Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 51 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Draumurinn úti Skagamenn áttu ekki möguleika gegn sterku liði Feyenoord í Hollandi i í i ! I I I 1 f SKAGAMENN eru úr leik í Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu eftir 0:3 tap gegn Feyenoord í Hollandi f gærkvöldi. Það voru fyllilega sanngjörn úrslit, heimamenn voru mun sterkari og Akurnesingar náðu ekki að sýna bestu hliðar sínar. Sjálfstraust- ið, sem hefur verið svo mikið í herbúðum ÍA í sumar, var ekki til staðar enda mótherjarnir sterkir og þeir byrjuðu strax með miklum látum — keyrðu upp hraðann — og Akurnesingar áttu í vök að verjast lengst af. Þeir sköpuðu sér þó tvö góð færi, þann- ig að með smá heppni hefðu þeir átt að geta skorað. Skapti Hallgrímsson skrifar frá Rotterdam Leikmenn Feyenoord hófu leikinn eins og þeir höfðu lofað fyrir- fram; léku mjög hratt og ætluðu sér greinilega að reyna að kaffæra gestina strax. Jo- hnny Metgod gaf tóninn eftir aðeins sex mín. er hann þrumaði í netið talsvert utan vítateigs. Einn félagi hans var reyndar rangstæður, þannig að mark var ekki dæmt, en atvikið hafði góð áhrif á liðið. Eina mark hálfleiksins kom á 25. mín. eftir mjög góða sókn, og Skaga- menn voru í raun heppnir að mörk- in í hálfleiknum urðu ekki fleiri. Þeir voru alls ekki eins öruggir með sjálfa sig og í fyrri leiknum í Reykjavík, enda varla við þvi að búast. Liðið hélt boltanum einmitt sérlega vel þá, en því var ekki að heilsa að þessu sinni. Miðjumenn- irnir náðu sér ekki á strik og aðstoð- uðu vörnina ekki nægjanlega vel, þannig að talsvert pláss myndaðist nokkrum sinnum á hættulegum svæðum. Fyrsta markið Það var bakvörðurinn Errol Re- fos sem gerða fyrsta markið, eftir fallegt spil. Haraldur Ingólfsson virtist reyndar vera með knöttinn á valdi sínu í teignum, en missti hann til útheijans Tauments og hann gaf fyrir á bakvörðinn sem var á mark- teignum og skoraði af Öryggi. „Við lentum í vandræðum með þá strax frá fyrstu mínútu. Við vorum að vísu óheppnir að ná ekki að skora í leiknum en þeir hefðu getað gert miklu fleiri mörk. Mér fannst við reyndar ná að halda aftur af þeim nokkuð lengi en svo koma ein mis- tök sem skipta öllu máli. Eftir að þeir náðu að skora var vitað mál að þetta yrði mjög erfitt,“ sagði Ólafur Þórðarson eftir leikinn. Annað markið Eftir stundaríjórðung í seinni hálf- leik kom annað markið. Skagamenn urðu reyndar vægast sagt bálreiðir út í línuvörðinn; vildu meina að einn Hollendingurinn hefði verið rangstæð- ur þegar sendingin kom en mark var dæmt. Það var miðheijinn Obiku sem þnimaði í netið úr miðjum teig eftir fyrirgjöf Blinkers. „Þetta var rang- staða, ég er sannfærður um það,“ sagði Ólafur Adolfsson, sem var aft- asti maður í vöm þegar boltinn kom. Munaði litlu Skömmu fyrir þriðja markið, um tíu mín. fyrir leikslok, munaði ekki miklu að Skagamönnum tækist að minnka muninn. Ólafur Þórðarson komst á auðan sjó hægra megin í teignum, en sending hans fyrir markið var ekki nægilega góð og knötturinn rann framhjá fjærstöng- inni. Þórður og Bibércic voru báðir í góðu færi á markteignum. Hefðu Skagamenn náð að skora þarna Feyenoord - ÍA 3:0 Stadion Feyenoord, 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu, seinni leikur, miðvikudaginn 29. september 1993. Mörk Feyenoord: Errol Refos (25.), Mike Obiku (60.), Regi Blin- ker (79.) Gult spjald: Mike Obiku (52.) fyrir brot - Sigursteinn Gíslason (11.) fyrir að tefja í innkasti, Alexander Högnason (15.) fyrir brot. Dómari: K. Burge frá Wales. Línuverðir: S. Type og V. Reed, einnig frá Wales. Áhorfendur: 24.500. Feyenoord: Ed de Goey - Peter Bosz, John De Wolf, John Metgod, Errol Refos (Henk Fraser 75.) - Arnold Scholten, Rob Maas, Rob Witschge - Gaston Taument, Mike Obiku (John Van Loen 65.), Regi Blinker. ÍA: Kristján Finnbogason - Sturlaugur Haraldsson, Luka Kostic, Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason - Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson - Þórður Guð- jónsson, Mihajlo Bibercic (Haraldur Hinriksson 85.). Cees Kuiper Rotterdam MÚlfurinn“ hafði betur JOHN de Wolf eða „úlfurinn" sem jafnframt er fyrirliði Feyenoord hafði hér betur í skallaeinviginu við Skagamanninn Sigurð Jónsson. Leikmenn Feyenoord sýndu sínar bestu hliðar og sigur þeirra var verðskuldaður. hefði staðan orðið 2:2 en þeir farið áfram á marki skoruðu á útivelli, hefði leikurinn endaði svona. En svona þýðir auðvitað ekki að hugsa... Þriðja markið — rothöggið Strax eftir þetta kom þriðja mark heimamanna sem var rothöggið. Kostic átti misheppnaða sendingu út úr vörninni, knötturinn var gef- inn strax fram á ný þar sem Blin- ker skaust fram fyrir Kostic í teign- um vinstra megin og þrumaði efst í fjærhornið með vinstra færi. Stór- kostlegt mark sem kórónaði stórleik útheijans. Það er einföld staðreynd að lið Feyenoord er talsvert miklu sterk- ara en lið íslandsmeistaranna og því er það fullkomnlega eðlilegt að það fari áfram í keppninni. Skaga- menn sýndu á heimavelli að þegar sjálfstraustið er í lagi getur allt gerst, en þeir átti ekki möguleika í gærvöldi. Hollendingarnir' tóku SjáKstraustið vantaði Okkur vantaði sjálfstraust. Þeir byrjuðu með miklum látum og strákarnir hefðu þurft að svara tæklingunum af fullum krafti strax, til að sýna að við ætluðum að beijast við þá. Það gerðist hins vegar ekki. Eftir að þeir komust yfir skánaði þetta hins vegar og strákarnir fóru að spila af meiri krafti,“ sagði Guð- jón Þórðar8on þjálfari IA eftir leikinn í gærkvöldi. „Ég hélt að það myndi hleypa lífi í liðið þegar við fengum gott færi í byijun; þegar Doddi [Þórð- urj komst í gegn og sendi á Mikka; þetta var vísbending um að við gætum skorað, en þetta hleypti ekki nægu lífí í menn. Það er að vísu í raun ekki svo slæmt að tapa 3:0 hérna, en ég hefði þó viljað ná að skora eitt mark og það átti að vera hægt.“ Mjög góöir „Þeir eru með mjög gott lið;. eru mjög fljótir, sterkir í loftinu og halda boltanum vel,“ sagði Lúkas Kostic, fyrirliði ÍA. Hann sagðist viss um að annað markið hefði komið eftir rangstöðu, en úrslitin hefðu auðvitað verið sann- gjöm „því þeir fengu fleiri færi til að skora. Okkur vantaði sjálfs- traust í þessum leik, en fengum samt færi til að skora. Þegar Óli Þórðar komst inn á teig vorum við nálægt því; ef hann hefði náð að senda á Dodda eða Mikka hefð- um við getað komist í 2:1 og tíu mínútur eftir! Ef við hefðum skor- að hefði allt getað gerst...“ Erfitt „Það sást í kvöld að Evrópuleik- ir eru aldrei auðveldir nú til dags. íslendingarnir eru mjög líkamlega sterkir og við vissum að það yrði mjög erfitt að leika gegn þeim, eins og kom á daginn. En við viss- um líka að við ættum að vinna á heimaveili; við erum atvinnumenn en þeir áhugamenn og lið eins og Feyenoord á auðvitað að vinna svona leiki,“ sagði van Hanegem, annar þjálfara hollenska liðsins. strax völdin á vellinum, héldu knett- inum vel og biðu þess að draga Skagamenn út úr varnarskelinni. Það tókst og eftir að ísinn var brotT** inn virtist augljóst hvert stefndi. Lið ÍA lenti strax í vandræðum með eldfljóta framheija hollenska liðsins. Kristján Finnbogason lék mjög vel í markinu hjá IA og kom í veg fyrir stærra tap með því að veija nokkrum sinnum mjög vel og eins skutu Hollendingarnir nokkr- um sinnum yfir eða famlijá úr ákjósanlegum færum. Liðsheild IA var langt í frá eins samstillt eins og oft áður á keppnistímabilinu, en þess ber að geta að fáir leikmanna liðsins hafa leikið við aðstæður sem þessar. Flestir virkuðu ragir, það var eins og þeir tryðu því ekki sjálf- ir að möguleikinn á hinu óvænta.. væri fyrir hendi „Þeir eru rosalega fljótir og nýttu hraðann miklu betur en í fyrri leikn- um. Það var líka erfitt fyrir ökkur að eiga við þ,á á miðjunni; það kom mjög oft einn fram úr vörninnni til að hjálpa til þannig að við urðum oft einum færri þar. Það var því mikið um hlaup hjá okkur, hálfgerð- ur eltingaleikur,“ sagði Sigurður Jónsson við Morgunblaðið eftir leik- inn. Á 8. mín. leiksins munaði minnstu að ÍA skoraði. Þórður Guð- jónsson brunaði eins og eldflaug upp vinstri kantinn, lék inn á teig og sendi fyrir markið þar sem Bi- bercic var alveg við þáð að skora, en markvörðurinn var sekúndubroti á undan honum í knöttinn og náði að bjarga. Þar var heppnin með Feyenoord, en hún átti eftir að vera á bandi Akurnesinga í svipuðum atvikum hinum megin. Sjálfstraust- ið skein af Hollendingunum og fýr- irliðinn De Wolf, „Úlfurinn“ sterki í vörn Feyenoord, reyndist sannspár er hann sagði í samtali við Morgun- blaðið fyrr í vikunni að lið hans væri einfaldlega allt of sterkt fyrir íslandsmeistarana. ÍÞRÓMR FOLX ■ ARNAR Gunnlaugsson hefur líklega verið mjög feginn að Fey- enoord fór áfram, í tvennum skiln- ingi. Hann og félagar eiga auðvitað von á talsverðum peningum með frekari þátttöku, og eins hafði hann lofað því í viðtali í einu hollenskú blaðanna fyrir leikinn að láta raka allt hár af höfði sínu ef Akurnes- ingar kæmust áfram! Arnar er síð- hærður mjög þessa dagana, og hefði örugglega séð eftir lubban- um... ■ HARALDUR Sturlaugsson fyrrum formaður Knattspyrnur- áðs íA og faðir þeirra bakvarðarins Sturlaugs og Pálma, sem var á bekknum, er í fararstjórahóp 1A og var á varamannabekknum í gær- kvöldi. Hann var að koma á leik- vang Feyenoord í fyrsta skipti 'í 23 ára; hann lék þar Evrópuleik með ÍA gegn Spörtu árið 1970. ■ LEIKURINN í gærkvöldi var sá fjót'ði sem Akurnesingar tapa á keppnistímabilinu; þeir lágu gegn Bröndby á æfingamóti í Dan- mörku í vor, töpuðu svo gegn Vals- mönnum í Meistarakeppni KSÍ, gegn Fram á Laugardalsvelli í 1. deildinni og loks í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.