Morgunblaðið - 05.11.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.11.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 11 og sunnudag og greinilegt er að sýn- ing Leikfélagsins á Englum í Ameríku vekur áhuga. Aðsóknin kemur til með að raska örlítið dagskrá vetrarins. Þannig mun frumsýning á Gleðigjöfum eftir Neil Simon frestast um mánuð. Enn er ekki ljóst hvað verður um barnaleikritið Hættuför sem sýna átti í janúar, en um einhveijar tilfærslur verður að ræða. Jólaverkefnið Eva Luna verður hins vegar örugglega á tilsettum tíma. Kvikmyndir Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Norska myndin „Den Hvite Selen“ verður sýnd sunnudaginn 7. nóvember kl. 14. í Norræna húsinu og er hún ætluð yngri bömum. Myndin fjallar um selinn Kotic sem hefur búið við Beringshaf alla sína ævi en einn góðan veðurdag birtist hópur veiðimanna sem eru sólgnir í selaskinn. Kotic heldur þá í leiðangur til að reyna að fínna stað þar sem selirnir geti búið í friði og ró. Sýning myndarinnar tekur tæpa kiukkustund og er hún með norsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. Sýningnm á Coppelíu er að ljúka. Síðasta sýning á Coppelíu Sýningum á Coppelíu sem sýnd hefur verið í íslensku óperunni að undanförnu er að ljúka og verður síð- asta sýning í kvöld, föstudaginn 5. nóvember kl. 20. Lára Stefánsdóttir og Eldar Valiev dansa hlutverk Svanhildar og Frans á þessari sýningu og í hluverki Coppel- íusar verður Guðmundur Helgason. Hljómsveitarstjóri er Örn Óskarsson. Coppelíu hefur verið vel tekið, jafnt af gagnrýnendum sem áhorfendum. Sinfóníuhljóm- sveit Islands Tónleik- ar fyrir ungt fólk SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands gengst fyrir tónleikum fyr- ir ungt fólk í Háskólabíói laugar- daginn 6. nóvember kl. 20. Sífellt fleiri ungmenni sækja nú tónleika SÍ og þykir hljómsveitinni við hæfi og velja efnisskrá sérstak- lega með tilliti til þessa hóps. Fyrst á efnisskrá tónleikanna er eitt þekktasta verk breska tónskáldsins Edward Elgars, Pomp & Circumst- ance. Sérstaklega hefur verið vandað til einleikara á þessum tónleikum en það er Svíinn Christian Lind- berg, sem er talinn meðal fremstu básúnuleikara. Hann mun leika konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir landa sinn Jan Sandström, svonefndan Vélhjólakonsert eða Snigil. í tilefni Vélhjólakonsertsins ætla Sniglar í Reykjavík að fjölmenna. Kynnir tónleikanna verður Björn Jörundur Friðbjörnsson söngvari hljómsveitarinnar Ný dönsk. Tónleikunum iýkur á Bolero eftir franska tónskáldið Maurice Ravel. Hug'mynd - höggmynd Myndlist Eiríkur Þorláksson Þau söfn, sem helguð eru lífs- verki einstakra listamanna, eru ekki mjög áberandi í þeirri stöð- ugu samkeppni um athygli fjöl- miðlanna, sem fer fram dag hvern í menningarlífinu hér á landi sem annars staðar. Þó gegna þessi söfn mikilvægara hlutverki en margir gera sér grein fyrir; þar er jafnan varðveitt heillegri mynd af lífsstarfi viðkomandi lista- manns en mögulegt væri að setjá saman á öðrum stað, og einnig veita slík söfn betri tækifæri en ella gæfust til kynninga, rann- sókna og þess stöðuga endurmats á listsköpun viðkomandi lista- manns sem nauðsynlegt er til að listin nái að höfða til nýrra kyn- slóða listunnenda. Allt frá því það var formlega opnað almenningi 21. október 1988 hefur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar staðið ágætlega undir þessum skyldum sínum, eins og árbækur safnsins og sýningaskrár bera órækan vott um; jafnframt því hefur safnið skapað sér sess sem lifandi vettvangur fyrir aðra menningarstarfsemi, og ber þar hæst reglulegt tónleikahald og ljóðakynningar, sem hvoru tveggja hefur orðið til að auka mikilvægi safnsins í listalífinu. í tilefni fímm ára afmælis safnsins var í byijun október opnuð sýning í safninu undir yfirskriftinni „Hugmynd - höggmynd", þar sem brugðið er upp nokkrum dæmum um á hvern hátt verk Siguijóns þróuðust frá upphafi til loka, og vinnuaðferðir mynd- höggvarans eru kynntar. Þessi sýning mun standa í allan vetur, og vegna uppsetningarinnar ætti hún að vera einkar hentug til að kynna skólafólki á öllum aldri nokkra helstu þætti höggmynda- listarinnar. Á sýningunni eru rúmlega þijá- tíu verk, sem spanna sextíu ára feril listamannsins, þar sem hið elsta gerði hann á fjórtánda ári, en hið yngsta skömmu áður en hann lést 1982. Mörg verkanna eru gjafir til safnsins frá síðustu árum, og gefa þau góða yfirsýn yfir þá mismunandi stíla, sem Sig- uijón nýtti á fjölbreyttan hátt, allt eftir því sem viðfangsefnið bauð upp á hverju sinni. Hér getur einnig að líta fjölda ljósmynda, sem í tengslum við verkin og skýringatexta eru not- aðar til að sýna á hvem hátt ein- stök verk hafa þróast frá því að Sigurjón Ólafsson við verk sitt Faðmlög. vera hugmynd, fyrst unnin í litlum módelmyndum, síðar í stærri leir- verkum og loks yfirfærð í gifs, brons eða jafnvel hoggin í stein. Þannig er hægt að rekja sköpun- arferlið í heild sinni, sem kann að vera hugljómun ýmsum þeim, sem ekki hafa kynnt sér högg- myndalist að marki áður. Einn ríkulegasti fiokkur verka Siguijóns er án efa mannamyndir hans, þó þeim hafi ekki alltaf verið veitt nægileg athygli. í þeim má oft sjá ólík efnistök, þar sem viðfangsefnið ræður öðru fremur á hvem hátt listamaðurinn nálg- ast verkið. Þetta má glögglega sjá með því að bera saman verkin „Kroppinbakur" (nr. 4) og „Móðir mín“ (nr. 8 og 9), en aðeins fjög- ur ár skilja þau að; sviplausri undirgefni hins afmyndaða við örlögin gefur listamaðurinn styrk með kraftmikilli uppbyggingu heildarinnar, en með fínlegum lín- um og mjúkri mótun í móður- myndinni nær hann að laða fram einlægan og um leið angurværan svip þeirrar íslensku fjallkonu, sem hefur oftar en ekki fórnað eigin hagsæld til að búa afkom- endur sína sem best að heiman. „Hansen frá Nýhöfn" (nr. 15) er gerð tæpum tveimur áratugum síðar, en stendur þrátt fyrir það nærri „Kroppinbak“ að verklagi, og sýnir þannig glögglega að Sig- uijón lét viðfangsefnið ráða efnis- tökum, því í millitíðinni hafði hann unnið mörg þekkt verk á gjörólík- an hátt, og nægir þar að nefna „Dýrið“ (nr. 11) og „Faðmlög" (nr. 13), sem síðar var stækkað upp og er eitt þekkasta verk lista- mannsins. íslendingar vilja oft gleyma, að Siguijón var orðinn þekktur myndhöggvari í Danmörku áður en hann settist endanlega að hér á landi, enda bjó hann þar lengi eftir að námi lauk. Hann dvaldi þar á árum síðari heimsstyijaldar- innar, og á þeim tíma vann hann að kunnustu verkum sínum þar í landi, tveimur höggmyndum fyrir ráðhústorgið í Vejle. Þetta voru feikilega stór verk, hoggin í gran- ít, og vógu sjö og hálft tonn hvort; þau ollu miklu írafári þegar lista- maðurinn hafði lokið þeim 1944, og var komið fyrir í geymslu til að byija með. Verkin voru loks Siguijón Ólafsson: Móðir mln. Gifs, 1938. sett upp 1955 eftir miklar umræð- ur, og þá upphaflega aðeins til reynslu! Þessi saga er rifjuð upp hér, því á sýningunni getur að líta frumdrög að annari höggmynd- inni, „Iðnaður og verslun" (nr. 10), og einnig eru sýndar ýmsar ljósmyndir, sem tengjast þessu mikla verki. Þessi frumdrög eru unnin í gifs, og munu hafa fund- ist fyrir tilviljun í húsaporti á Christianshavn í Kaupmannahöfn 1987; verkið var þá í slæmu ásig- komulagi, enda talið hafa staðið utandyra í meira en þijá áratugi. Það hefur verið mikið starf að gera við þessa gifsmynd, og er gott að vita af henni í safninu í Laugarnesi sem einu tilvísuninni hér á landi í þessar miklu högg- myndir Siguijóns; þær voru braut- ryðjendaverk í danskri högg- myndalist á sinni tíð, og Vejlebúar eru stoltir af þeim í dag. Á sýningunni kemur einnig vel fram, að Siguijón einskorðaðr sig ekki við ákveðin efni i starfi sínu. Hér eru verk unnin í leir, gifs og steypt í brons, unnin beint með koparplötum og koparvír, skorið út í tré, og loks unnið í frauð- plast, til undirbúnings verkum sem skyldi steypa í ál, höggva í marmara eða mynda með holrúm- um í steinsteypu; forvitnin um möguleika ólíkra efna og vinnuað- ferða átti mikinn þátt í þeirri fjöl- hæfni, sem einkenndi allt lífsstarf þessa hægláta listamanns. Sýningin „Hugmynd - högg- mynd“ mun standa til vors, en þar sem safnið verður að öllu jöfnu aðeins opið laugardaga og sunnu- daga í vetur (og fyrir skólahópa utan þess tíma), er rétt að hvetja sem flesta til að koma við ein- hveija helgina; heimsókn í Lista- safn Siguijóns Ólafssonar í Laug- arnesinu getur verið ágæt viðbót við sunnudagsbíltúrinn. Kór Laugarneskirkju. Kór Laugameskirkju syngur negrasálma KÓR Laugarneskirkju heldur tvenna tónleika í Laugarnes- kirkju um helgina, laugardaginn 6. nóvember og sunnudaginn 7. nóvember kl. 17.00 báða dagana. Á efnisskrá kórsins eru að þessu sinni nær eingöngu negrasálmar. Einsöngvari með kórnum er Dúfa Einarsdóttir og stjórnandi er Ron- ald Turner. Nýjar bækur Ný ljóðabók eftir Gunnar Hersvein í REGNBORG hljóðra húsa heitir nýútkomin ljóðabók eftir Gunnar Hersvein. Bókin inniheldur 38 ljóð í fjórum köflum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „í fyrsta ljóðinu eru mælandinn stadd- ur í málverki. Hann grípur pensilinn af forviða málara og skapar mynd- ljóð til að tjá sig og ná sambandi við lesandann. Ástin, tilveran, trúin, einveran og dauðinn birtast m.a. í ljóðunum. Gunnar Hersveinn er fæddur 1960 í Reykjavík og er í regnborg hljóðra húsa þriðja ljóðabók hans. Hinar eru Gægjugat frá 1987 og Tré í húsi frá 1989. Gunnar hefur einnig ritað heimspekibókina Um það fer tvennum sögum 1990 og skrifað leikritið Ef sem leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum sýndi snemma á þessu ári. t- loij OwliUtT I íitíuihfft Gunnar Hersveinn Ljóðabókin er 52 síður. Hér- aðsprent sf. á Egilsstöðum prent- ar hana en höfundur gefur út sjálfur. Atli Heiðar Gunnlaugs- son gerði kápu. Islensk bóka- dreifing annast dreifingu. Bókin kostar 1.850 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.