Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
Áhyggjur af HM á íslandi
— vegna sjónvarpsmála. íslenska framkvaemdanefndin segistfullnægja öllum kröfum, en málið strandi á rétthafa
MIKIL óvissa ríkir um sjónvarpsútsendingar frá fyrirhugaðri
heimsmeistarakeppni íhandknattleik á íslandi 1995. Alþjóða
handknattleikssambandið, IHF, seldi einkaréttinn til sviss-
neska fyrirtækisins CWL, sem segir að málið komi sér ekki
við heldur sé íhöndum IHF. Hins vegar segir IHFað íslenska
framkvæmdanefnd mótsins eigi að vera búin að tryggja um-
sjón með sjónvarpsútsendingum fyrir 30. september, sem er
í dag, en framkvæmdanefndin segir að CWL beri ábyrgðina á
sjónvarpsútsendingunum enda hafi nefndin ekkert haft með
samning IHF og CWL að gera. Rfkissjónvarpið segist ekki
hafa peninga til að annast þjónustuna og Stöð 2 telur sig
ekki geta tekið verkið að sér að öllu óbreyttu. Náist ekki samn-
ingur við RÚV óttast stofnunin að keppnin verði tekin frá íslend-
ingum. Framkvæmdanefndin segir að samþykkt þings IHF um
að halda keppnina á íslandi standi, en hefur áhyggjur af sjón-
varpsmálinu og hvetur CWLtil að semja við ísienska sjónvarps-
stöð áður en skrifað verður undir samninginn um keppnina
við IHF í nóvember.
Frá því undirbúningur hófst fyrir
nokkrum árum vegna um-
sóknarinnar um að halda keppnina
hefur Handknattleikssamband Ís-
lands gengið út frá samvinnu við
RÚV í sambandi við beinar sjón-
varpsútsendingar. Ingólfur Hann-
esson, íþróttastjóri RUV, og Eyjólf-
ur Valdimars'son, framkvæmda-
stjóri tæknideildar, tóku fyrir sex
mánuðum saman skýrslu um for-
sendur fyrir þátttöku RÚV í út-
sendingum í útvarpi og sjónvarpi
frá fyrirhugaðri HM-keppni 1995.
Þar kemur fram að viðræður um
hugsanlegt samstarf hafi átt sér
stað, en þeir hafi margítrekað að
RÚV hafi hvergi skuldbundið sig
til að hafa umsjón með sendingum.
RÚV er í Evrópusambandi sjón-
varpsstöðva, EBU, en samstarf
innan EBU byggir á gagnkvæmum
skiptum á efni og þjónustu, sé um
EBU-samning að ræða. Slíkur
samningur liggur ekki fyrir á milli
IHF og EBU og segir í fyrrnefndri
skýrslu „að ef EBU og IHF ná
ekki samkomulagi má segja að
móralskar skuldbindingar okkar
séu ekki lengur til staðar. Ef RÚV
annast ekki þjónustuna er öruggt
að ekkert verður af mótshaldi hér-
lendis.“
EBU ekki í myndinni
Wilfried Verlinde, deildarstjóri
íþróttadeildar EBU, staðfesti við
Morgunblaðið að EBU hefði reynt
að fá sjónvarpsréttinn, en IHF hefði
valið að semja við svissneska fyrir-
tækið og ætti EBU því engan hlut
að máli. CWL hefði valið þann kost
að semja beint við einstakar sjón-
varpsstöðvar og framselja þeim
réttinn, en það hlyti líka að þurfa
að semja við væntanlegan umsjóna-
raðila.
I fyrrnefndri skýrslu kemur fram
að RÚV getur annast þá þjónustu,
sem þarf, en hún komi til með að
kosta mikið og verði auk þess frek
á mannafla og tæki. Miðað við
ámóta þjónustu og sænska sjón-
varpið veitti á HM s.l. vetur, m.a.
sjónvarpsútsendingar frá fjórum
stöðum í einu, er lágmarkskostnað-
ur áætlaður 75 til 95 milljónir, en
í Ijósi bágrar fjárhagsstöðu
stofnunarinnar hafi hún ekki bol-
magn til að leggja út í slíkan kostn-
að. Til að svo megi verða er bent
á að tímabundin hækkun afnota-
gjalda um 90 krónur frá og með
1. janúar n.k. gæti brúað bilið og
eins sé sjálfsagt að leita eftir stuðn-
ingi EBU.
Verlinde sagði slíkan stuðning
ekki koma til greina enda væri
EBU ekki með samning vegna
keppninnar.
Ótrúlegur sofandaháttur
I skýrslu Ingólfs og Eyjólfs seg-
ir að heildarkostnaður sænska sjón-
varpsins venga keppninnar þar í
landi hafi verið áætlaður um 30,5
millj. kr. og þar gert ráð fyrir bein-
um útsendingum frá öllum keppnis-
stöðum, en þess getið að tæknibún-
aður hafi að mestu verið fyrir
hendi: Ingólfur sagði við Morgun-
blaðið að ef dregið yrði úr kröfum
og til dæmis aðeins sýnt frá tveim-
ur stöðum samtímis yrði kostnaður-
inn 35 til 45 milljónir, en heildar-
tekjur á bilinu 6-10 milljónir. RÚV
hefði ekki verið beðið að taka um-
sjónina að sér og væri vægast sagt
furðulegt hvernig IHF og CWL
hefðu komið fram gagnvart EBU.
„Aðalatriðið er að þessir aðilar
hafa ekkert aðhafst í málinu og
eru að brenna inni á tíma,“ sagði
Ingólfur. „Það er allt í lausu lofti
og þessi ótrúlegi sofandaháttur
getur leitt til þess að keppnin verði
tekin af íslandi."
Heimir Karlsson, yfirmaður
íþróttadeildar Stöðvar 2, sagði að
miðað við þær kröfur, sem hefðu
verið gerðar á sambærilegum mót-
um, gæti fyrirtækið ekki sinnt
umsjóninni að öllu óbreyttu. Hins
vegar væri furðulegt að handknatt-
leiksforystan hefði ekki haft sam-
band vegna þessa máls og því hefði
það ekki verið skoðað ofan í kjölinn.
HM 95 hveturtil samninga
Framkvæmdanefnd HM 95 kom
saman á þriðjudagskvöldið vegna
þessa máls. Magnús Oddsson, for-
maður nefndarinnar, sagði við
Morgunblaðið eftir fundinn að
tæknilega séð væri ekkert því til
fyrirstöðu að sjónvarpa beint frá
fyrirhuguðum leikstöðum og yrði
staðfesting á því send IHF fyrir
umbeðinn tíma, sem er í dag. Hins
vegar bæri CWL að tryggja sjón-
varpssendingar héðan enda ekki
hægt að gera þriðja_ aðila ábyrgan
og það hefði gert RÚV tilboð í júní
s.l., sem hefði verið óaðgengilegt
að mati stofnunarinnar. Nefndin
hefði af því áhyggjur að svissneska
fyrirtækið hefði ekki gengið frá
samningum í sambandi við sjón-
varpsútsendingar héðan, en Mn
væri ekki samningsaðili að málinu
og gæti því aðeins hvatt til að geng-
ið yrði til samninga og kæmi til
með að gera það formlega.
Fresturinn að renna út
Klaus Anders, einn af markaðs-
stjórum CWL, sagði við Morgun-
blaðið að fyrirtækið ætti réttinn,
en útsendingar kæmu því ekki við,
það væri mál, sem IHF yrði að
semja um _við framkvæmdanefnd
mótsins á íslandi.
Frank Birkenfeld, skrifstofu-
stjóri IHF, sagði við Morgunblaðið
á þriðjudaginn að svissneska fyrir-
tækið hefði keypt réttinn og ábyrgð
þess væri falin í því að framselja
hann til annarra stöðva. Hand-
knattleikssamband íslands hefði
tekið að sér að sjá um keppnina og
í því fælist m.a. að bera ábyrgð á
umsjón með sjónvarpssendingum
frá íslandi, en það hefði frest til
30. - september til að ganga frá
málinu, eða til dagsins í dag. Ef
samningur lægi ekki á borðinu á
tilsettum tíma yrði IHF að gerav
nauðsynlegar ráðstafanir. Að-
spurður um hvort þa_ð þýddi að
keppnin yrði tekin af íslendingum
sagði hann: „Nei, ég held ekki og
ég vona ekki.“
UTSALAN
HEFST í FYRRAMÁLIÐ KL. 10:00
Kristinn R.
þjálfari
Hauka
Kristinn R. Jónsson, miðvallar-
spilari og fyrirliði Fram, hef-
ur verið ráðinn þjálfari 3. deildar-
liðs Hauka frá Hafnarfirði. Krist-
inn Rúnar, sem er 28 ára, hefur
verið lykilmaður Framliðsins und-
anfarin ár og fagnað mörgum titl-
um með félaginu. Hann hefur leik-
ið tíu landsleiki.
Kristinn R. Jónsson.
GALLABUXUR FRÁ KR. 2.500, BOLIR FRÁ KR. 890,
JAKKAR FRÁ KR. 3.500, SKYRTUR FRÁ KR. 1.900,
PEYSUR FRÁ KR. 2.500, SKÓR - STRIGASKÓR
LEVI’S BÚÐIN - LAUGAVEGI 37 - S. 618777
Guðjón og Pétur í bann
Guðjón Árnason, fyrirliði FH, og Pétur Petersen voru úrskurðaðir í
eins leiks bann af aganefnd HSÍ, en þeir fengu að sjá rauða spjaldið
í leik FH gegn Selfossi í 1. umferð 1. deildarkeppninnar. Fengu fyrir það
fimm refsistig, en fimm stig þýðir eins leiks bann. Þeir félagar leika því
ekki með FH gegn Haukum í Iþróttahúsinu að Strandgötu kl. 2Ó í kvöld.
Þjálfarar
Þjálfarar óskast fyrir unglingaflokka
handknattleiksdeildar Breiðabliks,
bæði drengja og stúlkna.
Uppl. í símum 45461,641308 og 643397.
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN 1995
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
KNATTSPYRNA