Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 30.09.1993, Qupperneq 52
wm hewlett mífii PACKARD -----------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Síðari úthlutun úr BV Enginlán til Hafn- arfjarðar VIÐ SÍÐARI úthlutun húsnæðis- málastjóraar úr Byggingarsjóði verkamanna er ekki gert ráð fyrir lánum til húsnæðisnefndar Hafnar- fjarðar. Grétar Þorleifsson, for- maður nefndarinnar, segir að sótt hafi verið um lán vegna 120 íbúða. Við fyrri úthlutun í vor hafi bær- inn fengið lán til 25 íbúða. Þetta kæmi sér mjög illa og myndi lengja biðtíma. Sigurður E. Guðmunds- son, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir að Hafnarfjörður sé vel settur þegar tekið er tillit til jiiðustu þriggja ára. Þailgað hafi verið veitt samtals 110 lán. Sigurður vakti athygli á að ekki sé hægt að reikna með að allir fái úthlutun í hvert sinn. „Þetta eru tak- mörkuð gæði,“ sagði hann. „Hafnar- fjörður hefur verið afar vel settur.“ Benti hann á að gert væri ráð fyrir að næsta lánveiting færi fram í febr- úar á næsta ári og að framkvæmdir stæðu yfir í bænum. „Það eru fleiri bæir sem ekki fá úthlutun eins og til dæmis í Vestmannaeyjum og í Reykjavík er einnig er dregið verulega úr lánveitingum þó að þörfin sé rnikil." Svo dæmi sé tekið fær Kópavogur lán til 45 íbúða á árinu og hefur þá fengið samtals 125 lán á síðustu þremur árum. Akureyri fær 45 eða samtals 116 á síðustu þremur árum. Morgunblaðið/Rax Sprengt fyrir Suðurlandsvegi FRAMKVÆMDUM við tengingu Suðurlandsvegar og Vesturlandsveg- vegamálastjóra, er gert ráð fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir ar ofan við Smálönd miðar vel. Vegna legu landsins verður að sprengja umferð næsta vor. Með tengingunni færist umferðarþungi að og úr gjá fyrir veginum að hluta. Að sögn Jóns Birgis Jónssonar aðstoðar- borginni frá Árbæjarhverfi. Ovissa um sjónvarp frá HM í handbolta Deilt um ábyrgð á út- sendingum ' ÓVISSA ríkir um sjónvarpsút- sendingar frá heimsmeistara- keppninni i handbolta á Islandi 1995. Alþjóðahandknattleiks- sambandið, IHF, segir að ís- lensk framkvæmdanefnd móts- ins eigi að vera búin að ganga frá málinu fyrir 30. september en framkvæmdanefndin segir ábyrgðina í höndum svissnesku sjónvarpsstöðvarinnar CWL, sem Alþjóðasambandið seldi sjónvarpsréttinn til. Ríkissjónvarpið telur sig ekki hafa fjármagn til að annast út- sendingarnar en verði öllum leikj- um sjónvarpað beint er lágmarks- kostnaður um 75-95 milljónir kr. ' miðað við sjónvarpsútsendingar frá fjórum stöðum í einu. RÚV er í Evrópusambandi sjónvarps- stöðva, EBU, og samstarf innan sambandsins byggist á gagn- Ysuverð óbreytt þrátt fyrir markaðshækkun UPP á síðkastið hefur verð á smálúðu lækkað og eru dæmi um að verð hafi farið í 450 kr. kíló. Ástæðan er mikið framboð frá dragnóta- og humarbátum. Verð á ýsu hefur hins vegar staðið í stað til neytenda þrátt fyrir allt að 40% hækkun á fiskmörkuðum og segjast fisksalar yfirleitt ekki treysta sér til að hækka verðið eða lækka, m.a. af því að neytendur fylgist vel með ýsuverði. Reyna þeir því að halda því stöðugu og breyta frekar verði á öðrum neyslufisktegundum. kvæmum skiptum á efni og þjón- ustu, sé um EBU-samning að ræða. Slíkur samningur liggur ekki fyrir á milli IHF og EBU. EBU reyndi á sínum tíma að fá sjónvarpsréttinn frá keppninni en IHF seldi réttinn til CWL. Klaus Anders, einn af markaðs- stjórum CWL, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið ætti réttinn en útsendingar kæmu því ekki við, það væri mál sem IHF yrði að semja um við_ fram- kvæmdanefnd mótsins á Islandi. Sjá bls. 49, „Áhyggjur af HM ..." Þetta kemur fram í verðkönnun Morgunblaðsins á ýmsum neyslu- fiski. Þar kemur einnig fram að eftir- spurn eftir ýsu hefur verið venju fremur mikil, m.a. eftir ferskri ýsu sem er flutt flugleiðis til Bandaríkj- anna. Sjá einnig bls. 22. Sjávarátvegsráðuneytið hefur fundað um leiðir til að fá síld í vinnslu Ovissa um sölusamn- inga setur málið í bið FYRSTA síldin á þessari vertíð kom á land á Höfn í Hornafirði í gær- morgun. I haust hefur sjávarútvegsráðuneytið fundað með fulltrúum frá síldarkaupendum og síldarútvegsmönnum til að leita leiða að fá síld í vinnslu, en á síðustu vertíð tókst ekki að uppfylla alla sölusamninga sökum þess hve stór hluti síldarinnar fór í bræðslu. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins segir að málið hafi einnig verið rætt í sumar en óvissa um sölusamninga á nýhafinni síldarvertíð setji málið í biðstöðu. „Staðan í málinu er óljós en við höfum reynt að koma á samkomu- lagi milli kaupenda og sjómanna um að nægilega stór hluti síldarinnar fari til manneldis," segir Jón. „Við viijum frekar fara þá Ieið en að stjórnvöld grípi inn í málið enda vandséð á hvaða lagagrundvelli slíkt væri mögulegt. En segja má að við höfum miklar áhyggjur af stöðunni." Margt spilar inn í í máli Jóns kemur fram að auk óvissunnar um sölumálin spili margt inn í eins og t.d. hegðun síldarinnar. í fyrra stóð hún djúpt og því veidd af stærri skipunum, eða loðnuskip- um, og að mestu seld í bræðslu. Haldi síldin sig hins vegar innan- fjarða á minna dýpi hafa minni bátar meiri áhuga á veiðum en þeir selja gjarnan til söltunar eða í frystingu. Aðspurður um hvaða ráð stjórn- völd eigi til að fá meira af síld í sölt- un og frystingu segir Jón þau mjög takmörkuð. Lagaforsendur séu ekki til staðar til íhiutunar með beinum hætti en hins vegar sé hægt að fara óbeinar leiðir að þessu marki. „Þetta mál er þó allt í biðstöðu sem stendur meðan ekki er vitað meir um söluna á saltaðri eða frystri síld á þessari vertíð," segir Jón. Samningar hafnir Samkvæmt upplýsingum frá Síldarútvegsnefnd, SH og íslensk- um sjávarafurðum er verið að vinna að sölusamningum á síld víða um heim. Hins vegar hafa engir samn- ingar verið undirritaðir enn að frá- töldum þeim 20 þúsund tunnum sem Síldarútvegsnefnd hefur selt til Finnlands og greint var frá í Morg- unblaðinu nýlega. Menn frá SH eru nú ytra, bæði í Evrópu og Japan, að ræða við sína kaupendur og kanna horfurnar. Gylfi Þór Magnús- son markaðsstjóri SH segir að þeir hafi selt tæplega 8.000 tonn af frystri síld í fyrra og hefðu raunar getað selt 10.000 tonn en voru var- kárir í samningum sökum þess ástands sem skapaðist í veiðunum. Gylfi Þór reiknar með að ekki verði selt minna magn á vertíðinni í ár og raunar stefnt á að auka söluna. Sæmundur Guðmundsson að- stoðarframkvæmdastjóri Islenskra sjávarafurða segir að hljóðið í jap- önsku kaupendunum sé þyngra í ár en oft áður en Evrópumarkaður- inn ætti að vera á svipuðu róli og í fyrra. Að öðru leyti muni sölumál- in ekki skýrast fyrr en i fyrsta lagi í næstu viku. Geitungar leitainn ÓVENJU niargar fyrirspurn- ir bárust til Náttúrufræði- stofnunar Islands vegna geit- unga í gær. Að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræð- ings var mikið hringt í stofn- unina og kvartað undan geit- ungum sem komið höfðu inn um glugga. „Það er ekkert hægt að gera á meðan búin finnast ekki,“ sagði hann. „Þetta er í seinna lagi en ef geitungur kemst inn þá er ágætt að sprauta á hann hárlakki. Þá fatast honum flug- ið og hann verður óvígur," Geitunga varð fyrst vart á áttunda áratugnum og hefur þeim fjölgað verulega á síðustu þremur árum. Þá hefur sumar- ið hér sunnanlands verið þeim hagstætt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.