Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
Ingibjörg Magnús-
dóttir - Minning
Fædd 28. febrúar 1921
Dáin 19. september 1993
í dag er til moldar borin Ingi-
björg Magnúsdóttir, Þórsgötu 9 í
Reykjavík. Hún andaðist á heimili
sínu aðfaranótt sunnudagsins 19.
september eftir fímm ára stríð við
skæðan sjúkdóm.
Ingibjörg eða Inga eins og hún
var kölluð í vinahópi var dóttir hjón-
anna Magnúsar Gíslasonar, sem
ættaður var af Skeiðum í Ames-
sýslu, og Olafar Magnúsdóttur, sem
ættuð var úr Borgarfirði eystra.
Þau áttu tvær dætur, Þóreyju, sem
fædd var árið 1917 en andaðist
fertug að aldri árið 1958, og Ingi-
björgu, sem við nú kveðjum í dag.
Ólöf, móðir þeirra, andaðist er
Inga var á fjórða ári. Dvaldi Inga
eftir það í nokkur ár hjá föðursyst-
úr sinni, Þóru Gísladóttur, og manni
hennar, Siguijóni Jóhannssyni, sem
bjuggu í Hafnarfirði. En Þórey var
eftir hjá föður sínum heima.
Nokkru seinna kom önnur systir
Magnúsar, Þuríður, til bróður síns
og tók að sér heimilið um nokkurt
skeið. Með henni var sonur hennar
Sigurgeir Sigurdórsson, sem var á
líku reki og systurnar og ólst hann
því að nokkru leyti upp með frænk-
um sínum.
Inga hóf fyrstu skólagöngu sína
í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Bama-
skólanámi lauk hún síðan í Reykja-
vík, er hún hafði flutt aftur til föð-
ur síns. Að bamaskólanámi loknu
fór hún í kvöldskóla KFUM og það-
an í Kvennaskólann og lauk þar
prófí með ágætum námsárangri.
Loks var hún einn vetur í Hús-
mæðraskóla ísafjarðar.
Hinn 10. maí 1947 gekk hún að
eiga eftirlifandi mann sinn, Her-
mann Þorsteinsson. Hermann starf-
aði þá og alla tíð síðan hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga.
Um það leyti, er þau kynntust, var
Hermann sendur sem starfsmaður
Sambandsins til Danmerkur.
Bjuggu þau síðan í Danmörku með
stuttum hléum í 7 ár.
í árslok 1960 fluttust þau alkom-
in heim til íslands og bjuggu síðan
alla tíð á æskuslóðum Ingu á Þórs-
götu 9.
Þar áttu þau fallegt og hlýlegt
heimili, og þaðan minnumst við,
gömlu vinirnir þeirra, margra
ánægjulegra gleðistunda. Þangað
var alltaf gott að koma. Hjónin
voru sérstaklega samhent í því að
taka vel á móti gestum sínum.
Eftir heimkomuna frá Dan-
mörku, gegndi Hermann ýmsum
störfum hjá Sambandinu, uns hann
gerðist framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs Sambandsins. Því starfi
gegndi hann í 25 ár, uns hann lét
af störfum hjá Sambandinu eftir
50 ára þjónustu.
Inga átti dýrmætan arf frá
bemskuheimili sínu. Hún var alin
upp í „guðsótta og góðum siðum“
og hlaut með því þann arf sem
dýrmætastur er og bestur.
Mjög ung fór hún að fara með
eldri systur sinni á fundi í KFUK,
Þar átti hún síðan sitt andlega
heimili og sótti þangað svo lengi
sem heilsan leyfði.
Hún hafði ung valið að gjöra
Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns og
honum þjónuðu bæði hjónin trúfast-
lega alla tíð.
Inga hafði fallega söngrödd og
var frábær upplesari. Þessa hæfí-
leika notaði hún frá barnæsku öðr-
um til gleði og blessunar í starfi
KFUK og KFUM og víðar. Hún var
um tíma ein af stjórnarkonum
KFUK.
Söngurinn varð einkum ómetan-
legt framlag hennar til félagsstarfs-
ins. Hún byijaði í Ungmeyjakórnum
hjá Svanlaugu Sigurbjörnsdóttur.
Síðar sungu þær stöllur á Þórsgöt-
unni oft fimm saman til mikillar
ánægju á fundum og samkomum.
Þá kom Kvennakórinn undir stjórn
Helgu Magnúsdóttur kennara og
loks Blandaður kór KFUM og
KFUK undir stjórn Árna Siguijóns-
sonar bankamanns.
Sönglífið í félögunum á þessum
árum var í miklum blóma og á bak
við það lá mikið starf áhuga og
fórnfýsi. Inga var alltaf, er hún var
hér heima, meðal þeirra fremstu í
þeim flokki, sem bar þetta mikil-
væga starf uppi.
Þá lagði Inga kirkjunni sinni lið
með söng sínum. Hún söng með
Dómkirkjukórnum í tvo áratugi og
naut þar mikils trausts og voru
falip ýmis trúnaðarstörf.
Útför Ingu fer fram í dag frá
Dómkirkjunni. En Dómkirkjan var
lengst af sóknarkirkja hennar. Þar
var hún fermd sama dag og maður
hennar og þar voru þau gefin sam-
an i heilagt hjónaband.
Inga var sannarlega stoð og
stytta manns síns í öllu hans marg-
víslega starfi. Auk hans eigin at-
vinnu tók hann aö sér siunúikl! Cg'
tímafrek sjálfboðastörf til eflingar
kristni og kirkju, störf sem hann
vann af mikiili fórnfýsi án þess að
taka nokkurn tíma laun fyrir. Þar
á ég við starf hans að byggingu
Hallgrímskirkju og framkvæmda-
stjórastarf hans í Hinu íslenska
Biblíufélagi.
Inga átti vissulega þátt í öllu því
mikla starfi, sem hann kom í verk.
Hún var líka hans stoð og stytta
sem hin hógværa og fórnfúsa eigin-
kona. „Hún er góði andinn á bak
við mig,“ sagði Hermann oft. Hvar
sem Inga kom var hún alls staðar
hvers manns hugljúfi.
Elskulegi vinur, nú er hún kvödd
í dag. Við vinir ykkar Ingu, sem
höfum mörg átt samleið með ykkur
um hálfrar aldar skeið, tökum inni-
lega þátt í sorg þinni. Við höfum
átt margar blessunarríkar gleði-
stundir með ykkur, sem við þökkum
Guði fyrir. Við höfum fylgst með
baráttu ykkar síðustu erfiðu mán-
uðina, en nú er helstríðinu lokið og
sigur unninn.
Þeir sem komu að dánarbeði Ingu
vitna það, að hún háði baráttuna
með einstakri rósemi og miklu trún-
aðartrausti. Hún vissi vel á hvern
hún trúði og Hann brást henni ekki
við dauðans dyr.
Við trúum því, kæri vinur, að sá
frelsari, sem var ykkur báðum svo
kær alla tíð á björtu, dögunum,
muni gefa þér styrk til að þreyja
þann tíma sem eftir er uns þið hitt-
ist á ný á landi lifenda, þar sem
engin þjáning er lengur til og eng-
inn dauði skilur að ástvini, sem
unnast.
„Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað
veri nafn Drottins."
Ástráður Sigursteindórsson.
t
Móðir mín,
HULDA JÓHANNSDÓTTIR
frá Brekku,
Vestmannaeyjum,
er lést 17. september, verður jarðsungin 2. október kl. 14.00 frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Kolbrún H. Lorange.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLÖF ANNA BENEDIKTSDÓTTIR,
lést á Kumbaravogi 20. þessa mánaðar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, föstudaginn 1. október
kl. 10.30.
Sæmundur R. Jónsson, Hrafnhildur Jónasdóttir,
Loftur H. Jónsson, Jónina Gróa Jónsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERLA GUNNARSDÓTTIR,
áður til heimilis i Stóragerði 16,
Hellulandi 3,
lést í Borgarspítalanum 28. september.
Ragnheiður Jósúadóttir, Ingi Þ. Gunnarsson,
Borghildur Jósúadóttir, Sveinn Kristinsson
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar,
INGEBORG CHRISTINE HOE HJARTARSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áðurtil heimilisá
Egilsgötu 20,
er látin.
Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1. október
kl. 10.30.
Björg H. Hermannsdóttir,
Elsa L. Hoe Hermannsdóttir,
Hinrik Hoe Hermannsson.
t
Minningarathöfn um
RAGNARBÓASSON
fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. október kl. 13.30.
Jarðsett verður á Seyðisfirði mánudaginn 4. október.
Fyrir hönd eiginkonu, barna og systkina hans,
Ásvaldur Andrésson.
t
Ástkær eiginkona mín,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Þórsgötu 9,
er lést á heimili okkar aðfaranótt sunnu-
dagsins 19. september, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtu-
daginn 30. september, og hefst athöfn-
in klukkan þrettán (13.00).
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin-
samlega bent á Kristniboðssambandið.
Hermann Þorsteinsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON,
Vallartúni 8,
Keflavfk,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
1. október kl. 16.
Jóhann Jónsson, Sesselja Birgisdóttir,
Þórir Jónsson, María Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Álfsnesi,
Mávahlíð 8,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. október
kl. 13.30.
Kristfn Jónasdóttir, Valdimar Örnólfsson,
Kári Jónasson, Ragnhildur Valdimarsdóttir.
Ævidagar vorir eru sjötíu ár og
þegar bezt lætur áttatíu ár. Þannig
er komizt að orði í kunnuni Davíðs-
sálmi og þetta mun vera reynzla
kynslóðanna.
Nýlega er látin á sjötugasta og
þriðja aldursári Ingibjörg Magnús-
dóttir til heimilis að Þórsgötu 9 í
Revkiavík. mikilhæf kona fyrir
margra hluta sakir.
Nú þegar hún er kvödd er margs
að minnast, þótt fátt eitt rúmist í
stuttri minningargrein. Inga, eins
og hún var jafnan kölluð í vina-
hópi, fæddist 28. febrúar 1921. Var
hún dóttir hjónanna Ólafar Magn-
úsdóttur og Magnúsar Gíslasonar,
verkamanns í Reykjavík. Hún
missti móður sína ung að aldri, en
naut umhyggju föður síns og eldri
systur fram á unglingsárin. En
Þórey systir hennar lézt á bezta
aldri, árið 1958, og faðir hennar
um svipað leyti.
Þær systur áttu það sameiginlegt
með vinkonum sínum á Þórsgötu 4
aðn hafa yndi af söng og hljóðfæra-
leik. Þessi áhugi þeirra setti svip á
starfið í þeim félagsskap, sem þær
helguðu krafta sína um áratugi,
KFUK og KFUM. Óhætt er að segja
að þær hafi borið uppi að talsverðu
leyti fjölbreytt sönglíf félaganna um
áratugi, ásamt vinkonu þeirra í
næsta nágrenni, Guðfínnu Jóns-
dóttur. Á yngri árum voru þær
kjarni í svonefndum Ungmeyjakór
KFUK og síðar í blönduðum kór
og kvennakór, en síðast en ekki
sízt í sérstökum sextett og síðar
kvartett, er þær mynduðu saman,
er sungu oftlega á fundum og sam-
komum í félögunum. Léku þær þá
gjaman á gítara sína með. Þær
eignuðust snemma lifandi trú á
þann Drottin, sem þær vildu þjóna
með söng sínum.
Inga söng síðar meir árum saman
með Dómkirkjukórnum í Reykjavík
og voru henni falin þar ýms trúnað-
arstörf fyrir kórinn og söngstjóra
hans.
Einn var sá þáttur í lífi og starfi
Ingu, sem ber að nefna, en það var
hve frábær upplesari hún var. Kom
það sér einkum vel er þær stöllurn-
ar tóku að sér útvarpsþætti fyrir
börnin, eða þegar hátíðir voru
haldnar í KFUK og KFUM. Var
Inga þá jafnan fengin til að taka
að sér slík hlutverk.
I þeim félagsskap kynntist hún
einnig sínum ágæta eiginmanni,
Hermannij Þorsteinssyni, fulltrúa
hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga
og síðar forstöðumanni Lífeyris-
sjóðs SÍS. Stofnuðu þau heimili sitt
á Þórsgötu 9 og bjuggu þar æ síð-
an. Dvaidist Inga ásamt eiginmanni
sínum nokkur ár í Danmörku, er
hann var fulltrúi fyrirtækis síns í
Kaupmannahöfn. Kom sér oft vel á
þeim árum að hafa þar slíka sendi-
fulltrúa, er félagsfólk og aðrir vinir
áttu leið um höfuðborg Danaveldis.
Það gleymist ekki heldur hvemig
hún stóð við hlið manns síns, hljóð-
lát og ástrík, við mikilvæg störf
hans og uppbyggingu Hallgríms-
kirkju og sem framkvæmdástjóra
Hins íslenzka biblíufélags, árum
saman.
Hennar er nú sárt saknað í hópi
vina og ekki sizt af eiginmanni
hennar. Eru honum færðar einlæg-
ar samúðarkveðjur og þakkir með
óskum um blessun Guðs á komandi
árum.
Félgssystur í KFUK.
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!