóttur í Árbæ, steinsnar frá Auðkúlu. Móðir Jónínu, Bjarn- ey, bjó hins vegar áfram á Auðkúlu með eldri börn sín með aðstoð elsta sonarins, Jóns, þar til þau fluttust til ísafjarðar árið 1935. Náinn skyldleiki var milli Auð- kúlu- og Alftamýrarfólksins, þar sem Gísli Ásgeirsson á Álftamýri og Bjarney Friðriksdóttir, húsfreyja á Auðkúlu, móðir Jónínu, voru bræðrabörn, en þeir bræðurnir Ás- geir og Friðrik voru synir séra Jóns Ásgeirssonar á Hrafnseyri. Á Álftamýri bjó Jónína hjá frændfólki sínu fram til 17-18 ára aldurs. Hún minntist. jafnan fóstur- heimilisins með mikilli hlýju og þakklæti, enda var mjög kært með henni og fóstursystkinunum, Sig- ríði, Jóhönnu, Bjarneyju, Rósu og Hjálmari. Auk barna sinna ólu þau Gísli og Guðný upp fimm fósturbörn og á vetrum bættust enn við börn af nágrannabæjum þar sem far- kennari hafði aðsetur á Álftamýri. Nærri má því geta, að líflegt og fjörugt hafi verið á bænum þeim. Ásgeir Ásgeirsson, fyrrum forseti íslands, segir í afmælisgrein árið 1947 um Gísla Ágeirsson 85 ára: „Á Álftamýri var allt vel húsað og vel um gengið, hreinlæti og snyrti- mennska í mataræði og fataburði. Sá fyrirmyndarbragur mun öllum minnisstæður, sem þar nutu gisti- vináttu.“ Það vill svo til, að ég hitti næstum daglega gamla Arnfirðinga og eru frásögur um rómað Álfta- mýrarheimilið jafnan ofarlega á baugi. Fósturfaðirinn, Gísli G. Ás- geirsson, var nánast þjóðsagnaper- sóna í Arnarfirði vegna sjómennsku sinnar og starfa í landi. Guðný, fósturmóðir Jónínu, lést árið 1929 en Jóhanna, næstelsta dóttirin, stóð fyrir búi með föður sínum af frá- bærum myndarskap þar til árið 1941 að þau bregða búi og flytjast til Reykjavíkur. Frá Álftamýri lá leið Jónínu til ísafjarðar og síðar Siglufjarðar en á báðum stöðum dvaldist hún um skeið hjá systrum sínum. Jónína var mjög listfeng og handlagin kona. Hún lærði fatasaum og starfaði við það fag á yngri árum á ísafirði og reyndar að einh^u marki eftir að hún kom til Reykjavíkur upp úr 1940. Jónína giftist Páli J. Briem 21. febrúar 1942 en Páll, sem fæddur er 6. apríl 1912, er sonur Kristins P. Briem og Kristínar Björnsdóttur en þau bjuggu á Sauðárkróki og ráku þar verslun um hálfrar aldar skeið eða frá árinu 1912 og fram yfir 1960. Þau Páll og Jónína höfðu reyndar kynnst fyrst á heimili hans á Sauðárkróki, er Jónína kom þar af tilviljun í heimsókn með ísfirskri vinkonu sinni. Er sagt að Kristín, móðir Páls, svo hrifin sem hún varð af Jónínu, hafi lagt það eitt fyrir soninn, að þessa stúlku mætti hann til með að eignast! Þau Jónína og Páll bjuggu allan sinn búskap hér í Reykjavík. Páll vann lengst af hjá Búnaðarbanka íslands og síðast sem útibússtjóri bankans í Mosfellssveit. Börn Jóniriu og Páls eru: Kristín, f. 9. desember 1942, gift undirrituð- um og eiga þau þrjá syni, Þröst, Jón Olaf og Hannes; Sigrún, f. 8. apríl 1945, gift Jóni V. Arnórssyni og eiga þau þrjá syni, Pál Viðar, Ólaf Arnar og Arnór; Jóhann, f. 23. júlí 1946, en sambýliskona hans er Ánna Þóra Karlsdóttir. Jóhann var kvæntur Ingibjörgu Haralds- dóttur og eiga þau þrjú börn, Har- ald Pál, Pál Jóhann og Ástu Krist- ínu; barnsrnóðir Jóhanns er Val- gerður Björnsdóttir en barn þeirra er Birna Jóna. Yngsta barn þeirra Jónínu og Páls er Jóhanna Björk, f. 12. september 1958, gift Guð- mundi Þorbjörnssyni og eiga þau tvö börn, Kristínu Hrund og Birgi Fannar. Áður átti Páll Briem soninn Sverri, f. 22. janúar 1930, d. 4. desember 1977. Sverrir var tíður gestur á heimili þeirra Jónínu og var auðséð hvað hún lét sér annt um velferð hans sem væri hann hennar eigin sonur. Börn Sverris, þau Þórarinn Valur og Hrefna Sig- ríður, hafa einnig staðið Jónínu nærri og verið aufúsugestir á heim- ili þeirra Páls. í haust eru liðin 30 ár síðan ég tengdist fjölskyldu þeirra Jónínu og á ég henni ótal margt að þakka. Það er reyndar mjög auðvelt að hrósa tenp-darRÓður rr.ir.r.i r.i7 nra'>a fram í dagsljósið svo marga verð- leika og mannkosti sem prýddu hana, án þess að þurfa að ýkja hætis hót. Það var einstaklega þægilegt að kynnast henni. Húirvat' ákaflega ljúf í öllu viðmóti, átti mjög auðvelt með að ræða við fólk og fá það til viðræðna við síg. Hún var oft skemmtilega hnyttin og til- svör hennar eftirminnileg. Kunni hún frá fjölmörgu gömlu, vestfirsku að segja og áttum við ísfirsku tengdasynirnir þar sameiginleg áhugamál með henni. Leið mér frá fyrstu kynnum okkar einkar vel í návist hennar. Hún var börnum sín- um einstök móðir, ástrík, heilsteypt og yfirveguð. Hún var öllum stund- um tilbúin til þess að gefa af sjálfri sér og gerði svo óspart. Hún var þessi sterka kona sem ekkert virtist buga og alltaf hélt ró sinni. Hún reyndist systkinum sínum, fóstur- systkinum og venslafólki öllu afar vel og þeir, sem einstæðingar gátu heitið, áttu hana að bakhjalli. Verð- ur mér ætíð minnisstætt, hve rækt- arsöm og rausnarleg hún var þeim sem minna máttu sín. Jónína veiktist af lungnakrabba- meini fyrir einu og hálfu ári og urðu örlögin ekki umflúin. Hún hafði reyndar veikst af bijósta- krabbameini fyrir tuttugu og fjór- um árum og gekkst undir viðeig- andi skurðaðgerð og læknaðist. Það er til marks um þrautseigju hennar og dugnað þá, að fjölskyldan varð nánast ekki vör við þau veikindi, svo mjög hlífði hún öllum viðkom- andi við sínum eigin óþægindum. Hún eyddi ávallt öllu tali um bág- indi sín ef einhver voru, fyrr og síðar. Að leiðarlokum þakka ég henni af alhug fyrir allt það sem hún hefur gefið okkur og sonum okkar. Páli og systkinunum votta ég inni- lega samúð mína. Guð blessi minn- ingu hennar. Sigurjón H. Olafsson. í dag kveðjum við Jónínu Briem með sárum söknuði. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast. Leiðin er löng og þegar upp er staðið við endalok mannlegrar tilveru sjáum við glögert hvers vjrðl már.ngæskaii er. Það er nefnilega svo afskaplega erfitt að kveðja þá sem eru góðir, maður vill hafa þá hjá sér til þess að verða aðnjótandi gæsku þeirra og leið- sagnar. Fyrir gæsku sína og alúð áttum við skjól í faðmi Ninnu um árabil. Fyrir það verður seint þakk- að og allra síst með nokkrum fátæk- legum línum á prenti. En árin úr Sigtúni líða okkur seint úr minni, því að mikill samgangur var þar á milli. Ninna bjó á neðri hæð hússins og ein dæmisaga segir kannski allt sem segja þarf: Þegar Iíða tók að matmálstímum var athugað hvað var í matinn heima, síðan var farið til Ninnu og loks snætt á þeim stað sem okkur þótti matseðillinn kræsi- legri. Enda þótti henni ekkert til- tökumál að bæta nokkrum börnum við í matinn. Ninna var einstaklega myndarleg kona og þá í bókstaflegri merkingu orðsins. Við minnumst þess að eitt sinn er líða tók að jólum hóf Ninna að sauma náttför handa Hönnu Björk dóttur sinni. Þótti henni þá ekki annað koma til greina en að sauma eins nátfföt handa okkur. Þessar minningar eru hluti af ótalmörgum og fátækleg tilraun til þess að lýsa hug okkar til hennar. Svona var hún Ninna. Allt er í heiminum hverfult, en brosið þitt fagra lifir að eilífu í hugskoti voru. Far þú í friði, drott- inn blessi þig. Við systurnar vottum Páli, börn- um og þarnabörnum dýpstu samúð okkar og biðjum guð að gefa þeim styrk. Sjöfn, Svala og Sigríður. Fleirí minningargreinar uni Jón- ínu Jóhannsdóttur Briem bída birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, SIGURGEIR SIGURJÓIMSSON, Hrauntúni 22, Vestmannaeyjym, andaðist þriðjudaginn 28. september. Jarðarförin auglýst síðar. Halla Bergsteinsdóttir, Svea Soffía Sigurgeirsdóttir, Halla Marfa Þorsteinsdóttir. t Ástkær sonur okkar, PÉTUR INGI ÞORGILSSON, Lynghaaa17, lést af slysförum sunnudaginn 26. september. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ANNA SIGVALDADÓTTIR frá Hrafnabjörgum fSvínadal, Snæfellsási 5, Hellissandi, sem lést 22. september sl. verður jarð- sungin frá Seljakirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Ingibjörg Óskarsdóttir, Jónfna Bára Óskarsdóttir, Egill Pálsson, Sigvaldi Hermann Hrafnberg, Hulda Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARLÓSKARJÓNSSON skipstjóri, andaðist 28. september í Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Reykja- vík. Ingigerður Karlsdóttir, Hjalti Pálsson, Valdimar Karlsson, Steinunn Bjarnadóttir, Karl Karlsson, Anna María Valsdóttir, Jón Þór Karlsson, Unnur K. Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sólveig Berndsen, Þorgils Baldursson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁRNASON, Hringbraut 50, Reykjavik, andaðist 18 september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Einstakar þakkir til starfsfólks og stjórnenda Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar sem önnuðust hann af alúð. Þuríður Emilsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Hjördís Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, ÞÓRDÍS S. FRIÐRIKSDÓTTIR, sjúkraliði, Álfheimum 9, lést 28. september í Landspítalanum. Karel Kristjánsson, Friðrik Ingi Karelsson, Þórdís Karelsdóttirv Ingunn Hlín Björgvinsdóttir, Friðrik Sófusson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.